Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Mlðgarði, Hverfisgötu 105 verður opin í sumar til kl. 16:00. Alþýðubandalagið AB Akureyri Aðalfundur ABA verður laugardaginn 28. júní í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, kl. 14. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. 2) Reikningar. 3) Kosningar. 4) Onnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Sumarhátíð Sumarmót Alþýðubandalagsins verður haldið í landi Birningsstaða í Laxár- dal, S-Þingeyjarsýslu, fyrstu helgina í júlí, 4.-6. júlí. Dagskrá mótsins verður nánar auglýst í Þjóöviljanum síðar í vikunni. - Undirbuningsnefndin. Alþýðubandalagið á Austurlandi: Vorráðstefna á Hallormsstað helgina 28.-29. júní Ráðstefnan verður haldin í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað og í skóginum eftir því sem veður leyfir. Sérstaklega eru boðaðir fulltrúar í kjördæmisráði og sveitarstjórnarmenn, en ráðstefnan er opin alþýðu- bandalagsfólki og fjölskyldum þess. Dagskrá er í aðalatriðum þessi: Föstudagkvöld 27. júní: Komið á staðinn. Tjaldað eða gist í svefnpokaplássi eða á hótelí. Laugardagur 28. júní: Kl. 10-12: Sveitarstjórnarmálefni. Úrslit nýaf- staðinna kosninga. Kl. 13-14: Útgáfumál (Austurland o.fl.). Kl. 14-15: Alþýðubandalagsfélögin - efling starfseminnar. Kl. 14-19: Alþingiskosningarnar framundan: Málefnaundirbúningur og áherslur. Kl. 19-?: Sameiginlegur málsverður og kvöldvaka í skógarrjóðri. Sunnudagur 29. júní: Kl. 13: Skógarganga (eftir veðri og áhuga). Fjölmennum í Hallormsstað Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Norðurlandi-eystra Sumarhátíð Sumarhátíð Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin í landi Birningsstaða í Laxárdal S-Þingeyjarsýslu dagana 4-6. júlí n.k. Föstudagur 4. júlí: Mótsgestir safnast saman og tjalda. Laugardagur 5. júlí: Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um Laxárdal með leíðsögn (farið á einkabílum). Endað við Laxárvirkjun og mannvirkin skoðuð. (Gönguferð á Geitafellshnjúk ef tími og veður leyfir) Um kl. 18.00 verður kveikt á útigrilli og kvöldvaka á eftir þar sem þingeyskir sagnaþulir segja m.a. frá Laxárdeílum. Söngur og skemmtan. Sunnudagur 6. júlí: Stutt gönguferð um nágrennið fyrir hádegi. Skoðunar- ferð með leiðsögn um byggðasafnið á Grenjaðarstað á heimleið. Mótið er öllum opið. Gestír úr öðrum kjördæmum sérlega velkomnir. Mætum öll og tökum með okkur leikföng, hljóðfæri, söngbækur, hlý föt og gott skap. Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Nýkjörnir aðal- og varamenn Alþýðubandalagsins í nefndum Akureyrar- bæjar eru boðaðir til fundar í Lárusarhúsi, mánudaginn 30. júní kl. 20.30. Rætt verður og frætt um störf og starfshætti nefndanna. Mætið vel og stundvíslega. Sumarbúðir Alþýðubandalagsins Vikudvöl á Laugarvatni Það er rétt að draga ekki að festa sér pláss í orlofsbúðum Alþýðubanda- lagsíns á Laugarvatni í sumar. Að þessu sinni hefur Alþýðubandalagið til umráða vikuna frá mánudegin- um 21. júlí til sunnudags 27. júlí. Á