Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1986 Sjónrœn skynjun Sean Connery í hlutverki Vilhjálms af Baskerville ræðir við leikstjórann Jean-Jacques Annaud. Kvikmyndir F. Murray Abraham í hlutverki rannsóknardómarans Bernardo Gui. kemur fyrst Þessar vikurnar er verið að kvik- mynda metsölubók ítalska mál- fræðingsins og rithöfundarins Umberto Eco, Nafn rósarinnar. Leikstjórinn sem réðst í að koma þessu stórvirki á filmu er frakkinn Jean-Jacques Annaud og samdi hann einnig handritið í samvinnu við Gérard Brach og Andrew Birkin. Með aðalhlutverkið í myndinni fer írski leikarinn Sean Connery sem einkum er þekktur úr James Bond myndunum. Hann leikur Vilhjálm af Baskerville, munk- inn sem tekur að sér rannsókn á dularfullum morðum í munka- klaustri á Norður-ítalíu. F. Murr- ay Abraham (Salieri í Amadeus) leikur rannsóknardómarann Bernardo Gui og Michael Lons- dale leikur ábótann. Tökustaður vandfundinn Sagan gerist í afskekktu fjalla- klaustri á Norður-Ítalíu á fyrri- hluta 14. aldar og í viðtali í Sight & Sound við höfund bókarinnar, Umberto Eco, segir frá leitinni að heppilegum stöðum til að géra myndina á. Eco segir að leikstjór- inn, Annaud, hafi ferðast allt frá Portúgal til Suður-Ítalíu í leit að heppilegu klaustri. A'ð því loknu heimsótti hann Eco og þeir skoðuðu myndir af hundruðum kirkjulegra bygginga. Engin þeirra stóðst prófið, þær voru ýmist í of mikilli niðurníðslu eða höfðu verið endurnýjaðar of mikið. „Raunar held ég að tíðar- andanum verði best náð með því að endurskapa hann. Tökum kirkjudyr sem dæmi: á öldum áður voru þær vanalega málaðar, en nú eru þær litlausar og upplit- aðar af elli. Fyrir bragðið eru þær Italski rithöfundurinn Umberto Eco rœðirum kvikmyndina sem veriðerað gera eftir metsölubðk hans, Nafn Rósarinnar i ósköp rómantískar en enduróma ekki lengur tíðaranda miðalda. Árið 1000 var til þekkt orðtæki í Evrópu: Það er verið að fylla Evrópu af hvítum kirkjum. Nú eru þessar kirkjur orðnar grá- ar...,“ segir Eco. Á endanum urðu tvö klaustur í Suður-Þýskalandi fyrir valinu, Maulbronn og Eberbach. Margar senur verða þó teknar í stúdíói í Róm og í Abruzzi fjöllunum norðaustur af Róm. Hver borgar? Undirbúningur myndarinnar hefur staðið í þrjú ár enda ekki hlaupið að því að koma 550 blað- síðna bók niður í handrit að kvik- mynd ívenjulegri lengd. Eco seg- ist lítið hafa skipt sér af hand- ritsgerðinni, af fjórtán upp- köstum hafi hann aðeins lesið tvö. „Þetta er svipað og hjá skurðlækni ef sonur hans þarf að leggjast undir hnífinn: flestir kjósa að fá starfsbróður sinn til verksins. Þeir gætu orðið skjálf- hentir...“ Eco segist aðeins hafa gert örfáar athugasemdir. „Einu sinni fannst mér hann fara nokkuð frjálslega með eina senu. Annaud útskýrði þá að ef hann hefði haldið sig við bardag- asenuna eins og hún er í bók minni myndi kostnaðurinn verða margfalt meiri. Hverju gat ég svarað? Átti ég að bjóðast til að greiða mismuninn sjálfur?" Skegg eða skeggleysi Hann segir að Annaud sé mjög trúr bókinni og persónum henn- ar. Hann hafi lagt mikla alúð við að fá rétta leikara í öll hlutverk, td. hafi hann prófað 40 leikara áður en hann réð Connery í aðal- hlutverkið. Annaud lagði áherslu á að sem flestir leikarar væru af sama