Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1986, Blaðsíða 16
IÐNSKOLINN I REYKJAVÍK Bókagerðarmenn Kennara vantar í bókagerðargreinum, einkum offsetskeytingu og plötugerð. Upplýsingar veitir Oli Vestmann Einarsson, yfir- kennari, í síma 18326. A Fóstrur - starfsfólk Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður á dagvistarheimilum bæjarins lausar til umsóknar. Um er að ræða ýmist 50% eða 100% störf. Fóstru að dagvistarheimilinu Efstahjalla. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150. Fóstru að dagvistarheimilinu Grænatúni. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580. Fóstru að dagvistarheimilinu Kópasteini við Hábraut. Upplýsingargefurforstöðumaðurísíma 41565. Fóstru og starfsfólk við uppeldisstörf að dag- vistarheimilinu Marbakka. Upplýsingargefurfor- stöðumaður í síma 64112. Fóstru að leikskólanum Fögrubrekku. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 42560. Fóstru að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Einnig veitir dag- vistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs A iSfrJ Kópavogur- foreldrar Höfum enn nokkur pláss laus á dagvistarheim- ilinu Kópaseli. Kópasel er dagvistarheimili, sem staðsett er við Lækjarbotna. Aðstaða er mið- svæðis í Kópavogi, þar sem starfsfólk og börn safnast saman í byrjun og lok hvers dags. Vegna staðsetningar Kópasels býður starfsemin þar upp á ýmsar nýjungar og dýrmæta reynslu fyrir börnin. Um er að ræða dagvist fyrir börn á efri forskóla- aldri í allt að 71/2 klst. á dag frá kl. 7.30-15. Þeir Kópavogsbúar, sem óska eftir vistun fyrir börn sín í Kópaseli í haust, hafi samband við Félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, sími 41570. Þar liggja umsóknareyðublöð frammi og allar nánari upplýsingar eru veittar. Dagvistarfulltrúi Orðsending til bænda Þeir bændur sem hafa framleiðslu í mjólk og kindakjöti samanlagt undir 300 ærgildisafurðum á verðlagsárinu 1984/1985 og meirihluta tekna sinna af þeirri framleiðslu geta sótt um viðbótar fullvirðisrétt í mjólk til Framleiðsluráðs landbún- aðarins sbr. 3. tölulið 13. gr. reglugerðar nr. 339/ 1986, sem bændur hafa nýlega fengið senda. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum búnaðar- sambandanna. Þeir bændur, sem telja sig eiga rétt skv. 14. gr. sömu reglugerðar, skulu sækja um aukinn rétt til viðkomandi búnaðarsambands. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Framleiðsluráð landbúnaðarins stað þess að stytta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um þrjár vikur, einsog Perez de Cuellar aðalritari SÞ lagði til, var ákveðið að fresta ráðstefnu mannréttindastofnunarinnar um óákveðinn tíma. Mannréttindum frestað Fjárskortur Sameinuðu þjóðanna verður til þess að ráðstefnu mannréttindastofnunarinnar sem halda átti í þessum mánuði verðurfrestað. Þykirýmsum sem sparnaðurinn komi niðurá mikilvægasta þætti starfsemi SÞ Sameinuðu þjóðirnar hafa hættvið aðhalda mannréttindaráðstefnu, sem átti að vera í Genf nú í ágúst. Ástæðan erfjárskorturSam- einuðu þjóðanna. Samtals skulda aðildarríkin um 20 milljarða króna til Sameinuðu þjóðanna. Til að sparavar ákveðið að hætta við ráð- stefnuna, en í staðinn hafa30 frjáls samtök ákveðið að halda samskonar ráðstefnu í Genf og verður hún dagana 28.-30. ágúst. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að bjarga ráð- stefnunni og m.a. safnaði breska hreyfingin gegn þrælkun um sex milljónum króna meðal fé- lagssamtaka víðsvegar um heim- inn. Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Perez de Cuellar, gat hins- vegar ekki þegið peningagjafir. Segir hann að Sameinuðu þjóð- irnar verði að standa fast á þeirri reglu að þyggja aldrei fégjafir frá neinum, slíkt kunni að binda samtökin, en þau mega ekki vera skuldbundin neinum fjárhags- lega. Perez vísar m.a. til þess að ný- Iega afþakkaði hann tilboð frá Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um um peningagjöf. Risaveldin buðust til að láta SÞ fá rúmar 400 milljónir gegn því að nokkur óþægileg mál yrðu tekin út af dagskrá allsherjarþingsins. So- vétríkin skulda annars SÞ um rúma þrjá milljarða króna. Það að SÞ hafi ekki lengur ráð á að fást við mannréttindamál er að mati margra afar slæmt, því mannréttindin eru mikilvægasti málaflokkur samtakanna. Mannréttindabrot mjög mörg Árlega eru tilkynnt um 50.000 mannréttindabrot til Sameinuðu þjóðanna og hefur mannréttindastofnunin haft í nógu að snúast við að reyna að ráða bót á þessu ástandi. Undanfarin tíu ár hefur mannréttindastofnunin unnið mikið og þarft verk. Hefur ein- stökum málum verið fylgt eftir þar til þeim hefur verið lokið, skýrslur hafa verið samdar um ástandið í ákveðnum löndum og fjalla þær um kynþáttamisrétti, þrælkun, fólk sem hverfur spor- laust, pyntingar, aftökur ogfang- elsisvist. Árangurinn af starfi mannréttindastofnunarinnar hef- ur verið nokkuð góður. Vakin er athygli á grófum mannréttinda- brotum og ósjaldan hafa yfirvöld í viðkomandi landi orðið að taka tillit til almenningsálitsins í um- heiminum. Einstaka nefndir og ráð á vegum mannréttindastofn- unarinnar hafa beitt sér fyrir því að ríkisstjórnir lagfæri það sem miður fer í löndum þar sem mannréttindabrot hafa verið al- geng. Betri og friðvœnlegri heimur Takmark Sameinuðu þjóðanna er að skapa betri og friðvænlegri veröld fyrir íbúa þessarar plán- etu, þar sem sérhver einstakling- ur getur lifað mannsæmandi lífi, því hlýtur starf mannréttinda- stofnunarinnar að vera horn- steinn starfsemi SÞ. Nú þegar þarf að skera niður starfsemi SÞ er byrjað á þessum þætti starfs- ins. Aðildarríki SÞ verða að gang- ast undir eið þar sem þau heita því að virða mannréttindi að fullu en reyndin er sú að einungis um helmingur ríkjanna heldur þenn- an eið. Er ekki að efa að mörg þeirra ríkja sem virða mannréttindi að vettugi hafi orð- ið fegin þegar árlegum fundi mannréttindastofnunarinnar var aflýst, en það var meirihluti ríkja SÞ sem ákváðu að fresta fundin- um. Perez de Cuellar lagði til að í staðinn yrði allsherjarþing SÞ stytt um þrjár vikur, en það þing er þekkt fyrir orðavaðal sinn og pappírsflóð en þykir lítið áþreifanlegt koma út úr starfi þess. Aðalritarinn fékk þó ekki nægan hljómgrunn fyrir þessa til- lögu sína og því var ákveðið að hætta við ráðstefnu mannréttindastofnunarinnar. -Sáf/Ny tid. Kennarar Kennara vantar í Grenivíkurskóla. Almenn kennsla í 1. og 9. bekk. Frítt húsnæöi í góðri íbúð. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 á kvöldin. Sjúkrahús Húsavíkur auglýsir Sjúkraliða vantar á Sjúkrahús Húsavíkur frá 1. september eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri eða deildar- stjóri í síma 96-41333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.