Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 17
LEIÐARASIÐA Skattsvikin Svipað og í nágranna- löndunum GarðarValdimarsson, skattrannsóknarstjóri: Minni skattsvik en búist var við. Tillögur um uppstokkun í skattaeftirlitinu vanhugsaðar. Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna: Kerfið hriplekt. Guðmundur Hilmarsson, formaður Félags bifvélavirkja: Ófremdarástand Skýrsla nefndar sem kannað hefur umfang skattsvika hefur vakið verðuga eftirtekt og töluvert umtal, enda eru niðurstöðurnar þess eðlis að mönnum bregður í brún. Einkum á þetta þó við um hversu algengt það sjónarmið er að vera tilbúinn að taka á móti óskattlögðum tekjum sé boðið upp á það. Þar er yngra fólkið í sérf lokki því yfir 90% fólksundir25áraaldri segist vilja taka á móti slíkum tekjum. Lítum fyrst á helstu niðurstöð- ur. Samkvæmt skýrslunni er um- fang dulinnar starfsemi hér á landi á bilinu 5-7% af vergri landsframleiðslu. Áætlað tap hins opinbera vegna vangoldinna beinna skatta og söluskatts er 2,5-3 milljarðar króna fyrir 1985. Skárra en búist var við Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri segir að þessar niðurstöður komi sér ekki á óvart. Ef eitthvað er, þá sýnist honum ástandið heldur skárra en talið var. Sagði Garðar þetta svipaða útkomu og á hinum Norðurlöndunum, t.d. er álitið að skattsvik séu um 4-6% af vergri landsframleiðslu í Noregi og í Svíþjóð er hlutfallið um 4- 7%. „Áður en þessi skýrsla var unn- in var álitið að hlutfallið hér væri um 10% af landsframleiðslu. Eini sanngjarni samanburðurinn er að bera útkomuna hér við nágranna- löndin og þá kemur í ljós að við erum á svipuðu róli og þau hvað umfang skattsvika viðkemur. Þó umfang skattsvika komi Garðari ekki á óvart þá virðist hann jafn gáttaður og aðrir yfir því hversu almennt það viðhorf fólks er að vera tilbúinn að taka þátt í skattsvikum sé boðið upp á þau. „Þessi niðurstaða kemur mjög á óvart og satt að segja kann ég engin svör við því hversvegna þetta viðhorf er svona ríkjandi. Þó held ég þegar niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru rannsakaðar, að það hafi sitt að segja að fólk virðist almennt álíta að allir aðrir en það sjálft svíki undan skatti, því aðeins um 16% af þeim sem spurðir voru kváðust hafa tekið þátt í skattsvikum. Þá virðist einnig gæta töluverðrar mótsagnar í því að 85% að- spurðra kváðust fylgjandi þung- um viðurlögum við skattsvik- um.“ Fyrirvarar um upp- stokkun skattaeftirlits Garðar segist vera mjög ánægður með störf þessarar nefndar og yfirleitt sé skýrslan mjög vel unnin einkunt hvað varðar umfang skattsvika. Hins- vegar ségist hann ekki jafn ánægður með það sem snýr að innra starfi Skattaeftirlitsins. Segir hann að umfjöllunin um vandamál í skattakerfinu sé ekki nógu ítarleg og þurfi að fara miklu betur ofan í saumana þar. Aftur á móti kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að mjög rót- tækra breytinga sé þörf á skatta- eftirlitinu og rökstyður það ekk- ert frekar. í tillögunum er m.a. lagt til að breyta embætti ríkisskattstjóra í stofnun og að skattstofurnar í nú- verandi mynd verði lagðar niður. Segir Garðar að þetta komi ekki til greina að sínu mati, með þessu sé verið að mæla með meiri mið- stýringu skattaeftirlitsins og hann geti ekki séð að slíkt leysi neinn vanda. Þá mælir nefndin nteð að kom- ið sé upp erftirlitssveit 5-7 sér- þjálfaðra starfsmanna sem hafi það hlutverk að gera skyndikann- anir t.d. á bókhaldi fyrirtækja. „Ég sé ekki þörfina fyrir slíka eftirlitssveit því skattrannsóknar- deild fæst við rannsóknir einsog þarna er talað urn. Mín deild fæst t.d. við að gera skyndirannsóknir á bókhaldi fyrirtækja og kafar dýpra í bókhald þar sem eitthvað virðist gruggugt." Aftur á móti er Garðar sam- mála þeirri niðurstöðu nefndar- innar að gera þurfi átak í menntunarmálum starfsmanna skattaeftirlitsins og segir hann að það þurfi að koma á fót föstum skattaskóla en jafnframt þurfi að endurskoða launamál þeirra sem vinna að skattaeftirliti, enda hafi það sýnt sig að embættinu helst illa á hæfum starfskrafti, en góð- ur eftirlitsmaður getur skilað rík- inu verulegum tekjum sem gera miklu meira en að borga upp