Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 6
Höfði
Fjölmiðlar
segja
draugasögur
Sovétmenn samþykktu Höfða sem
fundarstað. Sögusagnir um draugagang
fá byr undir báða vœngi
Póstur og sími
Áhyggjur
af
ringul-
reið
Jóhann Hjálmarsson:
Botnlaus vinna alla
helgina. Jarðstrengir
lagðir ífjölda bygginga
Hér hefur verið botnlaus vinna
alla helgina. Unnið hefur ver-
ið að því að leggja jarðstrengi í
Melaskóla og Hagaskóla, Höfða,
Hótel Sögu og fleiri byggingar í
borginni og það ætti að komast
langt í dag eða á morgun, sagði
Jóhann Hjálmarsson blaðafull-
trúi Pósts og síma í samtali við
blaðið í gær.
Álagiö á stofnuninni er mikið
þessa dagana og óhjákvæmilegt
að eitthvað sitji á hakanum af
þeim sökum. Jóhann sagði í gær
að ýmsum framkvæmdum á veg-
um stofnunarinnar myndi seinka
vegna leiðtogafundarins. „Við
vonum að innlendir viðskipta-
menn okkar taki þessu vel. Það er
ýmislegt sem ekki verður hægt að
sinna meðan á þessu stendur, en
ég vona að ekki þurfi að koma til
vandræðaástands,“ sagði Jóhann
aðspurður um þetta í gær.
Póstur og sími ræður nú yfir
rúmlega 300 símalínum frá
landinu og tveimur sjónvarpsrás-
um. Að sögn Jóhanns hafa menn
nokkrar áhyggjur af því að ring-
ulreið skapist þegar mest gengur
á og allir vilja senda út í einu.
Gífurlegt álag verður á símalín-
um í vikulokin og verða allir
starfsmenn stofnunarinnar í við-
bragðsstöðu þegar þar að kemur.
-gg
öryggisverðir eru tíðir gestir í Höfða þessa dagana. Þetta hús hefur hýst margt merkra gesta, en aldrei vakið athygli eins
og nú. Mynd Sig.
Lögreglan
Umferð raskast
mikið
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar til. Alls um 500 manna
lið íslenskra löggœslumanna
Það má búast við að umferð í
borginni raskist talsvert um helg-
ina, en ég get ekki sagt um hvern-
ig því verður farið þar sem dag-
skrá fundarins liggur ekki fyrir,
sagði Bjarki Elíasson yfirlögregl-
uþjónn í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Skipulagning öryggisgæslu er
nú i fullum gangi og íslenskir lög-
gæslumenn eiga tíða fundi inn-
byrðis og með bandarískum og
sovéskum öryggisvörðum. Ör-
yggisverðir sjást á vappi víðs veg-
ar um borgina að kynna sér að-
stæður og sjá út hvernig gæslunni
verður best hagað.
Bjarki sagði að í fyllingu tím-
ans yrðu gefnar út tilkynningar
um breytingar á umferð í borg-
Fundanjtvaip á ensku
Vegna margumrædds leiðtoga-
fundar mun Ríkisútvarpið í sam-
vinnu við utanríkisráðuneytið
reka útvarpsstöð frá kl. 13.00 á
morgun. Útvarpað verður dag-
lega frá morgni til kvölds fram á
mánudagskvökld. Á heila tíman-
um verða sagðar fréttir á ensku á
FM 89.3, alþjóðlegar fréttir,
fréttir af leiðtogafundinum og
öðrum aðburðum á innlendum
vettvangi. Þá verður eftir því sem
við verður komið útvarpað beint
frá ýmsum atburðum í tengslum
við leiðtogafundinn.
-gg
inni. Ljóst er þegar að götur við
Borgartún verða lokaðar um
helgina, sömuleiðis götur í ná-
grenni bandaríska sendiráðsins
við Laufásveg, nágrenni Ægis-
garðs og víðar. Það má því búast
við að hinn almenni borgari muni
eiga erfitt með að komast leiðar
sinnar á ákveðnum svæðum.
