Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 13
NESKAUPSTAÐUR NESKAUPSTAÐUR Saltfiskurinn verkaður af ungum sem öldnum og vinnubrögðin eru örugg enda saltfiskverkunin á gömlum merg í Neskaupstað. Atvinnulífið A félagslegum \grunni Þær Elísabet Birgisdóttir, Guðbjörg Þórisdóttir og Unnur Hafsteinsdóttir skera roðið utan af skötuselnum áður en honum er pakkað í loftþéttar umbúð- ir á Frakkland. Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar og efsti maður G- listans segir frá atvinnumálum Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar, fyrsti maður á G-listanum í bæjarstjórn- arkosningunum. 'V-ZSít * Norðfirðingar hafa farið þá leið að byggja höfuð atvinnufyrirtæki stað- arins upp á félagslegum grunni. Bæjarfélagið sjálft er ekki mikið með beinan atvinnurekstur, heldur eru fyrirtækin rekin sem almenn- ingshlutafélög. Síldarvinnslan er stærsta fyrirtækið á staðnum og næst stærsta fyrirtæki í sjávarútvegi á ís- landi. Stjórnarformaður þess er Kristinn V. Jóhannsson, sem skipar fyrsta sæti lista Aiþýðubandalagsins í sveitarstjórnarkosningunum. Kristinn er forseti bæjarstjórnar en einnig er hann framkvæmdastjóri SÚN, Samvinnufélags útgerðar- manna í Neskaupstað. Blaðamaður Þjóðviljans leit við á skrifstofu Krist- ins í Steininum svokallaða, er hann var á ferð í Neskaupstað í fyrri viku og ræddi við hann um atvinnumál staðarins. Blandað hagkerfi Kristinn sagði að Norðfirðingar væru þeirrar skoðunar að í sjávar- plássi einsog Neskaupstað þyrfti að efla einkaframtakið við hlið þess hið félagslega. Undirstöðuatvinnufyrir- tæki einsog Síldarvinnslan yrðu að vera í félagslegri eigu, enda þekktu íbúar á Norðfirði það af gamalli raun þegar allur rekstur slíkra fyrirtækja er í eigu örfárra eigenda. Það þarf ekki annað en kynslóðaskipti til að fyrirtæki verði lögð niður. Það er svo sjálfsagt að leyfa einka- framtakinu að njóta sín í smábát- aútgerðinni, þjónustufyrirtækjum, verslunum og smáiðnaði. Atvinnuleysi óþekkt Atvinnuleysi er óþekkt fyrirbæri í Neskaupstað nú orðið. Fiskvinnslan er stöðug allt árið og hefur það mikið að segja að útgerð og vinnsla í landi er allt á einni hendi. „Við reynum að skipuleggja veiðarnar þannig að vinnslan hafi nægt hráefni allan árs- ins hring. Við höfum beitt skipunum í samræmi við kvótann þannig að vinnslan sé stöðug." Neskaupstaður hefur hinsvegar fengið að kynnast öðru vandamáli, sem margir útgerðarstaðir hafa átt við að glíma, en það er fólkseklan í fiskvinnslunni. „Það hefur oft reynst erfitt að fá fólk í pökkun og snyrtingu og hefur það orðið til þess að ekki hefur verið unnt að reka frystihúsið á fullum af- köstum. T.d. var húsið aldrei fullnýtt allt síðasta ár og kom það verulega niður á afkomu þess 1985. „Annað sem nefna má í sambandi við hvernig við látum vinnuna í landi ganga fyrir er að við siglum ekki með aflann nema tryggt sé að nægur afli sé í landi. Vegna toppanna sem kom- ið hafa út af fólkseklunni höfum við þó látið Börk sigla nokkrum sinnum- Ríkisstjórnin andvíg sjávarútvegi „Útlitið í atvinnumálum bæjarins var mjög dökkt í upphafi kjörtíma- bilsins. Þá höfðum við nýlega reist loðnuverksmiðju og voru miklar skuldir hvílandi á henni. Einnig höfðum við nýlega keypt Beiti og átti að gera hann út á loðnuna en þá skall loðnuveiðibannið á. Þetta og aðrar ytri aðstæður gerði það að verkum að verulegt tap varð á rekstri Síldar- vinnslunnar árin 1983 og 1984. Það má með sanni segja að stefna núver- andi ríkisstjórnar hafi verið mjög andvíg sjávarútveginum og markast það best á því að fólk er hætt að tala um útgerðarauðinn en talar þess í stað um verslunarauðinn." Kristinn sagði að afkoman hefði batnað á síðasta ári, einkum hjá út- gerðinni. Þar hjálpast að betri afla- brögð og hagstæðara verð á er- lendum mörkuðum. Þá varð loðnu- veiðin aftur að verulegum tekju- stofni. „Einsog ástandið er núna hjá útgerðinni þarf hún nokkur topp- aflaár í röð til að ná sér upp.“ Þó útgerðin hafi hjarnað töluvert við að undanförnu eru enn erfið- leikar hjá fiskvinnslunni í landi. Olíuverðlækkunin Fram til þessa hefur fjármagns- kostnaðurinn og olíuverð reynst bæði fiskvinnslu og útgerð erfiðast. Nú er hinsvegar búist við að vextir lækki vegna nýgerðra kjarasamninga og auk þess hefur olíuverð farið hríðlækkandi á heimsmarkaði þó enn hafi sú lækkun ekki skilað sér hingað til lands nema að hluta. „Margir útgerðarmanna eru orðn- ir langeygðir eftir frekari lækkun hér því olíuverðið hefur lækkað mun örar í nágrannalöndum okkar. Ég talaði nýlega við umboðsmann okk- ar í Grimsby og tjáði hann mér að lítrinn væri seldur á 5,65 kr. þar þann daginn en hér er hann u.