Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 7
Hilmar Oddsson: Kvikmyndahátíðin í Cannes er hátíð þeirra sem meira mega sín Kvikmyndaaerð er yngsta list- grein okkaríslendinga og þrátt fyrir verulega erfiðar og lítt hvetjandi aðstæður hafa þó nokkrar íslenskar kvik- myndir komist á hvíta tjaldið. Eins og vænta má af svo ungri listgrein eru færri myndir frambærilegar á erlendum vettvangi. Ein þeirra er kvik- mynd Hilmars Oddssonar „Eins og skepnan deyr“ sem hlaut lofsamlega dóma og ágæta aðsókn hér heima, þótt núorðið dugi ekki lengur til metaðsóknar að kvikmyndir séu íslenskar. Hilmar er nýkomin að utan þar sem hann fór með „Skepnuna“ á hina frægu kvikmyndahátíð í Cannes, og hann var spurður hvernig það væri fyrir ungan ís- lending að fara með myndina sína á slíka stórhátíð sem Cannes: Smœðin og sölumennskan „Það er nú rétt að taka fram strax í upphafi að ég er ekki fyrsti íslendingurinn sem reynir fyrir sér í Cannes og þátttaka í hátíð- inni er aðallega merkileg fyrir mig. Skepnan var sýnd þrisvar á hátíðinni og voru sýningarnar skipulagðar í samvinnu við skandinavana sem þarna voru. Tilgangur minn með þessari ferð var aðallega að kynnast af eigin raun svona risavaxinni kvik- myndahátíð eins og Cannes er. Og líka auðvitað að kynna mynd- ina og reyna að komast í einhver sambönd; ég hefði ekki neitað til- boði í myndina. Edda Heiðrún Backman fór með mér; hún var aðalleikona í tveimur myndum sem þarna voru sýndar, Svart og sykurlaust var líka sýnd og við unnum talsvert fyrir hana. Pað er mjög erfitt að vera svona lítill aðili á svona stórum markaði, þú týnist hreinlega inn á milli. Við buðum nokkrum pen- ingamönnum á myndina, en flest- ir höfðu öðrum hnöppum að hneppa. En aðsókn að myndinni var samt ágæt og miklu betri en ég bjóst við. Hátíðin fer þannig fram að kaupsýslumenn ganga á milli mynda, rétt líta inn og stoppa kannski í svona 20 mínút- ur. Ef áhugi þeirra er kveiktur á þessum tíma þá koma þeir aftur, annars ekki. Viðtökurnar voru yfirleitt jákvæðar, enda er það þannig að það eru frekar þeir sem snúa sér til þín. Hinir óánægðu ganga burt. En það var spurt heil- mikið bæði um myndina og ekki síður um ísland. Það má í raun- inni segja að viðtökurnar hafi ekki verið ósvipaðar og hér heima, flestir höfðu skoðun og voru annaðhvort með eða móti. Og það eru skemmtilegustu við- tökurnar finnst mér. Cannes er fyrst og fremst sölu- markaður og það fer meira fyrir tilboðum og sölumennsku en list- inni. Mammon er fyrirferðar- mikill og listin er heldur til hliðar. En eins og markaðir fyrri tíma er þetta mikið mannamót og þú hitt- ir marga og ég reyndi auðvitað að koma mér á framfæri eins mikið og ég kunni við. Nú fer að reyna á hvað út úr því kemur. Klisjan um Cannes Ég get sagt að fyrir mig hafi klisjan um Cannes gengið fullkomlega upp. Ég upplifði hana nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér fyrirfram. Til dæmis er klisjan um smástirnin, litlu stelpurnar topplausar á ströndinni að reyna að vekja at- hygli leikstjóranna, eins sönn og ég sit hér. Þetta er einn allsherjar sirkus þar sem menn gangast upp í að hneyksla til þess eins að vekja á sér athygli. Og verst er hvað allt er ópersónulegt og allir að hugsa um sjálfa sig, engin áhugi á neinu nema sjálfum sér. