Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 6
Reynir Ingibjartsson á skrifstofu Búseta sem er opin, enn að minnsta kosti. Mynd: Sig. Búseti + Undirtektir ASI stœrstu vonbrigðin Um þessar mundir eru þrjú ár liðin frá því hugmyndinni um búseturétt skaut fyrst upp í íslenskri þjóðmálaumræðu. Eftir þessi þrjú ár væri synd að segja að byrlega horfi fyrir því að húsnæðissamvinnufélög skjóti rótum hér á landi og verði partur af íslensku húsnæðiskerfi. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti í Reykjavík hefur reynt allar leiðir til að fá að byggja íbúðir eftir búseturéttarkerfinu en ekkert gengið. Að vísu hefur félagið umráð yfir lóð undir46íbúðahúsí Grafarholti en nægilegt fjármagn hefur ekki fengist til að hefja framkvæmdir. Frá stofnun Búseta hefur starfsmaður samtakanna verið Reynir Ingibjartsson. Hann er nú orðinn atvinnulaus því félagið er að draga saman seglin. Þjóðvilj- inn tók Reyni tali í vikunni og var hann ómyrkur í máli um þá af- greiðslu sem baráttumál félagsins hafa fengið í hinum ýmsu stofn- unum þjóðfélagsins. „Þetta hefur verið látlaus bar- átta við alla þá sem húsnæðismál- um ráða hér á landi og eftir þrjú ár stendur eftir eitt stórt núll. Við höfum tekið saman tvær bækur með blaðaúrklippum og það er svo til það eina áþreifanlega sem út úr starfí okkar hefur komið. Jú, við eigum lóð í Grafarholti þar sem Hagvirki hefur hannað 46 íbúða hús. Húsnæðisstofnun veitti hins vegar aðeins lán til 15 íbúða og af því húsið verður að byggja í einum áfanga blasir það við að Búseti verður annað hvort að skila lóðinni eða láta öðrum bveeinearaðila hana eftir.“ Eins og áður sagði er hug- myndin um búseturétt orðin þriggja ára hér á landi. Erlendis er hún mun eldri og td. í Svíþjóð og Noregi eru íbúðir af þessu tagi mjög stórt hlutfall af öllu íbúðar- húsnæði enda hafa ýmsar alþýðu- hreyfingar stutt hugmyndina og hrint henni í framkvæmd. „Já, það var í apríl 1983 sem við skutum á fundi, ég, sem þá var starfsmaður Landssambands samvinnustarfsmanna, Jón Rún- ar Sveinsson og Jón frá Pálmholti sem voru virkir í Leigjendasam- tökunum. Þar ræddum við búset- uréttarformið og ákváðum að hefja undirbúning að stofnun húsnæðissamvinnufélags. Um haustið var Búseti stofnaður í Reykjavík og um áramótin varð ég starfsmaður félagsins. Á þessum tíma var Alexander Stefánsson nýskipaður félags- málaráðherra að láta semja nýtt frumvarp til húsnæðislaga. Við ræddum við hann og hann gaf góð fyrirheit um að opna leið fyrir búseturéttarkerfið. Mér fannst að sem gamall og gróinn sam- vinnumaður ætti hann að hafa metnað til að stuðla að því að samvinnuforminu yrði beitt til að leysa þann mikla vanda sem kom- inn var upp í húsnæðismálum þjóðarinnar. Enda hefur þessu formi verið beitt í því skyni víða um heim. Ég hef ekki lengur tölu á þeim fundum sem við höfum átt með Alexander og jafnan höfum við farið með góð fyrirheit í vegar- nesti. Ég þekkti Alexander af af- spurn sem sterkan karl af Snæ- fellsnesi og gerði mér vonir um að sá orðstír myndi duga honum í ráðuneytinu. En þótt Búseti sé látinn liggja milli hluta vírðist Al- exander ekki hafa náð tökum á þeim aðilum sem tengjast hús- næðismálunum, stjórn Húsnæð- isstofnunar, embættismannak- erfinu, þinginu, og ekki kunnað Reynir Ingibjartsson starfsmaður Búseta: í stað þess að efla félagslegar lausniráhús- nœðisvandanum tók forysta ASÍ höndumsaman viðatvinnu- rekendavaldið og endurreisti sér- eignarstefnuna að virkja hagsmunasamtökin til að ráða við þann hrikalega vanda sem skapast hafði. Öðruvísi hefst Halldór Ás- grímsson samráðherra hans að. Hann hefur haft gott samband við hagsmunasamtökin, þingið, sérfræðinga