Þjóðviljinn - 10.06.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Qupperneq 2
Sigurður Magnússon: Myndi óska upplýsinga áður en ég fœri Nokkur skrekkur greip um sig meðal sólarlandafara í kjölfar umfjöllunar Helgarpóstsins um geislavirkni á Ítalíu. Eftir að blaðið kom út á hádegi sl. fimmtudag var talsvert hringt á ferðaskrifstofurnar og óskað upplýsinga um málið. Að sögn talsmanna ferðaskrifstofanna er ekki unnt að rekja neinar afbók- anir til ótta fólks um hættulega geislavirkni. varna ríkisins hefur fólk talsvert haft samband við stofnunina og leitað upplýsinga um geislavirkni á einstökum stöðum, einkum ít- alíu. Sagði Sigurður að þeim væri nokkuð erfitt um vik við að veita upplýsingar þar sem geislavirkn- in væri mjög breytileg og stofnun- in hefði ekki upplýsingar frá yfir- völdum einstakra staða. Sjálfur kvaðst Sigurður óska upplýsinga frá staðbundnum heilbrigðisyfir- völdum ef hann ætlaði sér að fara til Ítalíu. -g.sv. Geislavirkni mun vera nokkuð meiri á Ítalíu en öðrum sólar- landastöðum fslendinga og or- sakast það af geislavirku regni sem féll í kjölfar kjarnorkuslyss- ins í Tsjernobil. Heilbrigðisyfir- völd á Ítalíu hvöttu menn á sínum tíma til að neita ekki mjólkur og grænmetis. Þessari viðvörun hef- ur nú verið aflétt. Mjög mismunandi er eftir stöð- um hve geislavirkni er mikil og ræðst það af því hvar geislavirkt regn hefur fallið. Ferðaskrifstof- an Útsýn hefur móttekið bréf frá Ferðamálaráði Ligniano á Ítalíu þar sem fram kemur að heilbrigð- isyfirvöld héraðsins telja að eng- ar vísbendingar séu fyrir hendi sem mæla á móti böðum eða dvöl á sandinum við ströndina í bæjar- félaginu Ligniano Sabbiadoro. Að sögn Sigurðar Magnús- sonar forstöðumanns Geisla- Sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar eftir hið hörmulega Helliseyjarslys við Vestmannaeyjar hefur vakið athygli víða um heim enda afrek sem seint eða aldrei verður leikið eftir. Ljósmyndari Þjóðvijans var á ferð í Eyjum fyrr í vikunni og tók þá þessa mynd af Guölaugi með hraungarðinn í baksýn þar sem hann komst á land eftir hið frækilegasund. Ljósm. E.OI. f Ítalíufarar Ottast geislavirkni O alveg er ég viss um að þau kóma geislandi af ánægju heim fra Rimini. Grasgarðurinn Varsla aukin Fágœtum plöntum stolið úr garðinum Varsla við Grasgarðinn í Laugardal hefur verið aukin og er nú vörður á svæðinu nánast allan sólarhringinn. Að sögn Jóns Arn- arsonar garðyrkjumanns hjá Ræktunarstöðinni var ekki hjá þessum aðgerðum komist vegna stulds á plöntum í garðinum en fyrir stuttu létu nokkrir blóma- áhugamenn greipar sópa um garðinn og hirtu með sér nokkuð magn af fágætum plöntum. -K.ÓI Meirihlutamyndanir __________________Kosningar 1986 Húsavík Óljós staða Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstœðisflokkur funduðu ígœr Ég held að kratarnir hafi aldrei haft hug á að starfa með okkur, sagði Kristján Ásgeirsson bæjar- fulltrúi á Húsavík, en þar er stað- an enn óljós eftir að slitnaði upp úr viðræðum A-flokkanna. Að sögn Katrínar Eymunds- dóttur bæjarfulltrúa Sjálfctæðis- flokksins ætluðu Framsóknar- flokkur, Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur að ræða um hugs- anlegt meirihlutasamstarf í gær- kvöldi. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað milli flokkanna. Kristján sagði í gær að Alþýðu- flokkurinn hefði strax í upphafi viðræðna sett fram kröfur, sem Alþýðubandalagið hefði ekki verið reiðubúið að ganga að. „Við vildum eitt og annað áður en kæmi að því að samþykkja kröfur þeirra." Alþýðubandalagið er nú stær- sti floíckurinn á Húsavík. —gg Bolungarvík Kratarnir slitu Abl. vill viðrœður við óháða og Siálfstæðis- flokk Þetta sigldi í strand hjá okkur seint á föstudagskvöldið. Alþýðu- flokkurinn setti fram kröfur sem að mínu mati jafngiltu því að þeir hafi slitið viðræðum, sagði Krist- inn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Abl. í Bolungarvík er hann var spurður um gang mála þar í bæ. Það varð því ekkert úr tíma- mótum þar, og á sunnudaginn óskaði Abl. eftir viðræðum við óháða og Sjálfstæðisflokk. Óháð- ir hafa svarað játandi, en Sjálf- stæðismenn funduðu um málið í gærkvöldi. Ekki var kunnugt um niður- stöður fundarins þegar blaðið fór í prentun, en menn hallast jafnvel að því að á endanum verði mynd- uð viðreisn