Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 16
Höfum opnað SÁLFRÆÐISTOFUR að Laugavegi 59 (Kjörgarði). Almenn sálfræðiþjónusta. Ragnheiður Indriðadóttir, tímapantanir í síma 71438. Ragna Ragnarsdóttir, tímapantanir í síma 24072. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður Við Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar kennarastööur í rafeindavirkjun, stærðfræöi og tölvuíræði. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík kennarastöður í bók- færslu og viðskiptagreinum, ensku og stærðfræði og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 23. maí. Menntamálaráðuneytið. VEGAGERÐIN ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Efnis- vinnslu á Suðurlandi 1986. (Magn 54.500 m3). Verki skal lokið fyrir 1. október 1986. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 12. maí 1986. Vegamálastjóri. AB Reykjavík OPIÐ HÚS DAGLEGA í kosningamiðstöðinni Miðgarði, Hverfisgötu 105. Kosningaskrifstofa ABR í Miðgarði er opin kl. 10-18 alla virka daga. Þar er hægt að fá upplýs- ingar um kjörskrá og leiðbeiningar um utankjör- fundarkosningu og kærur. Alltaf heitt á könnunni! Þú nærð sambandi við starfsmenn skrifstofunn- ar, þau Steinar Harðarson, kosningastjóra, Björk Vilhelmsdóttur og Gísla Þór Guðmundsson í síma 17500. SJÁLFBOÐALIÐA VANTAR Góður árangur í baráttunni við íhaldið byggist ekki síst á öflugu og vel skipulögðu starfi. Margar hendur vinna létt verk! Alþýðubandalagið í Reykjavík vantar heilan her sjálfboðaliða til ým- issa starfa. Líttu við eða hringdu og láttu skrá þig til starfa. HVAÐ SEGJA FRAMBJÓÐENDUR? Hvað hefur verið að gerast í Reykjavík undanfar- in 4 ár? Fyrir hverja hefur verið stjórnað? Fáðu frambjóðendur ABR á fund á vinnustað eða í skólann! Ekki veitir af að fólk heyri eitthvað annað um borgarmálin en auglýsingar um borðaklipp- ingar og hornsteina Davíðs Oddssonar. Kosn- ingaskrifstofan hefur milligöngu um að senda frambjóðendur á fundi. Sláðu á þráðinn í síma 17500. Kosningastjórn Öllum þeim er heiðruðu minningu föður okkar Andrésar Eyjólfssonar fyrrv. bónda og alþingismanns, Síðumúla í Hvítársíðu og sendu okkur samúðarkveðjur þökkum við innilega. Sérstakar þakkir til Hvítsíðinga og Ung- mennafélags Reykdæla. Þorbjörg Andrésdóttir Ingibjörg Andrésdóttir Eyjólfur Andrésson Magnús Andrésson Guðrún Andrésdóttir Vísnagátur Örn og Örlygur veitti tíu verðlaun fyrir lausnir á vísnagátum eftir Sigurkarl Stefánsson Fyrir síðustu jól gaf bókaútgáfan Örn og Örlygur út bókina VísnagátureftirSigurkarl Stefánssonfyrrum stærðfræðikennara við Menntaskólann í Reykjavík. Alls voru í bókinni 157 gátur og fyrir rétt svör við tíu af þessum gátum var heitið verðlaunum. Fjölmörg svör bárust og má af því ráða að þessi dægradvöl nýtur enn vinsælda meðal almennings á íslandi. Fyrir réttar lausnir voru gefnar einkunnir eins og á prófi. Gáturnar voru tvíþættar, annars vegar áttu menn að finna lausnar- orð hverrar gátu og síðan að skýra merkingu þess í hverri línu. Fyrir lausnarorðið fengu menn 6 og fyrir skýringu á merkingu þess í hverri línu 1, samtals 10 fyrir óaðfinnanlega lausn á hverri gátu. 10 lausnir skáru sig úr og lögðu sig á 9,7-9,9. Þessir tíu voru: Reynir Axelsson, Víðimel 74, Rvík, Hreinn Ragnarsson, Laugar- vatni, Árnessýslu, Ágústa og Loftur, Hlíðarvegi 23, Kópavogi, Bergþór Jóhannsson, Hringbraut 48, Rvík, Snjólaug Þorsteinsdóttir, Skála- heiði, Kópavogi, Björn Þórðarson, Oddagötu 5, Akureyri, Ellen Larsen og Jón N. Magnús- son, Lönguhlíð 19, Rvík, Jón Benediktsson, Auðnum, Suður-Þingeyj arsýslu, Jón Jónsson, ÍÞverá, Suður- Þingeyjarsýslu, Árni Guðmundsson, Þóristúni 2, Selfossi. Sigurkarl Stefánsson Förumannsins félagi Fylli Mogga og Stefni. 