Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 7
Austurríki Kanslarinn segir af sér Kanslari Austurríkis, Fred Sinowats, hefur ákveðið að segja afsér vegna sigurs Kurt Waldheim íforsetakosningunum semframfóru um helgina. Sósíalistinn Kurt Steyrer, fyrrum ráðherra ístjórn Sinowats var þó nokkuðfrá sigri Vín — Fred Sinowatz, kanslari Austurríkis, hefur sagt af sér embætti í kjölfar sigurs Kurt Waldheim í forsetakosningun- um um helgina. Kurt Steyrer mótframbjóðandi Waldheim fékk 46 prósent at- kvæða gegn 54 prósentum Wald- heim. Steyrer er fyrrum ráðherra í stjórn sósíalistaflokksins í Austurríki (SPOE) sem nú er við völd og Sinowatz tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér kansl- araembætti í kjölfar ósigurs Steyrers. Fjármálaráðherra Austuríkis, Franz Vranitzky tekur við kanslaraembættinu. Sinowatz verður hins vegar áfram formaður SPOE en undirbúning- ur fyrir næstu þingkosningar er nú að hefjast, þær verða í apríl á næsta ári. SPOE hefur átt í miklum erfið- leikum frá því að Bruno Kreisky lét af kanslaraembætti í maí 1983. Kreisky hafði verið kanslari frá því 1970 og á þeim tíma var hann Þetta líka París — Tilkynnt var í París í gær að Francois Mitterrand Frakklands- forseti myndi fara í opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna 7. til 10. júií, strax eftiur heimsókn til Reagans Bandaríkjaforseta í New York. Höfðaborg — Fimm manns iétust og mörg hundruð kofar voru brenndir í Crossroads hverfinu í Höfðaborg í gær. Illvígir bardagar voru i gær milli svartra nálægt Crossroads. Beirut — Sýrlendingar og Iranir hófu í gær friðarumleitanir til að stöðva bardaga sem eru nú um- hverfis flóttamannabúðir Palestín- uaraba i Beirút. Fimm manns lét- ust þar i sprengjuárásum í fyrri- nótt. Brussel — Fulltrúaráð Evrópu- bandalagsins deildi á Kurt Wald- heim með því að senda honum ekki hamingjuóskir þegar hann var kjörinn forseti Austurríkis um helgina. London — Leiðtogi kínverska kom- múnistaflokksins, Hu Yaobang er nú í heimsókn á Bretlandi og ræddi við Margaret Thatcher, fors- ætisráðherra Bretlands í gær. At- hygli vakti að Hu fór ekki í heim- sókn að gröf Karls Marx í London. leiðandi afl í austurrískum stjórnmálum. í kosningabarátt- unni nú til forsetaembættisins hafði SPOE stutt Steyrer af miklu afli. Flokkurinn hefur einnig orð- ið fyrir miklum áföllum í stjórnmálum og efnahagsmálum að undanförnu. Á blaðamanna- fundi þar sem Sinowatz tilkynnti afsögn sína í gær sagði hann að flokkurinn væri mjög sterkur þrátt fyrir liðna atburði. „Við verðum að hafa styrk til að laga okkur að þessu nýja stjórnmálaástandi,“ sagði Sino- wats. Hann sagði ennfremur að ekki yrði boðað til kosninga á undan áætlun eins og sumir stjórnmálaskýrendur höfðu ýjað að eftir sigur Waldheim. Vran- itzky sagði að hann myndi kynna nýja stjórn á mánudaginn. SPOE á nú í miklum erfið- leikum, m.a. vegna vínhneykslis- ins á síðasta ári. Þá varð mikið tap á ríkisreknum fyrirtækjum og stjórnin hlaut auk þess miklar á- kúrur frá umhverfisverndarsinn- um fyrir að ákveða að byggja mikla stíflu á Dóná í samvinnu við Ungverja. Fulltrúar verka- lýðsfélaga sem yfirleitt hafa fylgt SPOE dyggilega, kröfðust nýrrar og ákveðnari flokkslínu. í skeyti sem þeir sendu til stjórnarráðs flokksins eftir að úrslit kosning- anna um helgina voru kunn, segir að úrslit kosninganna séu vegna slæmrar og óljósrar stefnu stjórn- arinnar. „Stefnuna verður að styrkja í þágu vinnandi fólks. Við væntum pólitískra og persónu- legra breytinga vegna þessa ósig- urs,“ sagði í skeytinu. Viðbrögð voru víða harkaleg vegna kosningasigurs Waldheim en einnig vinsamleg. ísraelsmenn kölluðu heim sendiherra sinn vegna kjörs Waldheim, til skrafs og ráðagerða og voru sárir og reiðir í yfirlýsingum sínum. Tass fréttastofan sovéska hældi Wald- heim fyrir feril hans hjá Samein- uðu þjóðunum og sakaði Banda- ríkjamenn og hópa Síonista fyrir að reyna að hafa áhrif á austur- ERLENDAR FRÉTTIR hjörleifsson'R E (J I E R ríska kjósendur í þá átt að kjósa ekki Waldheim. Reagan Banda- ríkjaforseti