Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 8
FLÓAMARKAÐURINN Bumbur barðar, Bumbur boðaðar til bættrar heilsu í Hljómskálagarðinum, ámótum Sól- eyjargötu og Bragagötu 3. maí kl. 14.00. Áður bréfboðaðir vinstri kúl- uvambar með kúluvanda og aðrir, mæti með skó og galla þar. Ýstru- belgir, segið skilið við fitubollu- markaðinn. -Eiríkur ps. Sérhannaður og sérboðaður er Davið borgarstjóri. Hann fær ekki (að) borða, nema til að klippa. Da- víð mætir með skó og skæri. Sumardekk - Daihatsu Vil selja 4 sóluð sumardekk fyrir Daihatsu Charade. Aðeins notuð í 3 mánuði sl. sumar. Sími 30508 eftir kl. 18. Baðskápar Vil selja 2 baðskápa, hvítt plast. Hæð 40sm, lengd 72 sm og dýpt 20 sm. Sími 30508 eftir kl. 18. Kjarakaup Barnarimlarúm kr. 2000.-, barna- stóll 1.500.-, barnabað 1.500.-, barnaleikgrind 1.500.-, barnabíl- stóll 2.000.-, barnastóll á reiðhjól 1.000.-. Uppl. í síma 79853 eftir kl. 5 á daginn. Vill einhver leigja okkur tveggja til þriggja herbergja íbúð? Við erum ungt barnlaust par sem bráðvantar íbúð. Erum í fastri öruggri vinnu. Reglusemi, góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Fyrirframgreiðsla eða bank- atrygging möguleg. Upplýsingar í símum 681679 eða 667249 eftir kl. 6 á daginn. Jóna og Einar. Tek að mér bókhaldsstörf og rita verslunarbréf á ensku og þýsku gegn vægu gjaldi. Hringið í Ólaf Steinsen í síma 37633 milli kl. 13 og 15. Til sölu Opemus-5 stækkari til sölu með fylgihlutum. Upplýsingar í síma 73687, eftir kl. 18. Óskast keypt Hornsófasettóskasttil kaups. Uppl. í síma 26306 eftir kl. 18. Til sölu Ágætis ísskápur til sölu, hæð 135 cm, breidd 60 cm. Verð kr. 5 þús. Uppl. í síma 30947. Húsnæði óskast Óska eftir 2ja-3ja herbergja íbúð til leigu helst í Breiðholti. Hringið í Jó- hönnu í síma 32448. Vantar einhvern íbúð í sum- ar? Stór 3ja herb. íbúð til leigu í sumar með húsgögnum í júní, júlí og ág- úst. Er á góðum stað í bænum. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn og sím- anúmer til auglýsingadeildar Þjóð- viljans merkt: Ekkert okur fyrir 20. apríl. Gestalt-námskeið með Terry Cooper verður haldið helgina 3.-4. maí. Gestalt meðferð kennir okkur að í stað þess að vera leiksopþar um- hverfis eða annars fólks getum við stjórnað líðan okkar með því að taka ábyrgð á tilfinningum okkar, hugsunum og líkama. Gestalt nám- skeið er tækifæri til að breyta lífi okkar... í vernduðu umhverfi getum við kannað og tjáð tilfinningar sem við erum vön að byrgja inni. Terry Cooper er þekktur breskur sállækn- ir. Hann hefur komið 8 sinnum. Uppl. og skráning hjá Daníel í síma 29006 á daginn og í síma 18795 eftir kl. 18. Til sölu Electrolux kæliskápur, hæð 125 cm, breidd 60 cm. Einnig fæst lítið gólfteppi gefins á sama stað. Sími 72753. Halló íbúðareigandi Mig vantar 2ja-3ja herb. ibúð frá 1. júli eða 1. ágúst. Fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. í síma 18867, eftir kl. 17.30. Mig vantar notaða eldhúsinnréttingu. Hringið í síma 21784. Á einhver sófa og sófaborð sem hann/hún vill selja mér ódýrt eða í besta falli gefa mér? Vinsamlegast hafið samband í síma 622360 eða 622063. Húsnæði óskast Reglusöm, einhleyp kona (hjúkrun- arfræðingur) óskar eftir lítilli íbúð eða herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi. Skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 26945. Óska eftir að fá keypt teleskóp. Vinsamlegast hringið í síma 53902. Dagmamma óskast fyrir 11 mánaða stelpu helst sem næst gamla miðbænum eða Skuggahverfinu. Upplýsingar í síma 29052, Lilja og Aðalheiður. Til sýnis og sölu 50 tegundir af prjónauppskriftum, þar á meðal umferðarhúfur, úlnliðaskjól og peysa Ingólfs Arnar- sonar. Einnig leðurmálverk og bækur. Öll mynstur íslensk og heimahönnuð. Upplýsingar í síma 14172. Veitingahúsaeigendur athugið Ég er 18 ára piltur og óska eftir að komast á samning við matargerð. Upplýsingar gefnar á auglýsinga- deild Þjóðviljans, biðjið um Olgu. Til sölu ódýr bíll Til sölu Toyota Corolla liftback '78. Þetta er sportútgáfa að Toyotu og er á sportfelgum. Er með góðri vél og gott kram en þarfnast