Þjóðviljinn - 07.10.1986, Blaðsíða 7
MðDVIUINN
Kristín
Ólafsdóttir
Okkur hefur verið tekið miklu betur hér en við þorðum að vona, sagði starfsfólk Vonarinnar í Danmörku. F.v. Kirsten Thomsen, Susanne Beck, Pálmi Benediktsson, Baldur S. Pálsson umsjón-
armaður stuðningshópa og Hildur Jörundsdóttir ritari.
Landinn „þunkar upp“ Dani
Rætt við starfsfólk Vonar Veritas í Danmörku
um nýja meðferðarheimilið þar og alkóhólisma í Danmörku
Við hús númer 10 við Told-
bodgade í Kaupmannahöfn er
komið upp skilti sem á stend-
ur Von Veritas og á skiltinu er
mynd af sterklegu og grósku-
miklu tré. Flest allir vegfar-
endur vita ekkert hvað skiltið
stendur fyrir, gæti allt eins
verið heildsala með trjá-
plöntuáburð eða jafnvel
endurskoðunarskrifstofa. Við
nánari athugun kemur þó í Ijós
að það starf sem þarna er
unnið hefur með hvorugt að
gera nema þá kannski í
táknrænum skilningi. Sé þjón-
ustu leitað hjá Von Vertias
færðu aðstoð við að endur-
skoða það líf sem þú lifir og
visnaðar trjágreinar lífs þíns fá
nauðsynlega næringu, en
Von Veritase veitir meðferð-
arþjónustu fyrir drykkjusjúkl-
inga og aðra þá sem eiga við
misnotkun vímuefna að
stríða. Tákn þeirra fyrir þetta
starf er lífstréð sjálft.
Flestir íslendingar kannast við
starfsemi Vonar á íslandi og á
síðustu árum hefur sú starfsemi
hlotið nokkra eftirtekt á hinum
Norðurlöndunum. íbúar þessara
landa hafa komið til íslands í leit
að hjálp, en skipulögð meðferð
drykkjusjúklinga er mjög tak-
mörkuð á hinum Norðurlöndun-
um. Þetta varð til þess að for-
svarsmenn Vonar ákváðu að gera
tilraun með rekstur meðferðar-
heimilis í Danmörku, en 14. sept-
ember sl. var heimili þeirra Vest-
erborg á Lálandi opnað. Skrif-
stofa Vonar við Toldbodgade var
opnuð 1. ágúst sl. en þar fer fram
upplýsinga- og meðferðarstarf í
tengslum við heimilið. Blaða-
maður Þjóðviljans lagði leið sína
niður að bækistöðvunum í leit að
upplýsingum um starfsemina.
Þar hitti hann að máli upplýsing-
afulltrúa skrifstofunnar, Pálma
Benediktsson, fjölskylduráðgjaf-
ann Susanne Beck og svokallað-
an prógramstjóra Kirsten
Thomsen. Þau voru fyrst spurð
að því hvort sú meðferðaraðferð
sem notuð hefur verið á íslandi
verði notuð óbreytt í Danmörku.
Já hún er byggð nákvæmlega á
meðferðinni heima. Á íslandi
höfum við nú þegar haft víðtæka
reynslu af því að starfa með íbú-
um hinna Norðurlandanna og
okkar reynsla er fyrst og fremst
sú að það er ekki mikil munur á
drykkjusjúklingum þessara
landa.
Drykkjusiðir Dana
En nú eru t. d. drykkjusiðir ís-
lendinga og Dana gjörólíkir.
Breytir það engu í meðferðinni?
Nei það breytir í sjálfu sér engu
í grunnatriðum. En það er rétt,
drykkjusiðirnir í Danmörku eru
gjörólíkir því sem við eigum að
venjast á Islandi. Hérna í Dan-
mörku er bjórdrykkja hluti af
daglegu lífi flestra. Það er t.d.
mjög algengt að fólk sé að sötra
bjór í vinnunni allan daginn. Það
hefur þótt sjálfsagt fram að
þessu. Ef menn þiggja ekki bjór
þá eru þeir spurðír að því hvort
þeir séu á Antabus. En nú eru
atvinnurekendur farnir að gera
athugasemdir við þetta en verka-
lýðshreyfingin neitar þessari
staðreynd og vill ekki horfast í
augu við vandamálið.
Er ekki erfittfyrir Dani aðfara
aftur út i samfélagið eftir meðferð,
einmitt vegna þess hve drykkja er
ríkur hluti af daglegu lífi fólks?
Jú það er mjög erfitt. Menn eru
þó virtir fyrir og fá hrós, en hefð
fyrir þeirri hugsun að það skuli
vera til fólk sem ekki drekkur er
ekki til hér. Það er t.d. aldrei
boðið uppá óáfenga drykki í
kokteilboðum.
Hafa verið gerðar einhverjar
tilraunir hér til þess að meta
hversu margir Danir geta talist
drykkjusjúklingar?
Einhverjar rannsóknir hafa
leitt þær niðurstöður í ljós að um
98% fullorðinna í Danmörku
neyti áfengis. Samkvæmt sumum
rannsóknum eru fjöldi þeirra sem
hægt er að skilgreina sem
drykkjusjúklinga um 20% full-
orðinna Dana, en samkvæmt
öðrum rannsóknum er þetta hlut-
fall a.m.k. 10% og um það eru
flestir sammála.
