Þjóðviljinn - 08.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.04.1986, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 2. flokkur karla Vestur-Þýskaland Breiðabliks og Selfoss. Þar sigr- aði Selfoss óvænt, 10-9. Flestir bjuggust við að Breiðablik yrði í fyrsta eða öðru sæti og slæmt gengi liðsins kom mjög á óvart. Lokastaðan í úrslitakeppninni varð þessi: HK..................3 3 0 0 30-21 6 Stjarnan............3 2 0 1 27-20 4 Selfoss.............3 1 0 2 20-31 2 Breiðablik..........3 0 0 3 21-26 0 —Logi 4. flokkur kvenna Fyrsti titill Grind- víkinga Ragnheiður með21 markaf34 Stúlkurnar í 4. flokki færðu Ungmennafélagi Grindavíkur sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í handknattleik á sunnudaginn. Grindavíkurstúlkurnar unnu þá alla fimm leiki sína í úrslita- keppninni á Selfossi og stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar. Úrslit leikja urðu þessi: KR-Selfoss 7-5 Grótta-Fylkir Grindavík-Fram 8-4 Selfoss-Fylkir 13-2 KR-Fram 8-6 Grindavík-Grótta.... Fram-Selfoss 9.7 Grindavík-Fylkir 9-3 KR-Grótta Fram-Fylkir Selfoss-Grótta Grindavík-KR Fram-Grótta KR-Fylkir Grindavík-Selfoss . 4-3 Lokastaðan varð þessi: Grindavík ..5 5 0 0 34-19 10 KR ...5 3 1 1 35-29 7 Fram ...5 2 1 2 30-33 5 Selfoss 5 ? 0 3 31-?4 4 Grótta ...5 0 2 3 20-27 2 Fylkir ...5 0 2 3 20-38 2 Ragnheiður Ólafsdóttir átti drjúgan þátt í velgengni Grinda- víkurstúlknanna. Hún skoraði 21 af 34 mörkum þeirra í úrslita- keppninni. —VS Kári Elísson var í stærsta hlot- verkinu á meistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn. Hann setti eina Is- landsmetið í karlaflokki, lyfti 172,5 kg í bekkpressu, og vann bestu afrek mótsins í bekkpressu, réttstöðulyftu og í samanlögðu. Hörður Magnússon frá Reykja- vík átti bestan árangur í hné- beygju og Sigurbjörg Kjartans- dóttir, Reykjavík, vann bestu af- rekin í kvennaflokki. Alls féllu met 18 sinnum á mót- inu, þar af 10 sinnum í kvenna- keppninni. Þarsigraði Sigurbjörg í 67,5 kg flokki, lyfti samtals 347.5 kg, Sjöfn Jónsdóttir sigraði í 52 kg flokki með 220 kg og Magnea Sturludóttir í 48 kg flokki með 212,5 kg. Aðalsteinn Kjartansson, Ak- ureyri, sigraði í 60 kg flokki karla með 375 kg samanlagt. Már Ósk- arsson, Fáskrúðsfirði, í 67,5 kg flokki með 480 kg, Kári Elísson, Akureyri, í 75 kg flokki með 662.5 kg, Flalldór Eyþórsson, Reykjavík, í 82,5 kg flokki með 710 kg, Baldur Borgþórsson, Reykjavík, í 90 kg flokki með 740 kg, Magnús Ver Magnússon, Seyðisfirði, í 100 kg flokki með 717.5 kg, Hörður Magnússon, Reykjavík, í 110 kg flokki rneð 855 kg, Víkingur Traustason, Akureyri, í 125 kg flokki með 872.5 kg (Hjalti Úrsus Árnason létti sig um 5 kg á einum sólar- hring til að geta keppt við Víking en var orðinn of kraftlaus fyrir vikið þegar á hólminn var kom- ið!) og Torfi Ólafsson sigraði í yfir 125 kg flokki með 880 kg samanlagt. Mótið gekk vel fyrir sig og var vel að því staðið. Keppendur virt- ust ánægðir með aðstæður, helst að sumum þætti húsið of stórt til að ná upp góðri stemmningu. —K&H/Akureyri Sjötti sigurinn í röð hjá