Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 11
Útvarpshlustendur hafa í vetur tekiö eftir nýrri rödd, dulítið hásri, sem vekur þá á morgnana og svæfir þá á sunnudagskvöldum. Þarerá ferö Magnús Einarsson tónlistarmaöurog starfsmaöur á tónlistardeild útvarpsins. Þrjátíu og þriggja ára austfiröingur sem hefur eftir langt flakk í útlöndum slegið sérniöurí Hafnarfirðinum. Vafalaust kannast margir við þennan nýja útvarpsmann sem fyrrverandi bassaleikara hljómsveitarinnar Þokkabótar sem geröi garðinn frægan fyrirrúmum áratug. Magnús er uppalinn á Seyðis- firði og segir að tónlistarferillinn hafi farið af stað með hefðbundn- um hætti. Lubbar og Forhúð „Ég hreifst af Stones og Bítlun- um og fékk gítar í afmælisgjöf þegar ég varð 12 ára. Þá var starf- andi unglingahljómsveit í bæn- um, Lubbar hét hún, og eins og venjan var voru mannaskipti tíð því við 15 ára aldur fóru flestir upp á Eiðaskóla. Það vildi svo til að bassaleikarinn fór í landspróf og ég fékk plássið hans. Þarna kynntist ég fyrst þeim Ingólfi Steinssyni og Gylfa Gunnarssyni sem voru síðar með mér í Þokka- bót. Eins og aðrir fór ég að Eiðum og lék þar í skólahljómsveitinni sem hét 3,50. Eiðar voru góður skóli fyrir áhugamenn um tónlist á þessum árum því skólinn átti mikið af hljóðfærum, þám. gítara og magnara sem var fátítt og þótti meiriháttar. Næstu sumur lék ég í hljómsveitum frá Seyðisfirði, við lékum um allt Austurland, en sumarið 1970 var ég í nafntogaðri sveit á Hornafirði, Forhúð hét hún og vakti athygli í útvarps- auglýsingum. Hornafjörður er merkilegur staður, þar er mikill tónlistaráhugi og það má nefna að Pálmi Gunnarsson sem nú ger- ir það gott í Gleðibankanum sló fyrst í gegn þar. Leiðin lá svo til Reykjavíkur t MR. Þar spilaði ég lítið en lá t blúsnum. Aðalhetjan var John Mayall sem við kölluðum Jón Magál í blúsklíkunni sem ég lenti í. Við sóttum öll blúskvöld sem haldin voru. Eg er enn hrifinn af blúsnum enda hefur hann dugað best og lagt mest til rokk- og popptónlistarinnar. Og blúsinn mun lifa eftir að Duran Duran er dauð." Hljómsveit vinstrimanna — Svo fœðist Pokkabót. „Já, hugmyndin kviknaði fyrir austan. Við Ingólfur og Gylfi þekktumst fyrir en Halldór Gunnarsson trúlofaðist heima: sætu af staðnum og fílaðist vel. í fyrstu háði okkur hljóðfæra- skortur en úr honum rættist og við töldum okkur tilbúna að koma fram. Fyrstu tónleikana héldum við fyrir Alþýðubanda- lagið uppi í risi á Grettisgötunni, ólaunað að sjálfsögðu. Eftir það vorum við meira og minna hljóm- sveit vinstrimanna, lékum á mörgum baráttufundinum. Við vorum svo heppnir að komast yfir Magnús Einarsson tónlistar- og útvarpsmaður hefurgert víðreist um heiminneftirað Þokkabót leið undirlok. Núer hann kominní 60 fermetra einbýlishúsí Hafnarfirðinum góð lög og texta. Við lékum einn- ig í afar athyglisverðum partíum hjá sálfræðideild háskólans og ákváðum svo að auglýsa okkur sem skemmtiatriði ásamkomum. Sums staðar urðu skrítnar upp- ákomur þegar við mættum á svæðið og lékum öll vinstrilögin. Ég man eftir að í samkvæmi hjá Rafveitu Hafnarfjarðar vorum við nýbúnir að flytja lofsönginn hans Kristján Guðlaugsson þar sem viðlagið er „Hey, hey, hoorr- ay, hooray for the USA" þegar til okkar kom einn á köflóttum bux- um og ávarpaði okkur á bjagaðri íslensku. Hann þakkaði okkur innilega fyrir sönginn, sagðist hafa kosið Nixon árið 1968 og myndi gera það aftur ef tækifæri byðist." Á vinsœldarlistann — Pið lékuð fljótlega inn á plötu. „Já, það atvikaðist þannig að Óli Þórðar kom til okkar og sagði að fyrst Ríó tríó væri hætt hefði myndast tómarúm, vakúm sagði hann, í íslensku tónlistarlífi. Við værum tilvaldir til að fylla það og hann vildi endilega gefa út plötu með okkur. Við vorum til og