lagfær- inga á lakki. Set upþ 95-110 þús. Fer eftir greiðslum. Uppl. í síma 52837 eftir kl. 18. Eldhús Til sölu er notuð eldhúsinnrétting meö tækjum: vaskur, kranar, hellu- borð, stór amerískur veggbakarofn (Westinghouse), skápar. Selstsem ein heild eða í hlutum. Verð-tilboð. Uppl. í síma 27900 eftir kl. 18. Hjól til söiu Winter 3ja gíra drengjareiðhjól til sölu á kr. 5 þús. Uppl. í síma 45407 eftir kl. 18. Kaupi og sel vel með farin húsgögn og húsmuni. Fornverslunin Grettisgötu 31, sími 13562. Til sölu rauður og fallegur Suzuki jeppi (LJ 80) árg. '80. Ekinn 50.000 km. Verð 150-160 þús. Uppl. í síma 22928 eftir kl. 17 virka daga. RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLANS vill ráða skrifstofumann í fullt starf næstu 8 mánuði. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Aðalstarfssviðið er sím- varsla, auk léttra, almennra skrifstofustarfa. Nokkur kunnátta í ensku talmáli er nauðsynleg vegna símtala við útlönd. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 21340 og að Dunhaga 3 eftir hádegi næstu daga. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra fyrir 23. þ.m. Raunvísindastofnun Háskólans. Tómas Gunnarsson lögmaður: Askorun til alþingismanna Nú liggur fyrir Alþingi til af- greiðslu frumvarp dómsmálaráð- herra Jóns Helgasonar til laga um sakadóm í ávana- og fíkniefnum. Frumvarpið varðar brot, sem eru algeng, geta varðað þungum ref- singum og eru að mati margra með alvarlegustu afbrotum. Frumvarpið eins og það er fel- ur í sér brot á grundvallarlögum ef að lögum verður og gefur auk þess tilefni til annarra athuga- semda. Skulu þessi atriði nefnd. 1. Þar sem ekki liggur fyrir stefnumótun í réttarfarsmálum er frumvarpið ekki liður sérstakrar áætlunar heldur virðist það lagt fram án sérstaks efnislegs rök- stuðnings af hálfu dómsmálaráð- herra. Verður ekki séð hvaða ávinningur er af hinu ráðgerða nýja fyrirkomulagi. 2. Texti frumvarpsins sjálfs er illskiljanlegur. Ef ekki kæmu til upplýsingar í athugasemdum við frumvarpið væri erfitt að átta sig á því hvert markmið þess væri. I athugasemdunum segir: „Ef frumvarp þetta verður að lögum breytist meðferð þessara mála þannig, að lögreglustjórar senda málið að frumrannsókn lokinni til ríkissaksóknara til ákæru eða til sakadóms í ávana- og fíkniefn- amálum ef ljúka má málinu með sátt.“ Það hve frumvarpstextinn og síðar mögulega lagatextinn eru ill- eða óskiljanlegur verður að telja brot á ákv. 1. mgr. 27. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 þar segir: „Birta skal lög.“ í stjórnarskrárákvæðinu hlýtur að felast, að auk þess sem íög séu birt, sé efni þeirra þannig að læs- um mönnum sé skiljanlegt hvað í lögunum felist. 3. Samkv. athugasemdum frumvarpsins er gert ráð fyrir, að frumrannsókn fíkniefnabrota fari fram hjá lögreglu. Reynslan af „frumrannsóknum" brotamála hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins er sú að þær eru jafnan mjög ítar- legar og verða að teljast aðal- rannsóknir brotamála, enda eru skýrslur og yfirlýsingar gefnar þar að við lagðri refsiábyrgð. Er heldur ekki auðvelt fyrir Ríkis- saksóknara að gefa út ákæru vegna refsiverðra brota nema mál sé allnokkuð rannsakað áður. Þessa framkvæmd, að refsi- ntál séu rannsökuð fyrir lögreglu, verður að telja brot á lokaákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/ 1944, en þar segir: „Dómendur fara með dómsvaldið". Einnig brot gegn skuldbindingum sem ísland hefur tekist á hendur með staðfestingu á mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins og mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gera ákv. þessara sáttmála auk annars ráð fyrir, að menn sem sakaðir eru um refsi- verð brot, fái mál sín rekin fyrir hlutlausum dómstóli þar sem verjandi fær að fylgjast með öllum þáttum rannsóknar og gera viðeigandi ráðstafanir ef honum eða sakborningi sýnist. Það hefur ekki tíðkast meðan mál eru í lög- reglurannsókn, a.m.k. ekki hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. 