Laugarvatni er allt við hendina, íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, sil- ungsveiði og fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir. Kostnaðurinn við vikudvölina er sem hér segir: Börn 0-2ja ára..,......................................................500 kr. Börn 3ja-5 ára....................................................1500 kr. Börn6-11 ára..........................................................4000 kr. 12 ára og eldri.......................................................7000 kr. Pantið og leitið nánari upplýsinga á skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfis- götu 105, Rvík. Síminn er 17500. Athugið að panta þarf fyrir 1. júlí nk. Alþýðubandalagið ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Sumarferð í Þórsmörk verður farin í 11 .-13. júlí nk. Ferðatilhögun nánar auglýst síðar. Upplýsingar og skráning hjá Gísla Guðmundssyni á skrifstofu ÆFAB í síma 17500. ÆFAB höfðu komið frá Hörgshól á Vatnsnesi. Skúli leggst nú til hvfldar þreyttur af erfiði dagsins en handan við þilið, úr sínu eigin herbergi, heyrir hann mannamál: „Ef þú ætlar að troða mig undir fótum þér, Drottinn minn, troddu mig þá alveg í sundur strax!" og þessi sömu orð upp aft- ur og aftur. Ekki leyndi sér, að það var sá eldri ferðalanganna, sem fram bar þessa undarlegu bænaþulu en orðin kynnu ein- hverjir að kannast við, þar eð barnakennarinn berklaveiki í Sjálfstæðu fólki Halldórs Lax- ness, sem út kom tveim til þrem- ur árum síðar, mælir þar áþekk orð. - Þessir Dalamenn, sem gistu á Ljótunnarstöðum sumarið 1932, voru reyndar skáldin Stef- án frá Hvítadal, og Steinn Steinarr, annar með visna hönd, hinn með sinn bægifót, og sjálf- sagt hefur Stefán haft uppi sitt bænarákall víðar en á Ljótunnar- stöðum þessi sín síðustu æviár. Sögur Skúla geymast ýmsar í minni en verða ekki raktar hér. Hann kunni að segja frá fundum í Félagi byltingarsinnaðra rithöf- unda árið 1934 en þar var þessi Hrútfirðingur þá innanhússmað- ur um skeið. Og vel«iundi Skúli síðasta kvöldið sem hann kom sjáandi til Kristins E. Andrés- sonar, þáverandi ritstjóra Þjóð- viljans, árið 1945. Meðal annarra sátu þá þar og prjónuðu hratt tvær konur, Auður Sveinsdóttir, nú á Gljúfrasteini og Elísabet Göhlsdorf, hin þýska ekkja Jó- hanns Jónssonar skálds. Þeirri mynd gleymdi Skúli aldrei. Á sinn launkímna hátt sagði hann líka frá gamla bóndanum í Hrútafirði, sem kom til hans f Borðeyrardeilunni 1934 og sagð- ist verða að segja sig úr félagi verkalýðs og smábænda, því: „Eg þoli ekki að hafa mannslíf á samviskunni.