Þjóðviljinn - 08.08.1986, Blaðsíða 11
SUÐURLANP
HVERABRAUÐ
Rúgbrauð seytt (hveragufu
MUELLER
lEXJROFA B. Vj
MJÓLKURKÆLITANKAR
Flestar stærðir fyrirliggjandi
á mjög hagstæðu verði.
BÆNDUR
Á OC ALFA-LAVAL MJALTAKERFUM
Vekjum athygli á
tilboði okkar
Um 150 bændur hafa nú notið sérstakrar fyrirgreiðslu
með endurbætur á mjaltabúnaði undanfarna mánuði
' T “r — TJ1
Hella á Rangárvöllum
Á \\\ \’
\ \ V * V v
KJARNA-RUGBRAUÐ
VÉLBÚNAÐUR
I FÓÐRUN OG HIRÐINGU
Sumarhús
á bökkum
Rangár
Verslun Gunnars Ólafssonar Vestmannaeyjum,
Vilberg kökuhús Vestmannaeyjum,
Garðakaup Garðabæ
Matvöruverslun Olís, Hveragerði, Höfn, Selfossi,
verslunin Hildur, Þorlákshöfn, Hagkaup, Reykjavík,
Njarðvík, HAGKAUP AKUREYRI,
Kron Eddufelli, Kron Skemmuvegi, Fjarðarkaup Hafnar
firði. Mikliaarður.
ALLT FRÁ SPENA OG ÚT í TANK
FLÓRSKÖFUKERFIN
hafa létt mörgum
bóndanum verkin.
BUNADARDEILD
ÁRMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
OG KAUPFÉLÖGIN
UM LAND ALLT
Rabbað við Jón Óskarsson hjá Mosfelli
s/f á Hellu sem rekur umfangsmikla
gistiþjónustu á grösugum bökkum
Rangár
Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR
VOTHEYSVAGNAR
Jón Óskarsson við sumarhúsin á Hellu: Okkar gestir hafa mest verið útlendir
en hlutur landans fer vaxandi. Ljósm.: Sig.
Hella á Rangárvöllum er ekki
gamall byggðarkjarni. Uppruna
byggðarinnar má rekja til þess er
Þorsteinn Bjömsson hóf þar
rekstur verslunar fyrir bændur
árið 1927. Smám saman þróaðist
þar vísir að kauptúni og á síðustu
árum hefur uppgangur þar verið
mikill.
Þjónusta við ferðamenn setur
orðið mjög svip sinn á atvinnulff
sunnlendinga. Ekki einasta
þeirra sem búa þar í þéttbýlinu
heldur og bændanna, en sem
kunnugt er veitir Ferðaþjónusta
bænda hvers konar þjónustu á
bæjum víða um Suðurland og
raunar aðra landshluta einnig.
Hella er engin undantekning í
þessu efni. Þar hefur fyrirtækið
Mosfell boðið upp á gistiaðstöðu
í mörg ár og verið að færa út kví-
arnar að undanförnu.
Jón Óskarsson, annar eigenda
Mosfells s/f sagði í samtali við
blaðamenn að þeir félagar hefðu
lengi starfrækt gistihús inni í
þorpinu, en þar eru 20 herbergi.
„Með auknum ferðamanna-
straumi varð okkur ljóst að eftir-
spurninni yrði að svara með ein-
hverjum hætti og þess vegna réð-
umst við í að reisa sumarhús hér á
eystri bakka Rangár. Reksturinn
hefur gengið með ágætum, sem
sýnir að mat okkar á þörfinni var
rétt,“ sagði Jón.
Sumarhús Mosfells, 13 að tölu,
blasa við þegar ekið er austur yfir
Rangárbrú, til hægri handar. Um
er að ræða þrjú 10 fermetra hús
með 4 rúmstæðum. í þeim er raf-
magn og hitaplata til eldunar.
Sólarhrings vist þar kostar 1200
kr. Þá er að finna sex 17 fermetra
hús þar sem 6 ferðalangar geta
sem hægast hvílst og þar er að
finna heitt og kalt vatn ásamt sal-
erni. Þar kostar sólarhringsvist
1980 kr. Loks bjóða þeir Mos-
fellsmenn upp á fjögur 27 fer-
metra hús með tveimur 3ja
manna herbergjum. Hafa þau öll
framantalin þægindi en sturtu að
auki. Þar kostar vistin 2990 kr.
„Við byrjuðum með sumar-
húsin fyrir þremur árum og höf-
um verið að bæta þar aðstöðuna
síðan. Auk húsanna er þar að
finna þjónustuhús, lítið eldhús,
þvottaaðstöðu, salerni og mat-
skála þar sem hægt er að taka á
móti hópum í einu. Langflestir
gestir okkar hafa verið útlending-
ar, hvernig sem á því stendur, en
hlutur íslendinga fer þó vax-
andi,“ sagði Jón Óskarsson að
lokum.
Hótelstjóri gistiaðstöðunnar
hjá Mosfelli s/f heitir Guðrún
Hálfdánardóttir, en meðeigandi
Jóns heitir Einar Kristinsson.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11