Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Guðmundur Bernharðsson Að finna ilm úr eigin grasi Ævi- og menningarsaga Guðmundar frá Astúni Fjallið Hrafnaskálarnúpur sunnanvert við Önundarfjörð. Fjöruleiðin undir því var úrslitaleið til annarra byggða ef ekki gaf yfir Sandsheiði vegna stórhríðar, eða sjóleiðina vegna storms og öldufalls. Sæta þarf sjávarföllum vegna ófærukletts sem gengur út í sjóinn ca 200-300 m frá fjallsröndinni. Fjöruleiðin er víða stórgrýtt og þar eru örnefni eins og t.d. Heljarurð. Hætt er við skriðuföllum og grjóthruni í rigningu og vorleysingum en snjóflóðum, sé fannfergi mikið. Allir Sandsmenn áttu ferð um þessa fjöruleið, oft svellaða og í náttmyrkri og með þungar byrðar á baki. Teikning: Hildur Wllhelmsen. Ég var enn í bernsku þegar ég las grein í Skinfaxa um athafna- samt ungmennafélag á Ingjalds- sandi. Það var fyrsta vitneskja mín um þá sveit og íbúa hennar. Af nafninu gerði ég mér í hugar- lund hvernig hún mundi líta út. Ég sá fyrir mér nokkuð langa, sendna strönd. Upp frá henni væri gróið undirlendi með nokkr- um sveitabýlum, sennilega ein- faldri bæjaröð og síðan risu fjöll- in að baki. Er ég svo eignaðist íslandskort þá hrundu til grunna hugmyndir mínar um sköpulag þessarar vestfirsku byggðar. Sandurinn reyndist nefnilega vera dalur, sem skerst þarna inn í fjöllin við sunnanverðan Önundarfjörð ut- arlega. Þegar ég svo átti þessi kost að koma út á Ingjaldssand fyrir um það bil þremur árum þá varð mér fyrst ljóst hversu þessi löngum afskekkta og einangraða sveit var falleg og búsældarleg Fyrir allnokkru bárust mér í hendur tvær bækur eftir fyrrver- andi bónda á Ingjaldssandi, Guð- mund Bernharðsson, sem nú er hátt á níræðisaldri. Nefnist önnur „Bærinn í hlíðinni - ævi- og minn- ingasaga". Þar rekur Guðmund- ur ianga og merka búskaparsögu sína og minnist ýmislegs annars, sem hann hefur lifað á langri ævi. Hin bókin nefnist „Smala- mennska og ást“ og hefur að geyma margskonar frásagnir af gömlum og þjóðlegum toga. Guðmundur byrjar bók sína á stuttri en greinargóðri lýsingu á Ingjaldssandi, en rekur síðan nokkuð ætt sína og uppruna. Við fylgjumst með uppvaxtarárum hans, heimilislífinu og námi, fyrst í barnaskóla, síðan á Núpi og í Kennaraskólanum, störfum hans á sjó og landi. Hann segir frá þátttöku sinni í ungmennafé- laginu Vorblómi á Ingjaldssandi, sem stofnað var 1908 og öðrum félagsmálastörfum, sem hann sinnti um dagana, o.fl. o.fl. Kem- ur Guðmundur víða við í frásögn sinni og í raun og veru er saga hans um leið saga Ingjaldssands í 70-80 ár. Guðmundur mun snemma hafa ákveðið að gerast bóndi. En hann ól einnig með sér löngun til þess að hleypa heimdraganum og kynnast siðum og háttum annarra þjóða. Hann brá sér því til Nor- egs árið 1922 og hugðist kynna sér norskan landbúnað. í Noregi dvaldi hann fram á árið 1924 og skipti tímanum milli tveggja góð- búa: Anda á Jaðri og Voss. Sitt- hvað dreif á daga hins unga ís- Iendings í þessum vistum og er frásögnin af því öll hin skemmti- legasta. Ber hann Norðmönnum þeim er hann kynntist hina bestu sögu og telur dvöl sína meðal þeirra hafa verið lærdómsríka. Heimkominn hóf Guðmundur búskap á einum fjórða af Hrauni á Ingjaldssandi árið 1924 og hafði þá fastnað sér konu. Þaðan fluttu þau hjón að Mýrum í Dýrafirði og bjuggu þar til 1927. En það er eins og Guðmundi fyndist hann ekki enn hafa fast land undir fót- um og víkur nú sögunni til ísa- fjarðar um stund. Þar skorti bæjarbúa mjólk. Hinn gáfaði og framfarasinnaði læknir þeirra, Vilmundur Jónsson, taldi auðveldast að bæta úr mjólkur- skortinum með þeim hætti, að bærinn stofnaði kúabú. Jens Hólmgeirsson var ráðinn bústjóri en Guðmundur varð hans hægri hönd í 3 ár. „Það var óska- draumur minn að kynnast slíku starfi er þar myndi verða, bæta þar við þekkingu mína og reynslu af dugmiklum bændum í Noregi - þá án allrar vélavinnu, heldur með vel æfðum vinnuhestum," segir Guðmundur. Búskapardraumarnir voru þó síður en svo lagðir á hilluna. En jarðnæði lá ekki á lausu í þá daga. Og sviðið var þröngt. „Burt af Ingjaldssandinum, Vestfjörð- um? Nei, það gat ég ekki“. Og draumurinn rættist. Þau hjón fengu 20 ha. af landi Álfadals á Ingjaldssandi og reistu þar nýbýl- ið Ástún, snauð af veraldlegum efnum og rík af