Þjóðviljinn - 03.05.1986, Síða 15
1. MAI
Margrét Pála Ólafsdóttir
Nátttröll
og ryðgaðir
herlúðrar
Paö var mikill baráttuandi og stemmning á fundir Samtaka kvenna á vinnumarkaði á Hallærisplaninu. Inn á milli beittra
ávarpa léku Svölurnar á létta strengi með alvarlegum undirtónum og sungu fyrir fundinn. Mestum vinsældum náði lag
þeirra Skuldabankinn. Lljósm: Sig.
Ragnheiður Asta Pétursdóttir
Þá verður 1. maí
dagur verkalýðsins
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir út-
varpsþulur hélt ræðu fyrir hönd
BSRB á fundi fulltrúaráðsins á
Lækjargötu.
Félagar, verkalýður!
Sumarbyrjun, vorvindar,
rauðir fánar og við samankomin
hér á hátíðisdegi verkalýðsins.
Nei, 1. maí er ekki hátíðisdag-
ur verkalýðsins, nógu er orðnir
margir dagarnir með fjálglegum
hátíðisbrag. 1. maíeralþjóðlegur
baráttudagur verkalýðsins og við
komum saman til að minnast bar-
áttu og fórna brautryðjendanna
og þakka þeim, líta yfir farinn veg
okkar sjálfra, íhuga það sem er
og hvað koma skal. Til að efla
með okkur baráttuhug.
Baráttuhug, nú á dögum þjóð-
arsáttar? Já baráttuhug, því þjóð-
arsáttin er hvergi til nema í
munnum fésýslumanna, sem
skipta tekjum þessarar þjóðar,
hinum 6. hæstu á mann í heimi,
svo réttlátlega, að fjórðungur
heimila hennar hjarir undir fá-
tæktarmörkum.
Frelsi er annað tískuorð þeirra
og frjálshyggja, frjáls álagning,
frjáls samkeppni, það er frelsið til
skefjalauss gróða á kostnað al-
þýðu í þjóðfélagi nauðungarupp-
boða og sultarlauna í góðæri til
lands og sjávar.
Ekki er það frelsi þeirra, sem
ekkert eiga að selja nema vinnu
sína, því gróðaþjóðin hefur vald,
og beitir því, til að svipta launa-
fólk samningsrétti og draga það
fyrir dómstóla fyrir aðgerðir í
vinnudeilu. Skrifað stendur:
Verður er verkamaðurinn
launanna. Ekki eru þau orð efst á
vinsældalista atvinnurekenda nú,
þegar fullvinnandi fólki er réttur
fátækrastyrkur tvisvar á ári.
Atvinnuvegirnir verða að bera
sig, segja máttarstólparnar, en
láta sig engu varða afkomu
heimilanna í sveitum og bæjum
landsins, vinnuþrælkun almenn-
ings og allt það böl, sem hún veld-
ur.
Þeir beita sjónhverfingum til
að telja fólki trú um að allt, sem
miður fer sé óbilgirni launafólks
að kenna, og margir glepjast til
að trúa þeim söng.
Grýlan þeirra, verðbólgan,
þrífst á óþekkum verkalýð eins
og forna Grýlan þreifst á óþekk-
um krökkum, en hún fitnar víst
bara af þeim launum, sem um er
samið opinberlega, það er svo
skrítið, að launaskriðið, sem er
dulnefni á launamisrétti, það er
að segja hálaunabæturnar, sem
greiddar eru með leynd umfram
það, sem um er samið, hafa engin
áhrif á verðbólguna frekar en
frjálst verðlag.
En nú er okkur talin trú um, að
senn verði hún gamla Grýla
dauð, þ.e.a.s. ef við höfum hægt
um okkur, en skilyrðin eru fleiri:
Ef dollar verður stöðugur, hann
hefur fallið um 3.85% frá ára-
mótum. - Ef olíuverð helst lágt -
það verður lágt meðan olíuríkin
eiga í verðstríði. Og enn heldur
verðlag áfram að hækka.
