Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 28 143. tðlublað 51. ðrgangur maí. 1986 laugar- dagur DIÚÐWIUINM Fjármál Sjálfstœðisflokksins Fletti þessu ekki upp Hörður Sigurgestsson: Upplýsi ekkifjárstuðning við stjórnmálaflokka r Eg ætla ekki að segja þér frá þessu. Ég ætla ekki að fletta þessu upp, sagði Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eimskipafélags- ins þegar Þjóðviljinn bað hann að skýra frá fjárstuðningi fyrirtæk- isins við Sjálfstæðisflokkinn. Upplýsingar um leynigreiðslur Hafskipsmanna til Sjálfstæðis- flokksins hafa beint athygli manna að fjárstuðningi einstakra fyrirtækja við stjórnmálaflokka. fþessu sambandi leitaði Þjóðvilj- inn m.a. til forstjóra Eimskipafé- lagsins en stuðningur þess er jafn- an talinn mikilvægur þegar nær dregur kosningum. Hörður kvað Eimskip ekki greiða beina styrki til neins stjórnmálaflokks, en hann sagði: „Við styrkjum flokksstarfsemi með auglýsingum eða í einstaka tilfellum með því að kaupa happdrættismiða. Styrkir til stjórnmálaflokka eða stuðningur kemur aðeins fram í formi auglýs- inga eða í einstaka tilfellum með happdrættismiðakaupum. “ Aðspurður hve fjárstuðningur væri mikill við einstaka flokka ítrekaði Hörður: „Ég er ekki reiðubúinn til þess að gefa upp- lýsingar um það.“ S.Sv. Það er ekki á hverjum degi sem mað- ur rekst á svona fyrirbæri í henni Öskjuhlíð. Mynd: Ari. Vígsla Öskjuhlíðar Lofar góðu um framhaldið „Þetta er fyrsta leiksýning sem haldin hefur verið í Öskjuhlíð, en vonandi ekki sú síðasta,“ sagði Sigrún Valbergsdóttir, fram- kvæmdatjóri Bandalags íslenskra leikfélaga, eftir sýningu Finna þar í gær. Það er full ástæða til að taka undir með Sigrúnu, því byrj- unin lofar góðu um framhaldið. Áhyggjur manna af skapferli veðurguðanna voru óþarfar með öllu, enda hafa þeir sjálfsagt haft jafngaman af sýningunni og þess- ir rúmlega tvöhundruð sem gerðu sér ferð í hlíðina í gær. Hún var kröftug og áhrifamikil þessi leikgerð sem byggir á sögu úr Kalevalabálkinum og leikin af tilfinningu. Allt hjálpaðist til við að gera þessa sýningu eftirminni- lega: leikurinn, leikmunir, bún- ingar, staðurinn, sviðsetningin og síðast en ekki hvaðsíst leikhljóö- in. Dagurinn í gær var síðasti dag- urinn á Norrænni leiklistarhátíð áhugamanna og var ekki annað á leikhlíðargestum að heyra, en einkar vel hefði tekist til með hana. Hhjv MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ HEIMURINN Reykjavíkurveður Ótnílega lítil sól „Frá því mælingar sólskins- stunda hófust á Reykjavíkur- svæðinu hafa sólskinsstundir að- eins einu sinni mælst færri í jún- ímánuði. Það var árið 1914, þá mældist 61 sólskinsstund í mán- uðinum og þótti það afleitt. Nú eru þær orðnar 63“, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðing- ur á Veðurstofu Islands í samtali við Þjóðviljann í gær. Adda Bára sagði að þar sem mánuðurinn væri ekki liðinn væri þetta ekki fullkomið meðaltal en sólin mætti skína nokkuð hressi- lega síðustu daga mánaðarins til að þessi mjög svo óvenjulega staða reyndist ekki rétt. „Það er mjög óvenjulegt að meðaltal sól- skinsstunda sé undir hund- raðinu," sagði hún. Samkvæmt mælingum áranna 1951 til 1980 er meðaltal sólskinsstunda í Reykjavík í júnímánuði 174 stundir. jh Fiskeldi 290 þús. seiði til írlands - Ég vona að með þessum