Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Blaðsíða 19
Geislavirkni Ráðtil ferða- manna Landlœknir og Geisla- varnir ríkisins gefaút ráðleggingar tilfólks sem œtlar til Austur-Evrópu Geislavarnir ríkisins og Land- læknir hafa sent frá sér ráðleggingar til fólks sem hyggur á ferðalag til Austur-Evrópu. Er ferðamönnum ráðið frá því að dveljast innan 500 km radíuss frá kjarnorkuverinu I Chernobyl sem er skammt frá Kiev. Ferðamenn sem erindi eiga til staða innan framangreinda marka, til norð-austur Rúmeníu eða svæða sem markast af Gdansk, Varsjá, Lublin í Pól- landi ættu að hafa eftirfarandi í huga: *•' 1. Ekki neyta yfirborðsvatns eða mjólkur. 2. Þvo allt grænmeti. 3. Gæta hreinlætis. 4. Sums staðar (t.d. í austur Rúmeníu) er fólki ráðlagt að vera sem minnst utanhúss. Á ríkisstjómarfundi 6. maí gerði ríkisstjórnin ályktun þar sem hún harmar slysið í Cherno- byl og gagnrýnir viðbrögð sov- éskra stjórnvalda að tilkynna hvorki né viðurkenna slysið þeg- ar í stað. Ríkisstjórnin lýsir yfir áhyggjum af öryggisbúnaði kjarnorkuvera og hvetur til að komið verði á tryggara öryggis- kerfi í orkuverum. Leiðrétting Um daginn kom prentvillu- púkinn enn á óvart, og hækkaði Björn Pálsson á lista félags- hyggjufólks í Hveragerði um eitt sæti, - úr fimmta í fjórða. Hið rétta er að Björn er sumsé fimmti maður á lista en í fjórða sæti er Sigríður Kristjánsdóttir. Við- komandi eru beðnir velvirðingar. Byggingafulltrúar Félag stofnað Nýstofnað félag byggingafull- trúa hélt aðalfund sinn 28. aprfl sl. í Reykjavík. Formaður var kjörinn Olafur Guðmundsson byggingafulltrúi í Snæfells- og Hnappadalssýslum. Ólafur sagði í samtali við Þjóð- viljann að tilgangur félagsins, sem var stofnað í nóvember sl. væri að auka samskipti milli starf- andi byggingafulltrúa og að ann- ast fræðslustarf og endur- menntunarmál innan stéttarinn- ar. Með Ólafi í stjórn eru Ingvar G. Jónsson ritari, byggingafull- trúi í Skagafirði og gjaldkeri er Sigtryggur Stefánsson bygginga- fulltrúi á Eyjafjarðarsvæði. í varastjórn eru Ásbjörn Þorvalds- son Mosfellssveit, Gunnar Sigurðsson Reykjavík og Pálmi Þorsteinsson Húsavík. Atvinnumiðlun námsmanna Atvinnumiðlun námsmanna tók til starfa föstudaginn 2. maí. Eru atvinnurekendur hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. AN er til húsa í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og verð- ur opin alla virka daga frá kl. 9.00 til kl. 17.00. Síminn er 621080 og 621081. ÞJÓÐVILJINN - SlÐA Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd bygg- ingadeildar, óskar eftir tilboðum í fullnaðarfrágang á Granda- og Selásskóla. Innifalið í útboði þessu er málun, dúkalögn, allar innréttingar, léttir innveggir, hreinlætistæki, raflagnir, loftræstilögn o.fl. Byggingastig er frá húsunum tilbúnum undir tréverk í fullgerð hús. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboð- in verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR F11k11k|uvcgi 3 Simi 25800 Kópavogsbúar - heimilisþjónusta Okkur vantar starfsfólk nú þegar. Einnig starfsfólk til sumarafleysinga. Heimilis- þjónusta felst í aðstoð við aldraða og sjúka í heimahúsum. Vinnutími eftir samkomulagi 4-40 tímar á viku. Vinsamlegast hafið samband við forstöðumann í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs. Hertz ...býðurbetur! Hertz Okeypis hjá í Danmörku • Ókeypis vegakort/bók • Tölvuútskrift með leiðbeiningum um stystu leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur valið þér. • Afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöð- um, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Afsláttarbókin getur hæglega sparað þér margar þúsundir króna. • Handhæg taska fyrir léttan farangur - fram- tíðareign sem alltaf kallar á góðar ferða- minningar. Práfaðuflugog “ bfl íDunmötku • •• að vera á nýjum eða nýlegum bíl, traustum og skemmtilegum og líða eftir hinum full- komnu akvegum Evrópu. • •• að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða bilunum. • •• að geta skotist á stuttum tíma til spennandi áfangastaða um alla álfuna; borga, bæja, skemmtigarða, veitingastaða, baðstranda - hvert sem er. • •• að skipta um veður, menningu, þjóðtungur, eftir því sem hentar hverju sinni. • •• að vera í Kaupmannahöfn í dag og Rínar- dalnum ámorgun. • •• að njóta aðstoðar SL-veganestisins, (Euro- guide bókarinnar) þar sem þú hefur ógrynni upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athygl- isverða staði, borgakort, gististaðaskrár og fleira og fleira. • •• að borga aðeins krónur 15.900,- fyrir flug og Ford Escort í 2 vikur, svo dæmi sé tekið. • •• að borga ekkert fyrir þriðju vikuna þegar fjórir eða fimm eru í btlnum. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÓTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.