Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA h o= DJÚÐVIUINN 128. tölublað 51. árgangur ^ ^ IÞROTTIR HEIMURINN VIÐHORF Ríkissjóður Vandi af óþekkbi stærö Halli á ríkissjóði 2 miljarðar. Skuldin við Seðlabankann nœr 7 miljarðar. Innlendar lántökur ríkissjóðs meiri en dœmi eru um áður. Vandamálin við gerð fjárlaga nœr óleysanleg Það er samdóma álit allra sem til þekkja að sá vandi sem nú blasir við ríkisstjórninni við gerð fjárlaga sé af áður óþekktri stærð. Ef ríkisstjórnin ætlar að halda óbreyttri stefnu og standa við gerða samninga við verka- lýðshreyfinguna, þá stendur hún frammi fyrir meiri vanda við gerð fjárlaga en dæmi eru til um áður, sagði Ragnar Arnalds alþingis- maður er Þjóðviljinn innti hann eftir stöðunni við fjárlagagerð- ina, en sögur fara nú af hrikalegri stöðu þeirra mála. Sem dæmi má nefna að skuld ríkissjóðs við Seðlabankann hef- ur aukist úr 4 miljörðum um ára- mót í 6,7 miljarða í lok mars, 6,6, miljarða í lok apríl en í lok maí mun hún vera komin í alveg um 7 miljarða. Ragnar Arnalds benti á að það væri eðlilegt að staða rík- issjóðs væri verri fyrri hluta ársins en þann síðari. Hinsvegar væri al- veg ljóst miðað við stöðuna um síðustu áramót að skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann í lok þessa árs verður hærri en dæmi eru um í sögunni. Halli á ríkissjóði nú er 2 milj- arðar og hefur hann aldrei fyrr verið svo mikill og horfur eru á að hann verði svipaður eða jafnvel svipaður meiri um næstu áramót. Þá hefur innlend skuldasöfnun ríkissjóðs með lántökum hjá líf- eyrissjóðum landsins og sölu rík- isskuldabréfa aldrei verið jafn haldið því á lofti að erlendar lán- hefur sleppt að minnast á þá lands mikil og nú. Ríkisstjórnin hefur tökur hafi ekki aukist, en hún gífurlegu skuldasöfnun innan- gríPa , sem hún hefur til. orðið -S. að dór Skák Glæsilegt hjá Jóni L Nœstsíðasti áfangi að stórmeistara í höfn eftir sigur á skákmót- inu í Helsinki Nú er það bara tímaspursmál hvenær við Islendingar eignumst 6. stórmeistarann í skák, því Jón L. Arnason náði næstsíðasta áfanga að þessum titli með því að sigra glæsilega á sterku skákmóti sem lauk í Helsinki um síðustu helgi. Jón hlaut 8 vinninga, eða jafn marga vinninga og til þurfti. Hann deildi efsta sætinu með sov- éska skákmanninum Timoshem- ko. Jón byrjaði illa á mótinu, tap- aði og gerði síðan jafntefli í tveimur fyrstu umferðunum, en síðan vann hann 6 skákir í röð. Þegar kom að næstsíðustu um- ferð þurfti Jón 1 vinning úr tveimur skákum til að ná titilá- fanganum. En í þessari umferð tapaði Jón fyrir Timoshemko og þurfti því sigur í síðustu umferð gegn hinum sterka skákmanni Curt Iiansen. Og það tókst og titiláfanginn var í höfn. - S.dór Hinn heimsþckkti kvikmyndaleikstjóri og leikhúsmaður Ingmar Bergman var hér á ferð um helgina. Heiðursgestur Listahátíðar og kom með uppsetningu sína á Fröken Júiíu eftir August Strindberg, sem sýnd var þrisvar fyrir fullu Þjóðleikhúsi við mikinn fögnuð. Bergman kom sjálfur upp á svið í leikslok og var ákaft hylltur. Á myndinni sést Ingmar Bergman á tali við þau leikhúshjón Helga Skúlason og Helgu Bachmann í hófi sem haldið var