og stofnanir og látið verkin tala. Punkturinn yfir i-ið á ferli Alexanders er svo að svo- nefndir aðilar vinnumarkaðarins skuli taka að sér að leysa húsnæð- isvandann, nánast að ráðherra forspurðum. Og svo skipar for- sætisráðherra nefnd til að vinna nýtt lagafrumvarp." Tveir virkilegir andstœðingar — En þið hafið hnotið umfleiri steina í götu ykkar en Alexander Stefánsson? „Já, þeir hafa verið ýmsir. Stærsti þröskuldurinn hefur verið Sjálfstæðisflokkurinn í öllu sínu veldi. Hann hefur alls staðar þvælst fyrir. Húsnæðisstjórn hef- ur alla tíð komið sér hjá því að taka á málum Búseta enda virðist sú stjórn vera í bland pólitískt ell- iheimili og eitt af hagsmuna- gæslutækjum þeirra afla sem sjá landsmönnum fyrir þaki yfir höf- uðið, byggingameisturum og öðr- um slíkum. Stundum hefur okkur fundist að fótboltaleikir og lax- veiði skipti meira máli fyrir stjórnarmenn en nauðsynlegar ákvarðanir í húsnæðismálum. Á alþingi náðum við góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna alla en Frantsókn hefur verið milli steins og sleggju og þorir hvergi að hreyfa sig þegar rymur í Stóra- Birni. Virkilegir andstæðingar okkar hafa einkum verið tveir. Annar er formaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur lýst því yfir að það sé eitt af grundvallaratriðum stefnu flokksins að standa gegn Búseta. Hinn er Halldór Blöndal. Hann hefur verið ótrúlega ósvífinn og ma. stungið frumvarpi um búset- urétt frá stjórnskipaðri nefnd undir stól þegar hann kom í veg fyrir það í fyrravor að frumvarpið yrði lagt fram fyrr en á síðasta degi þingsins. Éftir að lög um húsnæðissparnað voru sam- þykkt, en þau áttu að hvetja fólk til að leggja fyrir fé til íbúða- kaupa, kom Halldór Blöndal í veg fyrir að Búseti nyti þeirra kjara sem þar voru í boði með því að beita áhrifum sínunt á emb- ættismenn í fjármálaráðuneyt- inu. Við það situr þótt það sé einn af grunnþáttunum í starfi húsn- æðissamvinnufélaga að stuðla að sparnaði. Vígorð þeirra á Norð- urlöndum er einmitt: Spara fyrst, byggja svo. Búseta er ekki ein- ungis meinað að byggja heldur líka að spara." Áhugaleysi ASÍ — En hvað meðfjöldahreyfing- arnar? „í upphafi gerðum við okkur grein fyrir því að við yrðum að njóta stuðnings og velvildar á þremur stöðum: á löggjafarþing- inu, í verkalýðshreyfingunni og samvinnuhreyfingunni. Eitt af fyrstu verkefnum okkar var að kynna hugmyndir okkar fyrir for- ystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar, ma. til að koma í veg fyrir tortryggni vegna verka- mannabústaðanna. Við vildum koma á samstarfi um félagslega lausn á húsnæðisvandanum. í samstarfi við ASÍ og BSRB var efnt til sérstakrar ráðstefnu um félagslegt húsnæði fyrir ári. Þang- að voru boðaðir fulltrúar ýmissa hópa sem eiga undir högg að sækja á húsnæðismarkaðnum, aldraðra, námsmanna, öryrkja, einstæðra foreldra ofl. Við bund- um vonir við að á þessari ráð- stefnu yrði blásið til sóknar enda vissum við sem var að fyrr eða síðar yrðu húsnæðismálin tekin upp í kjarasamningum. Ráð- stefnan átti einmitt að finna leiðir til þess. Þessi ráðstefna misheppnaðist að mestu leyti, ma. vegna áhuga- leysis þeirra sem tóku að sér að skipuleggja hana, forystu ASÍ. Þótt þátttaka væri lítil urðu þarna samt ágætar umræður sem voru teknar upp á band og skrifaðar upp. Þessar umræður, uþb. 200 síður, liggja enn á borði forseta ASÍ og hafa ekki hreyfst þaðan. Hin raunverulega stefna ASÍ birtist svo í síðustu samningum. Þá tók forystan höndum saman við atvinnurekendavaldið um að endurreisa séreignastefnuna í 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. april 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.