í Bolungarvík. Kröfur Alþýðuflokksins voru að sögn Kristins í engu hlutfalli við fylgi þeirra og styrk í bæjar- stjórn, en voru settar fram sem ófrávíkjanleg skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum. ___________________^gg Akranes Tilbúinn málefna samningur Líkur á samstarfi Abl. og Framsóknar. Ingimundur áfram bæjarstjóri? Það eru allar líkur á að úr þessu verði hjónaband Alþýðubanda- lags og Framsóknar, sagði Guð- bjartur Hannesson annar tveggja bæjarfulltrúa Abl. á Akranesi í samtali við Þjóðviljann í gær. Viðræður Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hafa nú staðið síðan á miðvikudag í síð- ustu viku og í gær var tilbúið upp- kast að málefnasamningi. Guð- bjartur sagði að reynt yrði að ganga frá málum svo fljótt sem kostur væri, en síðan ætti eftir að kanna vilja félagsmanna. Flokk- arnir hafa boðið Ingimundi Pálssyni að sitja áfram í embætti bæjarstjóra, en þegar Þjóðviljinn ræddi við Guðbjart í gær hafði ekki borist svar frá honum. Eitt af því sem Abl. leggur megináherslu á ef til samstarfs kemur er að lægstu laun bæjar- starfsmanna verði bætt verulega. Flokkarnir tveir hafa samtals 5 bæjarfulltrúa. —gg Selfoss Framsókn í kuldanum Allt bendir til þess að Framsóknarflokkur- inn verði einn í and- stöðu. Vilduhaldaí bæjarstjórann Alþýðubandalag, Alþýðuflokk- ur, Kvennalisti og Sjálfstæðis- flokkur hófu viðræður um mynd- un meirihluta bæjarstjórnar Sel- foss á sunnudaginn og var þeim haldið áfram í gærkvöldi. Þegar hefur verið ákveðið að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa til um- sóknar. Þorvarður Hjaltason bæjar- fulltrúi Abl. á Selfossi sagði í samtali við blaðið í gær að hann teldi líklegt að gengið gæti saman með þessum flokkum. Upphaflega var stefnt að meirihlutasamstarfi A-flokk- anna, Kvennalista og Framsókn- arflokks, en Framsóknarmenn útilokuðu þá hugmynd þegar hin- ir flokkarnir þrír settu það sem skilyrði að ráðinn yrði nýr bæjar- stjóri. Á síðasta kjörtímabili störfuðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur saman, höfðu samtals 7 bæjarfulltrúa af 9. —gg Dalvík Nýr meiri- hluti G og D-lista Auglýst eftir nýjum bœjarstjóra Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lags, Sjálfstæðisflokks og óháðra á Dalvík hafa náð samkomulagi um nýjan meirihluta í bæjar- stjórn. Á síðasta kjörtímabili höfðu Framsóknarmenn meiri- hluta á Dalvík en töpuðu stórt í kosningunum á dögunum. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra en sam- komulag er um að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa. Hafnarfjörður A- flokkarnir saman Málefnasamningur undirritaður á sunnu- dag Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur undirrituðu á sunnudag málefnasamning um meirihluta- samstarf í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar á næsta kjörtímabili. Þá hefur verið ákveðið að Guð- mundur Árni Stefánsson oddviti Alþýðuflokksmanna verði bæjar- stjóri og Alþýðubandalagið muni fá formann bæjarráðs. Magnús Jón Árnason bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði sagði í gær að góð samvinna hefði tekist milli flokk-. anna og Alþýðubandalagsmenn sem og allir aðrir Hafnfirðingar ættu að geta fagnað breyttum við- horfum til félagsmála og opnun á stjórnkerfi bæjarins sem verður leiðarljós meirihlutasamstarfs- ins. -lg Vestmannaeyjar Byrjað á niðurskurði SamstarfA- flokkanna og Fram- sóknar að skríða saman Það má heita nær öruggt að Framsóknarflokkur, Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur starfl saman í bæjarstjórn Vestmannaeyja á þessu kjörtíma- bili. í gær höfðu flokkarnir kom- ið sér saman um þriggja ára starfsáætlun, sem bera átti undir félagsfundi í gærkvöldi. „Þetta leggst ágætlega í mig, en við þurfum að vísu að byrja á því að skera niður svo hægt verði að borga skuldir. Skuldastaða bæjarins er slæm,“ sagði Ragnar Óskarsson annar tveggja bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins þegar hann var spurður um þetta í gær. Flokkarnir þrír hafa leitað eftir því við Pál Zóphaníasson að hann verði bæjarstjóri, en þegar síðast fréttist hafði enn ekki komið svar frá honum. Ragnar sagðist þó eiga von á því hvað af hverj u. Páll hefur áður verið bæjarstjóri í Eyjum. —gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.