Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Hegningarhúsið Fangi kveikti í Um klukkan 3 í fyrrinótt bað lögreglan í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg slökkviliðið um aðstoð. Eldur kom upp þegar fangi kveikti í rúmfötunum sín- um. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Maðurinn brenndist og var flutt- ur á slysadeildina. Ekki reyndist hann vera alvarlega slasaður og er kominn aftur í Hegningarhúsið að sögn lögreglunnar. SA. Gaulverjabæjarvegur Kona lést í bílslysi Síðdegis í fyrradag var lögregl- unni á Selfossi tilkynnt um bflslys á Gaulverjabæjarvegi. Hafði vegfarandi komið að jeppa sem hafði oltið út af veginum með þeim afleiðingum að 28 ára gömul kona lést. Lögreglan telur að bíllinn hafi lent í lausamöl og konan ekki ráðið við bflinn. Hún kastaðist út og varð undir bílnum. Börn hennar tvö, eins og þriggja ára gömul, voru með í bílnum og sluppu þau nær ómeidd. SA Suðurgata Eldur í verslun Allir slökkviliðsmennirnir sem voru á vakt í fyrrinótt og var- alið að auki voru kallaðir út þeg- ar eldur kom upp í verslun á Suðurgötunni í Reykjavík. Mikill eldur var og brutust 3 reykkafarar inn í húsið. Húsið er á einni hæð og var gert gat á þak- ið. Fljótlega gekk að slökkva eldinn. Enginn maður var í hús- inu. Mesti eldurinn var á lager og skemmdist hann mjög mikið. Einnig varð talsvert tjón frammi í versluninni sjálfri af völdum hita og reyks. SA. Innbrot Matar- þjófnum sleppt Aðfararnótt miðvikudags var brotist inn í hús við Nýlendu- götu í Reykjavík. Innbrotsþjófur- inn ráfaði um báðar íbúðir húss- ins og stal sér svo mat í annarri íbúðinni. Eftir að hafa matast hvarf hann á braut. íbúar í húsinu vöknuðu og veittu honum eftirför. Lög- reglan fann svo manninn í næsta nágrenni, en innbrotsþjófurinn var þá kominn inn í hús hjá kunn- ingja sínum. Ekki var maðurinn handtekinn heldur fékk hann að fara frjáls ferða sinna. Á svipuð- um tíma fyrir ári var líka brotist inn í þetta hús við Nýlendugötu og kveikti þjófurinn í svo mikið tjón hlaust af. SA. „Það er gott að búa í þessu hverfi sem ýmist er kallað Hverfi hinna kynlegu kvista eða Milli lífs og dauða,“ sagði Kristín Traustadóttir sem var á gangi í Suðurhlíðum með Helgu Völu 1/2 árs, þegar Ara Ijósmyndara bar að garði. Hámarkshraði 30 km milli lífs og dauða Suðurhlíðar þriðja 30 km-hverfið Eg er mjög ánægð með að búið er að samþykkja 30 km há- markshraða hér í hverfinu, því hér eru engar gangstéttir. Og það er ætlast til þess að hér sé hæg umferð, göturnar eru svo þröng- ar, en ég bý neðst í hverfinu og sé stundum bfla koma á miklum hraða niður brekkuna. Það er bara heppni að enginn hefur slas- ast, því í þessu hverfi eru mörg börn,“ sagði Kristín Traustadótt- ir íbúi í Suðurhlíðum þegar Þjóð- viljinn hitti hana á götu. Nýlega var samþykkt í Um- ferðarnefnd og borgarráði að há- markshraðinn í Suðurhlíðum yrði 30 km. fbúar hverfisins höfðu lengi óskað eftir þessu. Þórarinn Hjartarson hjá gatnamálastjóra sagði að nú ætti aðeins eftir að leggja samþykktina fyrir borgar- stjórn og síðan fá staðfestingu hjá ráðuneytinu. „En það er alveg pottþétt að af þessu verður." Kristín sagði Suðurhlíðar væru líka kallaðar „Hverfið milli lífs og dauða“ vegna legunnar milli Borgarspítalans og Fossvogs- kirkjugarðsins, eða „Hverfi