Ófremdarástand
í meðferðarmálum
Hvernig hefur starfsemi ykkar
verið tekið hér í Danmörku?
Miklu betur en við þorðum að
vona. Það standa allar dyr opnar
fyrir okkur og það er svo greini-
legt að okkur er tekið fegins
hendi. Enda ríkir hér ófremdar-
ástandi í meðferðarmálum. Dan-
ir eru a.m.k. 10-15 árum á eftir.
Eina meðferðin sem drykkju-
sjúklingar hér hafa átt kost á er
antabusmeðferð inni á venjuleg-
um spítölum. Fjölskyldur alko-
hólista, félagsráðgjafar, læknar
o.fl. fagna okkur því mikið. Fag-
fólkið hafur reynst okkur mjög
vel hvað kynningar á starfsem-
inni varðar innan heilbrigðiskerf-
isins og félagsmálageirans svo að
við höfum lítið þurft að leggja í
þann þátt starfseminnar.
En hafið þið ekki orðið vör við
gagnrýni á þcer aðferðir sem þið
notið?
Jú, eitthvað höfum við orðið
vör við það. Þá erum við helst
gagnrýnd fyrir það að leita ekki
félagslegra orsaka sjúkdómsins
en einbeita okkur eingöngu að
lækningu hans. En sú meðferðar-
aðferð sem við byggjum á gerir
ekki ráð fyrir að sjúkdómurinn sé
sprottinn af félagslegum orsök-
um heldur erfðafræðilegum, en
það eru fjölmargar rannsóknir
sem hafa bent til þess að sjúk-
dómurinn erfist. f meðferðinni
sjálfri leggjum við svo allan þung-
an á það að gera sjúklingnum
grein fyrir því að það er hann
sjálfur sem er ábyrgur fyrir vel-
ferð sinni en ekki einhver utanað-
komandi öfl. í dönskum stofnun-
um vill það brenna við að stofn-
anirnar sjálfar taka ábyrgðina af
sjúklingnum. Þannigfestistsjúkl-
ingurinn ínní kerfinu og hann á
erfitt með að taka ábyrgð á sér
sjálfum eftir að hann kemur úr
meðferð.
Alkohólismi
fjölskyldusjúkdómur
Þið fylgið sjúklingum eftir með
eftirmeðferð?
Já, sjúklingurinn kemur á
fundi með svokölluðum stuðn-
ingshópum 3var sinnum eftir að
aðal meðferðinni líkur. Fjöl-
skylda sjúklingsins er allan tím-
ann virkur þátttakandi í meðferð-
inni enda er sjúkdómurinn fjöl-
skyldusjúkdómur að því marki að
hugsanir fjölskyldunnar snúast
jafnmikið um flöskuna og hug-
sanir sjúklingsins sjálfs. Hún býr
við eilífðar óöryggi og einangrast
smám saman. Það borgar sig jú
ekki að bjóða vinunum með heim
þegar maður á von á því að ein-
hver sé útúrdrukkinn heima.
Koma ekki líka aðrir en
drykkjusjúklingar í meðferð til til
ykkar, s.s. pillusjúklingar og her-
óínneytendur?
Jú, en svo er það nú tilfeliið að
það eru sterk tengsl á milli mis-
notkunar á áfengi og misnotkun-
ar á öðrum eiturefnum. Oftast fer
þetta saman. Það hefur líka sýnt
sig að þeir sem eru pillusjúklingar
eru það oft vegna þess að þeir eru
drykkjusjúklingar. Piilurnar
koma þá í staðinn fyrir áfengið.
Hvernig er hlutfallið á milli
karla og kvenna meðalþeirra sem
koma í meðferð?
Það er mjög svipað.
Er einhver munur á árangri
meðferðar eftir kynjum?
Það virðist vera að konur eigi
auðveldar með að ná völdum yfir
sjúkdómnum. Þær taka sjálfa sig
sterkari tökum. Þær dæma sig
harðar en karlar og svo eru þær
dæmdar harðar af umhverfinu,
kannski vegna þess að þeim er
ætlað að standa sig sem eiginkon-
ur og mæður. Konur fara hins
vegar oft ver út úr misnotkun
áfengis og annarra eyturlyfja en
karlar. Þær eru oft misnotaðar
kynferðislega, sumum er
nauðgað og aðrar verða hórur,
sérstaklega ef um heróínneytend-
ur er að ræða. Þessar konur þurfa
því sérstakan stuðning meðan á
meðterð stendur.
Nú taka tryggingarnar hér í
Danmörku ekki þátt í kostnaði
meðferðar. Er meðferðarmögu-
leikinn þá ekki einungis fyrir fáa
útvalda? Þá sem eru efnaðir?
Nei, því við erum í samstarfi
með fjárfestingafélagi sem veitir
fólki mjög hagstæð lán. Afborg-
anir eru sanngjarnar þannig að
allir ættu að geta ráðið við þær.
En við bindum hins vegar miklar
vonir við það að sveitarfélögin
muni samþykkja það að trygging-
arnar taki þátt í kostnaðnum.
Fagfólk innan heilbrigðis- og fé-
lagsalageirans berst mjög hatr-
ammlega fyrir því með okkur og
við eigum ekki von á öðru en að
við náum því í gegn að lokum.
-K.Ól.
Þriðjudagur 7. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7