Lögreglan hefur átt við svipað
vandamál að stríða og þeir sem
falið hefur verið að leysa gisti-
vandann: skort á upplýsingum.
„Þeir segja lítið, einkum þeir so-
vésku, þannig að þetta hefur ver-
ið hálfgerð krossgáta fyrir okkur.
Skipulagsstarfi hefur seinkað
nokkuð vegna þessa,“ sagði
Bjarki.
Björgunarsveitir hafa verið
kallaðar til í öryggisgæslu og
verða fslenskir löggæslumenn þá
að öllum líkindum um 500 talsins.
-gg
Sovétmenn samþykktu á sunn-
udaginn að fundir Reagans og
Gorbatsjofs yrðu haldnir í Höfða
við Borgartún og þegar um helg-
ina var hafinn undirbúningur
sem miðaði að því að leiðtogarnir
myndu funda í þessu reisulega
húsi borgarinnar. Ekki er annað
vitað en að allir þrír fundir
leiðtoganna verði haldnir í
Höfða.
Um leið og þessi ákvörðun lá
fyrír fengu sögusagnir um
draugagang í húsinu byr undir
báða vængi og erlendir frétta-
menn gerðu mikið úr drauga-
sögunum sem lengi hafa gengið
um þetta hús.
Þetta hús, sem augu alheimsins
munu beinast að næstu dagana,
var byggt árið 1909 fyrir Brillou-
in, franskan konsúl og forstjóra
spítalafélagsins í Dunkerque.
Húsið kom tilsniðið frá Noregi og
var hið reisulegasta. Brillouin og
fjölskylda hans bjuggu aðeins um
skamma hríð í Höfða og árið 1913
fluttu þau burt úr húsinu. Ári síð-
ar keypti Landsbankinn húsið af
spítalafélaginu, enda var þá farið
að halla undan fæti fyrir því.
Landsbankinn keypti húsið á
uppboði fyrir 12.300 krónur, en
lóðin var eftir sem áður í eigu
spítalafélagsins.
Samkvæmt manntali flutti Ein-
ar Benediktsson sýslumaður og
skáld í húsið ásamt fjölskyldu
sinni það sama ár. Einar gaf því
nafnið Héðinshöfði, sem síðan
var stytt í Höfði og svo hefur hús-
ið verið nefnt síðan. Einar keypti
húsið af Landsbankanum árið
1916, en árið eftir var hann flutt-
ur úr því.
Árið 1938 leigði breska ríkið
Höfða og keypti síðan árið 1942.
Þá var þar ræðismannsbústaður
og síðar sendiherrabústaður fram
til ársins 1951.
Þá þegar voru komnar upp
sögusagnir um reimleika í húsinu
og segja munnmæli að breski
sendiherrann hafi óskað leyfis til
að selja húsið sökum drauga-
gangs. Ingólfur Espólín keypti
Höfða af Bretum og bjó þar til
árins 1962, en fjórum árum áður
hafði hann selt borgarsjóði
eignina. Borgin keypti með það
fyrir augum að rífa húsið, en
fljótlega urðu menn því afhuga
og árið 1967 var hafist handa við
lagfæringar á því. Höfði hefur nú
um árabil verið vettvangur ým-
issa veisluhalda á vegum borgar-
innar, en bíður nú sinna þekkt-
ustu gesta.
Sögur um reimleika í Höfða
eru margar og verða ekki rifjaðar
upp hér. Enginn vafi er þó á að
mikið verður um það bollalagt í
fjölmiðlum framyfir leiðtogafund
hvort þeir Reagan og Gorbatsjof
hafi orðið varir við eða muni
verða varir við verur af öðrum
heimi á fundum sínum þar í hús-
inu. -gg
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. október 1986