Þjóðviljinn - 08.08.1986, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 08.08.1986, Qupperneq 12
Mannlíf á Klaustri Jafnvel fagurt í rigningu Hús tekin á Margréti ísleifsdóttur hótelstýru á Kirkjubæjarklaustri sem rekur 56 herbergja hótel á 4 stöðum Mér finnst það táknrænt fyrir veðursældina hér á Klaustri sem kona ein sagði við mig á dögun- um: „Jafnvel þótt hann rigni er hér alltaf gott veður“. Þetta sagði hótelstýran á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri, Margrét ísleifsdóttir í samtali við blaðamenn Þjóðviljans er þeir tóku hús á henni í síðustu viku. Og við getum svo sannarlega tekið undir með Margréti því þrátt fyrir rigningarsudda var fag- urt um að litast í byggðakjarnan- um græna undir Systrafossi. Hótel allt árið Við spurðum Margréti hvenær hún hefði gerst hótelhaldari á Kirkj ubæj arklaustri. „Það mun hafa verið árið 1974 og hef ég verið hér síðan utan sfðastliðið ár er við tókum að okkur stjórn hótelsins í Reykholti," sagði Margrét. Hún kvað nýtinguna á Hótel Eddu hafa verið mjög góða í sumar, raunar 100%, „enda er Klaustur sérstaklega vel í sveit sett sem án- ingarstaður ferðamanna“. Frá Klaustri er ágæt dagleið til Reykjavíkur og álíka Iangt að fara til Hafnar í Hornafirði í au- stri. „Hér rekum við hótel allt árið enda þótt umsvifin séu auðvitað mest yfir sumartímann. Hótel Edda er rekstraraðili hótelsins sem starfrækt er á nokkrum stöð- um hér í byggðakjarnanum. Þar er fyrst að telja 18 herbergi í Kirkjubæjarskólanum, þá 11 her- bergi í gamla hótelinu, sem ný- lega hefur verið endurbætt, 22 herbergi eru í tveimur húsum hér austan við skólann og loks rekum við einnig gistiaðstöðu í einbýlis- húsi hér ofan við. Samtals starf- rækjum við því hótelið í 56 her- bergjum á fjórum stöðum,“ sagði Margrét hótelstýra. Margt að sjá Margrét var spurð hvaða staðir teldust áhugaverðir fyrir ferða- menn að skoða á Klaustri og í grennd. „Þeir eru ótal margir. Ætli flest- ir fari ekki að skoða Lakana, en þangað er 46 km leið frá þjóðveg- inum hér skammt fyrir vestan. Þá er ekki löng leið í fegurð þjóð- garðsins í Skaftafelli. Fleira mætti nefna hér á heimaslóðum: Kirkjugólfið, Systrastapa, Núpsstaðarskóg eða þá Sandinn þar sem menn finna fyrir smæð sinni. Síðast en ekki síst langar mig að minnast á Fjaðrárgljúfur, sem samnefnd á hefur sorfið í bergið og er náttúrufegurð þar með eindæmum." Margt til staðar Þótt byggðakjarninn á Kirkju- bæjarklaustri sé ekki stór er þar að finna margháttaða atvinnu- starfsemi, sem fyrst og fremst þjónar sveitunum í kring og ört vaxandi ferðamannastraumi. Þar er að finna Kirkjubæjarskóla, sem rekinn er af Kirkjubæjar- hreppi, Hörgslandshreppi, Leiðvallahreppi í Meðallandi, Skaftártunguhreppi og Álftaveri. Kaupfélag Austur Skaftfellinga rekut þar verslanir. Þar er að finna hlið við hlið í sama húsi Búnaðarbanka og Samvinnu- banka. Heilsugæslustöð er á Klaustri, félagsheimili, bifreiða- verkstæði, trésmíðaverkstæði, hárgreiðslustofa, saumastofa, pósthús og símstöð, sláturhús, elliheimili, dagheimili, heilsu- ræktarstöð, mínigolf og dýra- læknir! Margrét ísleifsdóttir hótelstýra á Klaustri ásamt dóttur sinni Sif Steinþórsdóttur. Ljósm.: Sig. Okkur verður tíðrætt um skóginn fyrir ofan byggðina sem teygir sig hátt upp í hlíðar og ekki síður uppgróinn sandinn austur af byggðinni. „Siggeir Lárusson, einn hinna ágætu Klausturbræðra, sem ný- lega er látinn, var eins og fjöl- skyldan öll mikill áhugamaður um ræktun skógar og uppgræðslu sandanna. Hann og bræður hans gróðursettu fyrstu trén upp með Systrafossi og í áranna rás hefur gróðurinn teygt sig út með hlíð- inni. Siggeir mun einnig hafa veitt ánni Stjórn hér austur á sandana og hefur það m.a. orðið til þess að þeir eru óðum að gróa upp. Landgræðsla ríkisins hefur á síðustu árum sáð og borið á þetta svæði sem hefur svo verið nýtt af bændunum hér í kring“. Uppgangur í plássinu Þegar ekið er að Kirkjubæjar- klaustri vekur athygli stór og mikil þyrping nýbyggðra húsa austur frá gamla Kirkjubænum. „Á síðustu árum hefur verið tal- sverður uppgangur hér á Klaustri enda ferðamannastraumur aukist á sumrum. Því miður hefur ekki tekist að halda fullum dampi hér á vetrum sem er synd því þetta svæði er ekki síður skemmtilegt heim að sækja þegar Vetur kon- ungur hefur tekið völdin,“ sagði Margrét ísleifsdóttir hótelstýra á Kirkjubæjarklaustri að síðustu. -v. VIÐ KYNNUM NÝJA BLÁA BORÐANN Annað eins smjörlíki hefur þú aldrei bragðað. Stórkostlegt til steikingar - bragðgott á brauðið, Við hlökkum til að heyra þitt álit. □ smjörlíki hf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.