Þjóðviljinn - 08.08.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Page 1
DJOÐVIUINN Myndir: Sigurður Mar. Texti: Valþór Hlöðversson VWÍfíÍ );v:S;>vv;■>:■ Þegar ekið er austur Rangár- velli ellegar sandana suður af EyjaQöllum vekur athygli hve græni litur gróskunnar vinnur smátt og smátt á uppblástursöfl- unum og hylur svörðinn. Hér er ekki náttúran ein að verki heldur nýtur hún aðstoðar starfsmanna Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti. A ferð blaðamanna um Suðurland litu þeir við í Gunn- arsholti og ræddu við starfsmenn sem unnu þar að áburðardreif- ingu. Gras Fengum elsta „þristinn" Stefán Sigfússon landgræðslu- fulltrúi var í fyrirsvari þegar okk- ur bar að í þann mund sem land- græðsluvélin var að hefja sig til lofts. Það lá beint við að spyrja Stefán um tilurð þess að farið var að nota slíka vél til áburðar- og frædreifingar: „Vélin sú arna er hin merkasta, en hún er af tegundinni DC-3, sú fyrsta sem íslendingar eignuðust. Vélin er smíðuð árið 1943 og er því 43 ára gömul. Hingað til lands kom hún á vegum Bandaríkja- hers en komst í eigu Flugfélags íslands árið 1946 og bar þá nafnið Gljáfaxi. Þegar Fokker vélarnar leystu þristana af hólmi ákvað stjórn Flugfélags íslands, að frumkvæði Arnar Ó. Johnson forstjóra, að gefa Landgræðslu ríkisins vélina til landgræðslu- starfa. Var settur búnaður til áburðardreifingar í vélina að ný- sjálenskri fyrirmynd og hún svo skráð sem Páll Sveinsson TF- NPK árið 1973. Þessir stafir eru ekki valdir af handahófi heldur eru þeir efnafræðileg tákn þeirra áburðartegunda sem við notum mest, þ.e. köfnunarefnis (N), fosfórs (P) og kalí (K). Véiin var hins vegar skýrð í höfuðið á Páli Sveinssyni fyrrum landgræðslu- stjóra". Yfir 20.000 tonn af áburði „Á þeim 13 árum sem liðin eru síðan við tókum Pál Sveinssonm í notkun höfum við dreift rúmlega 20.ooo tonnum af fræjum og áburði með vélinni og má segja að tilkoma hennar hafi skipt al- gjörum sköpum fyrir land- græðslustarfið. Við dreifum ein- göngu á sumrin eins og nærri má geta, byrjum venjulega í júní og höldum áfram fram eftir sumri eins og blessuð fjárveitingin hverju sinni heimilar okkur. Við skiptum landinu upp í ákveðin svæði sem við dreifum á, bæði til viðhalds þeim sem þegar hafa verið grædd upp og svo tökum við ný svæði til ræktunar. Sem dæmi að taka höfum við verið að græða svæði vegna Blönduvirkjunar fyrir Landsvirkjun og einnig í Krakárbotnum í Þingeyjarsýsl- um“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.