Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Utanríkisumrœðan Gagnrýndu máttlausa ályktun ríkisstjómarínnar Páll Pétursson og Gunnar G. Schram: Yfirlýsing stjórnarinnar átti að vera harðorðari. Matthías Á. Mathiesen: EkkiNato, bara Bandaríkjamenn ábyrgir. Ég var ekki látinn vita. Eyjólfur Konráð sagði ekki orð ingmenn stjórnar og stjórnar- andstöðu gagnrýndu harð- lega árásir Bandaríkjamanna á Líbýu í umræðum um utanríkis- mál sem stóðu fram á þriðja tím- ann í fyrrinótt. Utanríkisráð- herra upplýsti við umræðuna að hann hefði ekkert vitað af þessari árás fyrr cn eftir á. Var ríkis- stjórnin átalin fyrir lin viðbrögð og máttlausa ályktun gegn árás- unum, af þingmönnum allra flokka. Þingmennirnir Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sig- fússon og Svavar Gestsson sem töluðu í umræðunum lögðu m.a. áherslu á ábyrgð fslands á þess- um árásum forysturíkis Atlants- hafsbandalagsins. Utanríkisráð- herra neitaði alfarið að hér hefði verið um að ræða aðgerð á vegum Nato, heldur bæru Bandaríkja- mennirnir einir ábyrgð á árás- inni. Þeir Páll Pétursson þingflokks- formaður Framsóknarmanna og Gunnar G. Schram þingmaður Sjálfstæðismanna lýstu báðir vonbrigðum sínum með yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar vegna á- rásanna og sögðu að þar hefði átt að kveða fastar að orði. Áber- andi var hins vegar hvað þing- menn Sjálfstæðisflokksins eyddu fáum orðum að árásum Banda- ríkjamannaá Líbýu og sérstaka athygli vakti að Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismála- nefndar tók ekki til máls við um- ræðuna. -Ig- Neytendamál Dómurinn hefur fordæmisgildi Verslun dæmd til endurgreiðslu vegna sölu á skemmdri vöru þau að maður keypti leðurbuxur sem kostuðu 4900 krónur í tísku- versluninni Quadro í Reykjavík. Er kaupandinn hugðist nota bux- urnar kom í Ijós að þær voru al- gjörlega ónýtar, þær nánast duttu í sundur. Kaupandinn vildi fá þær endurgreiddar en því neitaði selj- andi. Þá sneri kaupandi sér til Neytendasamtakanna, sem fengu sérfræðing til að skoða buxurnar. Niðurstaða hans var á sömu bók: „Skinnið er greinilega fúið og auðvelt að rífa það, þess vegna heldur það ekki saum“. Neytendasamtökin kynntu selj- anda þessa niðurstöðu og bauð honum að endurgreiða buxurnar, en seljandi féllst ekki á það. Þess vegna var leitað til dómstólanna. Niðurstaða dómsins var sú að seljanda bæri að greiða stefnanda andvirði flíkurinnar með mánað- arvöxtum auk málskostnaðar. Þessi dómur er okkur mikil hvatning til meira aðhalds og málssókna ef ekki semst við verslanir í tilfellum sem þessum, ___________________________________________________________ sagði Guðsteinn Guðmundsson Guðsteinn V. Guðmundsson: Þá veit maður hvaða leið er fær, ef verslanir láta að lokum. ~°g sér ekki segjast. Sig Mar. Kjararannsóknarnefnd Minnsti kaupmáttur í 20 ár Kaupmátturinn ífyrra rúmlega 73 miðað við 100 árið 1980. Kaupmáttur ellilífeyris einnig rúmlega 73. Stendur betur með telcjutryggingu. Samningsbundin laun liggja áfram niðri. Launaskriðið tekur við Við teljum að þessi dómur hafi mikið fordæmisgildi og við munum nú fara dómsleiðina með nokkur hliðstæð mál, sem við höfum dokað við meðan beðið var úrslita þessa máls, sagði Guð- steinn V.. Guðmundsson starfs- maður Neytcndasamtakanna í samtali við Þjóðviljann í gær, en nýfallin er dómur í bæjarþingi Reykjavíkur þarsem neytandi vinnur mál gegn verslun, vegna meintra vörusvika. Málsatvik voru í stuttu máli Launafólk Réttur til námsleyfa verði