Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR FRÍ-mótið Eggert vann kastgreinamar Eggert Bogason, Hafnfirðin- gurinn kraftmikli, sigraði bæði í kúluvarpi og kringlukasti á FRÍ- mótinu sem lauk á Laugardal- svelli í gærkvöldi. Hann kastaði kringlunni 55,12 metra og kúl- unni 17,18 metra. Þórdís Gísiadóttir sigraði í hás- tökki kvenna, stökk 1,78 metra. Gísli Sigurðsson vann stangar- stökkið, fór yfir 4,70 m. Svíinn Kvame Moore sigraði í 110 m grindahlaupi karla á 15,47 sek. og landi hans, Mikael Kjell, vann 100 m hlaup karla á 11,32 sek. Oddný Árnadóttir sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 12,20 sek. Krist- ján Harðarson vann langstökk karla, stökk 7,04 metra. Guðrún Ingólfsdóttir kastaði kringlunni lengst í kvennaflokki, 46,06 metra. íris Grönfeldt þeytti hins- vegar spjótinu lengst, 51,28 metra. Jón Diðriksson vann 3000 m hlaupið á 8:33,4 mín., Hildur Björnsdóttir sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 2:15,2 mín. og loks sigraði Egill Eiðsson í 400 m hlaupi karla á 49,3 sekúndum. —VS Kvennaknattspyrna Tvö víti í súginn! IA vann spennuleik í Keflavík ÍA vann ÍBK 2-1 í hörkuspenn- andi leik í 1. deild kvenna í Kefla- vík í gærkvöldi. Meðan staðan var 1-1 brenndu bæði lið af vít- aspyrnum, fyrst skaut Kristín Reynisdóttir framhjá marki ÍBK og síðan skaut Austurlandsmærin Inga Birna Hákonardóttir yfir mark ÍA. Staðan var 0-0 í hálfleik en Helga Eiríksdóttir kom ÍBK yfir fljótlega eftir hlé. Karítas Jóns- dóttir jafnaði skömmu síðar fyrir Skagastúlkurnar og hún skoraði aftur rétt fyrir leikslok og tryggði liði sínu öll þrjú stigin. —VS Arsæll Kristjánsson miðvörður Vals er á undan í boltann í þetta skiptið en Freyr Sverrisson og félagar í IBK fögnuðL sigri þegar upp var staðið. Mynd: Ari. mam Hlíðar^pdi _ Fallegt sigurmark ✓ IBK vinnur enn en sigurganga Vals er á enda HMIKörfubolti Bandaríkin í úrslitaleikinn Bandaríkjamenn sigruðu Bras- ilíu 96-80 í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar á Spáni í gærkvöldi og tryggðu sér því rétt til að leika til úrslita við sigurvegarann í leik Sovétríkj- anna og Júgóslavíu. Staðan í hálfleik var 60-37, Bandaríkjamönnum í hag, en fyrstu sjö mínútur seinni hálfleiks skoruðu þeir ekki stig og Brassar minnkuðu muninn í átta stig. Þá tóku Kanar við sér á ný og gerðu útum leikinn. Oscar Schmidt átti stórleik með Brasilíu og skoraði 43 stig en það dugði ekki til. Spánn vann Kanada 100-80 og leikur um 5. sætið við sigurvegar- ann í leik Ítalíu og fsraels. —VS/Reuter Eitthvað varð að láta undan á Hlíðarenda í gærkvöldi. Vals- menn höfðu leikið níu leiki í röð án taps, og hófu þá sigurgöngu í Keflavík, og Keflvíkingar höfðu sigrað í sjö af síðustu átta leikjum sínum. Og það voru þeir síðar- nefndu sem héldu áfram sínu striki og skutust í annað sætið, tveimur stigum á eftir Fram, með 1-0 sigri. Valsmenn byrjuðu betur og sóttu stíft fyrstu mínúturnar, þó án þess að skapa sér umtalsverð færi. Þegar líða tók á leikinn fóru Keflvíkingar að sækja meira og markið kom á 36. mín. Sigurður Björgvinsson sneri á vörn Vals- manna og sendi boltann til Óla Þórs Magnússonar. Hann lék á varnarmann og skoraði með föstu skoti efst í markhornið fjær. Gullfallegt mark. Valsmenn voru sterkari fram- anaf seinni hálfleik. Hilmar Sig- Valur-ÍBK 0-1 (0-1) * * Hlíöarendi, 17. júlí Dómari Þorvarður Björnsson * Áhorfendur 710 0-1 Óli Pór Magnússon (36.) Stjörnur Vals: Hilmar Sighvatsson * Valur Valsson * Stjörnur ÍBK: Óli Þór Magnússon * Valþór Sigþórsson * Þorsteinn Bjarnason * Stjarnan