Þjóðviljinn - 08.08.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Qupperneq 3
SUÐURLAND í>aö var bjart yfir Skeiðunum þegar við renndum í Hlað á Hlemmiskeiði einn góðviðrisdag- inn fyrir skömmu. Húsráðendur stóðu á hlaðinu og bjuggust til að heimta síðasta heyfenginn í hlöðu en Ingólfur bóndi Bjarnason var svo vinsamlegur að gefa blaða- mönnum hlut í sínum dýrmæta tíma um stund og bauð til stofu. Við spurðum fyrst hvernig hey- skapur hefði gengið í sumar: „Hér á Skeiðunum hefur sumarið verið gott og gjöfult og heyfengur með besta móti. Maí- mánuður var að vísu kaldur en eftir að sumarið gekk í garð hefur verið blíðviðri og kafspretta. Nú eru bændur almennt að ná inn síðustu heyjum og er þá ekki lið- inn nema um það bil mánuður frá því menn fóru að bera niður ljá.“ Á Hlemmiskeiði eru þrír bæir þar sem búa fimm fjölskyldur. Ingólfur og kona hans Kristín Eiríksdóttir búa á Hlemmiskeiði I og hafa gert það í 36 ár. Þau eru með blandað bú; um 30 nautgripi, 100 fjár og svo hesta til „Hins vegar er þessi kvóta- skipting í landbúnaðinum ekki af hinu góða. Ég vil, eins og raunar flestir bændur, hafa stýringu á framleiðslunni en að mínu mati er þessi aðferð ekki rétt. í stað þess að vera með svona flatan niðurskurð hefði átt að fá bændur á svæði eins og þessu til að ein- beita sér að nautgriparæktinni en láta öðrum, eins og t.d. í Þing- eyjarsýslum eftir sauðfjárrækt- ina. Hér eru lönd best fallin til mjólkurframleiðslu auk þess sem aðalmarkaðssvæðið er í seiling- arfjarlægð. Kvótaskiptingin hef- ur þýtt að á okkar svæði hefur orðið um 20% rýrnun í mjólkur- framleiðslu í júnímánuði í ár mið- að við sama tíma í fyrra og það er því fyrirsjáanlegur mjólkur- skortur í þettbýlinu þegar dregur að vetri. Auk þess skilst mér að Mjólkurbú Flóamanna hafi ekk- ert getað lagt til hliðar af mjólk til framleiðslu á ýmsum geymsluaf- urðum í vetur“. Skeiðin eru blómleg sveit. Það er hverjum manni ljóst sem ekur þarum. Jarðhiti erþarvíða ogvið Kristín Eiríksdóttir og Ingólfur Bjarnason með tvo uppáhaldsgæðingana Tvist og Glað. Ljósm.: Sig. Litið við á Hlemmiskeiði I í Skeiðahreppi Það vantar betri stýringu Rætt við Ingólf bónda Bjarnason um fullvirðisrétt, heyskapartíð og viðhald vega ánægjuauka í frístundum. Við spurðum Ingólf hvernig þau hefðu farið út úr kvótaskipting- unni í mjólkurframleiðslunni. „Við fórum tiltölulega illa út úr þeim skollaleik. Ég nýtti mér ekki fullvirðisréttinn á sínum tíma og hef þvf orðið að skera niður framleiðsluna um 17% en hefði hins vegar viljað fá að standa í stað. Margir bændur framleiddu mun meira en þeir höfðu átt rétt á og njóta þess í dag með hærra marki. Það er nú einu sinni svona að þeir löghlýðnu fá refsinguna en hinir sleppa“. spyrjum Ingólf hvort hann hiti ekki sín húsakynni upp með jarð- hitanum. „Jú, það höfum við gert síðan 1949. Þá létum við bora hér en þegar borinn var kominn á 80 metra dýpi festist hann og brotn- aði. Þar er hann ennþá, en við hefðum viljað komast eitthvað yfir 100 metrana. Þetta varð til þess að ekki var nægur hiti í hol- unni til upphitunar á vetrum og rættist ekki úr fyrr en við fengum rafmagnið árið 1958. Þá gátum við snerpt á vatninu þegar kaldast var. Annars eru bæir hér í Ekki var slegið slöku við heyskapinn þótt blaðasnápar gerðu tilraun til að tefja. Inga Birna, dóttir Ingólfs og Kristínar fleygir böggum í hlöðu með aðstoð vikapiltsins Björns Pálmarssonar. Ljósm.: Sig. hreppnum óðum að fá heitt vatn því borað var á Blesastöðum í fyrra og er verið að tengja 14 bæi við veituna" Nú er búið að leggja slitlag á þjóðveginn austur á Skeið og við spurðum hvort ekki væri munur að búa við svona góðan og rykfrí- an veg. „Jú, það er mikill munur og vert að lofa það sem vel er gert. Hins vegar eru stórir hlutar veg- anna hér um slóðir órykbundnir og eru þeir vægast sagt í hörm- ungarástandi og Vegagerðinni eða kannski frekar fjárveitinga- valdinu til stórskammar.“ Ingólfur bóndi er farinn að ó- kyrrast í stólnum enda blaða- menn að tefja hann frá útiverkum yfir hábjargræðistímann. Við þökkum fyrir kaffisopann og göngum með bónda út á hlað þar sem ferðalangar kveðja hús- bændur á Hlemmiskeiði I með ósk um að sólin skíni þar til öll hey hafa náðst í hlöðu. -v. SMIÐSHÚS Sumarhús - Heilsárshús Ql BYGCINGAVÖRURl Stórhöfða - sími 671100 Renndu við eða hafðu samband. Föstudagur 8. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.