Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 5
BLAÐBERA VANTAR FYRIR SUMARIÐ LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX ÞJÓÐVIIJINN 108 Reykjavík Sjúkraþjálfari óskast til starfa í Bolungarvík. Upplýsingar um ágæt kjör, veitir Pétur Pétursson, héraðs- læknir í síma 94-7287 og 94-7387. Heilsugæslustöð og viðbygg- ing við Sólvang í Hafnarfirði Tilboð óskast í að steypa upp 1. hæð og gera tilbúna undir tréverk heilsugæslustöð við Sól- vang í Hafnarfirði 650 m2. Einnig að gera tilbúna undir tréverk viðbyggingu við Sólvang, sem búið er að steypa upp, kjallara 575 m2 og 1. hæð 790 m2. Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Rvk. gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstud. 23. maí 1986, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Mannkynið Rétthent í miljónir óra Níu af hverjum tíu jarðarbúum eru rétthentir og nota því alltaf hægri höndinaþegarvinna þarf nákvæmisverk. Þannig hefur þetta líka verið allt frá því á forsögulegum tíma að því er bandarískir vísinda- menn segja. Þeir hafa kannað verkfæri sem notuð voru fyrir 1,5-2 miljónum ára í Koobi Fora í Kenýa af manntegund sem nefnd hefur verið Homo habilis, hinn hæfi maður. Vísindamennirnir segja aö þessi uppgötvun geti lagt til hluta af svarinu við þeirri spurningu hvenær mannkynið byrjaði að tala. Talstöðvarnar eru í vinstri hluta heilans í næsta nágrenni við þær stöðvar sem gera okkur kleift að vinna nákvæmisverk, t.d. að búa til verkfæri. Uppgötvun vís- indamannanna bendir því til að heilinn hafi þegar verið orðinn tvískiptur á þeim tíma sem rannsóknirnar ná til. Vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um það hvar hæfileikinn hafi þróast á undan, talgáfan eða færnin í að búa til verkfæri. Sumir segja að málið hafi komið fyrst og eru þar sammála guðspjöllunum, aðrir að verkfærin hafi komið á undan og enn aðrir að þessir hæfi- leikar hafi þróast samtímis. Úr þessari deilu verður sennilega aldrei skorið, því þótt menn finni verkfæri gerð af elstu mönnum munu aldrei finnast nein orð, þau varðveitast ekki. Laus staða Laus er til umsóknar hlutastaða dósents í kvensjúkdómafræði og fæðingarhjálp við læknadeild Háskóla íslands, sbr. 10 grein laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu fyrir 25. maí 1986. Menntamálaráðuneytið, 22. apríl 1986. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður haldinn mánudaginn 28. apríl kl. 20.30 að Skipholti 50 A í Sóknarsalnum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Félagskonur fjölmennið, sýnið skírteini við inn- ganginn. Stjórnin. Utboð - Prentun Námsgagnastofnun óskar eftir tilboði í prentun og heftingu æfingabóka í skrift. Um er að ræða sex hefti 32 bls. hvert í 10.000 eintaka upplagi og eitt hefti í 5.000 eintaka upp- lagi, samtals 65.000 eintök. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11 f.h. fimmtudaginn 15. maí nk. á skrifstofu vora að Tjarnargötu 10 í Reykjavík þar sem þau verða þá opnuð. Útboðsgögn og nánari upplýsingar veitir Bogi Indriðason, deildarstjóri útgáfudeildar. Námsgagnastofnun Tjarnargötu 10, Reykjavík. Sími 28088 Athygli er vakin á því að mögulegt er að taka íbúð upp í kaupverðið. íbúðirnar eru um 69 fm. að stærð og fylgir hlutdeild í sameiginlegri lóð og lóðarhluti til einkaafnota. Þeir einir geta keypt íbúðir og búið í þeim sem eru orðnir 63 ára gamlir og hafa verið búsettir í Reykjavík a.m.k. 3 Söluskilmálar og greiðslukjör ásamt uppdráttum og lýsingu á undanfarin ár. (búðareigendur eiga rétt á að njóta þjónustu íbúðunum liggja frammi á skrifstofu Reykjavíkur- sem veitt verður í dvalarheimili aldraðra að Hjallaseli 55. Reykjavík apríl 1986 borgar, Austurstræti 16,2. hæð. íbúðirnar eru til íbúðirnar eru boðnartil sölu á kostnaðarverði þeirra. . „ ’ „________ sýnis alla dagafrá kl. 13-15. BORGARSTJORINN í REYKJAVÍK Ibúöir fyrir aldraða í parhúsum við Hjallasel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.