Stuttgart HK — islandsmeistarar í 6. flokki karla í handknattleik. Víkingar — íslandsmeistarar í 2. flokki kvenna í handknattleik. FH skoraði síðustu fimm FH varð íslandsmeistari í 2. flokki karla í handknattleik á sunnudaginn eftir tvísýnan úr- slitaleik við Val. Úrslitakeppnin fór fram í Vestmannaeyjum. FH-ingar voru sigurstrang- legra liðið en það voru Valspilt- arnir sem höfðu undirtökin lengst af. Þeir leiddu 8-7 í hálfleik og 16-15 þegar skammt var til leiks- loka. En þá tóku Hafn- firðingarnir loks við sér, skoruðu síðustu 5 mörk leiksins og sigruðu 20-16. Víkingur og ÍR léku um þriðja sætið og Víkingarnir náðu að sigra 20-19 í spennandi leik. Stað- an var 10-10 í hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Víkinga á ÍR í fjórum leikjum liðanna í vetur og hann kom á hárréttum tíma. Átta lið léku í úrslitakeppn- inni, í tveimur riðlum. í A-riðli fengu Valsmenn 4 stig, ÍR-ingar 3, Selfyssingar 3 og Þórarar úr Eyjum 2 stig. í B-riðli fékk FH 6 stig, Víkingur 4, Stjarnan 2 en Týr ekkert stig. —JR/Eyjum 6. flokkur karla Knattspyrna Góð byrjun Víkinga Unnu íslandsmeistara Vals Baráttuglaðir Víkingar unnu óvæntan sigur á íslandsmeistur- um Vals, 2-1, í Reykjavíkurmót- inu í fyrrakvöld. Leikið var á gervigrasinu. og var þetta fyrsti leikur liðanna í mótinu. Víkingar byrjuðu af krafti og komust verðskuldað í 2-0 með mörkum frá Andra Marteinssyni og Atla Einarssyni. Valsmenn náðu undirtökunum í seinni hálf- leik en Víkingar áttu hættuleg færi og voru nálægt því að skora sitt þriðja mark og krækja sér í aukastig. Þegar 17 mínútur voru eftir náði Jón Grétar Jónsson að minnka muninn fyrir Val en Vfk- ingar héldu sínum hlut nokkuð örugglega. Miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum frá því í fyrra en þess ber að geta að í Valsliðið vantaði Þorgrím Þráinsson og Hilmar Sighvatsson. Nokkrir ný- liðar eru í Valsliðinu og lofa þeir góðu. Víkingar sýndu mikla bar- áttugleði og verða með þessu á- framhaldi í fremstu röð í 2. deildinni í sumar. Fyrstu umferð mótsins lýkur í kvöld með leik Fram og Fylkis á gervigrasinu kl. 20.30. —VS Frá Agli Eiðssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Síðan Stuttgart rak þjálfarann hefur allt leikið í lyndi. Sex leikir í Bundesligunni og sex sigrar, og sæti tryggt í úrslitaleik bikar- keppninnar að auki. Á laugar- daginn kom Frankfurt í heimsókn og sótti ekki gull í greipar Stutt- gart frekar en önnur lið undan- s farið. Úrslitin 2-1 segja ekki allt því Stuttgart hefði átt að vinna mun stærri sigur. Ásgeir Sigur- vinsson átti mjög góðan leik, fékk 2 í einkunn hjá Kicker, og hefur frammistaða hans undanfarið verið jöfn og góð. Staðan var orðin 2-0 eftir að- eins 7 mínútur. Pasic og Mushör (víti) skoruðu. Yfirburðir Stutt- gart voru talsverðir en fleiri mörk litu ekki dagsins ljós. Theyss skoraði fyrir Frankfurt úr víta- spyrnu 20 mín. fyrir leikslok en það breytti engu. Stuttgart tók fyrir leikinn í notkun stóran og glæsilegan myndbandsskerm, á stærð við fjögur fótboltamörk, og til að hrella leikmann Frankfurt var sýnt