Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 5
Hafskip og pólifískt siðferði Siðferðisbrenglun íkjölfar Hafskipsmála. Trúverðugleiki stjórnmálaflokka Allt er afstætt. Það sannast rækilega á Hafskipsmálinu. Um- fang þess í dvergvöxnu þjóðfélagi er slíkt, að í návist þess glata aðrir hlutir stærð sinni. Enginn hrekk- ur lengur við, þó upp komist, að menn í opinberum ábyrgðarstöð- um þiggi reglulega gjafir af við- skiptajöfrum, sem þó kunna að verulegu leyti að eiga gengi sitt undir velvild þeirra. Þó banka- stjórar fái reglulegar bjórgjafir frá stórfyrirtækjum, er einsog mönnum komi það tæpast við. Allt í einu er glæpurinn ekki nógu stór. Fjölmiðlarnir taka meira að segja varla við sér. Vegna þess að „gjöfin" var ekki nema ef til vill einn bjórkassi, en ekki hundrað. Hafskipsmálið, og tök ýmissa stærstu fjölmiðlanna á því, hafa svo brjálað dómgreind manna, að þeir hafa misst sjónar á aðal- atriðunum. Nú spyrja menn: hvað fengu þeir marga bjór- kassa? - og dæma út frá umfangi „gjafarinnar" - sem í öðru lönd- um væri ef til vill kölluð múta - hvort um ámælisvert athæfi sé að ræða. Meginatriðið liggur einsog bláskelin í ljóðinu, brotið milli hleina. Menn eru hættir að skilja, að það er undir öllum kringum- stæðum siðferðilega óverjandi að bankastjórar láti smyrja gang- virki lánveitinganna í stofnunum sínum með slíkum gjöfum. Því auðvitað er það tilgangurinn, ekkert annað, - að kaupa sér vel- vild. Þessvegna gildir einu, hvort bjórkassinn var einn eða hundr- að. Viðskiptahættir sem þessir eru siðferðilega óverjandi. Hnignun Nú ber svo við, að menn eru mjög að tapa sjónum af grund- vallaratriðum sem þessum. Það hefur löngum tíðkast að valds- menn hafi látið sér sæma að þiggja laxveiðitúra, jafnvel utan- landsferðir og fleira í þeim dúr, en það hefur alla jafna legið undir ámæli á meðal almennings. Menn hafa litið á það sem hálfgerðar mútur og tákn um spillingu valds- ins. En einmitt um þessar mundir örlar mjög á þveröfugum við- horfum, einsog hin dauflegu við- brögð við bjór bankastjóranna spegla. Af hverju? Hafskipsmálið er ein megin- orsökin. í öllu sínu geigvænlega veldi er það svo stórt, að smáræði einsog lax og bjór lfkt og tapast í samanburðinum. Smærri afglöp- in skipta miklu minna máli en áður, og smám saman förum við að sætta okkur við það sem áður var ekki ásættanlegt. Einungis kverúlantarnir nenna að rífa sig upp í hita yfir bjórnum sem hafn- aði í skottum bankastjórabílanna um jólaleytið. En þetta er hættulegt. Um leið er þetta sorglegt dæmi um það, hvernig djúpur siðferðisbrestur í tiltölulega afmörkuðum geira þjóðfélagsins nær að smita út frá sér um samfélagið allt, og að lok- um er einsog við höfum öll gliðn- að dálítið. Blað og ábyrgð En tök fjölmiðla á Haf- skipsmálinu valda sömuleiðis miklu um þessa vondu þróun. Þegar stjórnmálamenn tengjast fyrirbærum einsog Hafskipsmál- inu, þá reynir mjög á siðferðis- þrek þeirra blaða sem tala máli viðkomandi hreyfinga. Um það getum við á Þjóðviljanum best vitnað, sem áttum vissulega sjö daga sælli áður en í ljós kom að gamall vinur blaðsins og forystu- maður í hreyfingu sósíalista var tengdur Hafskip í fréttum. Hversu lengi mun siðferðisþrek strákanna á Þjóðviljanum duga? - spurði Matthías Johannessen ritstjóri og ljóðasmiður eitt sinn í blaði sínu í langri grein á síðasta ári. Um