laun hans. Ófremdarástand í skýrslunni kemur í ljós að tvær atvinnugreinar skera sig úr hvað varðar nótulaus viðskipti en það eru byggingargreinarnar og bílaþjónustugreinarnar. Nú um helgina halda bygging- ariðnaðarmenn og meistarar þing á Akureyri og er búist við að þessi mál beri á góma þar. Sagði Bene- dikt Davíðsson, formaður Sam- bands byggingarmanna, í viðtali við Þjóðviljann fyrr í vikunni að höfuð ástæða þessara víðtæku skattsvika væri að við hefðum hriplekt skattakerfi. Guðmundur Hilmarsson for- maður Félags bivélavirkja, sagði við Þjóðviljann í gær, að það ríkti ófremdarástand í þessunt málum en það væru fyrst og fremst verks- tæðiseigendur á minni verkstæð- um, sem stæðu í svona við- skiptum og því ekki félagsmenn í Félagi bifvélavirkja. „Einsog málum er háttað nú er engin leið að hafa eftirlit með því kraðaki sem öll þessi smá verk- stæði eru. Eina raunhæfa leiðin er að setja strangari reglur um hverjir megi opna verkstæði og séu þeir staðnir að verki við skattsvik á hiklaust að svifta þá réttindum. Það er það eina sem dugar í þessu dæmi.“ —Sáf Skattsvik _____LEIÐARI____________ - samfélagið tapar Éað sem einkum kemur á óvart í niðurstöðum nefndar þeirrar sem gert hefur athugun á um- fangi skattsvika á íslandi, er ekki fyrst og fremst það hversu víðtæk skattsvik eru hér á landi, því skattaeftirlitið áleit þau jafnvel enn algengari en í Ijós kom, heldur hitt hversu almennur vilji virð- ist vera meðal fólks að taka á móti óskatt- lögðum tekjum og það þó einkum meðal yngra fólks. Yfir 90 % þeirrasem spurðir voru og eru undir 25 ára aldri sögðust tilbúnir að taka þátt í skatt- svikum. Hlutfall þetta fór svo lækkandi eftir því sem fólk var eldra, þó eru tæp 75% þeirra sem eru á aldrinum 40-49 ára tilbúnir að vinna fyrir tekjum sem ekki þarf að gefa upp til skatts. Rúm 70% allra sem spurðir voru eru tilbúnir í skatt- svik og aðeins um 14% neituðu ótvírætt. Hvað segja þessar tölur okkur? Rúm 70% landsmanna eru reiðubúnir að gerast skattsvik- arar eigi þeir kost á því og það hlutfall verður enn hærra eftir því sem fólk er yngra, auk þess sem langskólafólk virðist frekar tilbúið að taka þátt í ráninu. Nú íhuga menn hvað valdi því að landsmenn virðast almennt tilbúnir til að ræna samfélagið þeim tekjum sem renna í samneyslu þjóðarinn- ar. Eru ýmsar skýringar gefnar: Kerfið býður upp á slíkt. Allir aðrir gera það og hversvegna skyldi ég vera undantekning frá þeirri reglu. Ráðherrarnir nota þetta hvort sem er til að fara á handboltaleiki í fjarlægum löndum o.s.frv. Allar þessar skýringar eru góðar og gildar en réttlæta samt á engan hátt skattsvikin. Við vit- um að það er ekki launafólkið sem svíkur undan skatti heldur eru skattsvikin almennari hjá sjálf- stæðum atvinnurekendum, „framkvæmda- manninum" sem býr í fleirihundruð fermetra villu, ekur um á Bens og borgar vinnukonu- útsvar, lendir því eðlilega undir fátæktarmörk- um. Skattsvikin eru því til þess að auka enn á misréttið í þjóðfélaginu. Vinnandi manni, sem þurft hefur að þola kaupmáttarrán undanfarin ár þykir ef til vill eðli- legt að reyna að bjarga sér með svartri vinnu, einkum þegar hann horfir upp á stóreignamenn með sáralítil opinber gjöld en svimandi mikla neyslu. Misréttið í þjóðfélaginu ýtir þannig undir tilraunir til skattsvika. Afstaða fólks til skattsvika virðist mótast af þeim frjálshyggjuhugsunarhætti sem hefurtröll- riðið þjóðfélaginu undanfarin ár. Hverersjálfum sér næstur. Eg hugsa bara um mitt en læt aðra um sitt. En einhverntíman kemur að því hjá öllum að þurfa að sækja eitthvað til annarra. Kannski gerir fólk sér ekki grein fyrir þessu fyrr en það er sjálft þurfi og þykir þá gott að geta notið þeirrar þjónustu sem skattgreiðendur hafa tekið þátt í að byggja upp. Með sköttunum erum við að borga í sam- eiginlega sjóði sem nýtast okkur öllum. Það má svo deila endalaust um hvernig þeim sjóði er skipt, hvort mikilvægara er að forsætisráðherra heiðri handboltamenn með nærveru sinni á kappleikjum eða að fæðingarorlof sé lengt. Það er pólitísk spurning, sem við svörum í kjörklef- anum er þar að kemur. —Sáf Sunnudagur 27. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.