aftur og aftur glæsilegt sigurmark liðsins gegn Hambur- ger í síðustu viku! Bayer Uerdingen kom í heim- sókn hingað til Kölnar og slapp Vann Stjörnuna 11-8 í úrslitaleik. Selfoss náði óvœntþriðja sœtinu með sigri á Breiðabliki Glíma Ólafur Haukur vann aftur Ólafur Haukur Ólafsson, KR, vann sigur í Íslandsglím- unni og hiaut Grettisbeltið annað árið í röð á laugardag- inn. Þá var glímt í íþróttahúsi Kennaraháskólans og vann Ólafur aila sex andstæðinga sína. Jón Unndórsson, Leikni R., varð annar með 4,5 vinninga og Pétur Yngvason, HSÞ, þriðji með 4 vinninga. Eyþór Pétursson fékk 3, Helgi Bjarnason 2, Hjörtur Þráins- son og Geir Arngrímsson hálf- Margrét Hannesdóttir skorar fyrir Víking í úrslitaleiknum 2. flokkur kvenna Yfirburðir Víkings Víkingsstúlkurnar sigruðu nokkuð auðveldlega í íslandsmót- inu í 2. flokki kvenna. Þær unnu alla leiki sína í úrslitakeppninni í Seljaskóla í Reykjavík um helgina og sigruðu Hauka í úrslitaleik 8- 4. Víkingar byrjuðu mjög vel- í úrslitaleiknum og komust í 4-0. Vörnin var mjög sterk og Haukar áttu erfitt með að komast í gegn, og þá varði Sigrún Ólafsdóttir mjög vel. í hálfleik var staðan 4- 1. Haukar náðu svo að minnka muninn í 5-3 en þá tóku Víkingar við sér og skoruðu næstu tvö. Á lokamínútunni skoraði hvort lið eitt mark og leiknum lauk með sigri Víkings, 8-4. Það sem munaði mest um í liði Víkings var góður varnarleikur og frábær markvarsla. Liðið lék skemmtilegan handbolta og er vel að titlinum komið. Mörk Víkings: Margrét Hannesdóttir 2, Rannveig Þórarinsdóttir 2, Hrund Rúdólfs- dóttir 2, Oddný Guðmundsdóttir 1 og Anna María Bjarnadóttir 1. Mörk Hauka: Hrafnhildur Pálsdóttir 2, Steinunn Þorsteinsdóttir 1 og Soffía Sig- urgeirsdóttir 1. Anna María Bjarnadóttir, fyr- irliði Víkings: „Þetta var frábær leikur og við unnum á betri markvörslu og varnarleik. Við töpuðum fyrir Haukum í undankeppninni og áttum því von á hörkuleik. Við erum allar mjög ánægðar með þennan árangur sem við viljum þakka góðum þjálfara og góðum liðsanda." Þorsteinn Jóhannesson, þjálf- ari Víkings: „Þetta var létt úrslitakeppni, minnsti sigurinn var fjögur mörk. Við unnum þetta fyrst og fremst á vörn og markvörslu. Annars kom það mest á óvart hve illa Fram- stúlkunum gekk. Flestir voru búnir að spá þeim öruggum sigri. “ Um þriðja sætið léku svo Stjarnan og FH og var það hörku- spennandi leikur. FH hafði lengst af undirtökin og náði þriggja marka forystu, 9-6, og var 11-9 yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Það nægði þó ekki því Stjarnan jafnaði, 11-11, og var því framlengt. Stjarnan skoraði þá 3 gegn 2 og sigraði 14-13. Stjarnan tapaði ekki leik í úrslit- akeppninni en varð að láta 3. sæt- ið duga. Ragnheiður Magnúsdóttir gerði 5 mörk fyrir Stjörnuna og Hrund Grétarsdóttir 3. Helga Sigurðardóttir gerði 4 mörk fyrir FH og Linda Loftsdóttir 3. Keppt var í tveimur riðlum og úrslit leikja og lokastöður í þeim urðu sem hér segir: A-riölll: Víkingur-ÍBK.....................16-7 FH-Breiðablik...................17-9 Víkingur-FH......................17-10 