Þjóðviljinn - 06.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1986, Blaðsíða 3
IÞROTTIR Vestur-Þýskaland Yfirburðir Bayem gegn Stuttgart Bayern komst í 4-0. Ásgeir í strangri gœslu allan tímann. Bayern tvöfaldur meistari Frá Jóni H.Garðarssyni, frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Bayern Munchen hafði mikla yfirburði gegn Stuttgart í úrslita- Ieik bikarkeppninnar í knatt- spyrnu á Ólympíuleikvanginum í Berlín á laugardaginn. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelm- ingi Stuttgart og úrslitin, 5-2 voru mjög sanngjörn. Bayern hefur því unnið það afrek að verða bæði vestur-þýskur meistari og bikarmeistari, sannarlega glæsi- legur árangur. Þrátt fyrir að flestir áhorfenda væru á bandi Stuttgart og létu vel í sér heyra byrjaði Bayern af krafti og náði strax undirtökun- um. Stuttgart varðist vel og Ba- yern gekk illa að skapa sér færi og það var því nokkuð slysalegt þeg- ar Bayern náði forystunni á 34. mínútu. Roland Wohlfarth skaut utan vítateigs, knötturinn hefði hafnað í höndum Jagers mark- varðar en breytti stefnu af Karli- Heinz Förster og sveif yfir Jager, 1-0. Förster hafði stjórnað vörn Stuttgart af snilld framað því. Wohlfarth skoraði síðan aftur á 42. mínútu, 2-0 í hléi. Um miðjan seinni hálfleikinn gerðu svo Bæjarar endanlega útum leikinn. Með 8 mínútna millibili skoraði Michael Rum- menigge tvisvar, í bæði skiptin eftir fallegar sóknir og fyrirgjafir frá Pflugler. Staðan 4-0 og úr- slitin ráðin. Guido Buchwald svaraði fyrir Stuttgart á 76. mín, 4-1, en Wohlfarth fullkomnaði þrennu sína tveimur mínútum síðar, 5-1. Jurgen Klinsmann átti síðan lokaorðið fyrir Stuttgart á 82. mínútu, 5-2. „Bayern hefur náð sér á strik á réttum tíma, þeir eru hrikalega sterkir og Stuttgart á litla mögu- leika," sagði Franz Beckenbauer landsliðseinvaldur í hálfleik. Ekki bætti úr skák fyrir Stuttgart að Allgöwer og Nushör gátu ekki leikið síðari hálfleikinn vegna meiðsla. „Leikmenn Stuttgart voru of hræddir og léku of aftarlega. Gegn Bayern á að taka áhættu og sækja," sagði Egon Coorders, aðstoðarþjálfari Bayern sem nú tekur við stjórn Stuttgart. Ásgeir Sigurvinsson komst aldrei að marki inní leikinn. Hans var mjög vel gætt allan tímann. Fyrir leikinn var mikið rætt um einvígi Ásgeirs og Sörens Lerby en lítið fór fyrir því. Lerby hafði hægt um sig en braut reyndar tvisvar gróflega á Ásgeiri. Kicker Ásgeir í liöi ársins Frá Jóni H.Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson er í liði ársins hjá íþróttablaðinu Kicker fyrir keppnistímabiiið 1985-86. Asgeir var valinn 7 sinnum í lið vikunnar hjá blaðinu, jafnoft og Andreas Brehme og Bruno Pezz- ey, og aðeins Norbert Maier hjá Bremen var valinn oftar, 9 sinn- um. Lið ársins lítur þannig út, í svigum er hve oft viðkomandi var í liði vikunnar. Markvörður: Eike Immel, Dortmund (6) Varnarmenn: Manny Kaltz, Hamburger (6) Andreas Brehme, Kaiserslautern (7) Norbert Eder, Bayern (6) Bruno Pezzey, Bremen (7) Tengllioir: Karl Allgöwer, Stuttgart (6) Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart (7) Norbert Maier, Bremen (9) Framherjar: Thomas Allofs, Kaiserslautern (5) Manny Burgsmuller, Bremen (6) Bum Kun Cha, Leverkusen (6) Ólympíuleikar Sovétmenn ítreka stuðning sinn Marat Gramov, íþróttamála- ráðherra Sovétríkjanna, til- kynnti um helgina að Sovétríkin stæðu fast við þá skoðun sína að Ólympíuleikarnir 1988 ættu að fara að hluta til fram í Norður- Kóreu. Sveinn Hreinsson skellirígólf pressuliðsins ípressuleik í Digranesi á sunnudaginn. Mynd: E.ÖI. Blak Norðurlandamót í Digranesi Byrjað á fimmtudag. ísland, Noregur og Svíþjóð saman í riðli Norðurlandamótið í blaki karla verður haldið hér á landi síðar í þessari viku. Leikið verður í íþróttahúsinu Ðigranesi í Kópa- vogi og hefst mótið á fimmtudaginn, uppstigningadag, en lýkur á laugardaginn. ísland er í riðli með Svíþjóð og Noregi en hinn riðilinn skipa Finnland, Danmörk og Færeyjar. Mótið er haldið annað hvert ár og hefurfarið fram 12 sinnum. Finn- ar hafa ávallt sigrað og Svíar hafa verið í öðru sæti síðan 1970. Bjórgólfur Jóhannsson lands- liðsþjálfari hefur valið 12 leik- menn fyrir leikina og eru þeir eftirtaldir: Páll Svansson, ÍS, Einar Hilm- arsson, Þrótti, Guðmundur E. Pálsson, Þrótti, Haukur Valtýs- son, ÍS, Ástvaldur J. Arthúrsson, HSK, Sveinn Hreinsson, Þrótti, Jón Arnason, Þrótti, Lárentsínus Ágústsson, Þrótti, Þorvarður Sigfússon, ÍS, Stefán Jóhannes- son, Víkingi, Leifur Harðarson, Prótti, og Kjartan Busk, HK. —Logi/VS Leikana á að halda í Suður- Kóreu en nágrannarnir í norðri, sem eru pólitískir andstæðingar sunnanmanna, hafa krafist þess að fá hluta leikanna til sín. Við- ræður hafa farið fram milli rfkj- anna, með milligöngu alþjóða Ólympíunefndarinnar, en þær hafa engan árangur borið. Gram- ov sagði ennfremur að Kínverjar, Tékkar og fleiri þjóðir myndu styðja skiptingu leikanna. —VS/Reuter Knattspyrna ÍBK hlaut Litla bikarinn ÍBK tryggði sér sigur í Litlu bikarkeppninni í karlaflokki á laugardaginn með 2-1 sigri á FH. Hinn ungi Kjartan Einarsson skoraði bæði mörk Keflvikinga en mark FH gerði Ingi Björn AI- bertsson. Breiðablik vann Hauka 7-2 og þá er aðeins ólokið leik FH og ÍA. Staðan er þessi: IBK..............................4 3 1 0 9-4 7 Breiðablik....................4 1 3 0 11-6 5 FH...............................3 111 9-3 3 lA................................3 111 9-3 3 Haukar........................4 0 0 4 2-24 0 —VS Knattspyrna Mexíkó sigraði Landslið Mexikana heldur áfram sigurgöngu sinni. í fyrra- kvöld lagði það vestur-þýska liðið Hamburger SV að velli í Los Angeles, 2-0, Carlos Munoz og Francisco Javier Cruz skoruðu mörkin. Hamburger lék án lands- liðsmannanna Felix Magath og Ditmar Jacobs. —VS/Reuter Frjálsar Vormót UMFK Vormót ÍBK í frjálsum íþrótt- um fer fram í Keflavík á laugar- daginn, 10. maf, og hefst kl. 14. Þátttökutilkynningar berist Helga Eiríkssyni í síma 92-4821 í síðasta lagi miðvikudaginn 7. maí. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.