Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 2
skammtur af heilsurœkt í í málvísindum er indóevrópskum tungumál- um skipt niður í ellefu flokka. Einn þessara flokka eru germönsk mál, sem aftur skiptast í austur-germönsk, norður-germönsk og vestur- germönsk mál. Norður-germönsk mál skiptast síðan í vestur-norrænu og austur-norrænu, en úr vesturnorrænunni er sprottin íslenskan, það mál sem talað er í samnefndu landi. íslenskan er orðfærri en mörg önnur tungu- mál og býður það að sjálfsögðu heim þeirri skoðun að léttara sé að tjá sig á öðrum málum sem hafa fjölskrúðugra orðasafn. En það er nú öðru nær. Föll, hættir, tíðir og myndir sjá þessu dæma- lausa tungumáli fyrir meiri blæbrigðum en margur hyggur og þó vesalingur minn hafi ef til vill aðeins fengið reykinn af réttunum hvað ís- lenskt mál snertir, eru það samt miklar kræsing- ar og góðar. Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram, að það er á íslensku sem ég og konan mín tölum saman. Það var svo um daginn, að ég fór svona að hugleiða, hvað ég væri eiginlega búinn að vera lengi með þessari konu. Það væri ótuktarlegt að fara að gefa það upp hér, gæti gefið til kynna hve aldurhnigin hún er orðin, svo ég sleppi því bara. En hvað um það, ég fór að gefa forsetn- ingunni með svolítinn gaum svo ég fletti henni upp í Blöndalsorðabókinni, eiginlega svona frekar í bríaríi. Og viti menn. Hér rakst ég á nokkuð, sem færði mér enn einu sinni heim sanninn um töfra íslenskrar tungu. í Blöndal segir: Með - For- setning, sem stjórnar þolfalli og þágufalli. Og síðan koma dæmi: Maðurinn fer út með kon- unni, en út með (vinnu)-konuna. Konan fer afturámóti út með manninum, en út með hundinn. Það er semsagt talsverður blæbrigðamunur á því hvort farið er út með einhvern, eða með einhverjum. Það felst svolítil lítilsvirðing í því að farið sé í þolfalli með mann eitthvað, þar sem afturámóti fullkomið jafnræði er, þegar farið er með manni í þágufalli. Konan mín er jafnan með mig í þolfalli dægrin löng. Fyrir nú utan að vera með mig í vasanum og undir hælnum, er hún með mig í megrun, heilsu- rækt, Félagi einstæðra foreldra, Dómkirkju- söfnuðinum, bindindi, sundi og hópefli um sál- arjafnvægi í sambúð. Síðasta uppátækið hennar var að fara með mig í Ijós. Hún rakst semsagt, vestur í Selsvör, - þar sem áður voru Haugarnir - á Ijósabað- stofu og heilsurækt, þar sem mér skilst að hægt sé á ný að endurheimta fegurð og líkamlegt atgervi liðinnar æsku. Það var semsagt einn morguninn í miðjum apríl, þegar ég var að gera á mér morgunverkin fyrir framan spegilinn á baðinu, að hún tók svo til orða: - Ósköp er að sjá þig maður. Þú ert einsog skininn hundaskítur. Hér er komið lifandi dæmi um blæbrigði ís- lenskrar tungu, því þetta þýðir einfaldlega að ég sé ekki nægilega útitekinn. - Ég held ég fari með þig í Ijós, hélt hún áfram og svo fór hún með mig á heilsuræktina í Selsvörinni. Þegar við komum þangað tók á móti okkur kaffibrún fegurðardís og við hana sagði konan mín: - Ég er komin með hann. Sú kaffibrúna leit á mig og sagði: - Varstu ekki að tala um að láta hann í bekk tvö? - Jú þennan með sterku andlitsljósunum, svaraði konan mín og það fór ekkert á milli mála að þessi Ijósaferð hafði verið vandlega plan- lögð. Konan mín rétti þeirri kaffibrúnu áskriftar- kort og svo var farið með mig, berrassaðan í Ijósabekk tvö, mér sagt að leggjast niður, tjald dregið fyrir og mér sagt að anda bara rólega. Og sem ég lá þarna á einum tuttugu flórísentperum var slakað ofaná mig einhverskonar þaki með öðrum tuttugu perum. þolfalii Svo lá ég þarna, titrandi af ægilegri innilokun- arkennd í tuttuguogsjö mínútur einsog svína- flesksneið í ostasamloku. Það var svo í gær að ég kom í fimmta sinn úr Ijósabekk tvö með sterku andlitsljósunum og tók svo til orða: - Kona! Af hverju þarftu alltaf að fara með mig í þessa andskotans Ijósasamloku þegar fréttirn- ar eru í útvarpinu? Ég er búinn að margsegja þér það að þú átt ekki að láta mig missa af útvarpsfréttunum. - Það vantar nú í þig, svaraði hún að bragði. Það eru heyrnartæki við höfðagaflinn á bekk tvö með sterku andlitsljósunum. Hefurðu ekki séð þau? Þetta fannst mér nú brandari aldarinnar, því auðvitað hafði ég séð heyrnartækin