Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 20
Kórar Fóstbrœður 70 ára Kórinn hefur sungið víða um heim og um allt land. Blómlegt starfá afmœlis- ári Karlakórinn Fóstbræðurheldurá þessuáriuppá70 ára starfsafmæli kórsins. Reyndar hefur kórinn starfað 5 árum lengur eða svo en þar sem lítil festa varístarfinu hefurskapast sú hefð að miða starfsaldurinn við ráðningu Jóns Halldórssonar sem söngstjóra haustið 1916. í fyrstu bar kórinn heitið Karl- akór KFUM og má rekja upphaf hans til séra Friðriks. Hann hafði kynnst starfi KFUM á Norður- löndum þar sem kórsöngur var fastur liður í félagsstarfinu. Fyrstu árin söng kórinn eingöngu á innanfélagsskemmtunum en með tilkomu Jóns Halldórssonar var farið að undirbúa opinbera tónleika. Voru þeirfyrstu haldnir í Bárubúð í lok mars árið 1917. Undirtektir bæjarbúa voru vinsamlegar og það hleypti nýju lífi í kórstarfið. Félögum fjölgaði og árið eftir voru haldnir aðrir tónleikar á sama stað. Síðan hafa samsöngvar kórsins verið haldnir svo til á hverju ári, fyrstu árin í Bárubúð, síðan í Nýja Bíói, Gantla Bíói, Austurbæjarbíói og síðustu árin hafa hinir árlegu hljómleikar farið fram í Háskóla- bíói. Utanferðir í 60 ár Áriö 1926 fór kórinn í sína fyrstu utanferð. Sú ferð var farin til Noregs og stóð í rúmar þrjár vikur cn á heimleiðinni var kom- ið við í Færeyjum. Kórinn fékk mjög góðar viðtökur og því var ákveðið að leggja aftur í víking þrentur árum seinna. Þá tók kór- inn þátt í móti blandaðra kóra í Kaupmannahöfn undir stjórn Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Árið 1930 lagði kórinn til allar karlaraddirnar í blandaðan kór sem söng hátíðarljóðin og önnur tónverk á Alþingishátíðinni á Þingvöllum og sama ár söng hann inn á sína fyrstu hljómplötu og mun það hafa verið í fyrsta sinn sem sungið var inn á hljómplötu hér á landi. Árið 1936 voru tengslin við KFUM orðin harla lítil og var því ákveðið að rjúfa þau formlega og breyta nafni kórsins. Hefur hann heitið Fóstbræður upp frá því. Eftir stríð héldu utanferðir áfram. Kórinn fór til Norður- landa árið 1946, til Mið-Evrópu og Bretlands árið 1954, aftur til Norðurlanda 1958 og til Finn- lands og Sovétríkjanna árið 1961. Pá varð nokkurt hlé á utanferð- um sem einkum helgaðist af því að kórinn réðst í að byggja yfir sig félagsheimili. Framkvæmdir við það hófust sumarið 1966 en dróg- ust nokkuð á langinn svo vígslan fór ekki fram fyrr en í apríl 1972. Síðan hefur karlakórinn Fóst- bræður átt sér fastan samastað að Langholtsvegi 109. Verðlaun í Wales Sama ár og félagsheimilið var vígt tók kórinn þátt í alþjóðlegri söngkeppni í Llangollen í Wales. Lenti kórinn þar í 6. sæti af 23 kórum. í söntu ferð tók kórinn einnig þátt í keppni minni kóra og hreppti þar annað sætið. Síðan hefur kórinn farið í tvær utan- ferðir. Á afmælisárinu 1976 þeg- Nokkrir af eldri kórfélögum taka lagið á æfingu, Kristinn Hallsson fyrir miðju. Mynd: Sig. Stjórn Karlakórsins Fóstbræðra, frá vinstri: Skúli Möller formaður, Finnbogi Alexandersson ritari, Eiríkur Tryggvason varaformaður og Guðni Guðmunds- son formaður Gamalla Fóstbræðra. Mynd: Sig. ar kórinn varð 60 ára fór hann aftur til Finnlands og Sovétríkj- anna og haustið 1982 söng hann víða í Ameríku, ma. við opnun sýninganna sem nefndust Scand- inavia Today í Washington og Minneapolis. Fram hefur kontið að fyrsti söngstjóri kórsins var Jón Hall- dórsson. Var hann í fyrstu ráðinn til eins árs en árin urðu 34 áður en hann sleppti sprotanum, þá sex- tugur að aldri. Síðan hafa kór- stjórar verið Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Ragnar Björns- son og Jónas Ingimundarson. Frá nítján til nírœðs Auk hins starfandi kórs hafa verið ýmsar undirdeildir hjá Fóstbræðrum. Þeir sem ekki treysta sér lengur til að syngja með starfandi kórnum en vilja halda tengslum við kórinn geta verið með í Gömlum Fóst- bræðrum sem æfa mánaðarlega. Árið 1963 fékk Svavar Gests nokkra kórfélaga til að syngjaj útvarpsþáttum sem hann var með en það var upphafið að ferli Fjórtán Fóstbræðra sem voru einn vinsælasti sönghópur lands- ins unt langt árabil. Einnig hafa ýmsir smærri hópar tekið sig út úr og sungið á innanfélagsskemmt- unum og árshátíðum, td. Átta Fóstbræður sem nú eru við lýði. Kórfélagar eru á öllum aldri, nú er sá yngsti 19 ára og sá eisti í starfandi kórnum um sextugt. Með Gömlum Fóstbræðrum syngja rnenn á öllum aldri, allt frá þrítugu og upp í nírætt. Eisti kórfélaginn er níræður öldungur, Magnús Guðbrandsson og er hann sá eini sem enn lifir af stofn- endum kórsins fyrir 70 árunt. Auk söngferða til útlanda hef- ur kórinn farið í margar söngferð- ir innanlands. Nú í maíbyrjun verður farið í eina slíka ferð um Norðurland. Þá hafa Fóstbræður sungið með öðrum kórum og hljómsveitum og sungið inn á margar plötur, sú síðasta var reyndar tvöföld og kom út á veg- um Fálkans um síðustu jól. í tii- efni af afmælinu verður efnt til sérstakra tónleika um miðjan nóvember en þá er hinn opinberi afmælisdagur kórsins. —ÞH Gúmmíkarlarnír hf. Óska öllum landsmönnum gleöilegs sumars. ló^slLlut°ri*Phó»osl° Opib kl. 730-1 g°o virka daga, kl. 800-1700 laugardaga. ^yggjunum ön °e?ZPtr,n ]yfti* fnh ttl eg glaöa o 9r^nndinni viö Bc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.