Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 8
ISorphaugar - gæsla vélavinna Hafnarfjaröarbær leitar tilboða í gæslu, efnisflutning og vélavinnu á sorphaugum við Hamranes. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, gegn 2 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 16. júní kl. 14. Bæjarverkfræðingur SUMARBUSTAÐUR viö Elliðavatn (Vatnsendavatn) til sölu. V2 hektari kjarrivaxiö land. Húsið er steypt og er ca. 50mz. Fagurt útsýni og friösæll reitur í nálægö borgarinnar. Tilvalið land til trjárækt- ar. Uppl. á augldeild Þjóðviljans (Sigríður) sími 681310/heimasími 18054. Ólafsvíkurkaupstaður Bæjarstjóri Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra hjá Ólafs- víkurbæ. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og starfs- reynslu berist Bæjarskrifstofu Ólafsvíkur eigi síð- ar en 20. júní n.k. Bæjarstjóri Ólafsvíkur ALPÝÐUBANDALAGIÐ AB Selfoss og nágrennis Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. júní kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7 Selfossi. Fundarefni: Staðan í bæjarmálum. Félagar fjölmennið! Stjórnin Frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími Skrifsfofa Alþýðubandalagsins í Miðgarði, Hverfisgötu 105 verður opin í sumar til kl. 16:00. Alþýðubandalagið Félagsfundur verður haldinn 10. júní í húsi Verslunarmannafélagsins Hafnar götu 28 kl. 20.30. Dagskrá: 1) Umræður um úrslit kosninganna, 2) Önnur mál. - stjórnin. AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akureyri fimmtudaginn 12. júní. Þetta er fundurinn sem vera átti mánudaginn síð- asta. Nánar auglýst síðar. ÆFA Stjórnarfundur Æskulýðsfylkingar Aiþýðubandalagsins verður haldinn á Akranesi helgina 13.-15 júní. Dagskrá: 1) Skýrslur deilda. 2) Fjármál. 3) Starfið framundan. 4) Önnur mál. Framkvæmdaráð BSF Kópavogs Aðalfundur Aðalfundur Byggingasamvinnufélags Kópavogs verður haldinn föstudag- inn 13. júní 1986 kl. 20.30 í Þinghól Hamraborg 11 í Kópavogi. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Stjórnin. Zbigniew Bujak, einn helsti leiðtogi Samstöðu, hinnarfrjálsu verkalýðshreyfingar í Póllandi, hefur verið handtekinn formaður Varsjárdeildarinnar í þá 13 mánuði sem Samstaða var lögleg. Aðfararnótt hins 13. des- ember, þegar herlög voru sett í Póllandi, var Bujak einn þeirra 5000 manna sem safnað var sam- an til handtöku. Honum tókst hins vegar að sleppa með því að klæða sig í búning járnbrautar- starfsmanns. í apríl árið eftir til- kynnti Bujak síðan í útvarp Sam- stöðu, sem nú voru orðin neðan- jarðarsamtök, að hann hefði ásamt fjórum öðrum leiðtogum í Samstöðu stofnað sérstaka samhæfingarnefnd samtakanna. Þessi nefnd gengur nú undir skammstöfuninni TKK. Þessi nefnd er nú einn mikilvægasti hlekkurinn í starfsemi Samstöðu. Eftirsóttasti maðurinn í Póllandi Bujak, sem nú er 31 árs, hefur sagt frá því í viðtölum að hann sé orðinn svo vanur því að vera eftirsóttasti maðurinn í Póllandi að hann hafi jafnvel ekki hikað við að fara í heimsókn til vina sinna eða mæta á fundi hjá verk- smiðjuverkamönnum í Varsjá. Hann hefur jafnvel hitt Lech Wa- lesa að máli ásamt öðrum TKK mönnum þrátt fyrir þá miklu ör- yggisgæslu sem er um hann. Upptökur með ræðum Bujak heyrðust oft úr hátölurum sem komið var fyrir á götum Varsjár og einsog áður sagði, var það Bu- jak sem tilkynnti undrandi íbúum Varsjár um stofnun TKK í leyni- legri útvarspsstöð Samstöðu í apríl 1982. Bujak stjórnaði m.a. hinni umfangsmiklu útgáfustarf- semi samtakanna sem hefur farið einna mest í taugarnar á yfirvöld- um. í fjölda viðtala sem birt voru í þessum neðanjarðarritum sagð- ist Bujak vera á móti því að efna til verkfalla til að mótmæla stefnu stjórnvalda. Ýmsir aðrir Sam- stöðuleiðtogar hafa mælt með þessari hugmynd. Bujak vildi hins vegar koma á fót því sem hann nefndi „annan samfélags- möguleika". Hann fólst í því að hópar listamanna, vísinda- manna, lækna og kennara sem störfuðu sjálfstætt, létu í ljós hug- myndir sínar, óháð skoðunum yfirvalda og gætu þannig þrýst á þau. Slíkir hópar eru nú algengir í mörgum borgum í Póllandi og blómstra. Þeir njóta oftlega ák- veðins stuðnings kaþólsku kir- kjunnar í landinu. Yfirvöld stæra sig af handtökunum Þegar fréttist um handtöku Bu- jak í þar síðustu viku sagði Lech Walesa forystumaður Samstöðu í ræðu sem hann hélt eftir messu í garði kirkju heilagrar Birgittu: „Yfirvöld í landinu þarfnast þess að geta sýnt einhvern árangur. Nú stæra þau sig af þessum hand- tökum og segja þær afrek. Við verðum hins vegar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þessi ólög fangelsi ekki fólk eins og Bujak sem er fulltrúi okkar allra. Þeir sem hlustuðu á ræðu Walesa tóku að hrópa nafn Bujak og „Lech, foringi okkar“. Walesa sagði þá:„Ég vona að þið munið öll taka sæti Bujaks. Því fyrr eða seinna munum við knýja fram sigur á friðsamlegan hátt.