Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Hafbeitarlax Kenjóttur - en kemur Góðar heimtur í hafbeit. Stœrstu laxarnir um 20pund. Eykur hlýrsjór endurheimtur? Þessa dagana eru hafbeitarlax- ar að byrja að ganga upp í hafbeitarstöðvarnar en þetta eru allt upp í þriggja ára gamlir lax- ar. Flestir laxanna eru búnir að skila sér í ágúst en þeir síðustu koma í september. Þjóðviljinn hafði samband við nokkrar haf- beitarstöðvar og spurðist fyrir um hvernig heimturnar þessa fyrstu skiladaga laxins hafa verið. „Á tveim dögum höfum við fengið 123 fiska en um 115 þeirra eru 2-3 ára og vega að meðaltali 12-20 pund hver“, sagði Jóhann Geirsson starfsmaður Pólarlax um heimtur þar. „Við slepptum um 100 þúsund seiðum og okkur þætti vænt um ef við fengjum u.þ.b. 7-900 laxa til baka,“ sagði Jóhann. Þá sagði Jó- hann aðfiskurinn hafi aldrei byrj- að að skila sér svona fljótt áður, en skýringin á því væri að öllum líkindum sú að sjórinn hefði verið heitari nú en yfirleitt áður. Loks sagði Jóhann að laxinn skilaði sér síðar til þeirra en til hinna hafbeitarstöðvanna. „Lax- inn hefur löngum verð kenjóttur og látið okkur bíða eftir sér. En við bíðum þolinmóðir, hann skilar sér eins og vant er. Þeir eru að tínast þetta inn allt fram í sept- ember," sagði Jóhann. „Enn sem komið er erum við bara komin með rúmlega 100 laxa inn en þetta er nú bara rétt að byrja,“ sagði Sveinbjörn Oddsson stöðvarstjóri hjá Vogal- axi. Sveinbjörn sagði að erfitt yrði að meta hverjar heimturnar í ár yrðu því að í fyrra var sleppt öðr- um laxaseiðisstofni en vant er og Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar er laust til umsóknar. Áskilið er að umsækjandi hafi há- skólamenntun eða sambærilega menntun. í Vestmannaeyjum sem er stærsta verstöð landsins, búa um 4.800 manns. í nýjum sveitarstjórnarlögum segir m.a. um starf bæjarstjóra: Ráðningartími bæjarstjóra sveitarfélags skal að jafnaði vera hinn sami og kjörtimi sveitarstjórnar, þ.e. 4 ár. Bæjarstjóri skal sitja fundi sveitarstjórnar og hef- ur hann þar málfrelsi og tillögurétt. Hann undirbýr fundi sveitarstjórnar og byggðar- ráðs og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarð- ana sem sveitarstjórn tekur. Hann er prókúruhafi sveitarsjóðs. Hann er æðsti yfirmaður annars starfsliðs sveitarfélagsins. Ennfremur er gert ráð fyrir að í samþykktum sveitarfélagsins séu nánari ákvæði um verksvið bæjarstjóra. Auk ofangreindra starfa skal bæjarstjóri í sam- ráði við bæjarstjórn og nefndir hafa frumkvæði að og stuðla að framgangi margháttaðra mála til hagsbóta fyrir byggðalagið. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf og aðrar upplýsingar sem að gagni mættu koma sendist undirrituðum, merktar „Bæ- jarstjóri", fyrir 12. júlí nk. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Okkur vantar blaðbera í Hafnarfjörð, Garðabæ og Seltjarnarnes. DJÚÐVIIJINN 681333 iJ LANDSVIRKJIIN Málningarvinna Tilboð óskast í að mála að utan húseignina að Háaleitisbraut 68 (Austurver). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háa- leitisbraut 68, miðvikudaginn 2. júlí 1986. Stjórn húsfélagsins því ekki reynsla komin á heimtur hans ennþá. Þá sagði Sveinbjörn að laxinn sem inn væri kominn væri að mestu 2ja ára fiskur og væri meðalstærð hans u.