“ Þá hafði víst eitthvað heyrst um róstur á Siglu- firði og á Ákureyri. Það var sómi fyrir Þjóðviljann, að eiga Skúla á Ljótunnarstöðum að og ekki síður þótt skoðanir hans væru oft umdeilanlegar og tækju aldrei mið af vinsældalist- anum. Hann stóð fastur á sinni rót og vænti aldrei upphefðar að utan, hvorki sjálfum sér til handa né þeirri stjórnmálahreyfingu, sem hann lagði lið allt til ellidaga. Til voru þeir í Hrútafirði, sem um skeið reyndu að kenna Skúla við Jósep Stalín, en þegar einn vina Skúla bar sig síðar upp við hann út af óvæntu falli Stalíns og afhjúpun illra verka hafði Skúli þau huggunarorð ein, að sjálfur hefði hann aldrei búist við öðru betra af þessum marskálki Rússa. Ég hygg það hafi verið sönn orð. Skúli var hugsjónamaður á bændavísu en hafði jafnan vaðið fyrir neðan sig. Þess vegna varð hann aldrei hugsjónaglópur. Moldin var Skúla kær og þeim mun kærari sem lengra leið á ævi hans. Sjálfur var hann sproti á gömlum meiði íslenskrar bænda- stéttar, íslenskrar alþýðumenn- ingar. Hin síðari ár bar hann djúpstæðan ugg í brjósti vegna þróunar byggðar í landinu og yf- irvofandi eyðingar sveitanna. Hann óttaðist að burðarstoðir innlendrar alþýðumenningar væru að bresta og vissi að slíkt þýddi glötun íslensks sjálfstæðis. Eigin örlögum tók hann karlmannlega með bros á vör en það var eins og hýran í svip hans þokaði frá um sinn þegar slíkar áhyggjur bar á góma. Þó blindur væri sá hann flestum betur þær hættur sem hæst ber í íslensku þjóðlífi, - en hvað má einn gam- all maður? Enda þótt Skúli Guðjónsson ^ UMFERÐARMENNING STEFNULJÓS skal jafna gefa MINNING missti sjónina árið 1946, þá sinnti hann áfram ýmsum búverkum á Ljótunnarstöðum allt þar til heilsu hans hnignaði verulega fyrir sex eða sjö árum. Hann fór daglega í fjósið og tutlaði kýrnar með útvarpstækið sér við hlið. Flesta daga fór hann einnig í fjár- húsin til að brynna fénu, fór stundum með girðingunni en gat líka tekið stefnuna beint af augum þó sjónina vantaði. Svo var hann kunnugur á Ljótunnar- staðatúni. Er krafta Skúla tók að þrjóta breyttust hagir hans og átti hann þá vetrardvöl hjá dóttur sinni, Ingibjörgu í Norðurfirði, í þrjá vetur eða þar um bil en dvaldist að mestu heima á Ljótunnarstöð- um á sumrin. Síðustu árin var Skúli svo vistmaður á sjúkrahús- inu á Hvammstanga en fylgdist með og hafði fótavist til hinsta dags. Þar andaðist hann föstu- daginn 20. júní 83 ára að aldri en verður jarðsettur í dag, laugar- dag, frá Prestsbakkakirkju. Ymsir sem um veginn fara í Hrútafirði munu lengi minnast Skúla, þegar litið er heim að Ljótunnarstöðum. Nú segir hann ekki sögur lengur en sjálfur er hann efni í margar sögur. Og ein- hverjir sem fara um veginn hjá Borgum í Hrútafirði munu um sinn gefa auga stórgrýtinu, sem þar átti að verja gamlan veg fyrir ágangi sjávar. Þar eru síðustu handarverk Skúla Guðjónssonar frá þeim dögum er hann hafði sjón. Þessi björg flutti hann á hestvagni í skarð sem sjórinn hafði rofið í veginn og hlóð síðan varnargarð. Það voru stórir steinar og máske ofraun hans þó vel væri að manni. Næsta dag helltist myrkrið yfir í febrúarlok 1946. í síðustu bók sinni, er út kom árið 1982, segir Skúli á Ljótunn- arstöðum frá því, að verði honum boðið að bera upp eina ósk eftir dauðann, þá muni hann óhikað fara þes á leit, að fá með konunni sinni, henni Þuru, að byggja litla Ljótunnarstaði einhvers staðar á útjöðrum Himnaríkis. Máske verður þar Ljótunn í túni, - algrænn