þjóðerni og persónurnar sem þeir lékju. Sörnu sögu er að segja af öllum smáatriðum í umbúnaði myndar- innar og útliti leikara. Þetta segir Eco að hafi oft reynst erfitt. Eitt er að segja „Þeir snæddu af tré- diskum", annað að finna ná- kvæmlega rétta stærð af diskum. Eða þegar segir að munkarnir hafi þeðist fyrir með ennið við gólf. Hvað gerðu þeir við bak- hlutann? Stóð hann út í loftið eða lögðu þeir þjó að hælum? Voru Fransiskusarmunkar skeggjaðir eða skegglausir? í heimildum eru þeir hvort tveggja. „En þá rák- umst við á heimild frá 14. öld sem sagði að Fransiskusarmunkar hafi orðið að raka sig á minnst tveggja mánaða fresti. Benedikt- ínarnir urðu hins vegar að raka sig eigi sjaldnar en vikulega.“ Umberto Eco — hvað á eg að gera innan um 80 munka? Ágœtlega myndrœn Ekki segist Eco vera spenntur fyrir að fylgjast með kvikmynda- tökunum. „Þegar verið er að taka mynd eftir Bertolucci er allt fullt af fögrum konum. En hvað á ég að gera innan um 80 munka? Þess utan vil ég ekki vera að þvælast fyrir...“ Ein af ástæðunum fyrir því að Eco vill ekki vera við tök- urnar segir hann að sé hversu óþolinmóður hann sé. „Ég get ekki hugsað mér að þurfa að bíða í sex klukkustundir af því að svarti hrafninn sem var pantaður reyndist grár þegar til kom. Ég myndi breyta handritinu, gera hrafninn að ljóni ef það ætti leið hjá,“ segir hann. Eco segist vera þeirrar skoðun- ar að bók sín sé ágætlega mynd- ræn, jafnvel þegar fjallað er urn óhlutbundin hugtök. „Ég hef sterkt sjónminni. Til dæmis er ákveðið heimspekihugtak mér minnisstætt vegna þess að ég sat alltaf í tímum og teiknaði risaeðl- ur þegar kennarinn útskýrði hug- takið. Ég er enn að teikna risa- eðlur. Gerð Rósarinnar hófst á því að ég teiknaði í heilt ár. Og þegar ég kenni er ég bjargarlaus án töflu. Ég verð að teikna, þótt ekki sé nema eina beina línu. Nemendur mínir hafa etv. ekki hugmynd um hvað þessi lína táknar en hún er mér alger nauðsyn...Á undan hverri máls- grein sem er mynduð fer sjónræn skynjun. Það skiptir ekki máli hvort það sjónræna er áþreifan- legt eða einungis til í hugmynda- heiminum.“ Tungumólið aðskilur Eco nefnir til sögu mikilvægi .þess semerósagt látiðíbókum en lesandanum eftirlátið að skynja. Þetta geti verið öllu erfiðara í kvikmynd. Þess vegna hafi hann td. gert uppástungu um eina senu sem ekki er í bókinni. Það er þeg- ar stúlkan sem freistar unga munksins Adso er dæmd á bálið. „í bókinni virðist munkurinn ungi ekki veita þessu mikla eftir- tekt þótt hann hafi átt samfarir viðstúlkuna. Lesandinn getur vel skilið hvers vegna ungur munkur úr yfirstéttarfjölskyldu sem er alls óvanur holdlegu samræði reynir ekki að koma í veg fyrir að stúlkan verði brennd. En í kvik- myndinni verður þetta ekki eins ljóst áhorfandanum. Þess vegna stakk ég upp á að bætt yrði við senu þar sem unga fólkið reynir að tala saman. Hann ávarpar stúlkuna á latínu og hún svarar á mállýsku héraðsins...Þá verður öllum Ijóst að það er enginn grundvöllur fyrir sambandi milli þeirra. Tungumálaerfiðleikarnir vitna um þá ólíku heima sem þau lifa í. Þau eru hvort úr sínu sól- kerfi. Rétt eins og samning bókar og kvikmyndagerð geta verið gerólíkir heimar..." —ÞH cndursagði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.