tókum upp hjá Hirti Blöndal vor- ið 1974. Utgefandi var ORG sem auk Óla hafði innanborðs Gunn- ar Þórðarson og Rúnar Júlíusson. Þessi plata gekk best af öllum plötunum okkar, eitt lagið, Litlir kassar, sló í gegn og komst í 6. sæti á vinsældarlista Rásar 1. Það var fyndið því þetta lag átti upp- haflega ekki að vera á plötunni. Eftir plötugerðina tvístraðist hópurinn og kom ekki saman fyrr en vorið 1975 þegar okkur var boðið að koma fram á svonefnd- um Alternativfestival í Stokk- Magnús í stúdíói 1 þar sem verið var aðtakauppgamanþáttmeðvinihans EggertiÞorleifssyniogfleirum.Mynd: Sig. hólmi. Hann var haldinn til að mótmæla söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva og þarna voru einhverjir sem núna eru meðíBjörgvin,td. GunnarÞórð- arson," og hér glottir Magnús. Pöbbrokk á írskum krám „Þegar heim kom frá Svíþjóð héldum við áfram og tókum upp plötuna Bætiflákar um haustið. Þá kom upp „ágreiningur um tónlistarstefnu" eins og það heitir á fagmáli og við Gylfi hættum en Ingólfur og Halldór héldu 'áfram. Ég fór í rútínupoppið, fyrst með hljómsveitinni Dögg en svo í landsreisu með Hljómsveit Óla Gauks, Halla og Ladda og þel- dökkri nektardansmær. Næstu árin var ég lítið í spila- mennskunni. Ég fékk kennara- stöðu í tónlistarskólanum á Seyðisfirði þar sem Gylfi Gunn- arsson var orðinn skólastjóri. Ég hafði aflað mér undirstöðu- menntunar á píanó en kenndi á gítar í tvö ár. Þarna kynntist ég konunni minni sem heitir Cather- ine Harlow, er ensk og vann í fiski á Seyðisfirði. Hún var búin að ljúka háskólaprófi í spænskum bókmenntun og var á leiðinni til Suður-Ameríku, var að vinna sér fyrir farinu. Vorið 1978 lék ég með Spil- verki þjóðanna á plötunni ísland og fór með þeim til New York á íslendingahátíð 17. júní. Síðan lá leiðin til Englands til fundar við konuna mína. Næsta vetur var ég í Bristol í gítarnámi. Meðfram því Iék ég í hljómsveit. Við lékum pöbbrokk á vafasömum írskum krám í Bristol." Seldu draslið og fóru á flakk „Sumarið 1979 datt konan mín í lukkupottinn. Henni bauðst vel launað starf við að kenna ítölsk- um bíssnismönnum í Mílanó að tala í síma og bjarga sér á ensku. Við fluttum til smábæjar við svissnesku landamærin, 80 km frá Mílanó, og hún hélt mér uppi í gítarnámi í þrjú ár. Þarna kynntist ég ítölskum strák sem var á samningi við fyrirtæki sem skipulagði tónleikahald um alla Ítalíu, bæði klassík, popp og djass. Ég spilaði með honum af og til. Það var illa borgað en góð reynsla því á þennan hátt komst ég inn í ítalskt popplíf. Bærinn sem við bjuggum í var dásamlegur staður og á sumrin flökkuðum við um Evrópu eða unnum, eitt sumarið var ég í skógarhöggi. Svo kom að því að ég varð að gera upp hug minn hvort ég ætti að halda áfram nám- inu í nokkur ár til viðbótar eða hætta alveg. Þá ákváðum við að selja allar eigur okkar, bílinn, gít- arinn, græjurnar, allt, og keyptum okkur flugmiða til Sri Lanka. Þaðan þvældumst við um Indland, Nepal, Thailand, Ma- laysíu og loks til Ástralíu. í Ástralíu unnum við í 4 mán- uði á búgarði í Gueensland sem þykir standa næst Suður-Afríku í ýmsum mannúðarmálum. Ríkis- stjórinn var dani, Jo Bjelke Pe- dersen, mikill talsmaður taum- lausrar frjálshyggju. Við fórum á puttanum þvert yfir Ástralíu sem er merkilegt land. Þarna eru bú- garðar stærri en ísland sem eru að vísu mestanpart eyðimörk. Dýra- lífið og gróðurfarið er allt öðru- vísi en maður á að venjast, dýra- hljóðin til dæmis, svo manni finnst maður vera á annarri plán- etu. Og öll þessi auðn. Það tók mann margar vikur að venjast sólarganginum. Þarna skín sólin úr norðri og skuggarnir falla til suðurs. Þetta gerði mann gersam- lega áttavilltan." 