Breiðablik-lBK...................13-10 IBK-FH...........................6-4 Vikingur-Breiðablik..............10-3 Víkingur..............3 3 0 0 43-20 6 FH....................3 2 0 1 38-32 4 Breiðablik............3 1 0 2 25-37 2 IBK...................3 0 0 3 23-40 0 B-riðill: Fram-KR.........................10-6 Stjarnan-Haukar...................9-9 Stjarnan-Fram.....................9-9 Haukar-KR.......................21-6 Stjarnan-KR......................18-9 Haukar-Fram.....................11-5 Haukar................3 2 1 0 41-20 5 Stjarnan..............3 1 2 0 36-27 4 Fram..................3 1 1 1 24-26 3 KR................. 3 0 0 3 21-49 0 Úrslitaleikir: 1 .-2. Víkingur-Haukar...........8-4 3.-4. Stjarnan-FH................14-13 —Logi HK varð á laugardaginn ís- landsmeistari í 6. flokki karla í handknattleik en þá fór úrslita- keppnin fram í Ásgarði í Garða- bæ. Fjögur lið komust í úrslita- keppnina sem var jöfn og spenn- andi. Fyrst léku Breiðablik og Stjarnan. Staðan í hálfleik var 2-2 en Stjarnan átti mjög góðan seinni hálfleik og sigraði 6-3. í næsta leik vann HK Selfoss ör- ugglega, 9-4. Þá léku HK og Breiðablik og var sá leikur mjög spennandi. Breiðablik var lengst af yfir en staðan í hálfleik var 5-5. Þegar tvær sekúndur voru eftir skoraði svo HK sigurmarkið 10-9. Stjarn- an vann Selfoss 13-6 í næsta leik. Þá var komið að úrslitaleik HK og Stjörnunnar. Stjarnan var yfir framanaf og var yfir 4-3 í hálfleik. HK náði svo að rétta úr kútnum í seinni hálfleik, seig framúr og sigraði 11-8. Mörk HK: Einar Sveinsson 4, Sæþór Ólafsson 3, Gunnar Ingva- son 2 og Gunnleifur Gunnleifs- son 2. Mörk Stjörnunnar: Rögnvald- ur Johnsen5, Viðar Erlingsson 1, Bragi Pálsson 1 og Frosti Jónsson 1. Þór Ásgeirsson, þjálfari HK: „Við erum að sjálfsögðu allir mjög ánægðir með þetta. Okkur gekk mjög vel og þetta var gott mót. Það kom mér á óvart hve illa Breiðabliki gekk, við áttum von á þeim betri. Það var ánægjulegt að sjá hve foreldrarnir mættu vel.“. Erla Rafnsdóttir, þjálfari Stjörnunnar: „Þetta var mjög skemmtilegt, þó mættu vera fleiri lið í úrslitun- um. Við stóðum okkur vel eftir að hafa verið tæp á að komast í úrslit. Við lékum góða vörn á móti Breiðabliki en strákarnir voru taugaveiklaðir í sókninni. Það var erfitt að spila á móti HK, þeir eru líkamlega sterkir.“ Síðasti' ieikurinn var milli r*l/nror* fwrir Ul/ í ■'■rnlilnlnil/m im vel með 1-1 jafntefli. Uerdingen byrjaði þó af krafti og Funkel skallaði í mark Kölnar eftir 6 mínútur. Bein jafnaði strax mín- útu síðar og þar við sat. Leikur- inn var ekki mikið fyrir augað, bæði lið greinilega þreytt eftir mikið álag undanfarið en Kölnar- ar voru mun betri aðilinn og voru óheppnir að ná ekki að sigra. Atli Eðvaldsson lék með Uerdingen en lítið bar á honum. Lárus Guð- mundsson lék ekki með. Úrslit í Bundesligunni um helgina: Bremen-Leverkusen................5-0 Bayern Munchen-Kaiserslautern....5-0 Stuttgart-Frankfurt..............2-1 Köln-Uerdingen...................1-1 Hamburger-Nurnberg...............2-1 Schalke-Bochum...................4-2 