26. Vinnustétt eg styð og ver Stendur klettagjá í mér Varnings rétta verð ég er Veisla sett er kvölda fer. 80. Standa gætnir menn á mér Mínum flokki eg vitni ber Veiti traust og vörn í neyð Vísum fjallagörpum leið. 84. Held ég niðri húsunum Hótel allra þjóða Hnottabeit í harðindum Höfuðbólið góða. Þessir tíu fá að launum ljóða- bókina Tíundir eftir Jóhann S. Hannesson. Til gamans birtum við hér gáturnar tíu sem fólkið spreytti sig á ásamt með réttum lausnum: 4. Syðst á stórri ey ég er Ökuþóra á vorin mæði Falið sýn er féð í mér Fremst í nafni á hryllingskvæði. 11. Ég á sjálfur systkini Sækist eftir kræklingi Tengdi skaft við hrífuhaus Hindra að flíkin skrolli laus. 23. Finndu mig á fjallvegi Formað smíðaefni 102. Fyrrum biturt vopn það var Veltust fram um sandeyrar Pressun hefur vanist við Veldur sókn í hrognkelsið. 129. í tafli hvergi hræra má Hölda fótum troðinn Krakka Grýla kallar á Konungs sendiboðinn. 137. I lögg við gólfið leynist hann. Litlar flugur veiðir hann Tildurdrósir töfrar hann Af tíu er eitt sem nefnir hann. 153. Ég er hey í harðindum Heiði suður á landi Stend og fell með stöfunum Státa í fínu bandi. Garðabœr Tíu ára afmæli Á þessu ári er liðinn áratugur frá því Garðabær fékk kaupstað- arréttindi og er þess minnst með hátíðarviku sem hefst í dag og lýkur næsta sunnudag. Hátíðahöldin hefjast með fánahyllingu við Sveinatungu í dag klukkan 10, og í dag verða einnig opnaðar myndlistarsýn- ingar að Kirkjuhvoli, þar sem Gísli Sigurðsson og Pétur Friðrik sýna, og að Lækjarfit 7, en þar sýna Ragnheiður Jónsdóttir og Edda Jónsdóttir. Þá er vélhjólas- ýning í Garðalundi á vegum klú- bbsins Þyts og í tengslum við hana „mótorcross“-keppni kl. 14.00. í íþróttahúsinu Ásgarði verður nemendasýning fimleika- deildar Stjörnunnar. Á sunnudag sér Hjálparsveit skáta um gönguferð í Gálga- hrauni (kl. 10.30), síðan verður skokkað um bæinn í samstarfi við Iðnaðarbankann kl. 14.00, og hestamenn mæta á íþróttasvæðið kl. 15.00. Hátíðarvikunni lýkur á sunnu- dag eftir viku með því að bæjar- stjórnin býður öllum Garðbæing- um í kaffi í Garðalundi, en há- marki gæti hátíðin náð á miðviku- dagskvöld þegar bæjarliðið, Stjarnan, keppir í fyrsta sinn til úrslita í handboltabikarnum. -m Forsíða bókarinnar Vísnagátur eftir Sigurkarl Stefánsson sem Orn og ör- lygur gáfu út fyrir síðustu jól. LAUNSIR.. ■uu!>(S ’P •pg uuunjeis>(9s o '?M uigiðH 'q 'H?|S bjsjái j|49 x9a ujes (Áeq) sbjq 'e '?H '091 'JN „•eujpeaq qia suicj SQnQ suujoja ujeu efB6e| |>)>(S j|e>(s nd" 'p •jnBÚno '0 •jnjeAJB9|n6u9X -q •uin>(S ‘uQouq>(Áj ‘jnjSA^Áy 'B '|W96?H :Áet 'JN jnddei uuiQoq p 'AJJ'S'O „jnd?j>(s ‘Jndeq ‘jnddej>)s 'Jnddeq BQ9fS QB JSJ unq je6sd uis uiujoq ? JB||e>( b|Ájq“ 'o •jnddsij -q >(9>|s juáj |6sa i jnpusjs ujss jnQeui|jej. -e ■jnddsq :62J 'JN •uj|?>(seu6oJH 'P •ui|?>|seuxng o •ui|?>(s uiy -q xes 'B 'W|?>(S -ZOl 'JN 'QJOfng 'P |6eq)!s 'o •„QJOf |S)9H“ q ■uinuis |)jej>t -jep6uÁcj Qsui Qjop ueujef)S|>(!sy ’B 'QJor :y8 'JN •6sa bsia uiss JnQjOA p ■)!SASQJBA ‘jnQBUIQJBA '0 •jnQJOA Q!)U BQS ,,‘jnQjQA Q6e|9je|?uispuei" -q IQjsa ? epueis 'B 'JnpJOA :08 'JN •e|S!SA p •|PI!6qjsa 'O •„6u!uusui|e Q|A puus>( u(?f6 (Plj6 j qq6 jnpusjs pcjuug" 'q 'euueuiJBQeuQ! >(0)uies 'B 'IPIIÖ '9Z 'JN jnje)S>(9g -p •jnje)sn6uoo 'o jnjetsnuuni 'q ■JBQIA 60 IQISqjBQjefd ? lUJSUJQ 'B 'JnjB)S 'JN •>(!lj ? pueqeixy -p •sneqnjuq \ |)je>(s qsuj jn6ÁS|j -o J!Q9jqs)jqu!S)s 'q 'JiQpjg 'b UÁIH 'll 'JN uoss)>(!psusg jbu|3 j|)js „œqBixiiAj bjj sppo bjss pbah“ p •uás Q||nq js ‘ipeAq \ js uiss Qeq '0 •|6sa ] piasp bqs e|OH 'q IpueiuæjQ ? PBah 'b ÞBAh :fr 'JN 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. april 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.