Þjóðviljinn - 06.05.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1986, Blaðsíða 1
 Knattspyrna Amór og Pétur koma báðir Fyrstu leikir Arnórs hérheima í þrjú ár. Leikið viðíra25. maíog Tékka29. maí Arnór Guöjohnsen er kominn í mjög gott form eftir langvarandi meiösli Arnór Guðjohnsen mun leika sína fyrstu landslciki hér á landi í tæp þrjú ár í lok þessa mánaðar, gegn írum og Tékkum á Reykja- víkurleikunum 25.-29. maí. Arn- ór lék síðast hér heima gegn Irum haustið 1983 en hefur síðan að- eins náð að leika þrjá landsleiki, ytra gegn Skotum, Walesbúum og Spánverjum. Arnór er kominn í mjög gott form og virðist loksins vera búinn að hrista af sér meiðslin sem hafa angrað hann í tæp þrjú ár. Arnór er einhver albesti sóknarmaður íslendinga og það er tilhlökkun- arefni að sjá hann á Laugardals- vellinum á ný. Þá er öruggt að Pétur Péturs- son mætir til leiks en hann lék með Hercules á Spáni sl. vetur. Verið er að kanna aðstæður hjá öðrum atvinnumönnum en góðar líkur eru á að margir þeirra geti leikið með. Pó er ljóst að leik- menn vestur-þýsku liðanna, Ás- geir Sigurvinsson, Atli Eðvalds- son og Lárus Guðmundsson verða ekki með þar sem þeir eru þegar komnir í sumarfrí. Leikið verður gegn írum á Laugardalsvellinum þann 25. maí. írar og Tékkar leika 27. maí og loks mætast ísland og Tékk- óslóvakía 29. maí. —VS Knattspyrna IR-ingar fimmtu ÍR-ingar sigruðu Fylki 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í gær- kvöldi, í úrsiitaleik um 5. sætið á Reykjavíkurmótinu. Þorvaldur Steinsson skoraði bæði mörk IR- inga en Arnar Halldórsson svar- aði fyrir Fylki. Þróttur vann Ármann í úrslit- um um 7. sætið í fyrrakvöld, 2-0. V. Pýskaland Lárus hæstur hjá Uerdingen Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Lárus Guðmundsson varð markahæsti leikmaður Bayer Uerdingen í Bundesligunni í knattspyrnu 1985-86. Hann skoraði 10 mörk í 26 leikjum sem hann lék. Atli Eðvaldsson varð þriðji hæsti hjá Uerdingen, skoraði 6 mörk í 30 leikjum. Ásgeir Sigurvinsson varð þriðji markahæsti leikmaður Stuttgart með 9 mörk í 32 leikjum. Allgöwer skoraði 21 og Klins- mann 16. Enska knattspyrnan Lineker Everton með tvö og náði silfrinu KR vann Víking 6-4 eftir fram- lengingu og vítaspyrnukeppni í undanúrslitum mótsins á föstu- dagskvöldið. Staðan var 1-1 eftir framlengingu en þá komu bæði mörkin. Atli Einarsson fyrst fyrir Víking en síðan sendi samherji hans boltann í eigið mark. Valur og Víkingur leika um 3. sætið í kvöld kl. 20.30 en úrslita- leikurinn, milli Fram og KR, fer fram á fimmtudaginn. —VS Ipswich fallið Í2. deild eftir 19 áríþeirrifyrstu Leikmenn Everton voru búnir að jafna sig á því að hafa misst meistaratitilinn yfir til Liverpool þegar þeir fengu West Ham í heimsókn í gærkvöldi. Þetta var hreinn úrslitaleikur um silfrið, West Ham dugði jafntefli en Everton sýndi sannfærandi leik og sigraði 3-1. Það var Gary Lineker sem sá um að færa Everton 2-0 forystu með tveimur mörkum. Hann varð þar með markakóngur 1. deildar, skoraði 30 mörk og 39 alls í öllum mótum á keppnis- Kvennaknattspyrna Skagastúlkur fengu skell tímabilinu. Trevor Steven tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu 18 mínútum fyrir leikslok. Tony Cottee náði að koma West Ham á blað á loka- mínútu leiksins og úrslitin því 3- 1. Þrátt fyrir tapið getur West