tiyggður Pingsályktunartillaga frá Svavari Gestssyni. Samið verðifrumvarp um rétt launafólks til námsleyfa Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins hefur endur- flutt tillögu á Alþingi um rétt launafólks til námsleyfa. Er lagt til að ríkisstjórnin láti semja frumvarp þar sem miðað verði við að launafólk geti reglulega fengið rétt til námsleyfa vegna verkmenntunar, þjálfunar, al- menns náms eða endur- menntunar. Nokkur verkalýðsfélög hafa þegar tryggt félagsmönnum sín- um rétt á borð við þann sem hér er gerð tillaga um en í tillögu Svavars er gert ráð fyrir því að námsleyfin nái ekki eingöngu til endurmenntunar heldur einnig til almenns náms og félagslegrar þjálfunar. -Ig. Kaupmáttur kauptaxta á sl. ári var 73.05 miðað við 100 árið 1980 og hefur ekki verið minni síðustu 20 árin amk. samkvæmt upplýsingum hjá Kjararannsókn- arnefnd. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur kauptaxta á þessu ári verði svipaður og í fyrra. Samkvæmt fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar var kaupmáttur kauptaxta 73.18 árið 1984, 79.06 árið 1983, 98.33 árið 1982, 99.67 árið 1981 miðað við 100 árið 1980. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs komst kaupmáttur kauptaxta niður í 70.19 í janú- armánuði. Kaupmáttur elli- og örorkulíf- eyris var 73.5 á sl. ári, en hélt betur við verðlag að viðbættri tekjutryggingu, en þá var kaupmátturinn 92.2 miðað við 100 1980. Sé tekið mið af greiddu tíma- kaupi, þe. tímakaupi með álagi og hvers konar launaskriði, þá er kaupmáttur þess 85.7 hjá verka- mönnum á sl. ári, 86 hjá iðnaðar- mönnum, 85 hjá verkakonum. Ráðstöfunartekjur á mann voru í fyrra 97.1 miðað við kaupmáttinn 100 árið 1980. - óg Kanínur burt frá Njarðvik og Kan- ann burt frá Keflavík! Kennarar Sumar- húsin til BSRB Söluverð 14 húsa 5 milj- ónir. Eldri kennararfá afnot aftveimur húsanna BSRB hefur keypt sumarhús Kennarasambandsins. Er hér um 14 hús að ræða og voru þau keypt á 5 miljónir króna samtals. Ástæðan fyrir þessu lága sölu- verði er að húsin eiga samkvæmt samkomulagi að verða eign BSRB eftir tuttugu og fimm ár en elstu húsin eru um 15 ára. Þar sem kennarar sem eru komnir á eftirlaunaaldur eða eru að komast á hann hafa verið mjög reiðir því að missa afnot af húsun- um hefur stjórn BSRB ákveðið að veita þeim afnot af tveimur húsanna. ✓ Utflutningur íslenskar kanínur til Kína Á næstu vikum verða fluttar 400 sprelllifandi kanínur frá Kan- ínumiðstöðinni í Njarðvík til Kína. í frétt í blaðinu Reykjanes segir einnig að Kínverja vanti kanínur af Zika-stofni, scm er af- kastamikið afbrigði við fram- leiðslu angora-ullar. Kanínurnar fara með Arnar- flugi til Amsterdam, þaðan með flugi til Hong Kong - og til meg- inlandsins með skipi. Heppnist þessi sending má búast við fleiri sendingum frá Njarðvík til Kína. Um 2500 kanínur eru í Kanínu- miðstöðinni, - og eru um 100 þeirra hafðar til undaneldis, en hinar til ullarframleiðslu. Verið er að kanna sölu ullar til Sviss og Finnlands. _ óp Músiktilraunir Keppt í kvöld Annað Músiktilraunakvöldið ’86 er í kvöld í Tónabæ. Þessar sjö sveitir keppa þá um rétt til að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer á sama stað föstudaginn 25. apríl: Antarah úr Kópavogi, Splendit úr Njarðvík, Zappa, Sweet pain og The Voice úr Reykajvík, Ovris úr Keflavík og Greifarnir frá Húsavík. Hin reffi- lega rokkhljómsveit Strákarnir kemur fram utan keppnj og skemmtir viðstöddum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.