þ.b. helm- ingi dýrari, kostar 10,70 kr. Miðað við meðaleyðslu togara gerir mis- munurinn um 6 milljónir á ári.“ Síldarvinnslan gerir út þrjá skut- togara og tvö nótaskip. Nú íhuga þeir að setja frystibúnað og rækju- vinnslubúnað í Beiti þar sem fundist hafa ný og fengsæl r^ekjumið út af Austfjörðum. Er þetta gert til að lengja starfstíma skipanna því ann- ars eru þau bara á loðnu. Hefur verið sótt um lánsfé til þessa en það ekki fengist enn. Sagði Kristinn að þeir vonuðust eftir jákvæðari svörum næsta ár. Nýtt síldarævintýri Fiskifræðingar hafa talað um að síldin muni á næstu árum heimsækja miðin í kringum landið aftur. Búast margir við mjög öflugum göngum þar sem stofninn við Noreg er mjög sterkur. Spurði undirritaður Kristin hvort hann byggist við nýju síldaræ- vintýri. „Ékki neitt í líkingu við gamla síld- arævintýrið því komi hún í einhverj- um mæli verður líklega að veiða hana að mestu í bræðslu þar sem mjög erfiðlega hefur gengið að selja saltsíldina. Það myndi vissulega lengja vinnslutíma bræðslunnar en hún er í gangi um helminginn af ár- inu núna.“ Mörgum Norðfirðingum þykir nóg um að þurfa að þola nábýlið við bræðsluna hálft árið vegna þeirrar loftmengunar sem fylgir henni. Sagði Kristinn að bæjarstjórnin í Neskaupstað hefði beitt sér fyrir því að þau bæjarfélög sem reka loðnu- vinnslu á Austfjörðum tækju sig saman um að beita stjórnvöld þrýst- ingi, svo fjármagnsfyrirgreiðsla fengist til að koma upp hreinsiútbún- aði á bræðslurnar. „Við teljum bræðslurnar það þjóðhagslega mikilvægar að stjórnvöld ættu að hlaupa undir bagga. Það sætir eiginlega furðu að ekki skuli hafa tekist að fá nauðsyn- lega fyrirgreiðslu til að setja upp þennan hreinsibúnað." Síldarvinnslan hefur þegar stigið fyrsta skrefið og komið upp búnaði sem hreinsar mesta rykið úr reyknum, auk þess sem töluverð vinna hefur verið lögð í undirbúning en lokaátakið kostar um 16-17 milljónir á núvirði og að sögn Krist- ins er útilokað að taka slíka fjármuni út úr rekstrinum. „Við erum bara að fara fram á lán en enn sem komið er hefur það ekki fengist. Við erum því að vonast til að þrýstingur fólksins verði það mikill og sterkur að augu ráðamanna opn- ist fyrir þessu vandamáli.“ Sjávarútvegurinn undirstaðan En hvernig sér Kristinn framtíðina á Norðfirði? „Ég er sannfærður um að sjávar- útvegurinn verður undirstaðan í atvinnulífi okkar, að minnsta kosti svo langt sem ég get séð. Ég tel al- gjörlega óraunhæft að álíta að eitthvað geti komið í staðinn fyrir hann í útgerðarbæ einsog Neskaup- stað. Hann er og verður undirstaðan undir lífið hér. Það er svo mjög mikið undir stefnu stjórnvalda kom- ið hvernig til tekst. Okkur sem vinn- um við að skapa þessi verðmæti finnst við bera lítið úr bítum. Gjald- eyririnn sem við öflum er afhentur öðrum á spottprís.“ Mjög mikilvægt er að breyting verði til batnaðar á vinnuaðstöðu og réttindum þess fólks sem vinnur í frystihúsunum. „Það þarf að koma skilningur á að vinnuaðstöðu þessa fólks verði að gera meira aðlaðandi og sem betur fer virðist hann vera að vakna. Það jákvæða við síðustu samninga er að mínu mati, að rétt- indi og möguleikar fiskvinnslufólks til að afla sér menntunar og fá hana metna til launa, eru aukin.“ Óvissan eða öryggið Nú eru sveitarstjórnarkosningar í aðsigi og undirritaðan langaði til að vita að lokum hvað þær kosningar snérust um að mati fýrsta manns á lista Alþýðubandalagsins. „Norðfirðingar velja um það núna hvort áfram verða tryggð þau tengsl sem eru milli stjórnenda atvinnulífs- ins og stjórnenda bæjarmála eða hvort óöryggi sundurlyndra afla verði kallað yfir bæjarfélagið,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson að lokum. —Sáf 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. apríl 1986 Sparisjóður Norðfjarðar Egilsbraut 25 • Neskaupstað Símar 7125 og 7425 Afgreiðslutími kl. 9.15-16.00 frá mánudögum til föstudaga. Öll almenn bankaþjónusta. Það er lán að skipta við sparisjóðinn. Hittumst í sparisjóðnum. C. PLATH NAVIGAT IX Knár og smár N_______________________________________________-/ Leitið upplýsinga. Kristinn Gunnarsson & Co. Grandagarði 7 Reykjavík Símar: 26677 og 21811 r ' n ÚTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR NAVIGAT IX Gýróáttaviti og sjálfstýring sambyggt /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.