og hugsað einmitt þá sem svo: - Allt er þetta nú á sömu bókina lært. Hér hafa þeir heyrnartækin til fóta. Svo ég sagði við kon- una mína dálítið neyðarlega: - Maður hlustar nú ekki á fréttirnar með tán- um, og hugsaði í leiðinni: - Góður hjá mér þessi. Nú varð henni orðfall sem snöggvast, aldrei þessu vant, en svo sagði hún hægt og einsog með dálitlum þunga: - Eru heyrnartækin til fóta í bekk tvö með sterku andlitsljósunum? - Ekki ber á öðru, svaraði ég og hló við. - Má ég sjá á þér tærnar, sagði hún þá og við fórum að skoða á mér tærnar sem voru orðnar afar fallega brúnar, en undir iljunum var ég orð- inn blásvartur. Eftir langa þögn tók hún svo til orða: - Viltu í næstu fimm skipti vera með höfuðið þeim megin sem heyrnartækin eru og andlits- Ijósin. Annars - bætti hún svo við - ætti ég kannske framvegis að fara með þér í samlok- una til að tryggt sé að þú snúir rétt. Og ég komst svona einsog í sólskinsskap, þó ekki væri nema af tilhugsuninni að hafa hana með mér í þágufalli á svo undarlegum sól- skinsbletti í heilar tuttuguogsjö mínútur. Einföld skýring Menn hafa verið að furða sig á stuðningi ríkisstjórnarinnar við Arnarflug, einkum Frarn- sóknarhluta ríkisstjórnarinn- ar, og komið hafa upp ýmsar stórpólitískar kenningar um dularfull tengsl innan viðskipt- aheimsins. En þetta er allt saman mjög einfalt eins og alltaf þegar forsætisráðherra vor kemur við sögu. Fram- sóknarflokkurinn verður að bjarga Arnarflugi. Það er vegna þess að dóttir Stein- gríms Hermannssonar er búin að fá vinnu þar sem flug- freyja í sumar...B Sjónvarpið sent í flugi í blaðinu Eystrahorni sem gef- ið er út á Höfn í Hornafirði er hinn indælasti slúðurdálkur sem við tökum okkur það bessaleyfi að vitna í að þessu sinni. A Höfn er „herskár sveitarstjóri" sem heitir Tryggvi Árnason. Hann skoraði á dögunum á íbúa staðarins að senda sér gíró- seðla þá sem sendir höfðu verið til innheimtu á afnotagjöldum útvarps og sjónvarps og hugðist hann senda útvarpinu þá aftur ó- greiddatil að mótmæla lé- I legum hlustunarskilyrðum. „Ekkert hefur útsendingin skánað þessa síðustu daga og var Hornið beðið að koma því á framfæri við útvarps- stjóra hvort ekki væri rétt að hætta þessari vitleysu að senda dagskrána gegnum lyng, mosa og fjöll og senda hana bara með flugi. Blöðin koma hvort sem er eins til þriggja daga gömul og því værí það bara samræmingar- atriði að fá sjónvarpsdag- skrána um leið og þau. Kost- urinn við þessa lausn væri aukinheldur sá að menn sæju það sem væri í sjónvarpinu að því tilskildu að sjónvarpið hefði tæknilega burði til að senda dagskrána út héðan, hingað eða hingað, héðan...“B Stjörnuregn í sundlauginni Og hér er önnur úr sund- lauginni á Höfn. Hún er á þá leið að föstudagsmorgun einn fyrirskömmu „hafi nefnd laug fyllst af ungum stúlkum, um- sjónarmanni hennar Helga Geir til mikillar furðu, en þó ánægju því hann er vanur því á morgnana að sitja uppi með eintóma karlhlunka sem komnir eru á þann aldur að geta ekki sofið. Skýringin var einföld. Þeir rokkbræður og trúbadorar Ásbjörn Mort- hens og Magnús Þór höfðu kvöldið áður haldið hljómleika í Sindrabæ og einhverjum hafði dottið í hug að þeir myndu fara í sund morguninn eftir, hvað og varð. Hafa þeir sjálfsagt undrast morgun- hreysti ungra Hafnar- stúlkna...“M Hver fær Esso? Senn fer að líða að því að Vil- hjálmur S. Jónsson láti af störfum og eru menn þegar farnir að skyggnast um eftir arftaka hans á forstjórastóli Esso, olíufélagi SÍS. Lengi vel beindust augu manna að Axel Gíslasyni aðstoðarfor- stjóra SÍS en nú er annar kandidat kominn fram á sjón- arsviðið og þykir allra manna líklegastur til að hreppa hnossið. Sá heitir Þorsteinn Olafsson og er fram- kvæmdastjóri Þróunardeildar SIS. Vilhjálmur hefur þótt vilja halda sjálfstæði Esso Þorstelnn Ólafsson - verðandl for- stjórl Esso? gagnvart SÍS-forystunni en með tilkomu Þorsteins myndi það eflaust breytast því Þor- steinn er í flestum greinum mjög handgenginn Erlendi og félögum. Af Axel er það nú sagt að hann stefni norður í land til að setjast í forstjórastól Utgerðarfélags Akureyrar en þann stól hefur faðir hans, Gísli Konráðsson vermt um árabil.B 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.