Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 5
LISTAHÁTÍÐ Hinir frábæru liðsmenn Brubecks taka hér við glymjandi lófataki þakklátra áheyrenda. Brubeck sá um sína Gífurleg stemmning. Brubeck lék við hvurn sinn fingur. Gaf áheyrendum aukaskammt Það var stór stund hjá jass- áhugamönnum ífyrrakvöld þegar kvartett Dave Brubeck lék listir sínar í veitingahúsinu Broadway. Gífurleg stemmning var meðal áheyrenda og kunni Brubeck henni svo vel að hann lék nærri klukkustund lenguren um varsamið. Það var einkum þegar Brubeck lék gömlu lögin sín sem fögnuð- urinn varð mestur. Greinilegt var að hinir fjölmörgu áheyrendur kunnu vel að meta hans sérstæða stíl, hinn kraftmikla en þó leikandi létta jass sem Brubeck spilar. Þá vakti mikla athygli nán- ast ævintýralegur flautuleikur blásarans Bills Smith. Áheyrendur voru á einu máli um að þessir hljómleikar væru með því albesta sem þeir hefðu nokkurntíma heyrt. Auðheyrt var að mönnum fannst hér enginn meðalmaður á ferð vera og raun- ar voru þeir sammála um að hljómsveitin öll hefði verið í einu orði sagt frábær - valinn maður í hverju rúmi. Þegar Dave Brubeck sló í gegn á sjötta áratugnum þá var það ekki aðeins fyrir sínar frábæru lagasmíðar heldur einnig, og kannski ekkert síður, fyrir sinn sérstæða stíl, þá nýju taktskipan sem hann innleiddi í jassinn og kynnti ásamt félögum sínum Poul Desmond og Gerry Mulligan. Gamall jassgeggjari orðaði þetta svo í samtali við blaðamann að Dave Brubeck hefði valdið svipuðum kaflaskilum í sögu jass- ins og Steinn Steinarr hefði vald- ið í sögu íslenskrar ljóðagerðar. Með Brubeck á hljómleikun- um í fyrrakvöld léku þeir Bill Smith, blásarinn sem fyrr er nefndur, Randy Jones á trommur og Cliff Brubeck á bassa, en hann er einn þeirra sona Daves sem leikið hafa með honum á undan- förnum árum. Meðfylgjandi myndir, teknar á hljómleikunum, gefa ef til vill nokkra hugmynd um stemmninguna síðastliðið sunnu- dagskvöld. -g-sv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.