bjartsýni. Heita mátti að allt land nýbýlisins væri óræktað. Guðmundur byrjaði á að girða það og hóf síðan að rækta. Vildi svo vel til að búnað- arfélögin í Dýrafirði höfðu nú fest kaup á dráttarvél, en þær voru þá að byrja að flytjast til landsins. Guðmundur lagði að vonum kapp á að fá vélina til þess að brjóta til ræktunar land í Ástúni. „En það var hægara sagt en gert að komast 20 km leið yfir Sandsheiði, algerar vegaleysur, aðeins reiðgata á stöku stað en nóg af giljum, urðum og erfiðum, bröttum fjallahryggjum. Fáir töldu þetta mögulegt eða rétt að leggja út í þetta". En Vestfirðing- urinn Snorri Arnfinnsson, síðar landsþekktur hótelstjóri á Blönduósi, var kunnur fyrir að komast það með dráttarvélar sem öðrum sýndist ófært. Snorra tókst hið ótrúlega og Guðmund- ur gat hafið túnræktina í Ástúni. Var þess nú skammt að bíða að landneminn í Ástúni fyndi „ilm úr eigin grasi jarðar þar sem áður var tóm mosató“. Næsta skrefið var að koma upp fjárhúsum. Þegar því var lokið varð, einkum af fjárhagsástæð- um, að gera hlé á framkvæmdum. „íbúðarhúsbygging var ófram- kvæmanleg vegna kostnaðar," segir Guðmundur. Og hvað varð nú til ráða? í Noregi hafði Guð- mundur kynnst því að nýbýlafólk kom sér gjarnan til að byrja með upp íbúð í útihúsum. Guðmund- ur fór nú að dæmi Norðmanna og brátt var komin upp í fjárhúsun- um „tveggja herbergja íbúð með eldhúsi“. Hluti af fjárhúsunum var svo notaður sem heygeymsla. Er ske.nmst af því að segja að í íbúðinni í fjárhúsunum bjuggu þau hjón með börnum sínum í 20 ár. Þá var unnt orðið að byggja íbúðarhús. Guðmundur missti konu sína 1969. Upp úr því brá hann búi og flutti til Reykjavíkur 1972 en lét Ástún, þar sem hann hafði dvalið í 67 ár, í hendur sonar síns, Ásvaldar og konu hans, Gerðar Pétursdóttur. Þótt Guðmundur væri nú aldraður orðinn undi hann ekki aðgerðarleysinu en gerðist húsvörður í Hátúni 10 A. Hér skal nú staðar numið og mætti þó mörgu bæta við. Þessi „Ævi- og menningar- saga“ Guðmundar frá Ástúni er athyglisverð og fróðleg bók. Hann hefur lifað langa ævi og merka. Hann ann sveitinni sinni heitum huga og vann henni allt það gagn er hann mátti. Hann braust í því að auðga hana að fal- legu nýbýli. Hann stundaði barnakennslu jafnframt bú- skapnum í 24 ár. Þannig var ævistarfið jöfnum höndum í því fólgið að rækta landið og rækta fólkið. Hann getur nú að kvöldi litið með gleði og stolti yfir langan og góðan ævidag. Guð- mundur frá Ástúni hlýtur að vera hamingjumaður. -mhg. Landnýtingarskýrslan Sverfur að sveitunum Frá 1971-1985fœkkaði íbúum ísveitum um 0,7% að meðaltali á ári „Hinar miklu breytingar, sem ðið hafa á búsetu í landinu á Vustu áratugum felast annars gar í llutningum úr dreifbýli í ■ttbýli og hinsvegar í flutningum landsbyggðinni til höfuðborg- svæðisins“. Svo segir í nýútkominni skýrslu n landnýtingu á Islandi, en frá ;nni var lítillega greint í síðustu „andsbyggð". En áfram með njörið. Árið 1940 bjuggu 66% lands- anna í þéttbýli og 34% í reifbýli. Sambærilegar tölur )84 eru 91% og 9%. Þéttbýlis- lyndun hefur verið mun örari og éttbýli á íslandi er hlutfallslega leira en annars staðar á Norður- mdum. Frá 1971 til 1985 hefur íbúum í /eitum fækkað um 0,7% að leðaltali á ári. Mest varð fækk- nin 1984 eða um 2%. Fólks- fækkunin er mest í þeim hrepp- um, þarsem enginn byggðakjarni er. íbúafjölgunin verður einkum í sveitarfélögum sem telja 300 manns eða þar yfir en þau hafa öll þéttbýliskjarna. Flutningur fólks úr sveitum er nokkuð mismikill eftir landshlut- um. Hlutfall íbúa í þéttbýli er t.d. mun lægra á Norðurlandi vestra en annarsstaðar og þar hefur þéttbýlismyndun gengið helm- ingi hægar en í öðrum landshlut- um. En tölur um fækkun í sveita- hreppum segja þó ekki alla sögu einar sér. Það er einkum unga fólkið, sem flytur burtu. Aldurs- skiptingin verður þessum sveitarfélögum því sífellt óhag- stæðari. Afleiðingarnar verða m.a. erfiðleikar við rekstur skóla og aðra félagslega þjónustu. Skatttekjur sveitarfélagsins minnka. Þetta m.a. ýtir enn undir frekari fækkun. Með öllu sýnist undir hælinn lagt að sameining sveitarfélaga komi í veg fyrir áframhaldandi íbúafækkun nema því aðeins að innan hins nýja „samfélags“ sé byggðakjarni. -mhg. Föstudagur 18. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.