Pað nálgast víst landráð að
segja upphátt, það sem ýmsir
hugsa með sjálfum sér: Leið okk-
ur ekki betur áður en við gerð-
umst þátttakendur í verðbólgu-
krossferðinni. Verkalýðshreyf-
ingin er fjölmenn, og fáum kem-
ur á óvart þótt félagana greini á
um leiðir, enda vill víst ekkert
okkar henni svo illt, að hún verði
hallelújasamkoma jábræðra og
-systra. Sumir telja að leita beri
nýrra leiða. Peir segja að venju-
legar baráttuaðferðir okkar hafi
engan veginn dugað. Kannski
telja þeir nýju leiðtogar samráðs-
hópa launamanna og atvinnurek-
enda heppilega og vænta áran-
gurs af því að við gleymum hvor-
um megin samningaborðs við
eigum heima. Nei, verkalýður
ber enga ábyrgð á debet- og kre-
ditdálkum allsnægtalýðs og ríkis-
stjórna. En ekki erum við þó
ábyrgðarlaus.
Með láglaunastefnunni er veg-
ið að þeim þáttum velferðar-
þjóðfélags, sem verkalýður hefur
knúið fram með áratuga baráttu
og þrautum, gegn þeirri stefnu
ber okkur að rísa, það er okkar
ábyrgð. Fjöldi í okkar röðum lifir
í sárri neyð, á honum berum við
ábyrgð. Vegið er að heilbrigðis-
þjónustu og jafnrétti til náms,
gegn því rísum við, það er ábyrgð
okkar.
Félagar, í dag er 1. maí, bar-
áttudagur verkalýðsins. Megi all-
ir dagar verða okkur dagar bar-
áttu, þar til rétti alls verkalýðs,
mannsæmandi kjörum og félags-
legu réttlæti er náð.
Sú barátta verður ekki unnin
með línuritum og glærum hag-
fræðinga, brosi eða blómum. Sú
barátta verður hvorki unnin með
samábyrgð né samráði við þá sem
að okkur vega. Hún verður ekki
unnin með sundrungu og sér-
hyggju heldur samtakamætti alls
launafólks. Hún vinnst með því
að halda áfram þá leið, sem
brautryðjendurnir vörðuðu okk-
ur. Með því að gleyma aldrei
hvorum megin við stöndum.
Þegar sú barátta er unnin verð-
ur 1. maí hátíðisdagur verkalýðs-
ins.
Margrét Pála Ólafsdóttir flutti
ræðu á fundir Samtaka
kvenna á vinnumarkaði sem
fórfram áHallærisplaninu.
Hér eru birtir kaflar úr ræðu
hennar.
„En við, venjulegt launafólk,
hjörðin ykkar, hljótum að krefj-
ast skýringa. Hvaða gagn hafa
sauðirnir af því að leiða hjörðina
út í þetta fen? Eruð þið ekki
kjörnir og launaðir til að starfa
fyrir okkur - og jafnvel með okk-
ur. Eigið þið ekki að vera í broddi
fylkingarinnar í baráttunni, blása
í herlúðrana og leiða okkur til sig-
urs? Hvers vegna í ósköpunum
ryðga lúðrarnir af notkunar-
leysi?? Asmundur og Þröstur eru
greinilega ekki draumahetjur
fiskverkakvenna, - við þurfurn
nýja forystu - og þá fyrst og
fremst annars konar forystu. En
það skulum við vita að ekki er
nóg að skipta um forystumenn.
Það eru margir fuglar í skóginum
og nóg er til af Þröstum og Ás-
mundum og öðrum.“
Nátttröllin
mun daga uppi
„Þeir sem komast til valda
renna saman við báknið og velja
sér samstarfsfólk - og arftaka,
þegar þeir komast á eftirlaun. Og
stundum er konum leyft að vera
með. Nýir menn þiggja valdið frá
forverum sínum - og skrifa undir
það að viðhalda kerfinu og ganga
inn í vitleysuna og engu má
breyta - aldrei má losa um tökin.
Þetta er íhaldssemi, sem ekki
einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn
getur státað af. Stjórnmálaflokk-
arnir hafa lagt sitt af mörkum í
valdakerfið og eigna sér verka-
lýðshreyfinguna með því að troða
flokksgæðinum sínum að í stjórn-
ir og forystu. Á þennan hátt eru
gömlu flokkarnir hluti af valdak-
erfi verkalýðsblokkarinnar og
voga sér að kalla sig verkalýðs-
flokka, út á það eitt að hafa versl-
að með embætti varaforseta og
forseta ASf. Þeir trúa meira að
segja að flokksgæðingarnir Ás-
mundar, Þrestir og Gvendar gefi
flokknum sínum ítök í verkalýðs-
hreyfingunni - þvílík fjarstæða.
Það er nefnilega eitt að fá ítök í
spilltu valdakerfi verkalýðsb-
lokkar - verði þeim að góðu - en
allt annað að vera í tengslum við
launafólk sjálft. Þannig eru
verkalýðsforystan og flokkarnir
fastir í sama feni tímaskekkjunn-
ar - nátttröll í okkar veruleika og
þekkja ekki sinn vitjunartíma.
