Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 3
FRETT1R
Alþýðubandalagið
Ekki forval
á Reykjanesi
Á fundi kjördæmisaráðs Al-
þýðubandalagsins á Reykjanesi í
fyrrakvöld var kjörnefnd falið að
gera tillögur að uppstillingu á
framboðslista flokksins við næstu
alþingiskosningar. Þá var því
fagnað að Geir Gunnarsson hafí
gefið kost á sér í 1. sæti listans og
Olafur Ragnar Grímssson í 2.
sætið.
Á fundinum sagði Geir Gunn-
arsson að hann fagnaði þeim liðs-
auka sem óneitanlega væri að
Ólafi Ragnari og kvaðst sjá fram
á harða og spennandi kosninga-
baráttu þar sem markmiðið væri
að koma tveimur Alþýðubanda-
lagsmönnum inn á þing. Ólafur
Ragnar sagði í sinni ræðu að hann
hlakkaði til að vinna með nýju
fólki í Reykjaneskjördæmi og að
kosningabaráttan væri hafin. Á
Reykjanesi yrði tekist á um meg-
inmálin í íslenskri pólitík og Al-
þýðubandalagið ætti þar sem og
annars staðar góðan málstað að
verja. -v.
Hjálparstofnun
Sitja sem fastast
Engin mannaskipti hjá Hjálparstofnun. Stjórn ákveður að
selja Engihlíð 9. Kostnaði við rekstur verði haldið niðri
Ég taldi rétt að ég, Guðmundur
Einarsson framkvæmdastjóri og
framkvæmdanefnd létum af
störfum og gerði tiilögu um það á
stjórnarfundinum, en mér snérist
síðan hugur á fundinum og niður-
staða hans varð önnur, sagði Er-
ling Aspelund, stjórnarformaður
Hjálparstofnunar kirkjunnar í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Nú er ljóst að sú gagnrýni sem
fram hefur komið á starfsemi
Hjálparstofnunar leiðir ekki til
þess að starfsmenn eða stjórnar-
menn láti af störfum. Stjórn
stofnunarinnar fundaði í átta
klukkutíma um þessa gagnrýni í
fyrradag og komst þar að þeirri
niðurstöðu að starfsmenn skyldu
sitja sem fastast. í yfirlýsingu
stjórnarinnar segir að hún telji
það ábyrgðarleysi að forstöðu-
menn hverfi frá störfum nú og
lýsir yfir fullu trausti á fram-
kvæmdastjóra og starfsmenn
stofnunarinnar.
Erling sagðist í gær telja að
hægt yrði að skapa á ný trúnað-
artraust milli almennings og
Hjálparstofnunar, enda þótt
sömu menn yrðu í forystu fyrir
henni. Hann sagði að reynt yrði
að gera bragarbót á starfseminni
og bæta það sem aflaga hefur far-
ið.
Stjórnin hefur samþykkt að
selja húseignina að Engihlíð 9,
sem stofnunin keypti í haust á 10
miljónir króna. Þá segir í yfirlýs-
ingu stjórnarinnar að öllum
ráðum verði beitt til að halda
rekstrarkostnaði niðri, sem og
kostnaði við ferðalög starfs-
manna erlendis. Stjórnin segist
einnig munu sjá til þess að að-
halds verði gætt í viðskiptum
Hjálparstofnunar við önnur fyrir-
tæki.
í yfirlýsingu sinni vísar stjórnin
á bug sögusögnum um fjármála-
misferli og óheiðarleika í rekstri
Hjálparstofnunar. -gg
Kjaramál
Viljum reyna nýjar leiðir
Trésmiðafélag Reykjavíkur samþykkir aðfara sjálft með
samninganœst. SamstarfviðS.B.M. verðurrœtt. Grétar
Þorsteinsson: Munum berjastmeð oddi og eggfyrir afnámi
tvöfalda launakerfisins
Trésmiðafélag Reykjavíkur
hefur ákveðið að fara sjálft með
samninga í komandi samningum
eða í samstarfí við aðildarfélög
S.B.M., en í samningunum mun
félagið leggja áherslu á að taxtar
félagsins verði færðir sem næst
greiddu kaupi, og ákvæðisvinna
fái hliðstæðar leiðréttingar.
Grétar Þorsteinsson hjá Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur sagði að
samþykktin hefði verið gerð í
ljósi þess að í undanförnum
samningum hefði ekki tekist að
afnema muninn á milli taxtalauna
og greiddra launa. Það væri því
full ástæða til þess að reyna nýjar
leiðir að því marki. „Menn vilja
líka hafa á hreinu og það verður
undirstrikað að að þessu sinni
ætla menn sér að ná árangri hvað
þetta varðar. Það er auðvitað
vonandi að aðrir félagar okkar í
hreyfingunni vilji halda eins á
málum og berjast með oddi og
egg fýrir því að tvöfalda launa-
kerfið verði afnumið,“ sagði
Grétar.
-K.Ól.
