Þjóðviljinn - 10.05.1986, Qupperneq 7
Umsjón:
Mörður
Árnason
Þrítíð
með
táknum
í
landslagi
Tolli sýnir í
Tolli - Þorlákur Kristinsson -
er kominn á Grensásveginn
með myndverk stór og smá,
aðallega stór, og tekur á móti
fyrstu gestum í Listasafni ASÍ í
dag. Þjóðviljinn þjófstartaði í
vikunni og kompóneraði, að
skiliríum skoðuðum, þetta
með myndverkarasöngvar-
anum:
Um verkin fjörutíu: - Þetta
er elst þriggja ára, málað hér á
landi í Kjósinni, annað seinna í
Berlín, og svo undanfarna mán-
uði hér heima. Verk með tiltölu-
lega opið myndmál, frásögnin í
þeim held ég nokkuð ljós. Fígúr-
atífar, ekki afstrakt. Maður
endurtekur sama stefið frá mynd
til myndar og þessi endurteknu
mótíf hafa oft táknrænt eðli. Bak-
grunnurinn er svo óumbreytan-
legur, íslenskt landslag.
Listasafni ASÍ
Um vörður, siglingamerki
og bækur: Vörðurnar kannast
menn við úr eldri verkum; - sigl-
ingamerkin hér eru engin nýjung,
merking þeirra er svipuð og í
vörðunum, - þetta eru sjóvörður
sem standa meðfram ströndum
landsins. En fyrir utan táknræna
og praktfska merkingu eru þessir
þríhyrningar, siglingamerkin af-
skaplega skemmtilegt form og
hægt að leika sér að þeim enda-
laust. Bækurnar, - það er þessi
tilfinning, held ég, sem maður
hefur fyrir þjóðarsálinni, í þeim
hefur lengi falist einskonar sjálfs-
ímynd þjóðarinnar. Ég er að
leika mér með þessi tákn án þess
að vita fyrir niðurstöðuna hverju
sinni, stilli þeim saman við lands-
lagið og fæ út einhverskonar þrí -
tíðrfortíð nútíð og framtíð í einu
lagi.
Um verk Tolla þá og nú: Ég
er að verða meðvitaðri um þenn-
an táknræna þátt, - eftir því sem
Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik í svítu eftir Sinding.
Sinfónían
Norræn tónlist
Á Sinfóníutónleikum í dag er nor-
ræn tónlist á efnisskránni, og flutt
verk eftir Alfén, Sinding, Skúla
HaNdórsson, Jón Ásgeirsson,
Pál ísólfsson, Grieg og Sibelius
undirstjórn Páls P. Pálssonar.
Fyrsta verk á efnisskránni er
Midsommarvaka, rapsódía eftir
svíann Hugo Alfvén, skrifað 1903
og byggt á þjóðlagastefjum. í
svítu eftir norska tónskáldið
Christian Sinding leikur Sigrún
Eðvaldsdóttir einleik á fiðlu, 19
ára gömul, stundar nú framhalds-
nám í Bandaríkjunum og einn af
efnilegustu ungum fiðluleikur-
um. Karlakórinn Fóstbræður og
Karlakór Reykjavíkur koma síð-
an við sögu í Porquoi pas? eftir
Skúla Halldórsson, verk samið
1960 við texta Vilhjálms frá Ská-
holti um sjóslysið mikla 1936.
Einsöngvari er Sigríður Gröndal
sópran.
Hljómsveitin flytur síðan Þjóð-
vísu Jóns Ásgeirssonar, samda
1967, og síðan taka karlakórarnir
við með Landkjending eftir Gri-
eg og Brennið þið vitar eftir Pál
ísólfsson. Kristinn Hallsson syng-
ur einsöng í Grieg-verkinu. Að
lokum kemur Finlandia Sibe-
liusar.
Tónleikarnir í Háskólabíói í
dag hefjast klukkan fimm.
Tolli í ASÍ: Annars er þessi myndlist einsog ferðalag. (Mynd: Sig).
maður vinnur meira og meira
með þau dýpkar skilningurinn.
Annars er þessi myndlist einsog
ferðalag; maður fer frá einu verki
til annars, og alltaf brekka á milli
þannig að næsti áfangastaður er
ekki ljós, en leiðin smám saman.
Symbólisminn hefur styrkst hjá
mér, en hinsvegar - eða jafn-
framt - er ég farinn að bregða
mér útaf því spori og mála myndir
sem eru, ja, eiginlega merkingar-
lausar, hefðbundnar náttúru-
myndir, expressjónískar natúral-
ískar myndir án þess að spila á
neinskonar tákn. Til að hvíla mig
á hinu: landslag einsog landslag
er, - bara vona að þær lendi utan-
við landamærin þarsem banalft-
etið tekur við.
Um áhrif frá Berlín og Beri-
ínarmáiurum: Bundinn
Berlín, neita því ekki, - þessi
dvöl þar hafði mótandi áhrif á
mig sem málara, ég er enn með
annan fótinn í þeim tíma. Held að
það felist aðallega í frelsi til að
mála, það hafi verið sterkustu á-
hrifin: að mála það sem manni
býr í brjósti. Svipað og tónlistin
þar, hrátt rokk og pönk. Að fá að
nota verkfæri og málningu án
þess að vera bundinn af einu né
neinu.