17. júní um hávetur „Frá Ástralíu fórum við til Nýja-Sjálands sem er eitt falleg- asta land í heimi. Þarna býr skemmtilegt fólk og frumbyggj- arnir setja skemmtilegan svip á mannlífið. Þeir eru pólínesar, siglingaþjóð sem kom til Nýja- Sjálands fyrir 5-600 árum. Þeir eru aggressífir og bera höfuðið hátt, öðruvísi en frumbyggjar Ástralíu. Örlög þeirra síðar- nefndu eru eitt af stórslysum menningarinnar. Þarna vorum við í 5 mánuði, unnum og ferðuð- umst. Konan mín á ættingja þarna og auk þeirra hittum við stelpur sem við höfðum kynnst á Seyðisfirði. Þarna hittum við líka nokkra íslendinga frá Austfjörð- um og Vestfjörðum sem höfðu kvænst og flutt með konunum sínum. Einn þeirra var orðinn bóndi. Þarna er þó nokkur ný- lendasemhélt 17. júníhátíðlegan um hávetur. Við snerum svo heim um Sing- apore og Sri Lanka sem er ótrú- lega falleg eyja en ástandið þar er heldur dapurlegt. Það var farið að örla á átökum tamíla og sinha- lesa þegar við vorum þar en þau hafa síðan magnast. Þarna ríkir svo mikil örbirgð að það getur enginn skynjað hana nema sjá hana. Það er þörf lexía." Fœrir tœknimenn — Ogsvo komið þið til íslands. „Eftir eitt sumar á Englandi komum við heim haustið 1984 eftir 6 ára útilegu. Það var heldur napurlegt, rigndi samfleytt í sex vikur og enga vinnu að fá við tónlistarkennslu. Svo ég datt inn í poppið, lék með Kaktus sem voru leifarnar af Mánum. Við gerðum út á Suðurlandið í nokkra mánuði en svo var haldið námskeið fyrir dagskrárgerðar- menn í útvarpinu og ég dreif mig þangað. Og þar er ég nú, iaus- ráðinn dagskrárgerðarmaður. Ég vel tónlistina í morgunútvarpið aðra hverja viku á móti Hönnu G. Sigurðardóttur en hina vikuna vel ég tónlist inn í almennu dagskrána á Rás 1." — Og hvernig líkur þér? „Mér finnst gaman að vinna þarna, sérstaklega í morgunút- varpinu. Þar er fært fólk, Sigríður Árnadóttir og Gunnar E. Kvar- an, og ég hef lært mikið af þeim. En ekki síður af tæknimönnunum sem eru margir hverjir feikilega færir og góðir útvarpsmenn. Þeir leiðbeina manni líka og gagnrýna frekar en nokkrir aðrir. Mér finnst þeir vera vanmetnir. Það er dálítið trist að horfa upp á þá snúa plötum eingöngu, þeir ættu að fá að vinna meira við dag- skrárgerð. Þetta á væntanlega eftir að breytast eins og margt annað á stofnuninni. Það eru óhjákvæmi- lega miklar breytingar framund- an, aukin samkeppni og flutning- ar í ný húsakynni. Bara það að menn skipta um herbergi hlýtur að leiða til einhverrar uppstokk- unar." Tónlistardeildin er fílabeinstum — Er mikið rœtt um þessar breytingar innan stofnunarinnar? „Já, þar fer fram mikil umræða og naflaskoðun. Strangar fund- arsetur. Það er alltaf viss and- staða gegn breytingum í svona stofnunum. Til dæmis er útvarps- ráð mjög íhaldssamt. Það hugsar allt of lítið um að móta heildar- stefnu en rífst endalaust um ein- hverjar mínútur. Ég hef nú ekki verið þarna lengi en mér heyrist á fólki að það sé meira um gagnrýni innanhúss á dagskrárstefnuna en áður tíðkaðist. Tónlistardeildin er alltaf dálít- ill fílabeinsturn, hlutur hennar í dagskrárgerðinni er gífurlega stór en hún hefur verið afskipt innan útvarpsins. En þetta er að breytast. Nýi framkvæmdastjór- inn, Elva Björk Gunnarsdóttir, hefur verið nijög áhugasöm og hleypt nýju lífi í umræöurnar innanhúss. Enda er þar allt í gerj- un eins og væntanlega mun sjást á sumardagskránni. Þaðerþóeng- in hætta á byltingu. í útvarpinu ástunda menn gjarnan þúfna- göngulag og horfa á tærnar á sér." Nóg efni f fimmundarrokk — Pú ert ulinn upp sem poppari en fœrð síðan klassíska menntun. Breytti hún ekkert viðhorfi þínu til tónlistar? „Ég er ein af þessum voðalegu alætum á tónlist. Það sannast á mér að lengi býr að fyrstu gerð því ég er enn ódrepandi blúsisti. Klassíski skólinn kenndi mér vissulega mikið, fyrst og fremst að lesa