þ.b. 12 pund en þeir stærstu virtust vera um 20 pund. „í fyrradag voru komnir 430 laxar inn,“ sagði Ólafur Ás- mundsson starfsmaður hafbeitar- stöðvar rtkisins í Kollafirði. Hann sagði að reiknað væri með mun meiri fiski nú en í fyrra þar, eða a.m.k. þrisvar sinnum fleiri seiðum hefði verið sleppt í fyrra en árið áður eða u.þ.b. 180 þús. seiðum. Áætlað er að heimturnar verði 6-10% Þá sagði Ólafur að stærsti hluti laxins væri um 6 pund að stærð en stærðin sveiflaðist frá 4 pundum og allt upp í 20 pund. _ ój 'TORGtÐ1 Kóraninn hefur rangt fyrir sér. Þeir hafa sumir verið hand- teknir. Það var mikið um að vera í hótelinu þegar Þjóðviljinn kom þar við, þarna er verið að ganga frá í garðinum þar sem er að finna sundlaugar og fleira. Hótel Örk Hefja rekstur í dag Veitingasalirfyrir 400, herbergifyrir 120. Guðmundur Helgason: Hœrra verð en meirifjölbreytni Hótel Örk í Hveragerði hefur starfsemi sína í kvöld með árs- hátíð og verða veitingasalir þá opnaðir. Hótelið var vígt um síð- ustu helgi, en nú í vikunni hafa iðnaðarmenn og aðrir verið að leggja síðustu hönd á verkið, utanhúss sem innan. Hótel Örk hefur aðeins verið níu mánuði í byggingu og er að sögn Guðmundar Helgasonar hótelstjóra um 5200 fermetrar. Þarna er að finna sundlaugar, veitingasali sem taka 350-400 manns í sæti, skyndibitastað, að- stöðu fyrir heilsurækt, bari og fleira, en herbergi eru fyrir 120 manns. Guðmundur sagði í samtali við blaðið í gær að hann teldi vera grundvöll fyrir rekstri hótelsins, það væri aðeins spurning um að hitta á réttan markað. Verð á gistingu í Hótel Örk er hærra en gerist og gengur annars staðar, en hins vegar sagði Guðmundur að þarna væri boðið upp á meiri fjöl- breytni. í kjallara hússins er ráðstefnu- salur og er þar hægt að halda 100 manna ráðstefnur. —gg Grœnland Eyfirskir bjóða lægst Eyfirskir verktakar hasla sér völl á grænlenskum byggingarmarkaði. Attu lœgstu tilboð í byggingu skóla og sútunarverksmiðju íJulianehaab Eyfirskir verktakar hf. áttu lægsta tilboð í byggingu skóla sem stendur til að byggja í Julianehaab í Grænlandi. Einnig áttu þeir lægsta tilboðið í grunn sútunarverksmiðju sem byggja á í sama bæ. Eyfirskir verktakar voru stofn- aðir sérstaklega til að bjóða í þessi verk og eru það 6 verktaka- fyrirtæki á Akureyri sem standa að þessu samstarfi: Slippstöðin, Norðurverk, Aðalgeir og Viðar, Híbýli og Grétar Ölafsson. Tilboð Eyfirskra verktaka í skólabygginguna var uppá 22.624.926 danskar krónur en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 17.2 miljónir danskar. Tilboðið var því 31.54% yfir áætluninni. Hin tilboðin sem voru frá dönsk- um aðilum voru öll nokkuð hærri, það lægsta rúmri miljón krónum dönskum yfir íslenska tilboðinu. Samkvæmt útboði eiga framkvæmdir að hefjast þegar í næsta mánuði og ljúka rúmu ári síðar. Sútunarverksmiðjan sem Norðlendingarnir buðu í var boð- in út í þrennu lagi og áttu Eyfirsk- ir verktakar lægsta tilboðið í 1. áfanga. Hörður Tulinius stjórn- arformaður Eyfirskra verktaka kvaðst frekar eiga von á að samið yrði um alla bygginguna og sagð- ist vera vongóður um að verkið félli í hlut Eyfirskra verktaka. Aðspurður sagði hann að það mætti vissulega til sanns vegar færa að ef þeir fengju annað verk- ið eða bæði, þá myndi það senni- Iega bjarga einhverjum þeirra fyrirtæicja sem standa að Eyfirsk- um verktökum frá því að þurfa að leggja upp laupana þar sem staða byggingarverktaka á Akureyri er vægast sagt bágborin um þessar mundir. -yk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.