Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 5
Orlofshús bænda líta dagsins Ijós Tvö risin íÁsgarði í Grímsnesi, eitt á Hólum í Hjaltadal Síðasti aðalfundur Stéttar- sambands bænda hcimilaði stjórn þess að láta byggja þrjú sumar- hús til afnota fyrir bændur. Skyldu tvö húsin byggð í landi Stéttarsambandsins í Ásgarði í Grímsnesi og eitt á Hólum í Hjaltadal. Tryggingasjóður Stéttarsambandsins kostar bygg- ingarnar. Hólahúsið er byggt í samvinnu við Bændaskólann, sem hefur það til afnota fyrir nemendur að vetrinum. Pað er parhús, 68 ferm. Gert er ráð fyrir að á Hól- um rísi 4-6 orlofshús í eigu ýmissa aðila. Asgarðshúsinu standa við Sogið, skammt ofan við Álfta- vatn. Landið hefur nú verið skipulagt og er þar rúm fyrir 12 hús. Þau eru 51 ferm. og með 20 ferm. verönd. Hvert hús rúmar 6-8 manns í gistingu í þremur svefnherbergjum: einu stóru hjónaherbergi og tveimur minni herbergjum með hlaðrúmum. í húsunum er og rúmgóð stofa, fullbúið eldhús, ísskápur, eldhús- áhöld, borðbúnaður, húsgögn í stofu og svefnherbergjum, dínur, rúmfatnaður, barnarúm, sólstól- ar, útvarp og útigrill, heitt og kalt rennandi vatn. Meðferðis þarf ekki annað að hafa en fatnað og matföng. Húsin verða leigð bændum og fjölskyldum þeirra eina viku í senn, frá föstudegi til föstudags. Útleiga á Hólahúsinu hefst 13. júní og lýkur 12. sept.. Leiga á Ásgarðshúsunum hefst 2. maí. Verða þau leigð fram eftir haust- inu eftir því sem aðsókn segir til um. Til greina kemur og að leigja þau út að vetrinum og þá e.t.v. skemmri tíma í einu, t.d. um helgar. Leigan verður 2900 kr. fyrir vikuna í júní, júlí og ágúst en 2200 kr. vor- og haustmánuðina. Frestur til að sækja um leigu á húsunum er til 1. maí n.k.. Skrif- legar umsóknir þurfa að berast til skrifstofu Stéttarsambandsins, pósthólfi 7040, 127 Rvík, eða í síma 91-19200. Tilgreina þarf hvaða tímabil viðkomandi óskar að fá húsin á leigu, hvort það er á Hólum eða í Asgarði, einnig ef annar tími kemur til greina og hús á hinum staðnum, aldur umsækj- anda og fjölskyldustærð. Nánari Hólar í Hjaltadal þar sem hugmyndin er að rísi 4-6 orlofshús. upplýsingar veita Gylfi Þ. Orra- son og Halldóra Ólafsdóttir hjá Stéttarsambandinu. Rétt til húsanna hafa allir starf- andi bændur og fyrrverandi bændur, sem eru aðilar að Líf- eyrissjóði bænda eða styrkþegar Styrktarsjóðs Stéttarsambands- ins. Berist fleiri umsóknir en unnt er að sinna mun nefnd, kjörin af stjórn Stéttarsambandsins, út- hluta húsunum eftir reglum, sem stjórnin ákveður. Hliðsjón verð- ur höfð af reglum, sem gilda hjá öðrum stéttarfélögum. Verði mikil eftirspurn eftir húsunum í sumar er hugsanlegt að fleiri hús verði reist næsta vet- ur. -mhg Hrossarœkt Forskoðun kynbótahrossa Hefst 5. maí ogstendurfram íjúní Guðmundur Birkir sýnist vera að búa sig undir að stíga á bak. Forskoðun kynbótahrossa vor- ið 1986 fer nú senn að hefjast og verður hún sem hér segir, sam- kvæmt upplýsingum frá Þorkeli Bjarnasyni, hrossaræktarráðu- naut: 5. maí Vopnafjörður 6. maí Fljótdalshérað 7. maí Fljótdalshérað og ná- grenni 8. maí Firðir Austurlands 9. maí Hornafjörður 10. maí Klaustur, Vík 12. maí Hvolsvöllur 13. maí Hella 14. maí Biskupstungur, Hvera- gerði, Þorlákshöfn 15. maí Flúðir 16. maí Bjarnastaðir Grímsnesi 17. maí Gunnarsholt (Stóðhesta- stöð, dómar) 20. maí Selfoss og nágrenni 21. maí Keflavík, Hafnarfjörður 22. maí Gustvöllur, Kjóavellir, Víðivellir, stóðhestar 23. maí Kjós - Mosfellssveit 24. maí Víðivellir, hryssur 26. maí Strandir 27. maí Dalir, Snæfellsnes 28. maí Borgarnes, Mýrar 29. maí Borgarfjörður v/ landsmóts 31. maí Stóðhestastöð, almenn sýning kl. 14:00 2. júní Húnavatnssýslur v/ landsmóts 3. júní Þingeyjarsýslur 4. júní Hólar í Hjaltadal 5. júní Vindheimamelar Skaga- firði 6. júní Melgerðismelar Eyja- firði 7. júní Melgerðismelar Eyja- firði í Borgarfirði og í Húnavatns- sýslum verða þau kynbótahross aðeins skoðuð, sem fara eiga á landsmót, því héraðssýningar verða þar síðar í vor. - Tímasetn- ingar eru óljósar fyrir þá staði, sem síðar eru upp taldir í skránni, en formenn félaga og ráðunautar munu áætla það með hrossarækt- arráðunaut þegar þátttaka liggur fyrir. Dómstörf hefjast daglega kl. 9 á þeim stað, sem fyrst er nefndur í skránni. Þátttaka til landsmóts tilkynn- ist fyrir 20. apríl til Búnaðarfélags íslands en aðrar umsóknir skal leggja fram við forskoðun á hverjum stað. -mhg Fimmtudagur 17. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Nýbúgreinar Meiri fræðsla og leiö- beiningar Bœta þarfaðstöðu bœndaskólanna til að sinna þessu verkefni Eigi að efla nýbúgreinar í sveit- um svo sem nú er stefnt að er augljóst að mjög þarf að auka all- ar leiðbeiningar og fræðslu, sem að þeim lýtur. Bændaskólarnir leitast við að sinna þessu verkefni en því miður af alltof veikum burðum. Búnaðarþing telur aðstöðu skólanna í þessum efnum „með öllu óviðunandi, bæði hvað varð- ar kennsluaðstöðu og mannafla til kennslu‘% og beinir því til ríkis- stjórnar og Alþingis að auka fjár- veitingar til skólanna svo þeir fái sinnt þeirri fræðslu, sem búfjár- ræktarlögin gera ráð fyrir og breyttar aðstæður í landbúnaði krefjast. Þá er lögð áhersla á að auknar fjárfestingar og mannafli nýtist jöfnum höndum til rannsókna, tilrauna og kennslu. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.