Ham vel við unað. Liðið kom mjög á óvart í vetur, veitti Li- verpool og Everton keppni um meistaratitilinn fram í síðustu umferð og náði 3. sæti, sínum besta árangri frá upphafi. Úrslit í gærkvöldi: l.delld: Chelsea-Watford..................1-5 Everton-West Ham................3-1 íslandsmeistarar tveggja síð- ustu ára, ÍA, fengu slæman skell gegn Breiðabliki í Kópavogi um helgina þegar liðin mættust í Litlu bikarkeppninni. Blikastúlkurnar sigruðu 6-0 og gáfu til kynna að þær verði óárennilegar í sumar. Afturelding vann léttan sigur á FH, 6-0, og IBK vann Stjörnuna 3-2 í Garðabæ í gærkvöldi. Stjarnan kom mjög á óvart um síðustu helgi með því að ná jafn- tefli gegn Breiðabliki, 0-0. Staðan í keppninni þegar ein umferð er eftir: Breiðablik..............4 3 1 0 21-0 7 IBK.....................4 3 0 I 20-6 6 (A......................4 3 0 1 18-7 6 Stjarnan................4 112 4-93 Afturelding.............4 1 0 3 8-15 2 FH......................4 0 0 4 0-34 0 ÍBK og Breiðablik mætast í úrslitaleik í síðustu umferðinni en í A mætir Aftureldingu og á einn- ig sigurmöguleika í mótinu. —VS Gary Lineker — tvö mörk í gær- kvöldi og 30 alls í 1. deild. Oxford-Arsenal.................3-0 Tottenham-Southampton..,.......5-3 2. deild: Ðlackburn-Grimsby..............3-1 Oldham-Carlisle................2-1 3. deild: Brentford-Darlington...........2-1 Ipswich féll í 2. deild í gær- kvöldi eftir 19 ára dvöl í þeirri fyrstu. Oxford sá til þess með stórsigrinum gegn Arsenal. Ox- ford varð að vinna til að forðast fall og mesta taugaspennan rauk útí veður og vind strax á 3. mín- útu þegar Ray Houghton skoraði. John Aldridge bætti við marki úr vítaspyrnu á 72. mínútu og Billy Hamilton innsiglaði sig- urinn tíu mínútum síðar, 3-0. Það var tvöföld hátíð í Oxford eftir leikinn, liðið hélt sæti sínu í 1. deild og Mjólkurbikarinn, sem það vann svo sannfærandi fyrir skömmu, var sýndur og hlaupið með hann um völlinn. Tony Galvin skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Tottenham í 5-3 sigrinum á Southampton. Chelsea reyndi sinn fjórða mark- vörð í vetur gegn Watford og sá fékk að finna fyrir því, 1-5 skellur á heimavelli. Carlisle féll í 3. deild í gær- kvöldi og fylgir Middlesborough og Fulham niður. Blackburn forðaði sér hinsvegar með sigrin- um á Grimsby. Lokastaðan í 1. deild og staðan í hinum deildunum er á bls. 12. —VS/Reuter Víðavangshlaupið Jón og Hulda Jón Diðriksson, FH, vann ör- uggan sigur í karlaflokki víða- vangshlaups Islands sem fram fór í 15. skipti á sunnudaginn, á Klambratúni í Reykjavík. Már Hermannsson, UMFK, varð ann- ar og Agúst Þorsteinsson, UMSB, þriðji. Hulda Pálsdóttir, Ármanni, sigraði í kvennaflokki, Steinunn Jónsdóttir, Ármanni, varð önnur og Helen Ómarsdóttir, FH, þriðja. ÍR vann sveitakeppni karla en Ármann sveitakeppni kvenna. —VS Kraftlyftingar Kári fékk bronsið Kári Elísson frá Akureyri hlaut bronsverðlaun í 67,5 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Stokkhólmi um hclgina. Kári lyfti samtals 640 kílóum og það telst til tíðinda að hann setti ekki íslandsmet. Annars hefði hann örugglega hreppt sil- frið því Belginn sem náði því lyfti 642 kg. Englendingur varð hins- vegar öruggur sigurvegari með 670 kg. —VS UMSJÖN: Vfe)|R SIGURBSSON Þriðjudagur 6. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.