meistaranum til heiðurs. Bergman þekkti Helga sem aðalleikara kvikmyndarinnar „Hrafninn fiýgur", sem hann mun hafa látið mörg góð orð falla um. Héðan hélt Ingmar Bergman heim til Svíþjóðar aftur, en það mun fátítt að hann fylgi sýningum sínum eftir til annarra landa. Hópurinn frá Dramaten fór hins vegar til Kanada að sýna þar Fröken Júlíu. Sjá nánar um heimsókn Dramaten og ítarlegt viðtal við Ingmar Bergman í næsta Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Ljósm. Ari. Sjálfstœðisflokkurinn Staða Þorsteins tvísýn Morgunblaðið gefur tóninn. Hefur augastað á Davíð. Hveturformanninn til að líta í eigin barm Allar efasemdir um formann- inn eru afskaplega ósann- gjarnar, sagði Albert Guðmunds- son iðnaðarráðherra er Þjóðvilj- inn bar undir hann þær efasemdir sem farið hafa vaxandi um stöðu Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, einkum í kjölfar kosningaúrslitanna um síðustu mánaðamót. í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sl. sunnudag er sett fram sú skoðun að nauðsynlegt sé að gera töluverðar breytingar á framboðslista flokksins í Reykja- vík fyrir næstu þingkosningar. Bent er á góðan árangur Davíðs Oddssonar í borgarstjórnarkosn- ingunum og látið að því liggja að forystu hans þurfi við í næstu kosningum. Ennfremur er ítrek- að minnt á ósigur flokksins í kjör- dæmi formannsins og hann, ásamt öðrum hvattur til að líta í eigin barm og hugleiða rækilega stöðu flokksins í kjördæminu. „Það er afskaplega erfitt að taka við svona stórum flokki,“ sagði Albert Guðmundsson, „og það má enginn búast við því að Þorsteinn Pálsson geti byrjað þar sem hinir formennirnir enduðu. Hann verður að byrja á að skapa sér og flokknum sitt andlit. Eg held að við höfum hitt þarna á afskaplega hæfan mann.“ Varðandi hugsanleg manna- skipti sagði Albert: „Það væri sorglegt ef borgarbúar þyrftu að sjá eftir honum, að égtali nú ekki um þau vonbrigði sem borgarbú- ar myndu verða fyrir ef við færum að skipta um borgarstjóra á kjörtímabilinu eða skapa ein- hvern óróa innan flokksins.“ Birgir ísleifur Gunnarsson var spurður hvort rétt væri að draga þingmenn til ábyrgðar vegna úr- slita í einstökum kjördæmum. Hann sagði: „Við höfum nú alltaf lagt á það áherslu í Sjálfstæðis- flokknum að draga mjög skörp skil á milli sveitarstjórnarkosn- inga og þingkosninga.1' Aðspurður hvaða breytingar það væru sem Morgunblaðið vildi sjá á framboðslista flokksins í Reykjavík, svaraði Birgir: „Ég veit ekki hvaða breytingar átt er við.“ — g.sv. Heimsmeistarakeppnin Danir raunsæisfólk Sigurinn var vissulega ljúfur og stór, en við Danir erum raunsæis- fólk og gerum okkur grein fyrir því að heimsmeistarakeppnin er ekki unnin enn,“ sagði Hans A. Djurhuus, sendiherra Danmerk- ur við blaðamann Þjóðviljans í gær. Hans A. Djurhuus sagði að þetta væri óskabyrjun fyrir dan- ska landsliðið, nú þegar það kæmist í fyrsta skipti í úrslita- keppni heimsmeistarakeppninn- ar, að vera strax eftir tvo leiki komnir í sextán liða úrslitin, enda væri gleðin mikil'í Danmörku. -Sáf Sjá nánar um stórleik Dana á íþróttasíðum bls. 7-10. I I n:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.