Nátttrölla dagsins í dag bíða
sömu endalok og fyrri trölla, þau
ein að daga uppi.“
„í dag gengur launafólk í
skugga nýgerðra kjarasamninga.
Sá skuggi grúfir yfir Lækjartorgi
1. maí, en hér erum við saman
komin, sem göngum lengra og
viljum ýmislegt á okkur leggja -
meira en göngu - til að komast út
í birtuna.
Á Lækjartorgi er hnípin verka-
lýðshreyfing í vanda; þeim mikla
vanda að sitja uppi með forystu-
sauði, sem löngu hafa glatað
öllum áttum - nema þá helst
þeirri, sem liggur í Garðastrætið.
Sú leið er auðrötuð bjöllusauðum
og víst eru það engar fréttir að
líkur sækir líkan heim. Fram-
kvæmdastjórar, forsetar og hag-
fræðingar tala sama tungumál -
og trúlega er ekki mikill
launamismunur á milli herranna
við svonefnt samningaborð."
„Á undangengnum vikum hafa
svo allir þessir aðilar háð harða
baráttu um útnefningu HÖF-
UNDAR TÍMAMÓTASAMN-
INGANNA, allir eigna sér þann
vafasama heiður að „eiga samn-
ingana“ - þeir þurfa ekki að ótt-
ast kröfur um höfundaréttinn frá
okkur hér á Hallærisplaninu."
„Ég þarf ekki að lýsa efnisat-
riðum samninganna hér fyrir
ykkur sem fáið alla vega launayf-
irlitið ennþá. Kauphækkanir
voru litlar og fátækrabætur til að
gauka að blessuðu láglaunafólk-
inu. Og auðvitað tók því ekki að
verðtryggja þessar fáu krónur,
þetta svosem smottirí, sem
venjulegt launafólk fær um
mánðamótin. Hins vegar var far-
ið að semja um alla þætti efna-
hagslífsins NÝ LEIÐ sagði
Þröstur - og til að lækka verð-
bólgu fyrir ríkisstjórn og bjarga
atvinnurekendum var upphafið
eitt allsherjar hagræði- sjónarspil
- og vísitalan fölsuð niður.“
Samstaða um
ekki neitt
„Við sem hér stöndum, hljót-
um að ákæra forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar fyrir niður-
lægjandi samningamakk, fyrir
samninga, sem viðhalda fátækt á
íslandi. Það er of seint að afmá
smán fátæktar, þegar búið er að
undirrita. Og syndalistinn er
lengri. Við ákærum ykkur fyrir
þátttöku ykkar við að búa til
handónýtt launakerfi, þar sem
kauptaxtar með 30% afföllum
eru kúgunartæki á láglaunafólk,
konur, unglinga og aðra undir-
málshópa, meðan aðrir skammta
sér launin sjálfir. Verkalýðsfor-
ystan veit allt, sem vita þarf um
faldar tekjur, aukasposlur -
m.ö.o. LAUNASKRIÐIÐ upp á
24% - þið hafið í reynd viður-
kennt þetta margfalda launa-
kerfi, sem atvinnurekendur hafa
notað til að sundra launafólki og
etja okkur saman. Þannig hafið
þið sjálfir rofið samstöðuna, þið
sem nú kallið á samstöðu um ekki
neitt á Lækjartorgi!“
„Viljum við að verkalýðshreyf-
ingin eigi sér framtíð? Þá er
skylda okkar að ráðast gegn
spilltu valdakerfi heildarsamtaka
og flokka og afneita forræðis-
hyggju þeirra. Við skulum losa
kverícatak valdakerfisins af
launafólki. Lögbinding og skyld-
uaðild leiða ekki af sér samstöðu,
þróun og endurnýjun. Dæmi þar
um er Pólland sem á sína lög-
bundnu ríkisverkalýðshreyfingu,
en valdakerfið er að riðlast. Nei,
eina lífsvon launafólks felst í ný-
sköpun verkalýðshreyfingarinn-
ar, og þar hafa Samtök kvenna á
vinnumarkaði gegnt forystuhlut-
verki - og rnunu gera áfram. Við
skulum byggja raunverulegt
verkalýðsafl, brjóta af okkur
klafa heildarsamtakanna og berj-
ast fyrir frjálsri verkalýðshreyf-
ingu á íslandi.“
Laugardagur 3. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15