Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.06.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Nicaragua Bandaríkjastjórn braut alþjóðalög Haag — Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í gær að Bandaríkjastjórn hefði brotið alþjóðalög með aðstoð sinni við svonefnda Contra skæru- liða í Nicaragua og með því að leggja tundurdufl í hafnir í Nic- aragua. Einnig samþykkti dómstóllinn sem er ein af stofnunum Samein- uðu þjóðanna, kröfu Nicaragua um að Bandaríkjamenn þyrftu að borga viðgerðakostnað og sagði að upphæð kröfunnar yrði ákveð- in síðar. Reagan stjórnin hefur sniðgengið umfjöllun dómstóls- ins og sagt að allur málatilbúning- ur sé áróðursbragð. Segist stjórn- in munu virða að vettugi úrskurð dómstólsins. Alþjóðadómstóllinn hefur ekkert framkvæmdavald en úr- skurðaður hans hefur mjög sjald- an verið virtur að vettugi, m.a. vegna þess að mál hafa oft verið leyst með sáttagjörð deilandi þjóða. Bandaríkjamenn lögðu árið 1980 gíslamálið í fran fyrir dómstólinn en íranir neituðu þá kröfu dómstólsins um að gíslarnir yrðu látnir lausir. Búist er við að úrskurður dóm- stólsins nú komi Reaganstjórn- inni mjög illa og styrki málstað þeirra sem gagnrýna stefnu Reaganstjórnarinnar gagnvart Nicaragua. Sandinistastjórnin lagði málið fyrir dómstólinn í apr- íl, 1984 og sakaði Bandaríkja- stjórn um að brjóta gegn stofnsáttmálum Sameinuðu þjóðanna og Samtaka Ameríku- ríkja. Þá úrskurðaði dómstóllinn einnig að Bartdaríkjastjórn hefði gerst brotleg með því að setja við- skiptabann á Nicaragua og með því að banna skipum þaðan að koma í bandarískar hafnir. Með þessum aðgerðum hefðu þeir brotið alþjóðlega viðskiptasamn- inga. Bandaríkjastjórn afneitaði þeim samningi en dómstóllinn til- kynnti að stjórnin hefði ekki gef- ið þann eins árs fyrirvara sem þarf til að afneita samningnum. Nicaraguastjórn tilkynnti í kjölfar samþykktar Fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings um 100 miljón dollara aðstoð við Contra samtökin, að neyðarástandið sem verið hefur í landinu yrði S_h__í Sandinistar undir vopnum hert. Tilkynnti stjórnin að hún hefði ákveðið stöðva útgáfu stjórnarandstöðublaðsins La Prensa. Gaf stjórnin þá skýringu að allt yrði að gera til að öryggi ríkisins yrði ekki stofnað í hættu. Shakespeare Globe leikhúsið endurbyggt Lundúnum — Það hefur verið draumur bandaríska leikarans Evrópubandalagið Neyðarástand fordæmt Leiðtogar aðildarþjóða Evrópubandalagsins náðu ekki samkomulagi um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn S-Afríku enfordœmaframferði Haag — Æðstu leiðtogar að- ildarþjóða Evrópubandalags- ins samþykktu í gær ákveðnar aðgerðir gegn stjórn S-Afríku vegna neyðarástandslaganna í landinu. Aðgerðirnar voru þó fjarri kröfum nokkurra aðildar- þjóða um efnahagslegar refsi- aðgerðir. Niðurstaðan var túlkuð á þann veg að Margaret Thatcher og Helmut Kohl hefðu haft vinning- inn í deilunum um efnahagslegar refsiaðgerðir. Leiðtogarnir sam- stjornarinnar þykktu að athuga þann mögu- leika eftir þrjá mánuði. Margaret Thatcher vildi hins vegar leggja á það áherslu að samþykkt þeirra tveggja bæri ekki að