Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 16
NESKAUPSTAÐUR OLL prentun TÖLVUSETNING Á NÓTUM. Fljót og góð þjónusta. JLÉKJPÓSTH. 65 Œ 7189 & 7135 UU%NESPRENT NESGATA 7 A ■ 740 NESKAUSPTAÐ ■ ÍSLAND Skipstjórar - útgerðarmenn Alhliðaþjónusta áveiðarfærum. Ávallt fyrirliggjandi stálvírar af öllum sverleikum. Þrykkjum hólka á víra með öruggri þrykkingarvél. NETAGERÐ FRIÐRIKS VILHJÁLMSSONAR HF. Sími 97-7339 Neskaupstað Fangavarsla - sumarvinna Ráðgert er að ráða fólk til starfa við fanga- vörslu í fangelsunum að Litla-Hrauni og í Reykjavík í um 3-4 mánuði frá 23. maí nk. vegna sumarleyfa. Umsóknir um þessi störf skulu berast dómsmálaráðuneytinu, Arnarhvoli, fyrir 1. maí nk. og skulu umsækjendur gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 14. apríl 1986. Skattskrá Reykjavíkur fyrir árið 1985 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskatts- skrár fyrir árið 1985 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur 16. apríl til 29. apríl 1986 að báðum dögum meðtöldum, kl. 10 til 16 alla virka daga nema laugardaga. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur mynd- ast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti. Skattstjórinn í Reykjavík Gestur Steinþórsson Júlíus Haraldsson við eldstóna. Mynd.Sáf Reykiðjan Reyktur fiskur á England Litið við í Reykiðjunni og rætt við Júlíus Haraldsson verkstjóra í rúmt ár hefur verið starfandi á vegum Síldarvinnslunnar reykiðja. Var Reykiðjan tekin í notkun í janúar 1985 og stærsti hluti framleiðslunnar fluttur út til Englands. Júlíus Haraldsson, verkstjóri Reykiðjunnar, sagði að um 90% framleiðslunnar væri flutt til Eng- lands. Er þar mest um reyktan þorsk og ýsu að ræða. Sagði hann að yfirleitt væru flutt um þrjú og hálft til fjögur tonn af reyktum flökum út. Sagðist hann halda að Reykiðjan væri eini aðilinn hér á landi sem flytti út reyktan fisk. Sér Eimskip um að flytja fiskinn til Englands og fara tvær sending- ar mánaðalega. f Reykiðjunni starfa um 9 manns og er unnið á fullu 5 daga vikunnar. Hinsvegar er reykt í sex daga. Hvað verðið úti varðaði þá taldi Júlíus það alltof lágt því upphaflega hefði verið ætlunin að nota trillufisk í reykinguna en nú yfir vetrarmánuðina hefði verið notaður 1. flokks fiskur. Sagði Júlíus að þeir hjá Reykiðjunni væru enn að þreifa sig áfram með framleiðsluna og 16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN 17. april 1986 væri því reksturinn enn á til- raunastigi, ætti það bæði við um umbúðir, sölu og annað. Reykiðjan sér um meira en að reykja fisk fyrir England og eru alls 14 tegundir unnar hjá henni, m.a. er grálúða, sfld og rauðmagi reykt fyrir innanlandsmarkað. Pá er frosnum fisk pakkað í lofttæmdar umbúðir hjá Reykiðj- unni og þegar blaðamann bar að garði var verið að pakka skötu- sel. Sagði Júlíus að það hefðu verið sendar prufur af honum til Frakklands til að kanna hvort þeir hefðu áhuga á að neyta hans. NORÐFIRÐINGAR Allar algengar mat- og nýlenduvörur. Kjörorðið er: Verslið ódýrt. Verslun Óskars Jónssonar Hafnarbraut 1 Neskaupstað. Sími 97-7676.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.