Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.04.1986, Blaðsíða 17
NESKAUPSTAÐUR Rætt við hjónin Jónu Katrínu Aradótturog Benedikt Sigurjónsson, um Skíðamiðstöðinaí Oddsskarði, sem Neskaupstaðarbúar hafa reistísamvinnu við Eskfirðingaog Reyðfirðinga Hjónin Jóna Katrín Aradóttir og Benedikt Sigurjónsson með son sinn Pálma. Mynd. Sáf Oddsskarð Skíðaskáli vígður Myndir frá skíðamiðstöðinni i Oddsskarði Fyrstu helgina í apríl var skíðaskálinn í Oddsskarði op- inberlega tekinn í notkun. Þrjú sveitarfélög standa að þess- um framkvæmdum en það er Neskaupstaður, sem á 50% í skálanum, Eskifjörður sem á 30% og Reyðarfjörður sem á 20%. Hjónin Jóna Katrín Aradóttir, sem starfar á Fjórðungssjúkra- húsinu Neskaupstað og skipar 13. sæti lista Alþýðubandalagsins í sveitarstjórnarkosningunum og Benedikt Sigurjónsson. bæjar- verkfræðingur, hafa unnið ötul- Iega að því að þessi draumur skíð- aáhugafólks á fjörðunum verði að veruleika. Blaðamaður Pjóð- viljans heilsaði upp á þau í vik- unni eftir að skálinn var vígður. Benedikt er í stjórn skíða- deildar Þróttar. Sagði hann að skálinn hefði verið í byggingu undanfarin tvö ár en þó hann hefði ekki verið vígöur fyrr en um helgina, þá hefur fólk getað not- að hann í allan vetur. Skálinn er ekki fullfrágenginn því eftir er að ljúka innréttingum á svefnlofti. Samvinnuverkefni ÞaðvarGunnarÓlafsson, fyrr- verandi skólastjóri í Nesskóla, sem átti hugmyndina að skíðamiðstöð í Oddsskarði. Vann hann alla tíð ötullega að þessu máli einkunt eftir að hann lét af störfum sem skólastjóri sökum aldurs. Var Gunnar heiðursgestur við vígsluna. Einsog fyrr sagði er skíðamið- stöðin samvinnuverkefni þriggja sveitarfélaga og hefur það gefist mjög vei. Þau Jóna Katrín og Benedikt sögðu að þessi sam- vinna hefði verið upphafið að byltingu í sambandi við skíðamál á fjörðunum en skíðamiðstöðin er eitt af fyrstu samvinnuverkefn- um þessara sveitarfélaga og gafst það mjög vel. Allir voru samtaka í því að kraftarnir nýttust sem best. Á bak við þetta verk standa sveitarfélög þrjú til fjögurþúsund manna og sækja um tvö til þrjú hundruð manns skíðamiðstöðina að meðaltali um helgar og þaðan af meira er mest er. Fólk krefst þessarar aðstöðu Skíðamiðstöðin hefur starfað í Oddsskarði síðan 1980, en þá voru settar upp skíðalyftur við þjóðveginn Eskifjarðarmegin við göngin. Þarnaermjöggottskíða- land og mjög aðgengilegt þar sem þjóðvegurinn liggur beint í gegn- um það. Austfjarðaleiðir hafa útvegað snjótroðara og gjörbreytti það aðstöðunni í skíðabrekkunum. Sögðu þau Jóna Katrín og Ben- edikt að síðan að lyfturnar voru teknar í gagnið hefði orðið mikil aukning á iðkun skíðaíþróttar- innar. Sækir fólk á öllum aldri Skíðamiðstöðina og vissu þau dænri þess að fólk um fertugt hafi stigið þarna í fyrsta skipti á skíði. „Fólk hreinlega krefst þess nú á tímum að svona aðstaða sé fyrir hendi," sögðu hjónin að lokum. —Sáf Síldarvinnslan hf. Neskaupstað - Sími 97-7500 Starfrækjum: Frystihús Saitfisk- og skreidarverkun Síidarsöitun bræðsiu og reykingu Vélsmiðju bíiaverkstæði og dráttarbraut. Gerum út eftirtalin skip: B/V Birtingur NK 119 B/V Barði NK 120 B/V Bjartur NK 121 M/B Börkur NK 122 M/B Beitir NK 123 Fimmtudagur 17. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.