Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN Hrein eyðsla „Ég fæ gott kaup hérna.“ Jón vinnur í spilasalnum Freddi. Ljósm. Ari. „Ég væri ekki að vinna hérna nema af því að kaupið er gott. Hér er opið frá 10 á morgnanna til 23.30 á kvöldin. Það koma nú ekki margir hingað á morgnana, aðallega bara þeir sem eru að skrópa í unglingavinnunni", sagði Jón 15 ára sem er að vinna í spilasalnum Fredda. „Það sem ég á að gera hér er t.d. að skipta peningum og passa að fólk reyki ekki hérna inni.“ Aðspurður sagði Jón að hann teldi það vera óhollt fyrir ung- linga að stunda spilasali í miklum mæli. „Því þetta er inni og svo er þetta hrein eyðsla. Sumir krakk- arnir hérna eiga greinilega mikla peninga. Ég sótti einu sinni þenn- an stað dálítið en eyddi aldrei miklum pening hérna.“ Jón sagðist eiga mörg áhuga- mál. T.d. spilar hann badminton með KR. „Við erum í mikilli framför." Hann sagðist líka spila á selló og hefur lært í 7 ár. Glætan ráðleggur þeim stelp- um sem ætla að reyna að krækja í Jón að fara upp í Þjórsárdal um Verslunarmannahelgina. Ef það gengur ekki svona í fyrstu tilraun ættu þær að fara í MR næsta vetur því þangað fer Jón í 3ja bekk í haust. —SA. „Maður hefur sko ekki lyst á að borða það sem maður er að selja allan daginn". Björg og Hrund afgreiðslustúlkur í Southern Fried Chicken. Veiðiferðir og Shakespeare The biggest? What flavour?“. Þær Björg og Hrund vinna í sum- ar við að afgreiða í Southern Fri- ed Chicken. „Jú, það koma mjög margir útlendingar hingað. Mað- ur æfist ágætlega í enskunni.Við fáum ágætt kaup því við vinnum vaktavinnu og erum stundum um helgar“. Blaðamaður spurði hvað þær gerðu í frístundum. Björg fer út að skokka og stundum í sund. „Svo er ég nú örugglega svolítið skrítin miðað við aðra unglinga því ég var t.d. að lesa eldgamla Shakespeare bók í gær.“ Björg ætlar líklega til Bandaríkjanna í haust en næsta vetur í Flensborg- arskólann. Hrund sagðist fara út úr bæn- um að veiða þegar hún á frí. Að- spurð um hvað hún ætlar að gera um Verslunarmannahelgina sagði Hrund að þær yrðu að vinna. „Svo gæti ég ekki hugsað mér að fara neitt út úr bænum því mér finnst þetta fáránleg menn- ing sem er ríkjandi þessa helgi.“ Næsta vetur fer Hrund í Fjöl- braut í Breiðholti. Eruð þið ekki alltaf að borða kjúklinga og franskar? „Neihei, maður er ekki sérlega spenntur fyrir því sem maður er að selja allan daginn“, sögðu þær Björg og Hrund að lokum. Laglegur á lyftara „Vinnutíminn er frá 8-5, en maður vinnur stundum alveg til 10 á kvöldin“, sagði Hörður en Glætan hitti hann niðri við höfn. Hörður er ekur lyftara fyrir Rík- isskip í sumar. „Það er ágætt að vinna hérna, ég var líka í þessu starfi í fyrra- sumar. Ég er með rúm 30 þúsund á mánuði með yfirvinnu. Þetta er nú ekki draumastarfið." Hörður er í Versló og útskrif- ast í vor. Þá er fyrirhugað að fara í stúdentsferð til Spánar. Svo tekur Háskólinn við. „Líklega fer maður í viðskiptafræði.“ „Þetta starf er ágætt en ekki draumastarfið.“ Hörður smælar til Ijósmyndarans. Ljósm. Ari. Þeir sem hafa gaman af að þeyta skífum geta hringsnúið nokkrum nýjum plötum á næst- unni því í dag, eða jafnvel í gær, kemur út ný plata með Greifun- um. Hún heitir Blátt blóð og er fyrsta plata þeirra félaga en eins og Þjóðviljinn hefur marg oft minnt á unnu Greifarnir í Mús- iktilraunum Tónabæjar. Hljóm- plötuútgáfan Steinar gefur Blátt blóð út Erni Hilmarsyni.Gæjarnir í Gramminu spá því að þetta verði mikil “hitt“ plata því þetta verður hálfgerð diskóplata og mjög ólík því sem Hilmar hefur gert hingað til. Hljómar spennandi. Fálk- inn er að spá í að gefa út nýja plötu með efni frá Gunnari Þórð- arsyni í tilefni af af afmæli Reykjavíkurborgar. Hún kemur væntanlega út ágúst. Margar nýjar erlendar plötur koma út á Nýjar plötur ★ Sperrið eyrun ★ Að öllum líkindum kom líka út í dag eða í gær frá Steinari plata með Pétri Kristjánssyni og Bjartmari Guðlaugssyni. Piatan þeirra heitir: Þá sjaldan maður lyftir sér upp, og er hrein og klár popp plata. I haust kemur út frá Gramminu plata með Hilmari markaðinn í sumar hjá Skífunni. Plata með Modern Talking var að koma út og á miðvikudaginn kom út plata með Eurythmics. Plata með Ellu Debards kemur eftir helgi og í næsta mánuði kemur ný með Lionel Ritchie. —SA. Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. (1) Who’s Johnny - El de Barge 2. (2) Papa Don’t Preach - Madonna 3. (-) Vienna Coming - Falco 4. (4) Þrisvar í viku -Bítlavinafélagiö 5. (-) S.O.S. Bandito - Carrara 6. (6) Jeannie - Falco 7. (7) Venus - Bananarama 8. (5) Dance with me - Alphaville. 9. (10) When Tomorrow Comes - Eurythmics 10. (8) God thank you Woman - Culture Club Grammid 1. (1) Blús fyrir Rikka - Bubbi Morthens. 2. (2) The Queen is Dead - The Smiths. 3. (9) The Seer - Big Country 4. (3) Contenders - Easterhouse. 5. (4) The Singer - Mick Cave. 6. (-) The Devil has all the best Tunes - Prefab Sprout 7. (-) Allur - Megas 8. (5) Animal Boy - Ramons 9. (-) Var é vargen -Imperiet. 10. (8) Mitt líf - Bjarni Tryggva Rás 2 1. (1) Þrisvar í viku - Bítlavinafélagið 2. (2) The edge of heaven - Wham 3. (3) Papa don’t preach - Madonna 4. (10) Hunting high and iow - A-ha 5. (8) if you were a woman - Bonnie Tyler 6. (5) Atlantic is calling - Modern Talking 7. (22) Heilræðavísur Stanleys - Faraldur 8. (12) Take it easy - Andy Taylor 9. (6) When tomorrow comes - Eurythmics 10. (13) The teacher - Big Country 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.