hinna kynlegu kvista". „Það er mjög gott að búa hér en þetta hverfi er hálfgert olnbogabarn hjá borginni. Til dæmis er búið að taka strætóinn frá okkur, eða svo gott sem. Því vagninn stoppar hérna við kirkjuna en hann fer núna bara aðra leiðina. Þetta er vont þegar maður ætlar niður í bæ eða þegar krakkarnir fara í skólann. Krakkarnir í hverfinu ganga í Hlíðarskóla og þangað er nokkuð langt að labba. Því tóku þau alltaf strætó í vondu veðri. En nú er það ekki hægt lengur,“ sagði Krisíín að lokum. Suðurhlíðar eru þriðja hverfið í Reykjavík með 30 km hámarks- hraða, hin fyrri eru Vesturbærinn og Þingholtin. SA. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sjávarréttagerðin Krabbi er tískumaturinn Nýjung á neytendamarkaði. Krabbi ískel til að hita upp í örbylgjuofni. Beitukóngur með brauði Við erum að vinna að nýjung- um fyrir innanlandsmarkað. Það eru t.d. tilbúnir réttir úr trjónukrabba sem hægt er að hita upp í örbylgjuofni og á að bera fram í skelinni. Svo eru það réttir til djúpsteikingar og réttir til að bera fram með ídýfu. Einnig verðum við með létta rétti úr beitukóngi. Maríneraða og niðursneidda til að hafa með rist- uðu brauði, sagði Kristján Einars- son framkvæmdastjóri Sjávar- réttagerðarinnar á Akranesi. Kristján sagði að stutt yrði í að þessar vörur yrðu settar í fram- leiðslu. „Ég er sannfærður um að það er góður markaður fyrir þessa framleiðslu, því þetta er mjög svo í tísku um þessar mundir," sagði Kristján. Sjávarréttagerðin hefur selt mikið til veitingahúsa t.d. krabbakjöt, krabbaklær og kraft. Veitingahúsið Stillholt á Akra- nesi hefur sérhæft sig í að mat- reiða krabbarétti. Aðspurður sagði Kristján að þeir hyggðust ekki stefna á er- lendan markað, allavega ekki fyrr en reynsla væri fengin á fram- leiðsluna hérlendis. Hinsvegar er fyrirhugað að selja krabbakraft til útlanda því það er fínn mark- aður fyrir það. Kristján sagði að þetta yrðu ekki dýrar vörur. „Krabbakjöt er dýrt kjöt en við leitumst við að hafa þetta sem ódýrast fyrir innanlandsmark- að.“ Krabbinn er veiddur í Fax- aflóa og á Breiðafirði. SA. Kindakjöt Rafmagn á skrokkana Verið er að gera tilraunir með að hleypa rafmagni á kindaskrokka strax eftir slátrun til að koma í vegfyrir að kjötið kœliherpist og verði seigt Þegar kindakjöt er sett í frysti fljótlega eftir slátrun, á sér stað það sem kallað er kæliherp- ing, sem veldur því að kjötið verður seigara en ella. I fyrra- haust hófust tilraunir með að hleypa rafmagnsstraumi á skrokkana strax eftir slátrun, sem menn kalla rafmagnsörvun og kemur þetta í veg fyrir seigju- myndun í kjötinu. Tilraunirnar í fyrra gáfu mjög góða raun og nú hefur Rannsóknastofnun land- búnaðarins fengið styrk úr rann- sóknasjóði til að halda þessum til- raunum áfram og verður það gert í haust. Guðjón Þorkelsson matvæla- fræðingur hjá RL sagði í gær, að til að koma í veg fyrir kæliherp- ingu væri hægt að hækka hitastigi í kjötgeymslunum en það þykir vond lausn vegna gerlaaukningar við það og svo virtist sem raf- magnsörvunin gæti leyst þennan vanda. Allavega væru menn mjög bjartsýnir eftir tilraunir norður á Akureyri í fyrra. Að sjálfsögðu er þetta liður í að gera dilkakjöt enn betra en það er nú og eru menn bjartsýnir á að það takist. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.