það getur Matthías nú sjálfur dæmt. Við fluttum fréttir af málinu, og við tókum afstöðu. Klára og afdráttarlausa. En nú mætti hins vegar spyrja Matthías: hvað varð um siðferð- isþrek þeirra Morgunblaðs- manna og hvaða afstöðu hafa þeir? Það er nefnilega sannast alla mála, að í málflutningi sínum af Hafskipsmálum hefur Morg- unblaðið alls staðar fallið á próf- inu. Það hefur brugðist þeim samfélagslegu skyldum, sem áhrif þess í krafti stærðar og út- breiðslu blaðsins setja því á herð- ar. Og til að hafa sem fæst orð - því þau eru dýr - þá er sú siðferð- isbrenglun sem er að verða í þjóðfélaginu í tengslum við Haf- skipsmálið, að ýmsu leyti á ábyrgð Morgunblaðsins. I fyrsta lagi, þá hefur stærsta blað þjóðarinnar sýnt sáralítinn áhuga á fréttaskrifum í málinu. Einkum hafa upplýsingar sem varða tengsl Sjálfstæðisflokksins við Hafskipsmálið verið afskipt. Með slíkri þögn er verið að segja lesendum blaðsins, að málið sé tiltölulega ómerkilegt. Hún er notuð til að gefa út pólitískt sið- ferðisvottorð. í öðru lagi hefur blaðið nánast enga afstöðu tekið í stefnuskrif- um um hina siðferðislegu hlið málsins. Með því er blaðið í raun- inni að flytja þau boð, að það sé til dæmis ekkert siðferðilega ámælisvert við framferði Alberts Guðmundssonar. Þannig stuðlar það að hnignun pólitísks siðferðis á íslandi - einungis vegna þess að það er að verja tiltekinn stjórnmálaflokk, Sjálfstæðis- flokkinn. Getur einn fjölmiðill brugðist hlutverki sínu öllu meir? Ámælisvert - eða ekki? Hvernig getur það til dæmis gerst, að fjölmiðill sem tekur sig alvarlega (og lætur oft einsog hann sé stóridómur í siðferði- legum efnum landsmanna) lætur sér fátt finnast um þær upplýsing- ar sem hafa komið fram um fræga för iðnaðarráðherra til Nissa. Allur málatilbúnaður ráðherrans um hana er þó hreint með ólík- indum. Upphaflega hélt ráðherra því fram í ræðu á þingi, að hann hefði ekkert að fela í málinu. í viðtali við Þjóðviljann fyrir mjög skömmu upplýsti hann þó, að Hafskip hefði greitt fyrir hann ferð til Nissa. í kjölfar þess upp- lýsir Þjóðviljinn svo, að það var í rauninni ríkissjóður sem greiddi Nissaförina. Viðbótarskýring ráðherrans, sem aldrei hafði komið fram áður, var að lokum sú, að eiginlega hafði það verið maki hans sem framlengdi dvöl- ina í Nissa, og til þess hafi Haf- skipsféð runnið. Ríkið hafi greitt hitt. Þannig breytist málflutning- ur ráðherra í ríkisstjórn íslands eftir því sem uppljóstranir fjöl- miðla aukast. Einungis það, hvernig ráðherr- ann hagar skýringum sínum (og án tillits allra annarra atriða, sem líka tengja hann með vafasömum hætti við Hafskipsmálið) ætti að nægja til þess að blað sem metur pólitískt siðferði einhvers, krefð- ist afsagnar ráðherra. í skrifum Morgunblaðsins kemur hins veg- ar hvergi fram, að blaðið telji háttalag ráðherrans í þessu efm eða öðrum siðferðilega ámælis- vert. Um leið hefur Morgunblað- ið markað ákveðna stefnu um hvað því finnst siðferðilega sæm- andi. Fólk tekur mark á Morgun- blaðinu. Afstaða þess smitar út frá sér. Sú siðferðisbrenglun sem flokkspólitískir hagsmunir leiða Morgunblaðið út í, færast því yfir í samfélagið. Afleiðingin er hnignun. Guðmundarmál í sama dúr hafa skrif blaðsins verið um mál Guðmundar J. Guðmundssonar. Ráðherra færir þingmanni stjórnarandstöðu og einum fremsta verkalýðsleiðtoga þjóðarinnar