Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 12
FRETTIR Melaskólamálið Augljós politísk misbeiting Gerður Steinþórsdóttir: Þettafólk telursig ekki þurfa að taka tillit til neins Vestmannaeyjar Fógetinn dæmdur meirihlutans að hafna Rögnu Ól- afsdóttur þrátt fyrir eindregin meðmæli skólastjóra og kennara- liðs skólans, og þrátt fyrir þá menntun og starfsreynsíu sem hún hefur umfram þann umsækj- anda sem meirihlutinn hafði augastað á. „Þessi viðbrögð eru ekkert einsdæmi," sagði Gerður, „þótt vissulega megi segja að þau hafi opinberast með augljósari hætti í þessu máli en öðrum. Formaður fræðsluráðs, Ragnar Júlíusson, treysti sér ekki til að rökstyðja mál sitt á fundi ráðsins, en vísaði aðeins til þess að hann hefði rétt til að taka þá afstöðu sem sér sýndist og þyrfti ekki að taka tillit til eins eða neins í því sambandi. Gerður sagði ennfremur: „Þetta fólk er alltaf að sýna að það hafi völdin og þurfi ekki að taka tillit til eins eða neins. Allir þeir sem þekkja skólastjóra Melaskóla vita að hann gerir að- eins það sem honum finnst rétt og skólanum fyrir bestu. Ég lít svo á að hér sé um algjöra pólitíska misbeitingu að ræða.“ - g-sv. Þetta mál er bara dæmigert fyrir þá pólitísku misbeitingu sem meirihluti Sjálfstæðismanna viðhefur í fræðsluráði,“ sagði Gerður Steinþórsdóttir fræðslu- ráðsfulltrúi í samtali við Þjóðvilj- ann um Melaskólamálið í gær. Ásamt Þorbirni Broddasyni lagðist hún gegn þeirri ákvörðun Gerður Steinþórsdóttir: Þetta fólk er alltaf að sýna að það hafi völdin. Sakadómur dœmirfógeta og aðalbókara hans í Eyjum í5 mánaðafangelsi oggreiða allan sakarkostnað Sakadómur Vestmannaeyja hefur dæmt þá Kristján Tor- fason bæjarfógeta í Vestmannaeyjum og Olaf Jóns- son aðalbókara við fógetaemb- ættið í 5 mánaða fangelsi þar af þrjá skilorðsbundna og til greiðslu hundruð þúsunda í sak- arkostnað. í ákæru sl. haust var þeim gefið að sök að hafa lánað sjálfum sér og öðrum úr sjóðum embættisins og rangfært bókhald. Einnig að hafa geymt um óhæfilega langan tíma innistæðulausa tékka í sjóði og að hafa heimilað afhendingu á vörusendingum án lögboðinna tollmeðferðar. Sakadómur komst að þeirri niðurstöðu að tvímenningarnir væru sannir að sök sinni hvað varðaði þessar ákærur. Dóminn kváðu upp þeir Gunnlaugur Bri- em yfirsakadómari, Ásgeir Pét- ursson bæjarfógeti og Haraldur Henrysson sakadómari. Knattspyrna Hentu sjón varpinu út um gluggann Beirut — Tveir Beirutbúar sem voru að fylgjast með sjón- varpsútsendingu frá heims- meistarakeppninni t knatt- spyrnu urðu svo illir þegar uppáhaldsliðið tapaði að þeir fleygðu tækjum sínum út um gluggann. Þetta kom fram í útvarpsstöð í Beirut þegar stöðin bað hlustend- ur sína að segja frá viðbrögðum við leikjum í úrslitunum. Einn út- varpshlustandi sagðist hafa skotið sjónvarpstæki sitt í tætlur þegar liðið hans tapaði. Kona ein sagði að maður sinn hefði barið fast í borðið þegar uppáhaldsliðið hans fékk á sig mark. Húsköttu- rinn sat á borðinu og honum brá svo mikið að hann stökk út um gluggann, ofan af fjórðu hæð. IH/Reuter Konur Síminn þagnaði ekki Þegar yfirfullt á nám- skeið Iðntœknistofn- unarfyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtœkja Það verður að segja að þessi viðbrögð voru margfalt betri en við höfðum átt von á. Síminn hefur varla stoppað í allan dag og það er þegar búið að ákveða að bæta við einu nám- skeiði og kannski verða þau enn fleiri, sagði Vilborg Harðardóttir hjá Iðntæknistofnun í samtali við Þjóðviljann. Stofnunin auglýsti í vikunni sérstök námskeið fyrir konur sem vilja stofna eða stjórna fyrirtækj- um. Byrjað var að taka við um- sóknum í gær og var fullbókað á námskeiðið á örskömmum tíma. Síminn hringdi látlaust og ljóst að fleiri slík námskeið verða haldin á næstunni. ->g Til hamingju sveitastjórrm - merin. Við óskum ykkur alls hins besta á nyju kjörtímabili um leið og við hvetjum ykkur til að vinna markvisst að öryggismálum og slysavörnum. Leggið okkur lið í baráttunni gegn allt of tíðum óhöppum og slysum. AUK hf. 104.2/SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.