Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN Ertu kennari? Viltu breyta til? Hvernig væri þá aö athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfiröi? Grunnskólinn í Grundarfiröi er aö stærstum hluta í nýlegu húsnæöi. Hann er ágætlega búinn tækjum, meö góöri vinnuaðstööu fyrir kennara ásamt góöu skóla- safni. Bekkjardeildir eru af mjög viöráöanlegri stærð (12-14 nemendur) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu aö hugsa um aö slá til þá vantar kennara í almenna bekkjarkennslu og til kennslu í: raungreinum, tungumálum og handmennt. Ennfremur til kennslu á skólasafni í hálft starf á móti hálfu starfi í almenningssafni. Grundarfjörður er í fögru umhverfi u.þ.b. 250 km frá Reykjavík. Þangaö eru daglegar ferðir meö áætlunarbílum og flug 3svar í viku. Viljir þú kynna þér málið betur þá sláöu á þráöinn. Skólastjórinn Gunnar Kristjánsson síma 93-8802 og varaformaður skólanefndar Sólrún Kristins- dóttir síma 93-8716 gefa allar nánari upplýsingar. Skólanefnd óskar að ráða loftskeytamann/símritara/ritsímaritara til starfa í Neskaupstað. Nánari upplýsingar verða veittar hjá stöðvarstjóra Pósts og síma í Neskaupstað. Tónlistarkennarar Tónlistarkennari óskast í hlutastarf viö tón- menntakennslu í Álftanesskóia og í forskóla og tónfræöi viö Álftanesdeild Tónlistarskóla Garöa- bæjar. Upplýsingar veita: Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, sími 54459, Valgeir Gestsson, símar 53828 og 12259. PÓST- OG SÍMAMÁLAS T O F N U NIN Útboð Tilboö óskast í smíöi póst- og símahúss í Kefla- vík. Útboðsgögn fást á skrifstofu Umsýsludeildar viö Austurvöll og hjá stöövarstjóra Pósts og síma í Keflavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar miðvikudaginn 6. ágúst nk. kl. 11.00 árdegis. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar Magnúsar Andréssonar Hamrahlíð 1 Helga Magnúsdóttir Hulda Magnúsdóttir Auglýsið í Þjóðviljanum Er það nú von að fólk vilji flytja úr svona húsakynnum í höfuðstaðnum og í einhvern „hænsnakofa" norður á Akureyri? Byggðastofnun Þegar krosstré reynast fúaspýtur Fjórir - tveir - núll Svo bregðast krosstré. Eða eru það kannski bara fúasprek? Nú hefur meiri hluti stjórnar Byggð- astofnunar tekið þá ákvörðun að hún skuli vera áfram í Reykjavík en ekki flytjast til Akureyrar. Þessu réðu þeir Ólafur G. Einars- son, Eggert Haukdal og fram- sóknarþingmennirnir Ólafur Þórðarson og Stefán Guðmunds- son. Kratavaramaðurinn af Vestfjörðunum sat hjá. Geir Gunnarsson og Halldór Blöndal greiddu hinsvegar atkvæði með flutningnum. Enginn furðar sig á afstöðu þeirra Ólafs og Eggerts. Af þeim var ekki annars von. Hitt ætluðu margir, að landsbyggðarþing- mennirnir Ólafur Þórðarson og Stefán tækju annan pól í hæðina. Á þeim ultu úrslit málsins. Lausgopalegt fimbulfamb um að koma upp stjórnsýsluútibúum út um landið er naumast ástæða til að taka alvarlega. Áður hefur verið til þess mælst að Fram- kvæmdastofnun gerði áætlun um slíkt. Er sú áætlun ekki ógerð enn? „Eigum alveg eins erindi suður eins og norður og því hef ég ekk- ert við þessa samþykkt að at- huga,“ hefur Mbl. eftir Páli Pét- urssyni. En af hverju skyldu menn alveg eins eiga „erindi suður eins og norður“? Er það ekki einmitt af því að á undan- förnum áratugum hefur öllum helstu þjónustustofnunum ríkis- ins verið ákveðinn aðsetursstað- ur i Reykjavík? „Rök“ Páls eru „rökin“ fyrir því að áfram skuli haldið á sömu braut. Mbl. hefur það eftir Eiði Guðnasyni að það sé „staðreynd, að hefði verið ákveðið að flytja Byggðastofnun til Akureyrar, hefði það orðið til þess að veita Eyfirðingum betri þjónustu en öðrum verri“. Nú er það svo, að þótt einhverjar grillur verði til í heilabúi Eiðs Guðnasonar þá gerir sá merki uppruni þeirra þær ekki að staðreyndum einn sér. Eða byggir Eiður Guðnason þessa hvatvíslegu fullyrðingu sína á því, að vegna núverandi stað- setningar veiti Byggðasjóður ná- grenni Reykjavíkur „betri þjón- ustu en öðrum verri“? -mhg Stéttarsambandsfundur „Eftir er yðar hlutur“ Ríkisvaldið getur með ýmsum hœtti stuðlað að lœkkun búvöruverðs Augljóst er að möguleikarnir á aukinni sölu búvara á innlendum markaði byggjast ekki hvað síst á því að verðinu sé stillt svo í hóf, sem ýtrast er kostur. Þetta er bændum vel ijóst enda hafa þeir með ýmsum hætti leitast við að lækka framleiðslukostnaðinn. En þeir hafa bara ekki alla þræði í hendi sér. Ríkisvaldið hefur einnig, bæði með beinum og óbeinum hætti, áhrif á búvöru- verðið. Með vissum aðgerðum hefur það í hendi sinni að lækka verðið, ef vilji er til. Það var því ekki út í hött að Stéttarsam- bandsfundurinn samþykkti eftir- farandi ályktun: „ Aðalfundurinn... leggur áherslu á að verð landbúnaðaraf- urða til neytenda sé sem lægst til þess að auka sölu þeirra. Fundur- inn bendir á eftirfarandi leiðir: 1. Aðföng til búanna séu lækk- uð með aðgerðum stjórnvalda, m.a. með lækkun á verði áburðar og rafmagns og frekari niðurfell- ingu tolla og skatta af vélum og tækjum til landbúnaðar. 2. Niðurgreiðslur séu auknar bæði á vinnslu- og sölustigi og mótuð ákveðin stefna um þau mál. 3. Unnið sé að hagræðingu á rekstri afurðastöðva með sam- ræmdum aðgerðum, sem leiði til aðhalds í öllum rekstri þeirra og vinnslu úr afurðum landbúnaðar- 4. Unnið sé markvisst að því að draga úr rýrnun afurða í vinnslu og geymslu." -mhg. Búvörur Fjörráð en ekki bjargráð Óhæfa að gera hvorttveggja ísenn: skerða útflutningsuppbætur og lækka niðurgreiðslur Hrlngl stjórnvalda með niður- greiðslur á búvörum hefur, sem vænta mátti, reynst mjög óheppi- legt. Og fráleitt verður það að teljast með öllu, að gera hvort- tveggja í senn, að skerða útflutn- ingsbætur og lækka niður- greiðslur. Slíkar aðgerðir eru ekki bjargráð við bændastéttina heldur fjörráð. Fjölmargir bændafundir hafa eðlilega andmælt harðlega þessu athæfi, sem er í andstöðu við hagsmuni neytenda jafnt sem bænda. Til að mynda lýstu Að- aldælir þungum áhyggjum yfir þeirri „stefnu stórnvalda í land- búnaðarmálum, sem m.a. felst í stórminnkuðum niðurgreiðslum á búvörum innanlands, afnámi útflutningsbóta og áróðri fyrir fækkun og stækkun búa“. Aðalfundur Stéttarsambands- ins tók mál þetta að sjálfsögðu til umræðu og afgreiðslu og sam- þykkti svofellda ályktun: „Aðalfundurinn... vekur at- hygli A.S.I á því hve niður- greiðslur íslenskra búvara eru mikilvægar fyrir afkomu heimil- anna, ekki síst þeirra, sem lægst- ar tekjur hafa. Þar fara hagsmun- ir bænda og launþega augsýnilega saman. Fundurinn heitir því á forystu ASÍ að styðja bændastétt- ina í samningum við stjórnvöld um auknar niðurgreiðslur. Fundurinn undirstrikar hve þróttmikill landbúnaður skapar þéttbýlisbúum fjölþætta atvinnu, jafnt beint sem óbeint“. -mhg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.