Hannover-Mannheim................1-1 Saarbrucken-Dusseldorf...........1-1 Gladbach-Dortmund................2-1 Bremen sýndi meistaratakta gegn hinu sterka liði Leverkusen og nálgast óðum titilinn. Burgs- muller 2, Pezzey, Hermann og Neubarth skoruðu mörkin. Bay- ern lék sama leik, 5-0 gegn Kais- erslautern, og staðan þar var orð- in 4-0 eftir aðeins 37 mínútur. Lerby gerði 2 markanna, Willmer, Wohlfarth og Rum- menigge eitt hver. Gladbach á enn möguleika á silfrinu, Mill og Krauss skoruðu rrjörkin gegn Dortmund. Staða efstu liða: Bremen 30 20 7 3 81-37 47 Bayern 30 19 5 6 73-31 43 Gladbach 29 14 11 4 60-39 39 Stuttgart 30 15 6 9 60-40 36 Hamburger.. 29 14 5 10 45-30 33 Leverkusen.. 29 12 8 9 53-46 32 Uerdingen ....27 13 6 8 45-53 32 Mannheim.... ....29 10 10 9 38-35 30 Schalke 29 11 6 12 48-47 28 Bochum ...29 11 4 14 49-51 26 V. Þýskaland Kiel og Essen unnu Lemgo og Dankersen úr leik Frá Agli Eiðssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Kicl og Essen komust áfram í bikarkeppninni í handknattleik um helgina en tvö önnur íslend- ingalið, Dankersen og Lemgo, féllu út. Kiel vann einmitt Dank- ersen 29-21 og Essen vann 3. deildarliðið Schwartztau 25-22 á útivelli. Alfreð Gíslason gerði 5 mörk fyrir Essen. Lemgo féll óvænt gegn 2. deildarliðinu Berg- kamen, 24-21, og skoraði Sig- urður Sveinsson 4 mörk fyrir Lemgo. Fyrsti leikur hans síðan hann meiddist í haust. Knattspyrna Tímamótasamningur Samtök 1. deildarleikmanna í knattspyrnu og Sjóvá skrifuðu á föstudaginn undir tímamóta- samning í íslenskum íþrótta- heimi. Með honum eru leikmenn 1. deildarliðanna nú tryggðir fyrir slysum við æfingar eða keppni í 1. deild og 1. flokki en tryggingin nær til 25 leikmanna, þjálfara og liðsstjóra hjá hverju félagi. Samtökin nóta hagnað af upp- skeruhátíðinni sem haldin var sl. haust til að greiða niður iðgjald af tryggingunni en auk þess kemur Sjóvá til móts við þau með myndarlegum styrk. Með þessum samningi er tryggt að leikmenn sem verða fyrir slæmum meiðslum sem gera þá óvinnu- færa ættu ekki að verða fyrir tekj- utapi —VS HK sigraði eftir spennandi keppni Badminton Frost varði titilinn Morten Frost frá Danmörku varði á sunnudaginn Evrópu- meistaratitil sinn í einliðaleik karla á lokadegi Evrópumeistar- amótsins í Uppsölum í Svíþjóð. Kraftlyftingar Kari vann bestu afrekin Hann sigraði landa sinn Ib Fre- deriksen 15-8 og 15-2 í úrslitaleik og hefndi þar með fyrir óvænt tap gegn honum í úrslitum danska meistaramótsins fyrr í vetur. Helen Troke frá Englandi varð Evrópumeistari í einliðaleik kvenna. Hún sigraði Kirsten Larsen frá Danmörku 9-12, 11-3 og 11-2 í úrslitaleiknum. Gillian Gilks frá Englandi hlaut sinn 14. Evrópumeistaratit- il þegar hún sigraði í tvenndarleik ásamt Martin Dew. Steen Flad- berg og Jesper Helledie frá Dan- mörku sigruðu í tvíliðaleik karla og þær Gillian Clark og Gillian Gowers frá Englandi í tvíliðaleik kvenna. —VS/Reuter 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. apríl 1986 Þriðjudagur 8. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.