Um pólitik: Þessi svokallaða
Berlínarlína, sem eru varla nema
fjórir-fimm málarar, hafa verið
taldir pólitískir, - ítölsku málar-
arnir eru miklu uppteknari af
sögunni, sækja í sína hefð og for-
tíð, en miklu meiri samtíma-
Musica Nova
Manuela
í Iðnó
Á mánudagskvöldið leikur Manu-
ela Wiesler á f lautu sína í Iðnó á
vegum Musica Nova, og eru á
dagskránni fimm verk, öll innan
þess ramma sem gestgjafar kalla
„trúarlega f ramúrstef nutónlist".
Manuelu þarf vart að kynna, -
bjó hér um árabil, varð hvers
manns hugljúfi og hafði mikil
áhrif á tónlistarlíf og flautuleik.
Hún kom til landsins síðast í sept-
ember og hélt tónleika í Krists-
kirkju, hefur síðan haldið ótal
tónleika í Evrópu og leikið inná
plötur, getur sér síaukinn alþjóð-
legan orðstír.
Á tónleikunum á mánudags-
hljómur í Berlínarmálverkinu.
Hinsvegar er sama hver samtím-
inn er, menn byggja alltaf á tra-
disjónum í umhverfi sínu, og Ber-
línarmenn sækja mikið í sinn arf í
myndlist og reyndar líka kvik-
myndagerð, þarsem expressjón-
isminn hefur alltaf verið sterkur.
Ég mótaðist sjálfur í pólitísku
starfi á vinstri kantinum hér
heima, gegn her í landi, gegn
kjarnorkuvopnum, gaf mér þá
ákveðnar pólitískar forsendur í
lífsýn, og hef þær enn, og þær má
örugglega merkja í því sem mað-
ur er að gera. Én myndlist á sér
engin landamæri, ekki stíllinn,
tónninn; einsog í mússík: moll er
moll hvar sem er.
Ég gekk um Strandirnar fyrir
nokkrum árum, þar uppá
Straumnesfjalli er yfirgefin her-
stöð, og þegar við komum þang-
að fannst mér alltíeinu að þessi
pólitíska lífssýn sem ég hafði op-
inberaðist sjónrænt, kaldir
steinveggir, húsin full af snjó,
bækur í haug undir ísnum. Ein-
hverskonar dramatísk sviðsetn-
ing, - hef síðan verið undir áhrif-
um frá þessari sýn.
Um myndlist eftir nýja mál-
verkið: Ég veit ekkert hvert
stefnir. Nýja málverkið var upp-
reisnargjörn bylgja, - þetta var
ákveðið demó í byrjun, - en við
hana hafa áhrif markaðarins
aukist, menn tjá sig í efni sem er
aðgengilegri söluvara en áður
þegar konseptúalisminn réði ríkj-
um, - þetta eru núna hrein og
klár skilirí. Þessi auknu markaðs-
áhrif hafa örugglega sitt aðsegja
fyrir myndlistarmenn framtíðar-
innar. Annað: þegar nýja mál-
verkið kom upp og þegar kons-
eptið kom þar upp þar á undan
voru þetta listhreyfingar með á-
kveðna félagslega og pólitíska
merkingu, - auðvitað ekki hvert
verk sem slíkt, en í heildina. Þeg-
ar frumkrafturinn fer að fjara út í
svona hreyfingu fara menn að
hugsa meira um sjálfa sig, og um
það fínpússa, það kemur upp við-
leitni í áttina að listinni fyrir list-
ina, formið formsins vegna. Ég
hef stundum á tilfinningunni að
myndlistarmenn, og listamenn
yfirleitt, líti á sjálfa sig sem sendi-
boða milli guðs og manna, vilja
flytja skilaboðin en standa utan
við hversdagsleikann og samfé-
lagið. Allt í lagi, en þá mega
menn ekki missa fótanna og
verða einsog skíturinn í kringum
þá.
Um framtíðina: Ég sýni
væntanlega næst í Nýlistasafninu
í haust með skólafélaga mínum
frá Berlín, Bong Kyu Im frá Kór-
eu. Vð sýndum saman í Berlín í
fyrrahaust, en ásýningunni hérna
verða vonandi með myndir eftir
kóreanska málara sem vinna í
hefðbundnum stíl. Svo stefnum
við á samsýningu í Kóreu eftir ár.
Annað er ekki á dagskránni, -
ætli ég haldi ekki áfram að mála
meðan ég hef gagn og gaman af.
Ef ég hætti að hafa það gæti ég
alveg eins hugsað mér að fara útí
að gróðursetja tré.
- m
Manuela Wiesler í Iðnó mánudagskvöld.
kvöldið eru á efnisskrá þrjú verk
norræn, samin fyrir Manuelu:
Lux eftir Norðmanninn Yngve
Slettholm, Flauto del sole eftir
Svíann Áke Hermannsson og Di-
segno eftir landa hans Anders
Eliasson. Að auki tvö japönsk
verk, Mei eftir Kazuo Fukushima
og Voice eftir Tofu Takemitsu.
Á fimmtudag í næstu viku
leikur Manuela með Sinfóníunni,
en einleikstónleikar hennar í
Iðnó á mánudagskvöld hefjast
kl.20.30.
Laugardagur 10. maí 1986 j ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7