4. Athugasemdir við frum- varpið virðist gera ráð fyrir, að lögreglan geti sent mál beint til sakadóms í ávana- og fíkniefna- málum ef ljúka megi málinu nteð sátt. Hér er undarlega að orði komist. Athugasemdirnar virðast gera ráð fyrir þeim möguleika að Ríkissaksóknaraembættið eigi ekki nokkurn hlut að rekstri refsimáls. Það kemur illa heim og saman við upphafsákvæði 20. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 74/1974, en þar segir: „Ríkis- saksóknari fer með ákæruvald- ið“. Frumvarpið gefur tilefni til ým- issa annarra athugasemda, en hér skal staðar numið. Skorað er á alþingismenn að samþykkja þetta frumvarp ekki. Tómas Gunnarsson, lögm. ___________MINNING_________ Sigurður Auðunsson Fœddur 11. desember 1929 — Dáinn 5. apríl 1986 Enginn ræður sínum næturstað segir máltækið. Þrátt fyrir alla tækni nútímans og framþróun erum við mannanna börn svo ósköp smá gagnvart náttúruöfl- unum. Við erum einnig lítil þegar okkur berast harmafregnir unt lát góðs félaga. Það er svo erfitt að trúa því að aldrei framar rnuni Sigurður Auðunsson sitja and- spænis okkur við samningaborð- ið. Sagt er að maður komi í manns stað, en skarðið sem Sig- urður skilur eftir verður aldrei fyllt. Ég kynntist honum fyrir 5 árum, þegar ég hóf störf við vinnuhagræðingu hjá Alþýðu- sambandi Norðurlands. Þá hafði hann unnið við slík störf hjá Vinnumálasambandi Samvinnu - félaganna í um 9 ár og var öllum hnútum kunnugur. Aldrei lét hann mig þó gjalda reynsluleysis eða fákunnáttu minnar, heldur kom ætíð fram sem jafningi. Vissulega kastaðist stundum í kekki milli okkar, eðlilega þar sem sæti okkar voru sitt hvoru megin við borðið, og við höfðum ólíkum herrum að þjóna, en Sig- urður hafði þann kost til að bera sem svo marga skortir, hann var mannlegur, hann hlustaði á skýr- ingar og rök, kom með mótrök reyndi að miðla málum eða gerði skýra grein fyrir því að hingað og ekki lengra yrði komist. Stundum þótti honum við of kröfuhörð og aðgangshörð, þá fengum við að heyra það, en síð- an sló hann á léttari strengi og vildi gera gott úr öllu saman, þannig að enginn færi argur í sinni til síns heima. Hann var maður framfara og gerði sér ljósa grein fyrir því að þegar fólkið sem vinnur við fram- leiðsluna er ánægt þá fer árangur- inn eftir því. Hann þorði líka að ráðast í að bæta og laga gömlu launakerfin, eins og í hans valdi stóð, þannig að sem flestir nytu góðs af. Sigurður var hafsjór af fróðleik og hafði mikla ánægju af að skoða ýmsar nýjungar, jafnt sem eldri vísindi, og er mér minnis- stæður reiknistokkurinn hans, sem hann sagði jafn notadrjúgan og reiknitölvur nútímans. Vegna starfa okkar ferðuð- umst við oft á ntilli byggðarlaga. Þá var Sigurður trausti ferðafé- laginn í vondunt vetrarveðrum. ætíð léttur og kátur, og aldrei með aðfinnslur eða styggðaryrði um aksturslagið þegar ég annað- ist þá hlið. A þessum ferðunt var ýmsilegt rætt og meðal annars talaði hann oft með stolti um fjölskyldu sína og sitt fallega heimili að Efra- Hvoli sem Ingunn kona hans bjó honum. Einnig minntist hann gjarnan á tengdamóður sína Ing- veldi, sem hann virti og mat mik- ils. Vil ég, ásamt félögum í Alþýðu- sambandi Norðurlands, senda ykkur heinta á Efra-Hvoli inni- legar samúðarkveðjur og biðjum við góðan Guð að gefa ykkur styrk í ykkar iniklu sorg. Éinnig sendum við samstarfsfólkinu á Vinnumálasambandinu santúð- arkveðjur. F.h. Alþýðusambands Norðurlands, Þóra Hjaltadóttir. Útför föður okkar Andrésar Eyjólfssonar fyrrverandi bónda og alþingismanns Síðumúla í Hvitársíðu verðurgerð frá Síðumúlakirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14. Sætaferð verður kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni með viðkomu í Borgarnesi. Börnin Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa Björns Grímssonar Ásta Björnsdóttir Gerður Björnsdóttir Matthías Björnsson Harpa M. Björnsdóttir Grímur M. Björnsson Jakobína E. Björnsdóttir Karl H. Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Haukur Þorleifsson Fjóla Guðjónsdóttir Ásbjörn Magnússon Margrét Oddgeirsdóttir Árni Einarsson Hulda Bjarnadóttir 8 SIÐA - ÞJOÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.