skilja á þann veg að verið væri að setja S- Afríkustjórn úrslitakosti. Eftir þrjá mánuði verður sá möguleiki kannaður að helstu iðnaðarþjóðir heimsins setji bann á nýjar fjárfestingar í S- Afríku og innflutning kola járns, stáls og gullpeninga frá S-Afríku. Forsætisráðherra Hollands, Ruud Lubbers sagði um samkomulagið: „Þetta eru ekki skýr skilaboð til Pretoríu. Þau setja að vísu þrýsting á S- Afríkustjórn en beinast frekar að því að hún sé að taka áhættu frek- ar en að um áminningu sé að ræða." Evrópubandalagið fordæmdi neyðarástandslögin og krafðist þess að Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), og aðrir pólitískir fangar verði látnir lausir svo leið opnist til viðræðna við blökkumenn. Sam Wanamakers í ein 17 ár að sjá hið forna Globe leikhús meistara Shakespeare rísa á ný þar sem það stóð í Lundún- um áður fyrr. Sá draumur virð- ist nú ætia að rætast. Það er borgarstjórn í South- wark hverfinu í Lundúnum sem hefur verið andstæð þessum fyrir- ætlunum í fjölda ára. Málið var komið fyrir rétt en nú hefur verið gert samkomulag utan dómssala milli Globe sjóðsins sem Wana- maker veitir forstöðu og stj órnar- innar í Southwark. Wanamaker fær nú að hefjast handa við eftir- líkingu Globe leikhússins á vinstri bakka Thames árinnar, beint á móti dómkirkju heilags Páls. Wanamaker sagðist vonast til að geta opnað leikhúsið með því leikriti sem Shakespeare opnaði sitt leikhús með, Hinrik fimmta, árið 1599. Hann sagði ennfremur að vinna við leikhúsið myndi hefjast eins fljótt og mögulegt væri, í því yrðu sæti fyrir 1000 manns og aðra 500 standandi. Irland Skilnaðarlögum hafnaö 60 % kosningabœrra Ira greiddu atkvœði gegn nýjum lögum um að leyfa skilnaði og eru úrslitin talin áfallfyrirstjórn landsins ogforsœtisráðherrann, Garrett Fitzgerald Undir mynd: Garret Fitzgerrald, forsætisráðherra Ira. „Nú verðum viðaðhjálpaþeim tugum þúsunda sem búa við upp- lausn hjónabands. Dyflinni — Forsætisráðherra Ir- lands, Garret Fitzgerald, varð fyrir miklu pólitísku áfalli í gær þegar ijóst varð að írar höfðu í þjóðaratkvæðagreiðslu neitað að samþykkja löggjöf sem hann hafði lagt fram um að leyfa skilnaði í landinu. Þegar talningu var svo til lokið um miðjan dag í gær var ljóst að 60 % íra höfðu neitað að sam- þykkja skilnaðarlögin. Hin nýju lög kváðu á um að skilnaður væri leyfilegur ef hjónaband hefði ekki verið með eðlilegum hætti í fimm ár. Tilraunir Fitzgeralds um að færa írland að hlið annarra Evrópuríkja, þar á meðal ka- þólskra ríkja, hvað varðar skiln- aði, hefur mistekist. Fréttaskýr- endur á írlandi töldu líklegt að þessi úrslit myndu hafa áhrif á sambandið við N-írland þar sem mótmælendur eru í meirihluta og skilnaður er leyfilegur. Töldu þeir jafnvel lfklegt að framtíðar- draumurinn um sameinað írland væri nokkru fjær nú. Einnig er sagt að úrslitin séu áfall fyrir stjórnina sem barðist hart fyrir því að löginn yrðu samþykkt. Talsmenn hennar eru hins vegar ekki á sama máli. Þeir sögðu í gær að stjórnin hefði efnt það kosn- ingaloforð sitt að leggja þetta mál undir þjóðaratkvæði. Michael Higgins, þingmaður írska Verkamannaflokksins, en sá