út- flutningi séum við að komast inn á nýjan markað með okkar fram- leiðslu. Innanlandsmarkaður tekur ekki við meiri framleiðslu svo það er mjög gott að vera kom- inn með aðra löppina inn á er- lendan markað. Þetta sagði Teitur Arnlaugsson stöðvarstjóri Fljótalaxs en þeir ásamt þrem öðrum laxeldisstöð- um á Norðurlandi hafa selt 290 þús. seiði til írlands að verðmæti rúmlega 26 miljónir króna. Seiðin eru eins árs gömul og verða sett í sjókvíar þegar til ír- lands kemur. Nú þegar er fyrsti farmurinn farinn til Irlands með norsku skipi sem er sérsmíðað til seiðaflutninga. í allt verða ferð- irnar þrjár. „Útflutningur þessi er háður mjög ströngum reglum og það er fylgst náið með honum af hálfu írskra heilbrigðisyfirvalda.“ Sagði Teitur að þeir hefðu staðist allar þær kröfur sem gerðar væru til framleiðslunnar. Hinar stöðvarnar þrjár eru Hólalax, Árlax og klakstöðin á Húsavík. - SG Betlarar gjaldþrota Þetta verður gullnáma Bylgjan hf. á Suðureyri staðráðin íað hefja kúfiskveiðaríhaust. Viðar Aðalsteinsson: Fjárfestingsem mun borga sig. Verðurgullnáma áður en langt um líður Teheran - íranskir betlarar eru ekkert yfir sig ánægðir með kjör sín þessa dagana. Það er ekki nóg með að það fé sem þeim áskotnast með betli hafi verið tekið af þeim, þeir hafa einnig verið sendir í endurhæf- ingarbúðir. írönsk yfirvöld hafa víst séð of- sjónum yfir tekjum þeirra af betli sem eru ekki litlar. Þannig mun kona ein hafa verið gripin með 1000 dollara á sér. Margir íran- skir betlarar eru orðnir ótrúlega nkir þar sem Kóraninn segir guð vernda þá sem gefa. - IH/Reuter r Eg er sannfærður um að þetta verður gullnáma áður en langt um líður. Þetta er komið á fulla ferð og ég á von á að við hefjum veiðarnar í haust, sagði Viðar Aðalsteinsson verðandi framkvæmdastjóri Bylgjunnar á Suðureyri í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en fyrirtækið hyggst kaupa skip og vélar til vinnslu og veiða á kúflski. Bylgjan hefur leyfi sjávarút- vegsráðherra til skipakaupa, en að sögn Viðars hefur enn ekki verið gengið frá leyfi til erlendrar lántöku. Stofnun fyrirtækisins mun hafa gífurlegar fjárfestingar í för með sér. Þegar hefur verið keypt húsnæði á Suðureyri fyrir 20 miljónir. Viðar sagðist reikna með að vélakostur til vinnslunnar myndi kosta aðrar 20 miljónir og skip, sem er sérhæft til kúfisk- veiða mun kosta 40-50 miljónir króna. „Þetta er mikil fjárfesting, en hún mun borga sig,“ sagði Viðar þegar hann var spurður um þetta í gær. Formaður kúfisknefndar, Finnur Ingólfsson, hefur látið þá skoðun sína í ljós að hann telji ekki heppilegt að fara út í þessar fjárfestingar að svo stöddu, þar sem vitneskja um stofnstærð kú- fisks sé ekki fullnægjandi. Viðar sagði í gær að þessi skoðun Finns myndi engin áhrif hafa á áætlanir fyrirtækisins. „Skoðanirokkar og nefndarinnar fara ekki saman, og við teljum að hún hafi ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Þetta er nýjung á íslandi og þótt víðar væri leitað og því hlýtur að vera fagnað. Við teljum okkur vera að fara út í trausta fjárfestingu," sagði Viðar. Byggðastofnun hefur lagt til um það bil 30% hlutafjár í Bylgj- unni, Báran hf. á Suðureyri og Vélsmiðjan Mjölnir á Bolungar- vík eiga einnig stóra hluta í fyrir- tækinu. —gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.