Þjóðviljinn - 08.08.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Síða 2
SUÐURLAND BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Afgreiðslutími Flúðum 14-16 Hveragerði 9.15-16 Selfossi 9.15-16 Laugarvatni 14-16 Öll innlend og erlend bankaþjonusta ÁRNESINGAÚTIBÚ: ^BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Flúðum, Laugarvatni, Selfossi og Hveragerði Lestu aðeins stjórnarblöðin? UðÐVIUINN Höfuðmálgagn sfjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33. e ef ti^a ostá DJOÐVILJINN Þessir piltar voru að koma úr flugi á Páli Sveinssyni þegar okkur bar að garði: Ársæll Hannesson leiðsögurnaður, Sverrir Þórólfsson flugmaður í sjálfboðavinnu, Davíð Hemstock flugvirki og Eyþór Baldursson flugmaður og sjálfboðaliði. Ljósm. Sig. fet Stöðugt minna fjármagn „Okkar blómatími í land- græðslunni var á þeim árum þeg- ar Þjóðargjafarinnar frá 1100 ára afmæli íslandsbyggðar naut við. Þá dreifðum við allt upp í 3000 tonnum á hverju sumri en nú eru 1400 tonn hámark. Ástæðan fyrir þessu er einkum sú að áburðar- verð hefur hækkað mun meira en raungildi upphæðarinnar sem við höfum til ráðstöfunar, en nú vinnum við eftir Landgræðslu- áætlun I frá árinu 1981. Þessi samdráttur gerir það að verkum að okkur tekst aðeins að halda í horfinu en þrátt fyrir allt er mjög góður árangur af þessu starfi í gegnum árin. Maður vonar bara að fjárveitingavaldið taki betur við sér því svona endurreisnar- starf kostar peninga og það mikla peninga. Spurningin er hins veg- ar alltaf sú við hvað er miðað þeg- ar talað er um mikla peninga". Erum á eldfjallasvæði Margar skoðanir hafa verið á lofti um orsakir uppblástursins og eflaust fleiri til kallaðir en útvald- ir sem sérfræðingar í þeim efnum. „Auðvitað valda margir sam- verkandi þættir því þegar land blæs upp. Frumorsökin að mínu viti er hins vegar sú staðreynd að ísland ereldfjallaland. Uppblást- urinn er á belti sem gengur þvert í gegnum landið frá suðvestri til norðausturs og það er engin til- viljun að flestar landgræðslugirð- ingar okkar liggja á þessu belti. Þær eru 112 talsins og allar eru þær á þessu eldfjallasvæði nema þar sem sandfok er frá sjó. Önnur Íandsvæði gróa vel og án aðstoðar okkar eða annarra. Að auki er svo auðvitað ljóst að ofbeit er á mörgum svæðum, ekki aðeins eftir sauðfé, heldur ekki síður hross, en sem betur fer hefur nú tekist að koma þeim alfarið af beitarlöndum. Auk ofbeitar má svo nefna umferð og ágang af manna völdum“. Sandgræðsla 1907 Gunnarsholt var fyrr á tímum stórbýli og kirkjustaður en lagð- ist í auðn af völdum sandfoks. Sandgræðsla íslands er svo stofn- uð árið 1907 og smám saman var sandurinn umhverfis Gunnars- holt ræktaður upp. Frumkvöðull- inn og fyrsti sandgræðslustjórinn hét Gunnlaugur Kristmundsson en við af honum tók svo Runólfur Sveinsson. Páll bróðir hans tók við stjórnartaumum og núver- andi Landgræðslustjóri heitir Sveinn, sonur Runólfs Sveins- sonar. Fyrsta sandgræðslugirð- ingin var sett upp á Skeiðum skömmu eftir stofnun Sand- græðslunnar, sem í áranna rás breytti um nafn og heitir nú Landgræðsla ríkisins, enda sitth- vað fleira grætt upp en sandur- inn. „Strax í upphafi ruddi melgres- ið sér til rúmns og hefur það margsannað tilverurétt sinn sem besta jurtin til að binda og græða sandinn. Lúpínan hefur einnig reynst vel þar sem búfénaður nær ekki til hennar, en hún þolir ekki beit. Hvað grasfræ varðar notum við langmest vallarsvifgras og túnvingul", sagði Stefán enn- fremur. Vaskir sjálfboðaliðar Allt frá því flugvélin Páll Sveinsson kom til sögunnar fyrir 13 árum hafa flugmenn í Félagi atvinnuflugmanna séð um að fljúga henni í sjálfboðavinnu og það var ekki fyrr en í fyrra sem ráðnir voru sérstakir flugmenn til að fljúga vélinni en áfram njóta þeir samt aðstoðar sjálfboðalið- anna. Flugmenn í starfi hjá Landgræðslunni heita Pétur Steinþórsson og Hafsteinn Heiðarsson en auk þess leggur Landhelgisgæslan til flugvirkja og sá sem nú gegnir því starfi heitir Davíð Hemstock. Auk þessara manna vinna við vélina hleðslumenn, vaskir og harðdug- legir sveinar að sögn Stefáns Sigfússonar. Auk áburðar- og frædreifingar með Páli Sveinssyni notar Landg- ræðslan einnig litla vél, TF-TÚN og er hún notuð í minni verk og getur lent á flugvöllum þar sem svigrúm er lítið. Merkilegt menningarstarf Það er víða unnið merkilegt menningarstarf í landinu. Manni finnst ekki fráleit sú hugsun að það merkasta á því sviði sé það starf sem unnið er af starfsmönn- um Landgræðslunnar í Gunnars- holti. Og ekki er verra fyrir samviskuna að vita að með sínu ötula starfi eru þeir að útvega okkur hinum og forfeðrum okkar nokkurs konar syndakvittun fyrir þá meðferð sem við höfum veitt landinu okkar síðan byggð hófst. Mættu landsfeður vorir leggja baráttunni við sandana meira lið. -v. Hörkuduglegir hleðslumenn við störf sín en þeir heita Viktor Vigfússon, Arnar Halldórssson, Egill Lárusson og Markús Sigurjónsson. Ljósm. Sig. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.