tæp árslaun verka- manns í fimmhundruð króna seðlum. Þetta fer fram á skrif- stofu fjármálaráðherra, og er aldrei í bækur fært. í öllum siðuð- um löndum hefði uppljóstran þessa leitt til afsagnar beggja. En fréttaskrif Morgunblaðsins hafa hins vegar verið þeirrar ættar, að báðum er nánast á hetjustall lyft, meðan viðhorf þeirra sem á móti mæla týnast í frumskógum inn- blaðsins. Með því er Morgun- blaðið líka að segja fólki, að sam- skipti einsog þessi séu viðunandi. Tvær eða þrjár samviskubitnar setningar inní leiðara, einsog sáust einn morguninn, breyta litlu þar um. Þannig er mönnum talin trú um, að samskiptahættir sem þessir á milli stjórnmála- manna og verkalýðsleiðtoga séu eðlilegir. Sem vitaskuld er frá- leitt. Spurt um siðferði Það er í rauninni furðulegt, hvernig Hafskipsmálinu og tengslum stjórnmálamanna við það er búið að snúa upp í spurn- ingu um hvort menn hafi gerst sekir um lögbrot eða ekki. Það er auðvitað alls ekki það sem málið snýst um. Þegar Hafskip og þræðir þess inn í íslensk stjórnmál eru raktir til fulls, þá er ekki spurt fyrst og fremst um brot á lögum, heldur um póli- tískt siðgæði. Um þetta fjallaði Þjóðviljinn í forystugrein 25. júní. Þar var afstaða blaðsins skýr: „Það er ekki lögbrot þó for- ystumaður í verkalýðshreyfing- unni og þingmaður fyrir sósíalísk- an flokk þiggi fé úr hendi ráð- herra í öðrum flokki. Það er held- ur ekki lögbrot þó ráðherra láti ríkissjóð greiða ferð til útlanda, að hluta eða alla, sem síðar kem- ur í ljós að var greidd af Hafskip. En er þetta siðferðilega verjandi? í báðum tilvikunum er það skoðun Þjóðviljans, einsog hefur komið fram afdráttarlaust áður, að svo sé ekki.“ Það er áfall fyrir flokk einsog Alþýðubandalagið þegar upplýst er að þingmaður þess þiggur til- tölulega mikla upphæð frá ráð- herra í flokki atvinnurekenda. Þá er aðalatriðið ekki hvort pening- arnir komu frá skipafélögum sem margir umbjóðendur Guðmund- ar J. Guðmundssonar í Dagsbrún vinna hjá, enda dettur heldur engum í hug að hann hefði vit- andi vits tekið við fé frá þeim. Hitt er annað, að undir engum kringumstæðum getur trúnaðar- maður sósíalísks flokks gert hlut sem þennan, án þess að skuggi falli á flokkinn. Trúverðugleiki hans verður snöggtum minni, ef ekkert gerist í kjölfarið. í forystu- grein Þjóðviljans fyrir viku var tekin afdráttarlaus afstaða: „...vilji Guðmundur J. Guð- mundsson gæta sóma Alþýðu- bandalagsins ætti hann að segja af sér þingmennsku fyrir flokk- inn.“ Sú siðferðisbrenglun sem smit- ar um þessar mundir frá Morgun- blaðinu út í þjóðfélagið má ekki ná inn í Alþýðubandalagið. Morgunblaðið notar þögnina til að gefa út pólitískt heilbrigðis- vottorð í Hafskipsmálinu. Þögn af hálfu Alþýðubandalagsins verður ekki túlkuð öðru vísi en svo, að það líði gjörning sem þennan, og telji hann viðunandi fyrir flokkinn. Það er vitaskuld fráleitt. Úr því sem komið er tjó- ar lítt að setja á fundi og gera samþykktir sem varða einstakl- inga. En einhvers staðar í stofn- unum flokksins er nauðsynlegt að ítreka ákveðin grundvallaratriði, sem varða þetta mál. Ella verður flokkurinn ekki trúverðugur í baráttu sinni í framtíðinni, og það er einmitt það sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Morgunblaðið viþa. Ossur Skarphéðinsson Laugardagur 28. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.