hóll. Kjartan Ólafsson — sumar sem vetur — NORÐDEKK valin munstur fyrir íslenskar aðstæður. NORÐD KK íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. UMBOÐSMENIM UIVl LAIMD ALLT Holtadekk sf. Bjarkarholti, Mosfellssveit. S. 91-666401 Hjólbarðaviðgerðin sf. Suðurgötu 41, Akranesi. S. 93-1379 Hjólbarðaviðgerðin sf. Dalbraut 14, Akranesi. S. 93-1777 Hjólbarðaþjónustan, Borgarbraut 55, Borgarnesi. S. 93-7858 Sveinn Sigmundsson, Grundartanga 13, Grundarfirfli. S. 93-8792 Hjólbarðaverkstæðið Suðurgötu, ísafirfli. S. 94-3501 Vélsm. Bolungarv. hf. Hafnarg. 57—59, Bolungarvík. S. 94-7380 Vélaverkstæði Gunnars, Tálknafirfli. S. 94-2633 Vélsmiðjan Vík hf., Hafnarbraut 14, Hólmavík. S. 95-3131 Bílaverkstæðið Klöpp, Borðeyri. S. 95-1145 Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. S. 95-4200 Hjólbarðaverkstæði Hallbjörns, Blönduósi. S. 95-4400 Hjólið sf. Norðurlandsvegi, Blönduósi. S. 95-4275 J.R.J. bifreiðasmiðja hf., Varmahlfð. S. 94-6119 Áki hf., bifreiðaverkst., Sæmundargötu, Sauðárkróki. S. 95-5141 Vélsmiðjan Logi Sauðármýri 1, Sauflárkróki. S. 95-5165 Bifreiðaverkstæði Ragnars, Ránargötu 14, Siglufirfli. S. 96-71860 Hjólb.þjónusta Heiðars, Draupnisgötu 7k, Akureyri. S. 96-24007 Hjólbarðaþjónusta Hvannavöllum 14þ, Akureyri. S. 96-22840 Smurst. Olís og Shell, Fjölnisg. 4a, Akureyri. S. 96-21325 Kambur hf., bifreiðaverkstæði, Dalvík. S. 96-61230 Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. S. 96-41444 Hjólbarðaþjónustan Borgarfirði, Borgarfirfli eystra. S. 97-2980 Dagsverk sf. Vallavegi, Egilsstöðum. S. 97-1118 Ásbjörn Guðjónsson, Strandgötu 15a, Eskifirði. S. 97-6337 Benni og Svenni, Strandgötu 14, Eskifirfli. S. 97-6399 Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, Reyðarfirði. S. 97-4271 Felgan s.f. Fáskrúflsfirfli. S. 97-5108 Kristján Ragnarsson, Hátúni, Djúpavogi. S. 97-8999 Smurstöð og dekkjaþjónusta, Hafnarbraut 45, Höfn. S. 97-8392 Verslun Sig. Sigfússonar Skólabrú 4, Höfn. S. 97-8121 Bifr.verkst. Gunnars Valdimarss. Kirkjubæjarklaustri. S. 99-7630 Bílaþjónustan, Dynskálum 24, Hellu. S. 99-5353 Gunnar Vilmundarson bifvélavirki, Laugarvatni. S. 99-6215 Hjólbarðaverkstæðið, Flúflum. S. 99-6618 Gúmmívinnustofan, Austurvecji 58, Selfossi. S. 99-1626 Þórður G. Sigurvinsson, Lýsubergi 8, Þorlákshöfn. S. 99-3756 Aðalstöðin hf., Hafnargötu 86, Keflavík. S. 92-1515 Smurstöð og hjólbarðaþjón. Vatnsnesvegi 16, Keflavík. S. 92-2386 Dekkið, Reykjavfkurvegi 56, Hafnarfirfli. S. 91-51538 Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24, Reykjavik. S. 91-81093 Hjólbarðastöðin sf. Skeifunni 5, Reykjavík. S. 91-33804 Hjólbarðaverkstæði Ásgeirs, Hátúni 2a, Reykjavík. S. 91-15508 Hjólbarðaverkst. Jóns Ólafssonar Ægisíðu, Reykjavík. S. 91-23470 Höfðadekk hf. Tangarhöfða 15, Reykjavík. S. 91-685810 Gúmmfkarlarnir, Borgartúni 36, Reykjavík. S. 91-688220 NORÐDEKK öryggisins vegna GUMMI VINNU STOfAN RÉTTARHÁLSI2 s. 84008/84009 /SKIPHOLTI35 s. 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.