Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 3
Svartfuglseggin eru nú á boðstólum í þeim verslunum sem jatnan selja þau stykkjatali og er verðið mjög sviþað í flestum verslunum. á þessum árstíma. Verðið er nokkuð svipað og ottast áður, þó ívið hærra. - Að Þjóðviljinn kannaði verðið í nokkrum verslunum. Langvíuegg voru að meðal- sögn Péturs Péturssonar sem verið hefur einn stærsti dreifingaraðilinn í tali á 42-45 kr., svartbaksegg 38 kr., sílamávsegg 32 kr., rituegg 24 kr. og Reykjavík er framboðið nokkuð svipað og undanfarin ár. Eggin eru seld í kríuegg 18 kr. -.g.sv. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd íhaldið ekki með Neitar að skipafull- trúa í norrœna nefnd Sjáifstæðisflokkurinn hefur ákveðið að skipa ekki fulltrúa í sérstaka 25 manna norræna nefnd til að ræða hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Allir íslensku flokkarnir utan Bandalag jafnaðarmanna hafa skipað sína fulltrúa. Það var skömmu fyrir þinglok sem Anker Jörgensen forystu- maður danskra jafnaðarmanna sendi forseta Sameinaðs þings er- indi um að þingflokkarnir skipuðu menn í þessa norrænu samstarfsnefnd, en sérstakur fundur um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd verður í Kaup- mannahöfn í lok mánaðarins. Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Kvenna- listi hafa skipað sína fulltrúa. BJ hefur málið til athugunar. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar ekki að skipa mann og sýnir þar með hug sinn til hugmyndarinnar um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, sem nýtur almennrar hylli meðal íbúa þar. Eldvatn Flakið fundið Leitin að stúlkunni sem fórst í Eldvatni bar árangur aðfararnótt sunnudags en bflflakið sem stúlk- an fannst í var dregið upp með bátsakkeri. Talið er að stúlkan hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl í beygju við brúna þar sem öku- tækið kastaðist út af veginum. Stúlkan sem fórst hét Karítas Ósk Bjarnadóttirog var 19 ára gömul. Karítas átti lögheimili á Eyrar- landi í Fljótsdalshreppi í Norður- Múlasýslu en hafði búið í Reykja- vík undanfarna mánuði. -K.ÓI. Kísilmálmverksmiðjan Hagkvæmnisathugun ræður úrslitum FRETTIR s UTHLUTUN Rannsóknasjóðsstyrkjanna Líf- og lífefnatækni forgangssvið Um þriðjungur styrkjanna til rannsókna á sviði líf- oglífefnatœkni. Umfimmtungurtilfiskeldis ýlega staðfesti menntamála- ráðherra tillögur Rannsóknaráðs ríkisins um út- hlutun styrkja úr Rannsókna- sjóðs. Styrkjunum, sem er ætlað að renna til rannsókna og þróun- arstarfsemi í þcim tilgangi að hvetja til nýsköpunar í atvinnulíf- inu, var úthlutað til 33ja verkefna en heildarupphæð veittra styrkja eru rúmar 60 miljónir. Flæstu styrkirnir fara til rannsókna á sviði líf- og iífefna- tækni og fiskeldis en tæplega þriðjungur fjármagnsins fer til þriggja verkefna á sviði líf- og líf- efnatækni og um fimmtungur fer til níu verkefna á sviði fiskeldis. Af þeim sem fá styrk að þessu sinni eru fyrirtæki og einstakling- ar, aðilar að 28 af 33 verkefnum en þar af eru 15 verkefni unnin í samstarfi stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Sú breyting hefur orðið á frá því í fyrra að einstök- um fyrirtækjum sem fá styrk hef- ur fjölgað og einstökum stofnun- um fækkað. Meðal verkefna sem eru styrkt má nefna rannsóknir á ensím- vinnslu úr íslensku hráefni, fisk- snakk til útflutnings, söfnun og eldi á smálúðu, rannsókn á eigin- leikum íslenskrar ullar til að örva þróun á nýjum bandtegundum, þróun og hönnun fjölteljarakerfa með gasnemum og vökvasind- urnemum og ræktun íslenska melrakkans. -K.