“ Um leið og þetta fór fram gengu mörg þúsund manns um götur Kraká, hrópuðu nafn Bu- jak og kröfðust þess að „allir pól- itískir fangar verði látnir lausir“. Fjöldi þessa hóps mun hafa kom- ið lögreglunni nokkuð á óvart en hún lét göngufólkið óáreitt. Upphaflega mun ætlunin hafa verið að mótmæla kjarnorku eftir slysið í Tsjernóbfl 28. aprfl og var gangan skipulögð af óháðri frel- sis- og friðarhreyfingu. Gangan varð hins vegar að stuðningsyfirl- ýsingu við Samstöðu eftir að fréttist af handtöku Bujaks. Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjórnarinnar sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að neðanjarðar- hreyfing Samstöðu væri að gliðna, hún hefði ekki lengur upp á neina stefnu að bjóða og leið- togum hennar sem enn ganga lausir væri best að gefa sig fram. En í yfirlýsingu Varsjárdeildar- innar sem dreift var og undirrituð er af aðstoðarmanni Bujaks, Wiktor Kulerski, segir m.a. að Samstöðuhreyfingin í Varsjá muni halda áfram að starfa. Hún eigi hins vegar við erfiðari að- stæður að stríða og starfssvið hennar verði um sinn þrengra en áður. „Við þurfum að taka okkur tak og vinna betur, þrátt fyrir áföll og ósigra. Aðeins þannig verðum við trúir hugmyndinni um Samstöðu, vinum okkar í fangelsi og okkur sjálfum," sagði í tilkynningunni. Bujak var hinn síðasti af stofn- endum TKK nefndarinnar sem var handtekinn. Nú eru aðeins tveir þeirra eftir, Marek Muszyn- ski og Jan Andrzej Gorny. í til- kynningu sem þessir tveir sömdu 1. júní segir: „Zbigniew Bujak er nú orðinn einn af samviskuföng- unum. Við munum berjast fyrir frelsi hans.“ Hrói Höttur Jacek Kuron, einn helsti ráð- gjafi í Samstöðu segir að vissu- lega sé handtaka Bujaks mikið áfall fyrir hreyfinguna, „... en við, Samstaða, hið óháða samfélag í Póllandi, munum samt sem áður halda áfram starfi okkar,“ sagði hann. Vestrænn diplómat sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að handtakan verði yfir- völdum mikil lyftistöng, sérstak- lega fyrir flokksþingið sem hefst þann 29. júní næstkomandi. „Þetta eru auðvitað slæm tíðindi fyrir samtökin," segir hann. „Handtakan eyðileggur Hróa Hattar goðsögn Bujak og sýnir að þrátt fyrir allt er hægt að fangelsa hann. Þetta er einnig mikið sál- fræðilegt áfall, vegna þess að það er svo erfitt að finna einhvern sem getur komið í hans stað.“ IH/Reuter, Information. HEIMURINN Með handtöku eins af helstu leiðtogum Samstöðu í Varsjá, í lok maí, Zbigniew Bujak, hafa samtökin sem nú eru bönnuð, orðið fyrir miklu áfalli. í síðustu viku sökuðu yfirvöld í Póllandi samtökin um að eiga í samstarfi við leyniþjónustur á Vesturlöndum og að Bandaríkja- menn hefðu vitað um dvalarstað Bujak. í tilkynningu sem Sam- staða birti og samin er 2. júní, segir m.a.: „Varsjárarmur Sam- stöðu hefur orðið fyrir miklu áfalli._ „Hópur leiðandi and- spyrnumanna, þar á meðal for- maðurinn Zbigniew Bujak, hefur verið handtekinn. Ekki er enn vitað nákvæmlega hversu mikill skaðinn er.“ Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjórnarinnar, sagði að Bujak helsti pólitíski flóttamaður lands- ins, hefði náðst 31. maí eftir rúm 4 ár í felum. Urban sagði enn- fremur að Bujak yrði ákærður fyrir að undirbúa að bylta stjórn- inni og hlyti jafnvel 10 ára fang- elsisdóm. Hann tilkynnti einnig að tveir aðrir andspyrnumenn Samstöðu hefðu verið handtekn- ir, þau Ewa Kulik og Konrad Bi- elinski. Þá voru fleiri handteknir en Urban neitaði gefa upp nöfn þeirra né hversu margir þeir væru. Í verkföllunum árið 1980 sem leiddu til stofnunar Samstöðu, stjórnaði Bujak verkfallinu í Urs- us verksmiðjunum í Varsjá þar sem hann vann. Hann varð síðan Zbigniew Bujak. Hrói Höttur Póllands? Pólland Samstaða í kreppu 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.