flokkur er í stjórn með Fine Gael, flokki forsætisráðherrans, sagði að úrslitin sýndu að írum væri vart treystandi fyrir velferð minnihlutahópa í landinu. „Úr- slitin sýna einnig djúpstæðan ágreining milli þeirra sem trúa á lýðveldið og þeirra sem vilja ríki þar sem kirkjan ræður mestu. Einn þingmaður sem barðist einna mest fyrir að skilnaðir yrðu leyfðir sakaði klerka um að nota Ogþetta gerðist líka... Róm — Bettino Craxi, forsætisráð- herra ítalíu, hefur afhent forseta ít- alíu afsögn sína og stjórnar sinn- ar. Cossiga forseti hefur hins veg- ar tekið sér frest til aö ákveða hvort hann samþykkir afsögnina og Cossiga hefur beðið Craxi að vera áfram við völd þar til hann hefur tekið ákvöröun sína. Jóhannesarborg — Stjórnvöld í S- Afríku tilkynntu í gær að sex manns hefðu látist í óeirðum í hverfum svartra þann sólarhring. Einn þeirra var lögregluþjónn sem lést þegar handsprengju var kast- að til hans. Brioni, Júgóslavíu — Olíumálaráð- herrar OPEC ríkja ræddu í gær í smáatriðum hvernig þeir skyldu skipta olíuframleiðslunni á milli sín og hvernig mögulegt væri að hækka olíuverð. París — Geimferðastofnun Evrópu tilkynnti í gær að hún hefði ákveð- ið að styðja tveggja miljarða doll- ara áætlun Frakka um svokallaða Hermes geimferjuáætlun. Stofn- unin ákvað að bjóða aðildarþjóð- um að taka þátt í lokaþætti rannsóknanna. Beirut — Miklir bardagar brutust út í gærmorgun við f lóttamannabúðir Palestinuaraba og á götum í Vest- ur Beirut þar sem Múhameðstrúar- menn ráða. Þar með brugðust von- ir manna að sinni um að samið yrði um vopnahlé. Washington — Bandaríska þingið samþykkti í fyrrinótt ströng fjárlög fyrir 1987 þar sem m.a. er dregið úr framlögum til hermála, miðað við það sem Reagan haf ði farið fram á. Þá var einnig dregið mjög úr fram- iögum til ýmissa félagsmála. Belgrad — Forsætisráðherra Júgó- slavíu, Branko Mikulic, hét því á þingi júgóslavneska kommúnista- flokksins sem nú stendur yfir, að snúa við þeirri þróun niður á við sem verið hefur í efnahagsmálum landsins. Lofaði hann m.a. að minnka verðbólgu landsins um fjórðung. Madrid — Spænska lögreglan hef- ur nú í haldi 25 ára gamlan mann með spánskt vegabréf. Hún ætlar að yfirheyra hann um sprenging- una sem varð á Madrid flugvelli í fyrradag. Colombo — Junius Jayewardene, forseti Sri Lanka hét því í gær að binda endi á deilur sem verið hata milli þjóðflokka á eyjunni, jafnvel þó skæruliðar aðskilnaðarsinna Tamíla og stjórnarandstöðuflokk- ar á eyjunni mótmæltu ráðstöfun- unum. predikunarstólinn til að hræða fólk til fylgis gegn lögunum. Garret Fitzgerald, forsætisráð- herra sem var á fundi leiðtoga Evrópubandalagsríkja þegar úr- slitin bárust, sagðist harma úrslit- in en sagði að nú yrði að hjálpa þeim 70.000 manns sem ættu um sárt að binda vegna upplausnar í hjónabandi. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af fylgi stjórnar- innar né sínu eigin. „Ég mun leiða flokk minn í næstu kosning- abaráttu og úr henni í nýja stjórn," sagði Fitzgerald. ERLENDAR FRÉniR INGÓLFUR /f_ _ . . _ _ _ hjörleifsson'R t U I E K Laugardagur 28. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.