óskaði Waldheim til hamingju en fulltrúar Banda- ríkjastjórnar sögðu að ekki yrði fallið frá rannsókn sem nú er í gangi í Bandaríkjunum varðandi stríðsferil Waldheims. Verið er að athuga hvort tengsl hans við nasista séu slík að honum verði ekki leyft að koma til Bandaríkj- anna eins og þarlend lög gera ráð Waldheim í kosningabaráttunni. fyrir. Sem forseti Austurríkis mun hann hins vegar njóta frið- helgi frá þessum lögum. Frakkland Málamiðlun um Rás 1 Franska hægri stjórnin œtlar ad selja rás 1 hjáfranska ríkissjónvarpinu íhendur einkaaðilum og eru ekki allir jafn ánœgðir með þœað, nú era Chirac hins vegar kominn með málamiðlun París — Jacques Chirac, for- sætisráðherra Frakklands, til- kynnti í gær nýjar tillögur um sölu á rás 1 franska sjónvarps- ins til einkaaðila sem hann sagði að myndu tryggja að enginn einn hópur gæti náð yf- irráðum í stöðinni. Chirac sagði að helmingur þess fjármagns sem lagður yrði í stöð- inni yrði að vera í eigu áhorfenda starfsliðs stöðvarinnar, hinn helmingurinn yrði hins vegar í eigu „þeirra kapítalista sem fengnir yrðu til að reka stöðina", eins og hann orðaði það í viðtali sem birt var í-gær. Tillögurnar um sölu TF 1 verða teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Chirac sagði að enginn einn eigandi myndi eiga meira en 25 % í stöðinni, enginn myndi hafa meirihluta og enginn myndi hafa minnihluta sem gæti stöðvað þau málefni sem koma upp innan stöðvarinnar. .Sala á TF 1 sem er vinsælasta sjónvarpsstöðin í Frakklandi, hefur sala á henni valdið miklum deilum þar í landi. Óttast var að einhver af stærstu fjölmiðlafyrir- tækjunum í Frakklandi gætu náð meirihlutaeign í stöðinni. Líbanonl Knattspyrna Kjarnorkuver Tugþúsundir mótmæla Hamborg — Mikil og hörð mót- mæli voru um helgina í Vestur- Þýskalandi gegn kjarnoirku- verum og voru að minnsta kosti 1000 manns handteknir eftir átök við lögregluna sem hefur tekið hart á mótmælend- um. Mikil átök urðu við kjarnorku- verið Broksdorf sem er rétt utan við Hamborg og ætlunin er að setja í gang síðar á þessu ári. Par komu um 30.000 manns saman til að mótmæla staðsetningu kjarn- orkuversins. Lögreglan réðst til atlögu þegar öfgasinnar fleygðu Mólotof kokkteilum og grjóti að lögreglunni. Lögregluyfirvöld segja að 150 manns hafi verið handteknir. í Wakcersdorf í suðurhluta V-Þýskalands hafa mótmæli verið á svo til hverjum degi undanfarna 10 daga. Þar á einnig að fara að setja af stað kjarnorkuver. Knattspyman stöövar bardaga T Beirut — I þeim bardögum sem nú standa í Beirut í Lfbanon milli Palestínumanna og Shíta múhameðstrúarmanna er gert vopnahlé á hverju kvöldi í tvo klukkutíma. Astæðan er heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu. Fréttamaður Reuter sem staddur er á vígstöðvunum varð um helgina vitni að því þegar Shíti gerði stutt hlé á skothríð með sprengjuvörpu til að ganga frá veðmáli um helstu úrslit í leikjum helgarinnar. Þegar því var lokið var sprengjuvörpunni lyft og skothríð hafin á ný á Pal- estínuaraba sem verja flóttam- annabúðir síns fólks. „Jafnvel þó gerð yrði stórárás á vestur-Beirut færi ég með sjónvarpstækið með mér á vígvöllinn til að missa ekki af leik,“ segir Zinc, Shíta her- maður sem situr við vélbyssu á jeppa. Ibúar í úthverfum Shíta segja að það bregðist ekki að öll skot- hríð falli niður á hverju kvöldi þegar útsending er frá Mexíkó. „Við héldum fyrst að komið væri vopnahlé.. .síðan komumst við að því hermennirnir voru að fylgjast með leikjum. St'ðan keppnin hófst hefur verið kyrrð og ró í nokkra klukkutíma á hverju kvöldi,“ segir einn íbúa í syðri hverfum Beirut þar sem flótta- mannabúðirnar eru. í sundurskotnu húsi við víglín- una rakst fréttamaður Reuter á hermenn sem voru að fylgjast með keppninni og metast á um liðin. Einn fylgdi Brasilíu. „Þeir eru konungar knattspyrnunnar,“ sagði hann. Annar fylgdi Sovét- mönnum. Sá þriðji greip þá fram í og óskaði Rússum norður ,og niður. „Þeir eru trúleysingjar,“ sagði hann. aöeins einn banki býóur —'-VAXTA REIKNING SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.