og hlusta. En ég fylgist best með í poppi og djassi. Fyrir nokkrum árum fór ég í gegnum þjóðlagatímabil og hlustaði mest á breska og skandínavíska þjóð- lagatónlist. Hún höfðar mikið til mín." — Einhvern tíma á árum áður minnist ég þess að heyru þig tala um þörfina á að semja fimmund- arrokk, þe. rokk byggt á íslenskri tónlistarhefð. „Já, fimmundarrokkið. Þurs- arnir gerðu góða hluti í því á sín- um tíma. Annars er íslensk tón- listarhefð óplægður akur fyrir poppara. Mörgum finnst hún strembin og stríð en það fer alveg eftir því hver fer urn hana hönd- um. Menn hafa aðeins gripið í hana, td. Gunnar Þórðarson. Nú og svo eru djassararnir byrjaðir að eiga svolítið við hefðina. Dan- inn Ole Koch Hansen lék td. tón- verk sem byggð voru á íslenskri þjóðlagatónlist á afmælishátíð Djassvakningar í fyrra. En þarna er til mikill efniviður." Pokkabót endurvakin? — Hvernig líst þér á íslenskt popp? „Mér finnst ástandið heldur bagalegt. Annað hvort syngja menn á ensku eða eru i einhverri nostalgíu eins og Gunnarsbók og að endurreisa Ríó tríó. Það er ekkert nýtt nema þá helst Bubbi og Megas en þeir koma ekkert á óvart lengur. Það sem sló mig mest þegar ég kom heim var Bubbi. Ég hafði ekkert heyrt í honum og fannst hann meiriháttar. Hann stendur föstum fótum í þjóðlagahefð og blús og er rammíslenskur, td. lagið Bólivar. Auk þess tekur hann sér yrkisefni sem við í Þokkabót hefðum átt að taka fyrir en gerðum ekki. En þetta með enskuna finnst mér agalegt. Kannski verður hver kynslóð að reka sig á en ef menn geta ekki barið saman texta á íslensku án þess að verða hjá- rænulegir og væmnir tekst þeim það ekki á öðrum tungumálum nema síður sé." — Hvað erframundan hjá sjálf- um þér í tónlistinni? „Ekkert sérstakt eins og stend- ur. Við Eggert Þorleifsson erum alltaf að hlusta á blús og dást að honum og svo höfum við rætt um pílagrímaferð til írlands. Eitthvað hefur verið hjalað um að endurvekja Þokkabót en ég er hræddur um að það yrði bara sönnun á stöönuninni, einber nostalgía. Eflaust væri það gam- an en ég heid að menn séu það langt gengnir hver á sinni braut að við næðum ekki saman sem skapandi afl." Að tala illa um innfœdda — Pegurþið komuð heim, hvað tók þá við í lífsbaráttunni? „Nú, við lokuðum augunum, tókum fyrir nefið og helltum okk- ur út í lífsgæðakapphlaupið. Við festum kaup á 60 fermetra einbýl- ishúsi í Hafnarfirði og ökum um á 15 ára gamalli Mözdu. Þetta er rétt að byrja en getur ekki endað nema á einn veg. Svo eignuðumst við barn stuttu eftir heimkomuna og það voru meiriháttar kafla- skipti í lífinu." — H vernig leist konunni þinni á að setjast að á íslandi? „Hún var alveg sátt við það. Faðir hennar er lektor í miðalda- ensku við háskóla í London og hefur oft kornið hingað vegna starfs síns og hún þá með honum. Hún er náttúruunnandi og þess vegna hrifin af landinu. Auðvitað hefur hún komið auga á ýmsa bresti í þjóðarkarakternum, um- ferðina og efnahagsmálin til dæmis, en hún tekur þeim af um- burðarlyndi svo lengi sem hún hefur blett til að rækta sínar jurt- ir. Hún er að læra íslensku í há- skólanum en er þess utan mikið með barnið nema hvað hún hefur fengist aðeins við þýðingar og kennt í námsflokkunum eins og rnargir útlendingar gera hér. I gegnum hana hef ég kynnst dá- lítið útlendingum sem búa hér. Þeir rotta sig saman og tala illa um innfædda rétt eins og íslend- ingar gera í útlöndum. En framtíðarstarfið hennar Catherine átti að vera þýðingar á spænskum bókmenntum og hún er alltaf á leiðinni til Suður- Ameríku. Ég er bara stundar- truflun," segir Magnús um leið og hann lýkur við kaffið. —ÞH 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1986 Sunnudagur 27. april 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.