Handknattleiksdeildin hjá skiptaráðanda! Gamlar skuldir hafa hlaðist upp. Gjaldþroti lýst í október nema þœr verði greiddar. Petta verður leyst, það verður spilaður handbolti áfram í Garðabœ, segir stjórnarmaður. HSÍ lýsir yfir stuðningi við Stjörnuna Handknattleiksdeild Stjörn- unnar í Garðabæ hefur verið tekin til skiptameðferðar sem gjaldþrota hjá skiptaráðanda. Miklar skuldir hvfla á deildinni frá árunum 1980-83, í ársbyrjun 1984 þegar ný stjórn tók við námu þær um 2 miljónum króna. „Við tókum við með því skil- yrði að við kæmum ekki nálægt þessum skuldabagga. Bærinn, Búnaðarbankinn og aðalstjórn Stjörnunnar tóku við honum en sl. tvö ár hafa fleiri reikningar og kröfur frá þessu tímabili borist okkur og hlaðist upp,“ sagði Guðjón Friðriksson stjórnar- maður í handknattleiksdeild Stjörnunnar í samtali við Þjóð- viljann í gær. Stjarnan leikur í Evrópu- keppni bikarhafa næsta vetur og handknattleiksáhugamenn í Garðabæ eru uggandi um að þetta mál kunni að hafa áhrif á það. „Ég lít svo á að þetta mál verði leyst. Samkvæmt lögum höfum við tvo mánuði til þess, það er ekki búið að lýsa okkur gjaldþrota og það er kannski best að fá að hreinsa fyrir okkar dyr- um í eitt skipti fyrir öll. Ég á von á að þetta verið leyst með lánum og framlögum einstaklinga. íþrótta- lega séð á þetta ekki að skaða okkur neitt, Stjarnan heldur sínu sæti í 1. deild og það verður leikinn áfram handbolti í Garða- bæ. Þetta er ekki aðför að fé- laginu og starfsemi þess,“ sagði Guðjón. í Lögbirtingablaðinu sem kom út í fyrradag kemur fram að skiptafundur verður haldinn mið- vikudaginn 8. október og þar verður skrá yfir lýstar kröfur lögð fram. En hefur þetta áhrif á þátttöku Stjörnunnar í íslandsmótinu? „Á meðan engar tilskipanir koma frá æðri völdum gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á Stjörnunni. Núver- andi stjórn handknattleiks- deildar Stjörnunnar hefur staðið sig framúrskarandi vel að okkar mati, við höfum mikið álit á henni og hún er alls trausts verð. Það væri synd ef eitthvert bakbit núna yrði til þess að gera að engu það frábæra starf sem Stjarnan hefur unnið á handknattleiks- sviðinu síðustu ár,“ sagði Jón Er- lendsson, skrifstofustjóri HSÍ, um málið. —VS hvatsson átti gott skot sem Þor- steinn Bjarnason varði vel og stuttu síðar átti Magni Pétursson fast skot sem Þorsteinn varði einnig. Keflvíkingar voru nálægt því að bæta við er Ingvar Guðmunds- son komst einn innfyrir vörn Vals en Guðmundur Hreiðarsson varði. Á lokamínútunum fengu Valsmenn svo nokkur sæmileg færi en tókst ekki að nýta þau og máttu því sjá á eftir öðru sætinu í hendur Keflvíkinga. _____Ibe Friðarleikarnir Tap gegn b-liðinu Landslið Islands í handknatt- leik beið lægri hlut gegn b-liði So- vétmanna, 20-22, á Friðarleikun- um í Moskvu t gær. Þetta var þriðja tap liðsins í Ijórum leikjum. ísland var yfir mest allan leikinn, 11-10 íhálfleik, en Sovét- menn náðu undirtökunum skömmu fyrir leikslok og tryggði sér sigur. Sigurður Sveinsson var enn atkvæðamestur í íslenska lið- inu, skoraði 5 mörk. Geir Sveins- son og Júlíus Jónasson skoruðu 4 mörk hvor. —VS 3. deild Grindavík sigraði Grindvíkingar unnu sætan sigur á hinu Suðurnesjaliðinu í SV-riðli 3. deildarinnar í gær- kvöldi. Þeir sigruðu Reyni frá Sandgerði 3-1 í Grindavík og styrktu með því verulega stöðu sína í deildinni. Steinþór Helga- son, Olafur Ingólfsson og Þórar- inn Ólafsson skoruðu fyrir heimamcnn cn Sigurjón Kristins- son gerði mark Sandgerðinga. —VS Föstudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.