Ól. Tvœr verktakasamsteypur bítast um verkið. Tilboðum skilaðfyrir júlílok. Rœðst af niðurstöðu hagkvœmnisathugunar hvort RTZhefur áhuga. Verður Ijóst seinna ísumar. Samninganefndin rœðir við Landsvirkjun um raforkuverð. Lœgra verð en til ísal? hagkvæmt fyrir Landsvirkjun að tölur verið nefndar í sambandi selja orkuna. Samkvæmt heim- við Kísilmálmverksmiðjuna. ildum Þjóðviljans hafa mun lægri —Sáf Trimmdagar Leikfimi um allt land Vestmannaeyjar Hjón drukkna Miðaldra hjón drukknuðu þeg- ar bifreið þeirra ók útaf bryggj- unni í Vestmannaeyjum laust fyrir hádegið á sunnudag. Ekki hafa enn fundist skýringar á at- burðinum, sem átti sér stað í Friðarhöfn. Ekki er hægt að birta nöfn hjónanna að svo stöddu. Listahátíð Tónleikum aflýst í dag höfðu verið auglýstir á Listahátíð tónleikar breska orgel- leikarans Colin Andrews. Hann mún hafa veikst og verður því að aflýsa þessum tónleikum. Að- göngumiða sem keyptir hafa ver- ið getur fólk fengið endurgreidda í Gimli við Lækjargötu. Tvær fyrirtækjasamstæður bítast nú um að gerast verk- takar að kísilmálvcrksmiðjunni á Reyðarflrði, ef samningar takast við Rio Tinto Zink. Það er ann- arsvegar samsteypa þýska verk- takafyrirtækisins Demag og Hag- virkis og hinsvegar enska verk- takafyrirtækisins David McGue og ístak. Þessar fyrirtækjasam- steypur eiga að skila endanlegum tilboðum í verksmiðjuna fyrir júlflok. Alls tóku fimm innlendar verktakasamsteypur þátt í forval- inu í vor en eingöngu Hagvirki og ístak höfðu tryggt sig sem undir- verktaka erlendra aðalverktaka. í framhaldi af því að tilboðum hefur verið skilað inn mun samn- inganefndin, sem í eiga sæti þeir Birgir Isleifur Gunnarsson og Guðmundur G. Þórarinsson, fyrir hönd stóriðjunefndar og þeir Gcir Haarde og Axel Gísla- son fyrir hönd stjórnar kísilmálm- verksmiðjunnar, láta gera hag- kvæmnisathugun á verksmiðj- unni. Sú athugun mun svo ráða úrslitum um hvort Rio Tinto Zink hefur áhuga á að taka þátt í verksmiðjunni. Athugun þessari þarf að ljúka í sumar, því verði af þátttöku RTZ þá á frumvarp um verksmiðjuna að liggja fyrir er þing kemur saman í haust. Sá þáttur sem hvað mest áhrif hefur á það að jákvæð útkoma verði af hagkvæmnisathugun- inni, er raforkuverðið til verk- smiðjunnar. Samkvæmt heimild- um Þjóðviljans eru nú í gangi við- ræður milli samninganefndarinn- ar og fulltrúa Landsvirkjunar um verð á rafmagni. Það kom fram í ræðu Jóhannesar Nordal, á árs- fundi Landsvirkjunar í vor, að verð á raforku til stóriðju mætti ekki vera lægra en raforkan er nú seld til ísal, ef það ætti að vera Þjóðviljinn minnir á Trimm- dagana á Jónsmessu, 20. til 22. júní. Föstudagurinn 20. júní er dagur leikflminnar, 21. júní er dagur sundsins og 22. júní er dag- ur gönguferða og skokks. Fimleikafélög og íþróttafélög hvert á sínum stað skipuleggja leikfimina í íþróttasölum um land allt föstudaginn 21. júní. Nánari upplýsingar eru gefnar í næsta íþróttahúsi eða hjá íþróttafé- lögum. Fyrir mig og þig: Aldur skiptir minna máli en margan grunar. Einstaklingur, 50-60 ára, er oft svo vel á sig kominn að þrítugur má vara sig. Heilbrigði er ham- ingja. Mundu að það er aldrei of seint að byrja. Tækifærin eru alls staðar. ^7 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.