Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kúabœndur Margir hafa bmgðið búi Guðmundur Lárussonformaður Félags kúabœnda á Suðurlandi: Ástandið mjögslœmt. Á ekki von á leiðréttingu ínœstu reglugerð Eg er ekki búinn að sjá hvernig bændur eiga að lifa af núnan staðan hér er mjög bág og margir kúabændur á þessu svæði hafa þegar brugðið búi, sagði Guð- mundur Lárusson formaður Fé- lags kúabænda á Suðurlandi í samtali við Þjóðviljann, þegar hann var inntur álits á fregnum af þeim fjölda kúabænda sem hafa kiárað mjólkurkvóta sína. „Það var gengið á hlutdeild okkar Sunnlendinga þegar mjólkurkvótanum var skipt milli svæða svo nemur hálfri milljón lítra,“ sagði Guðmundur. „Tíðarfar viðmiðunaráranna var okkur mjög óhagstætt og ég á ekki von á að leiðrétting á þessu fáist í reglugerð fyrir næsta ár þar sem hún er í höfuðdráttum eins á milli svæða. Skipting á milli ein- stakra búa hefur þó breyst þannig að nú er tekið tillit til tveggja síð- ustu framleiðsluára þannig að hver og einn getur valið á milli hvort áranna hann vill miða við. En það hlýtur að vera langtímam- arkmið að mjólk verði framleidd á þeim svæðum sem liggja næst stærsta markaðnum og það er Suðurland. Ástandið hér er mjög slæmt, í fyrra hættu tíu bændur að búa og ég á von á að þeir sem hér eru hættir mjólkurframleiðslu í ár, fylli tuginn nú þegar. En við getum lítið annað gert en fylgjast með ástandinu og mér virðist all- ar leiðir til lausnar hafa verið reyndar án árangurs. Sjóðagjöld fást ekki felld niður og þegar bóndinn hefur fyllt mjólkurkvót- ann sinn fær hann aðeins 4 krónur og 60 aura fyrir hvern lítra. Eng- inn vill gefa neitt eftir og bændur neyðast til að taka allt á sig,“ sagði Guðmundur að síðustu.vd. Þessir norðlendingar! Farnir að nota rafmagnsstólinn á roll- urnarl Hollendingamir hjólandi geta stoppað er þá lystir, t.d. I Hvalfirðinum fyrir hnýsna blaðamenn og Ijósmyndara. Mynd: Ari. Ferðalög Hollendingamir hjólandi au voru brött hollensku hjón- akornin, sem við Ari hittum í Hvalfirðinum í fyrradag. Attu þau þá aðeins 30 km ófarna til Reykjavíkur, en höfðu lagt að baki fleiri hundruð. Þau komu hingað fyrir þrem vikum síðan og byrjuðu á því að hjóla Þingvallahringinn, en létu ekki þar við sitja, langt því frá. Næst var stefnan tekin á Höfn í Hornafirði, þaðan tóku þau svo rútu til Mývatns, en hjóluðu það- an til Akureyrar. Þá tóku þau aft- - um Island! ur rútu og nú í Borgarnes og voru að koma þaðan hjólandi er við hittum þau. „Þetta er ekki jafn erfitt og það lítur út fyrir,“ sögðu þau og báru sig mannalega. „Það er helst Kári sem erfiður er viðureignar. Við erum að vísu ekki vön miklum brekkum, einsog þið vitið kann- ski, en þó hefur þetta gengið áfallalaust fyrir sig. Til dæmis hefur aðeins einu sinni sprungið. Við ráðleggjum fólki eindregið þennan ferðamáta, sérstaklega í landi einsog íslandi. Hingað koma menn jú náttúrunnar vegna og vilji menn komast í náin kynni við hana, halda þeir sig ekki bak bílrúðu. Þetta er líka þægilegt hvort sem þið trúið þvf eða ekki, maður getur stoppað hvenær sem er, skoðað betur og kynnst.“ Hvernig okkur líkar landið? Landið ykkar er stórkostlegt - og fólkið er líka gott.