Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI stjómlausar fjárfestingar Nesjavellir - Eitt stórkostlegasta og stjórnlausasta fjár- festingarævintýri landsmanna hin síðustu ár er um þessar mundir að gerast fyrir tilstilli reyk- vískra Sjálfstæðismanna á Nesjavöllum. Nú er að koma í Ijós, að stjórnleysi Sjálfstæðisflokks- ins á fjárfestingum Hitaveitunnar á svæðinu er að leiða yfir Reykvíkinga nýja Kröflu upp á mil- jarð króna. ■ Það er þegar búið að fjárfesta í Nesja- völlum rúmar 700 miljónir króna. ■ Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar að auki heimilað hitaveitustjóra að eyða á þessu ári nær 200 miljónum króna til viðbótar í Nesja- velli. ■ Á næsta ári mun því fjárfestingin á svæðinu ná jafnvirði um eins miljarðs króna. Þrátt fyrir þessar gífurlegu framkvæmdir á svæðinu er það samt sem áður staðreynd, að í borgarstjórn Reykjavíkur hefur aldrei verið tekin fullnaðarákvörðun um virkjun Nesjavalla. Óhófið í framkvæmdunum, og hversu dýr- keyptar hinar ótímabæru fjárfestingar á Nesja- völlum munu reynast okkur Reykvíkingum sést best á því, að nú er komið í Ijós að það er hægt að fresta Nesjavöllum að líkindum í ein tíu ár. En þrátt fyrir það er þegar búið að eyða miljarði í svæðið, og hann verður ekki notaður annars staðar á meðan. Flest það sem viðkemur Nesjavöllum er raunar með ólíkindum, einsog sést þegar farið er yfir málið. í tíð núverandi meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hefur verð á heitu vatni hækkað mjög mikið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með því heimilað hitaveitustjóra stórfellda skattlagningu á Reykvíkinga, sem hefur numið hundruðum miljóna. Einungis vegna Nesjavaila hefur gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur hækkað í kringum 20 prósent, auk allra annarra hækk- ana. Árið 1983 réttlætti hitaveitustjóri hækkanir, á hækkanir ofan með því að halda fram að ekki væri hægt að ná frekari nýtingu á svæðum Hita- veitunnar. Virkjun Nesjavalla væri nauðsyn, ella dyndi „neyðarástand" yfir Reykvíkinga. Þetta hefur hann sjálfur afsannað með því að bæta verulega nýtinguna á svæðum Hitaveit- unnar með ýmsum sjálfsögðum aðgerðum. En hið fyrirsjáanlega „neyðarástand" var samt sem áður notað sem málsvörn til að taka hundr- uði miljóna af Reykvíkingum með stórfelldum hækkunum á heitu vatni. Hitaveitustjóri gerði sömuleiðis orkuspá, sem sýndi hvernig þörfin fyrir heitt vatn myndi vaxa á Reykjavíkursvæðinu. Þessi orkuspá var síðan forsenda hins óhóflega framkvæmdahraða á Nesjavöllum. En einsog Þjóðviljinn greinir frá á forsíðu í dag, þá er orkuspá Jóhannesar Zöega, hitaveitustjóra, einfaldlega kolröng. Hún er snarvitlaus, einsog sést best á því, að hún gerir ráð fyrir að þörfin fyrir heitt vatn aukist helmingi hraðar, heldur en hægt er að lesa út úr niður- stöðum sjálfrar orkuspárnefndar. En á þessari röngu orkuspá hefur Sjálfstæðisflokkurinn samt sem áður grundað hinar ótímabæru fjárfesting- Innan Sjálfstæðisflokksins ræður sú skoðun ferðinni, að ráðast beri í virkjunaráfanga við Nesjavelli sem fyrst. Það er í stíl við viðhorf hitaveitustjóra. Samt er Ijóst, að einungis fyrsti áfanginn kostarekki undir2-3 miljörðum króna. Einungis fjármagnskostnaðurinn af þessari gífurlegu fjárfestingu veltir hundruðum miljón- um króna á ári. Með þeim óhagkvæma og raun- ar ótrúlega framkvæmdahraða sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur fallist á til þessa, þá er Ijóst að þetta mun leiða til þess að orkuverð í Reykjavík mun hækka um 20 til 30 prósent vegna þess að markaðurinn er ekki orðinn nógu stórtil að bera þessa miklu fjárfestingu, sem Sjálfstæðisflokk- urinn vill ana út í. G-listinn í Reykjavík hefur hins vegar lagt fram aðra áætlun. Hún miðar að því að fresta Nesjavallavirkjun um tíu ár. Þangað til á að nýta hina gífurlegu umframorku Landsvirkjunar til upphitunar á vatni í rafskautskötlum, sem er fjárhagslega mjög hagkvæmur kostur. Hvað myndi vinnast með þessu? Fjármagnskostnaður við byrjunaráfanga Nesjavallavirkjunar veltir 250 til 300 miljónum króna á ári. Árlegur sparnaður af frestun Nesja- vallavirkjunar getur numið verulegum hluta af þessari upphæð. Það myndi vinnast. Þess vegna skiptir miklu máli, að framkvæmdagleði hitaveitustjóra og Sjálfstæðisflokksins verði hamin á Nesjavöllum - það getur sparað Reykvíkingum miljónahundruð. - ÖS. Mynd: Einar Ól. LJOSOPIÐ DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.