Erling Aspelund og félagar í Hjálparstofnun ætla að sitja áfram þrátt fyrir
óvægna gagnrýni á starfsemi Hjálparstofnunar. Reynt verður að bæta ýmsa
þætti í rekstrinum og losa stofnunina við 10 miljón króna húseign að Engihlíð 9,
sem er á innfelldu myndinni. Mynd. Sig.
Hvað finnst þeim um jafna&arstjórn?
%
Jón Baldvin
Tökum
ekki
afstöðu
fyrirfram
Guðrún
Agnarsdóttir
Raunhæf-
ur
möguleiki
i Karvel Pálmason
Pú ert
ekki
að tala við
Jón Balvin
„AlþýÖubandalagið setti fram þessar sömu hugmyndir
í ársbyrjun 1985 með yfírskriftinni Nýtt landstjórnarafl,
en undirtektir urðu dræmar og jafnvel engar,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson þegar hann var spurður álits á
stjórnarmyndun með Alþýðubandalagi og Kvennalista.
„Eina breytingin síðan þá er sú að Alþýðuflokkurinn
hefur styrkt stöðu sína verulega. Ég tel þennan möguleika
enn ákaflega ólíklegan og óraunhæfan.
Ef Alþýðubandalagsmenn meina með þessu útspili
ólafs Ragnars tilboð um kosningabandalag, þá höfnum
við því algjörlega. Varðandi skilyrði til Alþýðuflokksins
um breytta stefnu í öryggismálum þá neitum við því.
Annað skilyrði var að Alþýðuflokkurinn hafnaði al-
gjörlega þeim valkosti í stjómarmyndun sem kallast Við-
reisn. Það gerum við ekki.
Auk þessa fer því fjarri að eining sé meðal forystu-
manna Álþýðubandalagsins um þessa hugmynd og nefni
ég sérstaklega Þröst Ólafsson. Skoðanir hans um þriggja-1
flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki eiga verulegu fylgi að
fagna meðal forystumanna Alþýðubandalagsins og einn-
ig Alþýðuflokks. Mér líst miklu betur á slíka stjórn en
hugmyndir Alþýðubandalagsins.
Hvað varðar Kvennalistann þá tel ég hann ákaflega
ósennilegan stj órnarmyndunarkost.
Kvennalistinn neitar að taka afstöðu til tillögu Alla-
balla fyrirfram og það gemm við líka. Með því er þessi
hugmynd í rauninni úr sögunni." _vtj.
„Möguleiki á nýrri jafnaðarstjórn er jafn raunhæfur
og hver annar, það veltur á málefnagrundvelli,“ sagði
Guðrún Agnarsdóttir formaður þingflokks Kvennalist-
ans þegar hún var innt álits á nýrri jafnaðarstjórn.
„Ennþá eru þetta bara dagdraumar sem hafa verið
settir á flot og það kemur í ljós eftir að úrslit kosninga
liggja fyrir hvaða möguleikar verða á ríkisstjórn," sagði
Guðrún. „Við höldum þeirri stefnu að við erum viðræð-
ufúsar við alla sem vilja við okkur tala, en höfum ekki
tekið afstöðu fyrirfram um gerð einnar stjórnar frekar en
annarrar.
Hvað varðar ummæli Jóns Baldvins um að Kvennalist-
inn sé óstjórnhæfur flokkur þá vísa ég því algerlega á bug
en beini því til Jóns Baldvins að hann kynni sér valddreif-
ingarvinnubrögð Kvennalistans, það væri hollt fyrir hann
að kynnast virku lýðræði. Þessi skætingur hans lýsir betur
hans eigin vinnubrögðum en vinnubrögðum Kvennalist-
ans. Það hefur ekki vafist fyrir okkur að sinna þingstörf-
um og það mun ekki vefjast fyrir okkur að sitja í ríkis-
stjórn.“
-vd.
„Mér lísí ekkert sérstaklega vel á þær, reynslan hefur
sýnt að það eru litlar líkur á því að það verði margt
sameiginlegt gert af viti,“ sagði Karvel Pálmason þing-
maður Alþýðuflokksins þegar hann var inntur álits á
hugmyndum Alþýðubandalags um nýja jafnaðarstjórn.
-Telur þú að jafnaðarstefnunni sé betur borgið í sam-
starfi með Sjálfstæðisflokki?
„Það sagði ég ekki, þú ert ekki að tala við Jón Baldvin
núna. Ég hef enga draumastjórn í huganum og reynslan
verður að skera úr um það hvar næst málefnaleg sam-
staða. Ég hef ekki mikla trú á að það takist samstarf milli
þessara flokka um að mynda stjórn sem hafi stefnumark-
andi áhrif.
En það væru aðrar stjórnir vitlausari en stjórn Sjálf-
stæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Ég vil
ekki hryggbrjóta Alþýðubandalagið fyrirfram, þar geta
menn vitkast einsog annars staðar.“
-vd.
Mlðvikudagur 12. nóvember 1986 þjÓÐVILJINN - SÍÐA 3