“ Með það kvöddum við Ari og þótti minna koma til Hollendingsins fljúgandi eftir en áður. - Hþjv. Hjónagarðar 150 íbúðir í viðbót Stúdentaíbúðum stórfjölgar. Framkvœmdastjóri Félagsstofnunar: Pörfin mjög brýn Súdentar standa nú í stór- ræðum. Fyrirhuguð er bygg- ing 150 íbúða, 50-60 fermetrar hver, og eiga fyrstu stúdentarnir að flytjast inn haustið 1988. Fyrir eru 55 íbúðir, en umsækjendur á hjónagarða í ár voru 100. Auk þeirra eru á görðunum 100 ein- staklingsherbergi. Allar teikningar að nýju Hjón- agörðunum liggja fyrir, og eru þær til athugunar hjá skipulags- nefnd Reykjavíkur og bygging- arfulltrúa. Hafa þær mælst mjög vel fyrir þar, að sögn Ársæls Harðarsonar, framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta. Verð- ur byggt í tveim áföngum, í hin- um fyrri 92 íbúðir, en 58 í hinum seinni. Það eru nýju húsnæðislögin sem gera stúdentum kleift að ráð- ast í þessar framkvæmdir, en samkvæmt þeim fá félagasamtök 80% lán frá Húsnæðismála- stjórn, til byggingar ódýrra leigu- íbúða. Er lánið veitt til 31 árs, en stúdentar þreifa nú fyrir sér með að fá það til 40 ára. „Þetta er gífurlegt hagsmuna- mál fyrir okkur einsog gefur að skilja," sagði Ársæll í samtali við blaðið. „Við getum aðeins sinnt rétt rúmum helmingi umsókna í dag og þó segja umsóknirnar ekki til um þörfina. Hingað hringir fólk áður en það sækir um og spyr hvort það eigi einhverja mögu- leika á að fá inni. Þessvegna eru þessir 100 bara þeir sem telja sig eiga möguleika, eru í einum af aðal forgangshópunum. Þetta gengur auðvitað ekki og er tvennu ólíku saman að jafna, ást- andinu nú og þegar garðarnir voru teknir í notkun árið 1943. Þá rúmuðu þeir fjórðung nemenda, en nú aðeins þrjá af hverjum hundrað!“ Leigan á görðunum er nokkuð undir almennu leiguverði, eða 5.955 kr fyrir 40 fermetra íbúð, en 4.220 kr fyrir herbergi. - Hhjv. Afmœlisdagskrá Reykjavík í sjónvarpinu Við erum með tvennt í undir- búningi í tilefni af afmæli Reykjavíkurborgar, sagði Viðar Víkingsson leiklistarráðunautur sjónvarpsins í samtali við blaðið. Önnur myndin er byggð upp á efni sem til er í safni sjónvarpsins um Reykjavík. Þessi þáttur verð- ur sýndur í kringum Reykjavík- úrafmælið 18. ágúst. „Svo mun sjónvarpið sýna mynd sem gerð er upp úr gömlum Reykjavíkurmyndum eftir Óskar Gíslason og fleiri. Það er rétt ver- ið að byrja að vinna að þessari mynd en hún verður ekki sýnd fyrr en í lok ársins.“ Viðar sagði ennfremur að 18. ágúst yrði sjónvarpið með beina útsendingu frá hátíðardagskrá á vegum borgarinnar á Arnarhóli. En það eru fleiri sem eiga af- mæli en Reykjavík. Sjónvarpið á 20 ára afmæli í september og verður þá m.a. sýnd dagskrá með ýmsu skemmtilegu efni sem sjón- varpið á í fórum sínum. SA. Skipsleit Færeyski báturinn manndrápsfleyta Færeyski báturinn sem kallaði eftir aðstoð fannst ígœr. Peim sem sáu bátinn á Seyðisfirði ofbauð ástand hans. Honum var haldið áfloti með dœlum Ifyrrinótt sendi færeyskur fiski- bátur sem var á leið frá Seyðis- flrði til Færeyja út beiðni um að- stoð, en síðan náðist ekkert sam- band við hann fyrr en skömmu eftir hádegi í gær. Hann var með bilaðan rafal og mun sjór hafa komist í hann vegna þess hvað báturinn lak mikið. Síðdegis í gær voru færeysk skip á leið til hans enda var hann kominn lang- leiðina til Færeyja. Þeim sem sáu bátinn í Seyðis- fjarðarhöfn, ofbauð ástand hans. Þetta er 29 tonna bátur, um það bil fjörutíu ára gamall. Hann lagði af stað með bilaðan rafal, en hann hafði bilað vegna þess að sjór komst að honum, en bátur- inn hriplak og varð alltaf að vera með dælur í gangi. Það kom í ljós eftir að báturinn fannst í gær að menn um borð heyrðu alltaf í öðrum skipum, en sendingar frá færeyska bátnum voru svo veikar að þær heyrðust ekki lengi vel. Það voru svo tvær íslenskar þyrlur, sem náðu merkjunum og gátu staðsett bát- inn og vísað skipum til hans. Jóhannes Briem frá SVFÍ sagði að það hefði verið vélarbilun sem olli því að báturinn kallaði eftir aðstoð. - S.dór. 2 SfOA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.