Þjóðviljinn - 03.05.1986, Síða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Síða 4
LEIÐARI Kjamoiioislys í Sovétríkjunum Þegar þetta er skrifaö er ekki vitað meö vissu, hve alvarlegt slysið í sovéskri kjarnorkurafstöö í Úkraínu var. Sumir telja líkur á því aö hundruð manna hafi farist eða jafnvel þúsundir, en Sov- étmenn sjálfir vilja sem minnst úr slysinu gera - hafa þó viðurkennt að a.m.k. tvö hundruð manns hafi verið fluttar á sjúkrahús. Og er þá eftir það sem erfiðast og hörmulegast kann að reynast: áhrif geislavirkni til lengri tíma á það fólk sem bjó í námunda við kjarnorkustöðina í Tsjernobyl. Tvennt er uggvænlegt við þetta slys. í fyrsta lagi minnir það rétt eina ferðina enn á það, að kjarnorkan er ekki það hagstæða vís- indaundur sem menn héldu fyrir þrjátíu—fjörtíu árum að leysa mundi orkuvanda heimsins. Það hefur einmitt komið fram í tengslum við ótíðindi frá Úkraínu, að bandarísk þingnefnd hafi talið saman um hundrað og fimmtíu kjarnorkuslys á tíu ára tímabili. Kjarnorkan er blátt áfram háska- leg, bæði vegna þess hve gífurlegan öryggis- búnað þarf við sjálfa framleiðslu hennar (og dugir ekki alltaf til eins og dæmin sanna) og svo vegna þess, að hún skilur eftir sig geislavirkan úrgang í neðanjarðarbyrgjum og á hafsbotni, sem hleðst upp eins og sístækkandi tíma- sprengja, sem stillt er gegn umhverfi mannsins. í annan stað er það illt og hættulegt hve seint og illa Sovétmenn hafa fengist til að skýra frá því sem gerðist. Sú hegðun hefur reyndar vakið furðu margra, menn skilja ekki hvernig á þeim býsunum stendur. Sannleikurinn er sá, að öll umræða um nátt- úruspjöll, rányrkju, mengun, kjarnorkuslys og fleira það sem hættulegt reynist lífríki og um- hverfi mannsins, hefur verið mjög í skötulíki í Sovétríkjunum. Ástæðan er sú, að í áróðurs- stríðinu hafa þeir haft mikla tilhneigingu til að láta sem það sé fyrst og síðast tillitsleysi kapítal- ískrar gróðafíknar, sem veldur mengun og öðr- um spjöllum á náttúrunni. Þar eftir hafa þeir viljað láta sem hið sovéska þjóðfélagskerfi sé í sjálfu sér hollt og gott umhverfinu og tryggi skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda. En því miður eru engar slíkar tryggingar byggðar inn í hið sovéska kerfi: rétt eins og kapítalistinn vill gjarna auka gróða sinn með því að sleppa eitri út í andrúmsloftið, eins vill sovéskur forstjóri sýna, að hann geti staðið við sínar framleiðsluá- ætlanir með sem minnstum tilkostnaði - og þá m.a. með því að spara við sig mengunarvarnir. Slík mál hafa mörg upp komið í Sovétríkjunum og um þau hefur verið skrifað - en þá jafnan rétt eins og það væru barasta tilteknir einstaklingar sem hafi brugðist meðan ástandið í heild væri nokkuð gott. Á síðustu misserum hefur samt orðið nokkur breyting á þessari umræðu íSovétríkjunum. Þar> er ekki til sjálfstæð hreyfing umhverfisverndar- manna sem gæti veitt stjórnvöldum aðhald, en æ fleiri áhrifamenn, rithöfundar og fleiri, hafa látið til sín taka til andmæla framkvæmdum, sem spillt gætu jarðvegi, vatni og lofti. En kjarn- orkuverin, sem áttu að vera sönnun um ágætií sovéskra vísinda meðal annars, þau hafa verið einskonarheilagar kýrtil þessa, ekki hefurfeng- ist birt gagnrýni á þau svo vitað sé, amk. ekki í umtalsverðum mæli. Og sá feluleikur sem sov- éskir ráðamenn og fjölmiðlar standa nú í vegna kjarnorkuslyssins sýnir vel, hve langt menn þar eystra eiga í land með að þora að horfast í augu við eigin mistök. Þennan feluleik með staðreyndir málsins er rétt og nauðsynlegt að fordæma. Um leið og minnt er á, að þetta slys og eftirmáli þess sýnir vel, að það er í rauninni alþjóðlegt vandamál hve ströng ritskoðun er við höfð í Sovétríkjunum enn þann dag í dag. Mynd: Einar Ól. LJOSOPIÐ ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: GarðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarvorð á mánuöi: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 3. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.