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir smærri aðila. Cannes er hátíð þeirra sem meira mega sín. Allt verðlag í borginni hækkar til dæmis og var þó nóg fyrir. Þetta er vettvangur ríka fólksins og fá- tækir kvikmyndagerðarmenn og áhugamenn eiga sér varla við- reisnar von. En hið góða er að þarna koma með myndir sínar margir af fremstu kvikmyndaleikstjórum heims. Sú andlega næring sem felst í því að sjá mikið af góðum myndum, er það sem mér fannst mest um vert við það að vera á Cannes hátíðinni. Ég sá mörg góð listaverk; ég nefni Fórnina eftir Tarkovski, Hönnu og systur hennar eftir Woody Allen sem er yndisleg mynd og mynd Roberts Altman, Fool for Love var líka mjög góð. Ég get líka nefnt myndina Down by Law eftir Jim Jarmusch sem sló í gegn með Stranger than Paradise. Mikla at- hygli vakti lika nýjasta mynd Martins Scorsese After hours, sem ég sá ekki. Parna færðu líka tækifæri til þess að sjá alls konar utangarðsmyndir sem aldrei koma hingað, og það er auðvitað eitt af því besta við að vera á svona hátíð. En með Cannes kvikmynda- hátíðina, þá er það mikið áhyg- gjuefni að hún er að þróast útí að verða eins konar Óskarsverð- launahátíð. Eitt sinn var hún vígi listarinnar en ekki hinna sterku markaðsmynda. Nú var verð- launuð dýr og íburðarmikil mynd og ég er hræddur um að þróunin verði áfram sú að þær myndir sem standa verr markaðslega, þó þær séu kannski ótvírætt listrænni og betri, eigi enga möguleika. Og þá er hátíðin í Feneyjum ein eftir af þessum stóru. Finnland betra en Cannes Ein útkoman af þátttöku minni í Cannes hátíðinni var að mér var boðið til Finnlands af ágætum kollega mínum Mika Kaurism- aki. Við hittumst í boði í Cannes og hann vildi endilega fá mig og Skepnuna á kvikmyndahátíð í Lapplandi, í litlum bæ sem liggur heldur norðar en Grímsey og heitir Sodankyla. Ég held meira að segja að í bænum sé eina kvik- myndahúsið í Lapplandi. Og þetta var í einu orði stórkostlegt og hátíðin mun áhugaverðari en Cannes. Þeir buðu þarna einum 10 leikstjórum og það allt frá heimsfrægum Hollywood leik- stjórum niður í íslenska byrjend- ur. Þarna var öldungurinn Samuel Fuller, Bertrand Tavcrn- ier, Jonathan Demme sem er að- allega frægur fyrir myndina „Stop making sense“ með hljóm- sveitinni Talking Heads. Og þarna var líka Jean-Pierre Gorin, fyrrum samstarfsmaður Jean Luc Godard og fleiri ungir menn. Við kynntumst heilmikið inn- byrðis og menn nutu þekkingar hvers annars. Þetta var ómetan- legt fyrir mig, faglegar og upp- byggilegar umræður um kvik- myndir við þrautreynda lista- menn. Þarna var heldur engin samkeppnisandi, heldur var ein- lægur áhugi á kvikmyndinni í fyrirrúmi. Tavernier er til dæmis alveg ótrúlegur. Hann veit bók- staflega allt um kvikmyndir og fylgist alveg makalaust vel með og er ólíkur mörgum af þessum frægu leikstjórum sem eru svo innhverfir að þeir komast aldrei út fyrir eigin nafla. Menn voru líka mjög ánægðir með þessa há- tíð og Finnana, og sögðu að það væri ekki nema eitt land sem gæti slegið þetta út; ísland. Alla lang- •aði til Islands og það væri upplagt fyrir okkur að halda hátíð af þessu tagi hér heima. Það væri mjög gaman, ekki síst væri það mikilvægt fyrir okkur íslenska kvikmyndagerðarmenn. Ég var afskaplega hrifinn af Finnlandi og finnsku þjóðinni og þau kynni eru eitt af ævintýrum lífs míns. Ákaflega gott og skemmtilegt fólk Finnar. Ungir kvikmyndagerðarmenn í Finn- landi vinna mjög mikið saman. Þeir eru ekki keppinautar heldur starfa saman að hverri mynd og skiptast þá á um að stjórna. Það er margt að gerast í finnskri kvik- myndagerð og ýmislegt sem minnir á frönsku nýbylgjuna. Eini gallinn sem ég sá var að myndirnar væru helst til líkar. En þó Finnarnir séu heldur betur settir en við þá þurfa þeir að berj- ast fyrir hverri krónu.“ - Og hvað tekur nú við hjá þér. „Ja, ég er nú sem stendur í atvinnuleit. Annars er ég að leggja frumdrög að nýju handriti og nota allar mínar atvinnuleysis- stundir í það. Það er ennþá halli á Skepnunni, en það þýðir ekkert að láta bugast. Það er ekki nema tvennt til: Annaðhvort verðurðu fallítt og gefst hreinlega upp eða þú heldur ótrauður áfram og ferð að huga að næstu mynd. í mínum huga er þetta ekkert val, engin spurning um uppgjöf. Sjálfs- blekkingin hefur alltaf verið stór þáttur í íslenskri kvikmyndagerð og mun alltaf verða.“ -pv Laugardagur 28. júnf 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.